Vísir - 08.04.1968, Blaðsíða 8

Vísir - 08.04.1968, Blaðsíða 8
8 V1SIR . Mánudagur 8. apríl 1968. 90 milljón króna inn- lánsaukning hjá Verzl- unarbankanum □ Aðalfundur Verzlunarbanka íslands h.f. var haldinn s.l. Iaugardag í veitingahúsinu Sig- túni. Fundurinn hófst kl. 14.30 og var Geir Hallgrímsson kjör- inn fundarstjóri, en þeir Gunn- Iaugur J. Briem verzlunarmaður og Sigurður Magnússon frkvstj. voru kjömir fundarritarar. Egill Guttormsson stórkaupm. form. bankaráðs flutti skýrslu um starfsemi bankans á sl. starfsári. Kom fram í henni að starfsemi bankans hafði farið vaxandi á ár- inu. Innlánsaukning bankans í sparisjóðsreikningum narri 89,7 millj. kr. eða tæpum 17% en hlaupareikningsinnlán minnkuðu á árinn um 5,3 millj. kr. Heildarinni- stæður við bankann námu í lok síðasta árs 689,5 millj. kr. Útlána- aukning bankans nam 60,7 mill- jónum kr. en auk þess voru veitt lán úr Stofnlánadeild bankans að upphæð 11,5 millj. kr. Heildarút- lán bankans námu í árslok 561,2 millj. kr. Á sl. ári var ákveðin hlutafjár- aukning bankans og var hlutafé hans aukið úr 12 millj. kr. i 30 millj. kr. Var mjög almenn þátt- BirUenstock's FUSSBETT Skóinnleggsstofan Kaplaskjóli 5 Sími 20158 taka í hlutafjáraukningunni. Þá tók Stofnlánadeild verzlunarfyrir- tækja til starfa á árinu og voru veitt úr henni lán að upphæð 21,2 millj. kr. Höskuldur Ólafsson bankastjóri lagði fram endurskoðaða reikn- inga bankans fyrir árið 1967 og skýrði þá. Innborgað hlutafé á- samt varasjóði námu f árslok 34,5 millj. kr. Inneign bankans hjá Seðlabankanum var í árslok 125,5 millj. kr. og hafði staða bankans gagnvart Seðlabankanum batnað um 28,5 millj. kr. á árinu. Vara- sjóður bankans nam í árslok 18.0 millj. kr. og hafði hann hækkað á árinu um eina millj. kr. Aðalfundurinn ákvað að greiöa hluthöfum 7% arð af hlutafé sínu. 1 bankaráði voru kjömir fyrir næsta starfsár Þorvaldur Guð- mundsson forstj., Egill Guttorms- son, stórkaupm. og Magnús J. Byrnjólfsson kaupm. Varamenn eru Sveinn Bjömsson, skókaupmaður, Vilhjálmur H. Viíhjálmsson stór- kaupm., og Halldór Sveinsson forstjóri. Endurskoðendur bankans voru kjörnir Jón Helgason kaup- maður og Sveinn Bjömsson stór- kaupmaður. Fundinn sátu 250 hluthafar og kom fram á fundínum einhugur fyrir eflingu bankans og þá eink- um fyrir því, aö bankinn fengi heimild til þess að hafa með hönd- um erlend viðskipti. Unga kynslóðin — -> af 12. síðu. dæma, vera fyrirfram búnir aö sætta sig viö þriðja sætlö. Úrslitin urðu þau, að Hljóm- ar hrepptu titilinn Vinsælasta hljómsveitin 1968. Samtals hlutu þeir 658 atkvæði, f ððru sæti urðu Flowers meö 335 at- kvæði og 253 ungmenni tryggðu Óðmönnum þriðja sætiö. <$> Loksins kom að því, sem allir höfðu beðið eftir — krýning einhverrar af þeim sex stúlkum, sem höfðu gengið um salinn þá fyrr um kvöldið, stuttklæddar, samkvæmt upp- skriift frá Kamabæ. Formaður dómnefndar, Sig- urður Hreiðar, ritstjóri Vikunn- ar, skýrði frá störfum nefndar- innar og gat þess. m. a. að það hefði verið allt annað en auðvelt að gera upp á milli stúlknanna, hver þeirra væri þess verð að kallast fyrir- myndar unglingur. Hér væri ekki fyrst og fremst um keppni að ræða um fegurð, þó það atriöi væri vitaskuld þungt á metunum. Dómnefndin tók sérstaklega tillit til persónutöfra stúlknanna og á hvern hátt þær svöruðu þeim spurningum, sem fyrir þær voru lagöar. Síðan afhenti Sigurður Svavari þrjú umslög, sem höfðu að geyma hið mikla leyndarmál, hvaða þrjár stúlkur heföu kom- izt í úrslit. Þá lá mikil spenna í loftinu er Svavar tilkynnti úrslitin. 