Vísir - 28.03.1968, Side 9

Vísir - 28.03.1968, Side 9
9 V1SIR . Fimmtudagur 28. marz 1968. • VIÐTAL DAGSINS er við Sigurjón Rist, vatnamælingamunn um flóð, orsakir þeirra og afleiðingar og þær róðstafanir Sem hægt er að gera til að fyrirbyggja tjón af völdum þeirra Ægilegar náttúru- hamfarír „Árlega tortíma vatnsflóð þúsundum mannslífa og lg|Éj|l§||/ ' ; !|i valda gífurlegu eignatjóni. ■ ^ ^ *m>~¥ Ásamt eldgosum, jarðskjálft- um og skógareldum, eru vatnsflóð segilegustu náttúru- hamfarirnar.“ Þannig fórust Sigurjóni Rist, vatnamælingamanni, orð í upp- hafi viðtals sem hann átt við blaðið og hér fer á eftir. Sig- urjón er löngu landskunnur fyr- ir vatnamælingar sínar, enda eru vatnamælingar með yngri vis- indagreinum. Starfssvið vatna- mælingamannsins er víðtækara en viröast má í fljótu bragði og áhrifa þess gætir á margan hátt á sviði annarra vísinda og mannvirkjagerðar. I eftirfarandi viðtali er aðaíáherzla lögð á upplýsingar varðandi vatnsflóð á íslandi, þó svo að getið sé ' •v ■ •>< ' Y" „ Með vaxandi mannvirkjagerð, er nauðsynlegt fyrir Islendinga að gera sér grein fyrir orsök- um og afleiðingum stórflóða. (Ljósm. R. Lár.). vatnsmagni. Viö Reykvíkingar fengum nú i síðasta flóði si.ijörþefinn af því ástandi sem skapast þegar vatnsból verða fyrir skemmdum en mengun varð í Gvendarbrunnum af völdum þeirra. Sú hætta er á- vallt fyrir hendi, þegar flóð gerir, að vatnsból eyðileggist um lengri eða skemmri tfma. Með áuknum efnaiðnáði eykst þessi hætta stöðugt. — Við getum þá búizt viö alvarlegra ástandi en því sem skapaðist í síðasta flóði? — Já, mun alvarlegra. Þegar stórflóð verða, er nauðsynlegt að gera allar þær varúöarráð- stafanir sem hægt er, til aö koma í veg fyrir skemmdir af völdum þeirra, en það er einnig dýrmætt aö koma í veg fyrir, að meirihluti ársúrkomunnar renni fram á einum eöa tveimur sólarhringum. Reykvfkingar þekkja vart vatnsskort, þó að þeir hafi verið vatnslausir dag og dag. Við megum heita vel birg af vatni miöað við flestall- annarra þátta þessarar vísinda- greinar. ,, Viö spyrjum Sigurjón í fyrstu um flóöin sem urðu á dögunum og öllum landsmönnum eru í fersku minni: — Hér í Reykjavík og ná- grenni má telja Elliðaárflóðið það mesta í sögu þeirra, en saga þeirra varöandi mælingar nær 40 til 50 ár aftur í tímann. Af þeim sökum getum við leyft okkur að tala um 50-ára flóö í þessu tilviki. Ef gera á grein fyrir væntanlegum flóðum, er venjan að byrja á því, að tala um eins-árs flóð, þ.e.a.s. það flóð sem kemur á hverju ári. Á sama hátt er talað um tíu- ára flóö, það er að segja stærsta flóð sem kemur á hverjum tíu árum og þá 50-ára flóð, 100-ára flóð o. s. frv. Gætu orðið mun meiri — Var kannski um 50-ára flóð, að ræöa á Selfossi? — Nei, svo var ekki. Þar mætti tala um 20-ára flóð. Flóðin 1. marz árið 1930, 5. marz árið 1948 og nú 29. febrúar 1968, eru öll svipuð að stærð og má þvi nefna þau 20-ára flóö, því að milli þeirra eru um 20 ár. Flóöið sem varð árið 1930 mun hafa verið ívið stærst. Þó sté vatnsboröið í syðsta hluta Selfoss óvenju hátt að þessu sinni, sökum þess að ís hindraði eðlilegt rennsli árinn- ar. Flóöið á Selfossi var stutt að komið