Vísir - 08.04.1968, Blaðsíða 6

Vísir - 08.04.1968, Blaðsíða 6
6 Útgefandi: Reykjaprent hf. Framkvæmdastjóri: Sveinn R. Eyjólfsson Ritstjóri: Jónas Kristjánsson Aðstoðarritstjóri: Axel Thorsteinsson Fréttastjóri: Jón Birgir Pétursson Ritstjórnarfulltrúi: Valdimar H. Jóhannesson Auglýsingastjóri: Bergþór Úlfarsson Auglý^ingar: Þingholtsstræti 1. Símar 15610 og 15099 Afgreiðsla: Hverfisgötu 55. Sími 11660 Ritstjórn: Laugavegi 178. Sími 11660 (5 línur) Áskriftargjald kr. 115.00 á mánuöi innanlands í lausasölu kr. 7.00 eintakið Prentsmiðja Vísis — Edda hf. Flytjum út iðnaðarvörur Áætlað er, að íslendingum muni fjölga um 80.000 manns á næstu 20 árum. Á þessu skamma tímabili verða þjóðfélagið og atvinnuvegirnir að finna hinum nýju borgurum atvinnu, er geti veitt þeim góð lífskjör. Ekki er líklegt, að landbúnaðurinn geti tekið við auknum mannafla á næstu árum; ekki fyrr en mark- aður í þéttbýlinu hefur aukizt verulega frá því, sem nú er. Ekki er heldur líklegt, að sjávarútvegurinn eða fiskiðnaður geti tekið við miklu meiri mannafla. Tak- markað fiskmagn í sjónum hindrar möguleika á auk- inni útgerð. Fiskiðnað verður hægt að auka með auk- inni fullvinnslu aflans, en það hefur sín takmörk, ef aflamagnið eykst ekki. Menn líta því fyrst og fremst til iðnaðarins sem atvinnuuppsprettu fyrir hina nýju borgara. Undan- farinn áratug hefur iðnaðinum aukizt mjög ásmegin, en hann er samt enn veikburða, miðað við iðnað ná- grannalandanna. Á þessu sviði eru miklir þróunar- möguleikar, sem þjóðin þarf að nýta eftir mætti. Mest hefur verið talað um aukningu stóriðju til út- flutnings og smáiðnaðar til heimaþarfa. En upp á síð- kastið hafa einnig heyrzt raddir um, að íslenzki smá- iðnaðurinn geti hafið útflutning í stórum stíl. Gengis- ' lækkunin í vetur hefur myndað ýmsa nýja möguleika á því sviði. Ef íslendingum tækist að brjótast í gegn, mundu atvinnuhorfurnar batna stórlega. Að mörgu þarf að gæta á þessum vettvangi. Fram- ieiðendur verða að ná góðum tökum á efni og tækj- um. Þeir verða að framleiða eftirsóknarverða vöru, sem sker sig úr öðrum. Síðast en ekki sízt verða þeir að læra nútíma sölumennsku, því að án hennar gerist ekkert. Á móti þessari viðleitni iðnrekenda verða að koma aðgerðir stjórnvalda, er tryggi þessum iðnaði svipuð kjör og fiskiðnaður nýtur nú til útflutnings. íslendingar flytja nú út vefnaðarvöru úr ull, pappa- umbúðir og ýmislegt fleira. Útflutningur á kísilgúr er að hefjast og síðar kemur álið. Líklegt er, að út- flutningur málma og salta úr sjó geti hafizt á næstu árum. Margt fleira er hægt að gera, stórt og smátt. Hér er grundvöllur fyrir víðækt samstarf einstakra iðnrekenda, samtaka iðnrekenda, ráðgjafastofnana iðnaðarins og iðnaðarmálaráðuneytisins. Ef til vill er hið nýja iðnþróunarráð rétti vettvangurinn fyrir slíkt samstarf, einkum ef starfsnefndir væru myndaðar á beim sviðum, sem möguleikarnir virðast mestir. Heimurinn er sem óðast að færast saman í stórar viðskiptaheildir. íslendingar hafa ekki efni á að standa utan við þær. Jafnframt óttast menn, að iðn- aðurinn muni bíða hnekki af þátttöku íslands í þessu samstarfi. Úr þessum vanda er aðeins til ein leið: Að snúa vörn í sókn. Að undirbúa útflutning iðnað- arvara. VÍSIR . Mánudagur 3. apríl 1968. í( Humphrey var staddur í Mexico City, er Johnson forseti flutti ræðu sína. Hér talar hann við blaðamenn um ákvörðun Johnsons forseta. Gefur Hubert Humphrey varafor- forseti kost á því, að verða for- setaefni demokrata í nóvember? Það er nú skammt stórtíð- inda milli og spá margra er, að næstu mánuðir muni verða mánuðir mikilla við- burða. sem munu hafa meiri eða minni áhrif á kosninga- baráttuna í Bandaríkjunum. Hvað gerist og hverjar afleið ingarnar verða, þora hyggnir menn litlu að spá um, eins og sakir standa, þegar svo margt er í óvissu um Víet- nam-styrjöldina, þrátt fyrir þá von, sem kviknað hefir um samkomulagsumleitanir, um innanlandsöryggið, sem menn óttast um enn meira en áður vegna morðsins á Mart- in Luther King og fleira. 