Vísir - 28.03.1968, Side 8

Vísir - 28.03.1968, Side 8
/ V1SIR . Fimmtudagur 28. marz 1968. VISIR Otgefandi: Reykjaprent hf. Framkvæmdastjóri: Dagur Jónasson Ritstjóri: Jónas Kristjánsson Aðstoðarritstjóri: Axel Thorsteinsson Fréttastjóri: Jón Birgir Pétursson Ritstjórnarfulltrúi: Valdimar H. Jóhannesson Auglýsingastjóri: Bergþór Olfarsson Auglýsingar: Þingholtsstræti 1. Símar 15610 og 15099 Afgreiðsla: Hverfisgötu 55. Sími 11660 Ritstjórn: Laugavegi 178. Sími 11660 (5 línur} Áskriftargjald kr. 115.00 á mánuði innanlands í lausasölu kr. 7.00 eintakið Prentsmiðja Vísis — Edda hf. Hvers er að vænta? ]\u er lokið vinnudeilu um, hvernig deiía eigi tapinu í þjóðfélaginu, jafna niður áföllum en ekki skipta gróða. í kjölfar hennar spyrja menn: Hvers er að vænta í framtíðinni? Hvemig getum við skapað meira öryggi fyrir komandi kynslóðir? Sumum finnst að svarið sé meginmál unga fólksins, — kynslóðarinnar, sem taka mun við þjóðfélaginu. Hvað finnst unga fólkinu sjálfu? Höfum við nýja möguleika, — meiri möguleika, eða bíður okkar hok- urbúskapur? Stóriðjan er einn af homsteinunum, sem framtíðin byggist á. Það hefur samt ekki gengið þrautalaust að láta hana skjóta rótum hér. Þegar barizt var fyrir stóriðju í landinu, var reynt að ala á tortryggni í garð fomstumanna þeirra mála. Þeir væm bara að leggja sig í líma við það, sem útlent væri, en hefðu eriga trú á íslenzkum atvinnuvegum. En álbræðsla á íslandi verður auðvitað íslenzkur atvinnuvegur eins og aðrir atvinnuvegir í landinu. Stjórnarandstaðan ásakaði forustumenn stóriðjunn- ar fyrir að selja rafmagn of lágu verði til fyrirhug- aðrar álbræðslu og annað af því tagi. Það sem íslenzk stjómvöld hafa gert til að laða að erlent fjármagn og erlenda tækni er samt ekki nema brotabrot af því, sem aðrar þjóðir gera til að ná í fjárfestingu erlendra fyrirtækja. Verkalýðsstjóm Wilsons í Bret- landi býður t. d. erlendum fyrirtækjum stórkostleg fríðindi og fjárstuðning við að reisa fyrirtæki sín í Bretlandi. Hvað getum við íslendingar nú gert? Við getum ekki boðið þau kostakjör, sem Bretar og aðrar Vest- ur-Evrópuþjóðir bjóða erlendum fyrirtækjum. Hvað hafa forustumenn stóriðjunnar nú í huga? Iðnaðarmálaráðuneytið hefur þetta erfiða mál til meðferðar. Við verðum að gera okkur grein fyrir þeirri staðreynd, að ekki verður gripin úr lofti ný stóriðja á íslandi. Raforkan er fmmskilyrðið og bezta vopn okkar, en jafnvel þar eigum við í hörðustu sam- keppni við nýjar orkulindir. Samt er óþarfi að örvænta. Við sjáum hilla undir ýmislegt, stórt eða smátt. Við erum byrjaðir að vinna kísilgúr. Og í tengslum við þann iðnað kunnum við að fara að hagnýta perlustein eða bikstein. Verið er að athuga möguleika á úrvinnslu áls í fullunnar vör- ur. Menn eru að reikna út hagnýti sjóefnavinnslu, og gefa fyrstu athuganir góðar vonir. Olíuhreinsunar- stöð er á dagskrá. Hvers er að vænta? Þetta er spurning, sem á að brenna á vörum unga fólksins. Krafizt verður svara. Gamla kynslóðin mun ekki skjóta sér undan vand- anum, en framtíðin liggurí lófa æskumannsins. (< ti \ -J Það yrði