að þessu sinni, eða úr lágsveitunum. Hvítá við Gull- foss verður svo til á hverju ári vatnsmeiri en hún varð núna og rennsliö orðið allt að því tvö- falt meira. Því er augljóst, að meö nánara samspili þeirra þátta sem flóöunum valda, má vænta til muna stærri flóða, og sé ég ekkert því til fyrirstöðu, að vatnsborðið á Selfossi geti orðið metra hærra en það var í síðasta flóði. Flóðaár og hamhleýpur — Hvaða vama er hægt að gripa til gegn svona flöðum? — í fyrsta lagi að haga mannvirkjum þannig að flóð nái ekki til þeirra. Hingað til hefur verið hægt að staösetja hús á íslandi á hæðum, vegna hins mikla landrýmis. ;Nú er þetta að breytast meö vaxandi mannvirkjagerð og fjölbreytt- ara atvinnulífi. í ööru lagi verðum við að þekkja stærstu flóðin betur, til þess að geta gert flóöaspá. Nú er hægt aö sjá flóð fyrir með eins til tveggja daga fyrirvara. Á stór- um hluta íslands geta ekki komið önnur flóð, en hin svo- kölluðu vetrarflóð. Það verður að telja Ölfusá eina mestu flóðaá á landinu. Þó stafar það ekki af vatnsmagni hennar, heldur vegna þess aö farvegur hennar er grunnur og að henni er þéttbýl slétta. Hér á landi eru margar ár meiri hamhleyp- ur. Ekki er undarlegt þó Elliöa- ár séu taldar miklar flóðaár vegna byggðarinnar umhverfis. Héraðsvötn teljast einnig framarlega í flokki flóða- áa, vegna þess að þannig hagar til, að þau ná til mannabústaöa er þau flæða. — Hvað eru vatnamælingar gamlar á íslandi? — Vatnamælingar á íslandi em mjög ungar og ná vart meira en 20 ár aftur f tímann. — Hvernig em flóðarannsókn- ir framkvæmdar? — Þegar geröar em rann- sóknir á flóöum, em aðallega rannsakaðir þrír orsakaþættir, þ.e.a.s. frosin jörð, snjór ásamt leysingum og stórrigningu. Nú er rennsli skráð í öllum lands- fjórðungum og þegar fram líða stundir fæst gott tækifæri til að bera saman viöbrögð hinna ýmsu vatnsfalla við misjöfn veðurskilyrði. Þá er nauðsyn- legt að hafa upplýsingar um það, hversu mikiö úrkoman get- ur aukizt á sólarhring, ásamt hlýnandi loftmassa yfir land- inu og hver áhrif slík skilyrði geta haft. Og aðgæta verður hversu lengi slfkt ástand getur varað í senn. Á þennan hátt mætti gera sér grein fyrir stærstu flóöum. Sem betur fer, er það afar sjaldgæft, að allir þessir þættir fari saman., Þess vegna tölum við um 50 og 100- ára flóð. •■y Sigurjón Rist. Stutt flóðasaga hérlendis — Hverjar eru algengustu orsakir flóða erlendis? — Þær eru þær sömu og hér; — snjóbráðnun samfara rigningu. Til dæmis í hinni hlýju Kaliforníu þar sem flóðin verða vegna snjóbráðnunar í hinum háu fjöllum. — Vitum við lítið um flóð á fyrri árum eða öldum? — Það er sVo langt á milli sióru flóðanna, að erfitt er aö gera sér grein fyrir því, hvort,. eöa hvenær þau hafa oröið. Þó svo að stórflóð hafi orðið f Elliðáánum fyrir 100 árum eða áður, er slíkt gl^rmt og grafið núna. Margar erlendar þjóðir eiga sína flóðasögu. Tií dæmis geta Ungverjar talað um 100-áraflóð og jafnvel 1000-ára flóö, en þeir eiga samfellda flóðaskýrslu frá því á 12. öld. — Hafa vatnamælingar alls ekki tíðkazt hér fyrr en þú byrj- a$r á.$éim?