170 kosningabaráttan gengur sinn gang. Eins og stendur hefur Nixon ekki neinn keppi- naut, og mestar líkur fyrir, aö hann veröi fyrir valinu sem for- setaefni republikana. Síðan er Johnson forseti til- kynnti þá ófrávíkjanlegu ákvörö un sína, að veröa ekki í kjöri, hefur mest veriö rætt um þá Eugene McCarthy og Robert Kennedy sem forsetaefni demo- krata. Þrátt fyrir ofangreinda ákvöirö un Johnsons forseta var þaö á- litiö ákaflega mikilvægt fyrir Eugene McCarthy, að hann færi vel út úr forkosningunum í Wis- consin, aö hann — eftir sigur- inn í New Hampshire — héldi áfram að auka fylgi sitt, ekki sízt þar sem ýmsir áhrifamiklir leiðtogar demokrata gáfu í skyn, aö þeir mundu snúast til fylgis við Robert Kennedy. Plestir at- hugendur litu á úrslitin í Vis- consin á þann veg, aö þau breyttu ekki miklu fyrir Mc- Carthy eða Nixon, — það yröi að bíöa frekari forkosninga, eink um til þess að fá skýrari línur varðandi þá McCarthy og Kenn- edy, en hann haföi raunar stutt McCarthy í Visconsin, og hann lét í ljós eftir úrslitin, aö „sena- torinn frá Minnesota" hefði stað iö sig vel. Og sjálfur var Mc- Carthy sigurreifur. En f forkosningunum 7. maf i Indíana eru þeir báöir skrá- settir Kennedy og McCarthy og því forvitnilegar, en aö þvf er Kennedy varöar eru forkosning- amar f Kalifomfu mikilvægast- ar, allra forkosninga. Þær skoðanir hafa mjög kotn- ið fram, aö svo myndi fara, aöt frá því, er McCarthy hóf baráttu sína sem friöarins maöur, t2 þess að gera Víetnamstyrjöld- ina aö aðalmáli kosninganna, og eins eftir fylgi hans reyndist meira en búizt var viö, að Ro- bert Kennedy myndi sópa að sér fylginu er frá liði, og jafnvel verið talað um hann sem „mann- inn, sem koma skal“. Það var eftir að þeir ræddust viö Kenn- edy og Johnson, sem þetta var sagt. Þess fundar óskaöi Kenn- edy tfl þess að ræða samstarf í þágu þjóðareiningar. En Robert Kennedy getur fengið hættulegan keppinaut, ef Hubert Humphrey varaforseti Bandaríkjanna skyldi hefja þátt- töku í keppninni. Fyrir 3 dögum var sagt í frétt- um frá Washington, aö hann væri reiðubúinn aö taka stökkiö, en hefði þó ekki tekiö fúllnað- arákvörðun. „En þess sjást mörg dæmi, að hann hafi raun- vemlega ákveöið að „fylla þaö tóm“, sem kom til sögunnar er Johnson tók ákvörðunina um aö veröa ekki i kjöri". (Frétt í Aftenposten, Osló 2/4). Og þá yröu keppinautamir í demokrataflokknum um að veröa fyrir valinu þrir. Humphrey hefur ávallt veriö dyggur samstarfs- og stuðnings- maöur forsetans, m. a. stutt Ví- etnamstefnu hans ötullega, og margir telja, aö Johnson yrði ekki stætt á öðru en aö styöja hann, þrátt fyrir það, aö hann sagöi í ræðu sinni á dögunum, aö hann gæti ekki eytt dýrmæt- um tíma sfnum til kosningabar- áttunnar, heldur yrði hann að beita öllum kröftum sínum að skyldustörfunum. Ýmsir demo- krataleiötogar telja það eðlileg- an og réttan gang mála, að vara forsetinn gefi kost á sér, þegar eins er ástatt og nú, aö forset inn gefur ekki kost á sér á ný. A.H

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.