sannarlega ekki „bamlaus bær“ í Hvfta húsinu, ef það verður hlutskipti Roberts Kennedys og konu hans að ráða þar húsum. Bömin þeirra em nefnilega 10. Myndin er tekin í garði þeirra að Hickory Hill og er húsfreyjan, Ethel, í miðju með það yngsta í fang- inu, en Robert er henni á hægri hönd. , Kosningabarátta hafin í Oregon — Forkosningar þar framundan — Kennedy hafnar tiHögum um að Banda- rikin dragi sig einhliða út úr styrjöldinni T ræðu, sem Robert Kenn- edy öldungadeildarþingmaður flutti f Portland sambandsrík- inu hafnaöi hann þeirri skoðun, að Bandaríkin drægju sig ein- hliða út úr styrjöldinni i Víet- nam. En hann lagði áherzlu á, að sú stefna, sem Bandaríkin heföu fylgt til þessa , hefði verið skökk, — enda verið haft aö marki að ná þvi, sem ógerlegt er að ná, þ. e. að vinna hern- aðarlegan sigur. 1 stað þessarar misheppnuðu stefnu yrði að taka aðra, þar sem rejmt yrði að leysa hinar stjómmálalegu og diplomatisku hliðar vanda- málsins. Hann kvað nauðsyn- legt að viöurkenna leiðtoga þjóð frelsishreyfingar Vietcong sem viðsemjendur og að hætta sprengjuárásunum á Norður-Vi- etnam, — fyrr mundi ekki tak ast að fá alla aðila til þess aö setjast að samningaborði. Kennedy kvað framtíðarlausn ýmissa vandamála heima fyrir í Bandaríkjunum tengd Víetnam- styrjöldinni, og um vandamál heims yfirleitt mætti segja, að Vietnamstyrjöldin væri Þrándur í Götu lausnar þeirra, en ef deilan um Vietnam leystist yröi greiðara um mörg önnur. Forkosningar fara fram í sam- bandsríkinu Oregon 28. maí. Ro- bert Kennedy flutti ræðu sína í háskólanum í Portland, að við- stöddum stúdentum og kennur- um háskólans. Honum var forkunnarvel tek- ið. Sýður upp úr í sumur í bandurískum borgum? - SIÐARI GREIN - Fyrir nokkru var lögð fyrir Johnson forseta 150.000 orða skýrsla nefndar, sem hann hafði skipað til rannsókna og athugana varðandi kynþátta- óeirðirnar í landinu. Það var eftir hina blóðugu bardaga i Newark og Detroit, sem hann ákvað að skipa bessa nefnd. Formaður nefndarinnar var Otto Kemer, ríkisstjóri sam- bandsríkisins Illinois. Hað var upphaflega gert ráð fyrir, að skýrslugerðinni yröi ekki lokið fyrr en aö 4 mánuð- um liðnum, en það ráð var tekið að hraða henni sem aðvö.run ti' þjóðarinnar um hvað vera kvnni í aðsigi. „Þegar sjúklingurinn er að deyja er tilgangslaust aö fresta sjúkdómsgreiningunni," sagöi Kerner, „ef það á að tak- ast að bjarga honum.“ Það hefir verið sagt um þessa skýrslu, að hún sé ömurleg af- lestrar og enn ömurlegri en stað reyndirnar séu niðurstöðumar en þær eru í stuttu máli, að stór hætta geti verið yfirvofandi í bandarískum stórborgum — og skakkt að farið, ekki reynt aö læra af reynslunni og koma fram umbótum — og mikill hluti bandarísku þjóðarinnar kunni engin skil á hættunni Nefndin leggur til, aö bætt séu húsnæðis- og atvinnuskil- yrði blökkumanna en það er ekki ný tillaga. Það hefir oft ver ið sagt fyrr að það þurfi að bæta lífskjör b'.