1 þriðja sæti var Ragnheiður Pétursdóttir, Guðrún Birgis- dóttir önnur og titilinn fulltrúi ungu kynslóðarinnar 1968 hlaut Soiffía Wedholm. Þessum úrslitum var ákaft fagnað og það fór ekki milli mála, að viðstaddir voru sam- mála dómnefndinni. Fulltrúi ungu kynslóðarinnar 1967, Kristín Waage, krýndi stöllu sína. Er sjónvarpsmenn og blaöa- ljósmyndarar höfðu „filmað" nægju sína, ræddi tíðindamaður blaðsins stuttlega við Soffíu Wedholm. Hún er fædd á Eskifirði 13. október 1950, og stundar þar verzlunarstörf. Hljómar eru hennar eftirlætishljómsveit. Hún sagði, að það væri með öllu ólýsanleg tilfinning aö heyra sig útnefnda sem full- trúa ungu kynslóðarinnar, en augu hennar og yfirbragð op- inberuðu þær tilfinningar, sem hún átti engin orð yfir. Hnfís — 1- síöu. Siglingaleiðir, milli Sléttu og Bakka flóa, virðast algjörlega lokaðar, eins og er. Frá Glettinganesi að Gerpi er ísinn um 4-6/10, en djúpt af Gerpi er hann þó um 7-9/10, og víða á siglingaleiðum á þess- um slóðum. Þó virðist mega brjót- ast þar áfram á öflugum skipum. Um það bil 40 sjm. í austur frá Kambanesi byrjar ísinn að ganga saman og endar ísinn 4-6/10 um 18 sjm. s. af Hvalbak. ísevjar og ísrastir liggja þó langt í SV. og íseyjur liggja allt að Stokknesi. Smá jakar og íshrafl hefur bor- izt vestur fyrir Stokksnes, og mun það sjást mjög illa í ratsjám, og því hættulegt skipum. Blaðið hafði samband við Ragn- ar Sigurösson hafnarvörð á Norð- firði í morgun og sagði hann að ástand íssins væri svipað hjá þeim og f gær, en þó 'hefði ísinn borizt heldur frá höfninni I nótt, eins og gjarnan með útfallinu. Hins vegar sagði hann að mjög mikill ís væri úti fyrir höfninni og teldist sigl- ingaleiðin ófær, þótt Esjunni hefði tekizt að brjótast í gegn meðan lygnt var og bjart. Sagði Ragnar að kalt væri í veðri og hefði greini lega kólnað eftir að ísinn rak fyrir fjörðinn. Veður er nú lygnt og frostlaust víðast hvar á landinu, nema á Norð austurlandi, þar er frostið 5-6 stig. BORGIN Pdskahrota — W-H 1. sfðu. Mikil vinna er nú í verstöðvum hér suðvestanlands. Sums staðar er unnið dag og nótt í frystihús- unum. — Mest mun þó um að vera á Akranesi, en þangað kom togarinn Kaldbakur og landaði þar f dag fullfermi og bætist það við vertíðarfiskinn, svo að það er stanz- laus vinna framundan hjá fiskverk- unarstöðvunum á Skaga. BELLA Forstjórinn segist ætla á vél- ritunarnámskeiö ef ég verð hérna áfram. Finnst þér hann ekki sæt ur í sér? Veðrið i dag Hægviðri og úr- komulaust fram eftir degi, sfðan suðaustan kaldi og dálítil rign- ing. Takið eftir Nú er tækifærið til að eignast glæsilegt svefnherbergis- sett á ótrúlega lágu verði og með okkar viðurkenndu greiðsluskilmálum. Rúnt með springdýnum á aðeins kr. 12.500.00 Einnig getum við boðið yður fyrsta flokks íslenzkar springdýnur á aðeins kr. 4.600.00 settið og hollenzkar springdýnur á kr. 3.600.00. Þetta hagstæða verð stendur aðeins út aprílmánuð. Hvar gerið þér betri kaup? TRÉSMIÐJAN LÁUGAVEGI 166 SÍMÁR: 2 22 22 OG 2 22 29

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.