-. ' ; ' — Jú, þaö hafa ýnisir fengizt við vatnamælingar áður. Til dæmis hófust mælingar 1 Elliða- ám löngu áður en vatnamæl- ingarnar komu til sögunnar, en mælingamar í Elliðaám voru framkvæmdar að tilstuðlan raf- magnsveitunnar í R.vík. Þau gögn er hægt að nota til að gera afrennslisskrá og sjá fyrir hver muni verða stærstu flóð í ánum. Einu atriði má ekki gleyma I sambandi við orsakir flóða, en það eru áhrif mannsins með notkun lands. Það er eftirtekt- arvert hversu flóöin verða stór hér á Suöurlandi og i Borgar- firði, þar sem byggðin er mest. Það er atriði sem þarf aö kanna með tilliti til framræslu lands- ins, en hún er mikil á þessum slóðum, svo sem skurðir með- fram vegum og skurðir sem gerðir eru til *að ræsa fram land til ræktunar. Eyðilegging vatnsbólanna — Getur þá framræslan beinlínis orsakaö flóð? — Það er sjálfsagt að kanna bátt framræsluskurðanna, með tilliti til áhrifa þeirra á rennsli ánna og hversu stórir þeir fletir eru sem rennur af. Flest mann- virki nútímans miða að því, að vatnið komist sem hraöast á- , fram, nema stíflur sem eru gerö- ar í þeim tilgangi, að vinna hið gagnstæöa og eru alltaf að verða stærri og stærrl þáttur til að draga úr flóðahættunni í heiminum. Á sumum stöðum er hringrásin sú sama og hún hefur veriö en notkun vatns í heiminum vex svo hratt að t.d. hið rakasama England á nú yfir höfði sér vatnsskort. Hluti af beim vatnsskorti sem nú er i Englandi stafar af eyðilegg- ingu þeirri sem efnaiönaðurinn veldur, en hann spillir miklu ar þjóöir. Þegar Reykjavík vex enn meira, má búast við vatns skorti og sérstaklega í þurrum árum. Jöklar minnka ekki — Nú hafa jöklar dregizt mik ið saman undanfarin ár. Er sennilegt að þeir hverfi meö tímanum? — Síðustu ár hafa þeir ekki tekið neinum breytingum. Jökl ar eru ekki síður viðkvæmir fyr ir úrkomunni en hlýindunum, en þaö getur snjóaö á þá þó að rigning sé á láglendi og skiptir ekki máli hvaða árstimi er. Þegar hlýjast er að vetrinum, getur veriö að rigning sé á jökl unum, en það vatn hverfur ekki heldur frýs i efstu snjóalögunum Það þarf mun meiri hlýindi til þess aö rennsli jökul- ánna aukist. Eins og sjá má á þessu við- tali virðast íslendingar gera sér litla grein fyrir þeirri hættu sem fylgt getur í kjölfar stórflóða og því spyrjum við Sigurjón að lokum hvaða ráðstafanir hægt sé að gera til að auka þekk- ingu okkar á þessum málum: — Við lifum í strjálbýlu landi með tiltölulega litlum mannvirkjum. Við gerum okkur ekki grein fyrir þeirri hættu sem fylgt getur flóöum. en það þurfum viö að gera meö breytt um aðstæðum. Það er orðið aö kallandi að þekkja stærstu flóöin, með tilliti til mannvirkja gerðar. Að vfsu er þetta að breytast og má geta þess til dæmis , að við könnun brúa valda stóru flóöin verkfræðing um mestum ^eilabrotum. Þó svo aö viðtalið hafi verið öllu lengra og rætt hafi veriö um fleiri atriði vatnamælinga, svo sem þátt þeirra í áætlana gerö um byggingu brúa yfir jökulfIjótin sem nú eru eini far artálminn fyrir vegagerð um- hverfis landið. verða þær upplýs ingar að bíða befri tíma, en blaðið kann Sigurjóni beztu þakkir fyrir viðtalið. R- Vatnsflóð tortíma fiiísundum mannslíf a árlega /

x

Vísir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.