ökkufólks, en allt of lítið gert til fVamkvæmda þar er líka að ýmsu erfitt að koma fram umbótum í skyndi, eða ógerlegt, þegar að baki er kynslóðakúgun, misrétti og fá- tækt. Það má líka minna á, að það eru ekki nema nokkrir dag- ar síðan Johnson forseti kvaddi 100 iðjuhölda á ráðstefnu, til þess að ræða áform um aðstoö þeirra við 100.000 atvinnúleys- ingja til nýrra starfa. En hér er ótalið það sem hættulegast er. í skýrslunni segir, að í borg- unum sé um að ræða gamalt, rótgróið hatur kynþátta milli, — og ekki aðeins blakkra og hvítra — og afkomendum þessara kyn- þátta í borgunum, hætti til ein- angrunar. Gagnrýni kemur fram í skýrsl unni á hendur þjóðvarnarliðs og lögreglumönnum, — þeir eru kallaðir „skotglaðir" — í mörg- um tilfellum hafi verið orðum auknar fréttir og tilkynningar um leyniskyttur, og komið hafi fyrir að verðir laga og örvggis skutu hverjir á aðra á þeim tfma er öngþveiti var almenn- ast og verst. Sannanir fengust og fvrir. aö kommúnistaforsprakkar á Kúbu og f Kína veittu sína aðstoð herskáum samtökum blökku- manna, þannig fengu blökku- mannasamtökin „Revolution- ary Action Movement“ 7 millj- ónir dollara frá Kína. í skýrsl- unni er sagt frá áformum þess- ara samtaka um að myrða tvo forsprakka annarra samtaka sem voru of hægfara, Roy Wilk- ins frá ..National AssoHation for the Advancement of Colour ed Peopleí', og Whitney Young úr „Urban League“, Þá telur nefndin sig hafa sann anir fyrir samspili milli blakkra þjóðernissinna og bandarískra kommúnista, en um þessi mál öll er rætt af mikilli varúð því að Kerner og samstarfsmenn hans vilja sízt af öllu verða til þess að kynda undir nýja elda, en ef það væri gert kynni að spretta upp nýr McCarthy-ismi, og þá fengiu hvítir hatursmenn hinna blökku of góð spil á hendi. Á hinn bóginn hefir nefndin ekki talið ráðlegt aö þegja um gögn, • sem hún hefir meö höndum, en ef þagaö væri um þau, kynni hún að veröa sökuð um að hafa hylmað yfir með morðingium, brennuvörgum og ræningjum Niðurstöðurnar hafa vakið fá- dæma athygli, ekki framar öðru vegna þess, að þeir sem aö rann- sóknunum unnu, eru milli- stéttarborgarar í hinu banda- ríská þjóðfélagi, og vegna þess, að þær fela í sér harðan dóm yfir hinum hvítu borgurum landsins. Þar er m. a. tekið fram, að fátækt og aðskilnaður í fátækra hverfum hafi leitt til lífskjara, sem séu eyðileggjandi fyrir þá. sem viö þau bua, og ókunn flest um hvítum borgurum landsins Það, sem beir (hinir hvítu) aldrei hafa skilið oa blökkufólk- ið hefir aldrei eleymt. að ábyrað in er binna hvítu. Hinna hvítn vfirvalda og stiórnenda er á- bvreðin á beim skilvrðum sem harna er við að búa, stofn'm irnar eru bins hvíta bhita samfó lagsins og bað er sá hlutinn, sem ) ber ábyreð á að bar situr alþ við sama. Afleiðmvar upnbr't- anna s.i. sumar hafa brei''’"';, bilið milli h:nna hvítu ov blökku. Misrétti oe aðskilnaður hefir langa lengi eitrað banda- rískt samfé!a° Og nú órr""r betta ástand framtíð hvers ein- asta Bandaríkiamanns. Hal'!i svo fram sem verið hcfir getiu það orðið eýðileeging alls bess. sem hefir mest lýðræðisle?' lífsverðmæti ■' sér f þjóoféiagi voru. (Að mestu þýtt. Niðurl. í næsta blaði).

x

Vísir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.