Vísir - 13.05.1968, Qupperneq 4
5a
Þótt kettinum leyfist að líta á
drottninguna, þá er ekki þar með
sagt, að hið sama gildi um oran-
gutan-apa gagnvart hertoganum
af Edinborg, Philipusi prins.
Samt gerðist það I dýragarði í
Englandi, þar sem prinsinn kom
í heimsókn, að einn apinn gerði
sér lítið fyrir og flaðraði upp um
hann allan.
Þegar drottningarmaðurinn var
síðar leiddur fyrir stjórn dýra-
garðsins og kynntur einstökum
meðlimum, baðst hann afsökunar
á hinni megnu skepnulykt, sem
af honum legði, og sagði, að hún
stafaði af því, að einn apinn hefði
verið svo ákafur við að bjóöa sig
veikominn I garðinn.
Vicky Drake heitir 21 árs göm-
ul dansmær sem heldur því sjálf
fram, að hún sé í hópi náms-
manna Stanfords háskóla í USA.
Hún hefur getið sér nokkurs orð-
stírs utan skóians fyrir dans sinn,
þvf hún dansar helzt f topplausu.
Enn frekari athygli hefur hún
vakið á sér nú nýlega, þegar hún
gaf kost á sér í embætti forseta
stúdentafélag skólans, því að hún
hefur þegar byrjað kosningabar-
áttnna og bað á óvenjulegan hátt.
Hún hefur látið dreifa áróðurs-
spjöldum með mynd af sjálfri
sér naktri, svo öll hlutföllin —
38 — 22 — 36 tommur — njóti
sín sem bezt, en eins og málin
sýna, er hún vel úr garði gerö
líkamlega.
Hins vegar hefur nafn hennar
hvergi fundizt í nemendaskrám
skólans. en stuðningsmenn henn-
ar segja, að það stafi af því, að
hún hafi látið innrita sig frekar
seint og þá undir nafninu, Victor-
ia Bowles, en síðan hafi hún
breytt um nafn, vegna starfs síns
og vegna þeirrar breytingar sé
nafn hennar ekki enn komið á
skrá.
Vangaveltur um
sparnaðinn
Það er mikið um að vera i
þjóðlifinu, enda á svo að vera.
Þó er ekki æskilegt að öll um-
svif beri að sama brunni. Flest-
um ber saman um að vegna
þess að tímar hafi breytzt og
útlit fyrir samdrátt á mörgum
sviðum, þá sé nauðsynlegt að
hafa á meiri aðgát í meðferð
fjármuna bæði i opinberu Iífi
og eins meðal einstaklinga. En
hvernig verður sparnaðurinn í
reyntff Hann er nanast enginn
nema þar sem allt er uppurið
og engu er til aö eyða. Flest
í fari okkar miðar að eyðslu en
ekki fyrirhyggju til sparnaðar.
Kærastinn hennar
Hayley Mills
laus og liðugur
Roy Boulting, hinn 54 ára
gamli kvikmyndaframleiðandi,
sem Hayley Mills ætlar að gift-
ast, hefur nú fengið skilnað við
konu sína, Enid Boulting, tízku-
sýningarmær.
Þau voru úrskurðuö skilin að
lögum fyrir skilnaðarrétti I Lon-
Hayley Mills
don í byrjun síðustu viku, en
bæði játuðu að hafa rofið tryggð
hvort við annað. Hún með Alain
Marcel Kahn-Schriber og hann
með einhverri frú Victoríu Melle.
Meðal þeirra, sem bókuð höfðu
verið, sem væntanleg vitni fyrir
réttinum, var Hayley Mills, en
þær fimmtán mlnútur, sem rétt-
urinn stóð yfir, kom hún aldrei
í vitnastúkuna, og var aldrei
nefnd á nafn.
Boulting-hjónin gengu í hjóna-
band í marz 1951 og eiga sex
börn.
Roy og tviburabróðir hans,
John, skutust upp á frægðartind-
inn, þegar þeir stofnuðu í sam-
einingu sitt eigið kvikmynda-
tökufélag. Meðal mynda, sem þeir
hafa látið frá sér fara og náð hafa
hvlli, eru „I’m all right, Jack“,
„Heavens Above“ og „Brothers in
Law.“
Enid Boulting.
Mest sefda píputóbak í Ameríku,
framleitt afCamel verksmiðjunum
IMIIIHIII1S
■ ,
Ef minnzt er á sparnað, þá ætl-
ar allt af göflum að ganga, og
má þar nefna sparnað eins og t.
d. að leggja niður prestsem-
bættið í Kaupmannahöfn. Auö-
vitað hafði ferill hins ágæta
prests í Kaupmannahöfn verið
slíkur, að mikil eftirsjón var að
því að ekki skyldi vera hægt að
halda sliku starfi áfram, en
okkar sameiginlegi fjárhagur
krefst þess, að einhvers staöar
verði dregin saman seglin. Og
betra er að draga skipulega úr
útgjöldum i tíma, áður en öng
þveiti bannar fiárútlátin, þvi að
þá koma örðugleikarnir niður á
því, sem sízt skyldi.
Við höfum oft minnzt á gildi
áróðurs i þessum þætti, enda
hefur það sýnt sig og sannazt
í ýmsum málum, að með skipu
lögðum áróðri og kynningu á
gangi og eðli þeirra má ná ýms
um árangri til hagstæðs fram-
gangs.
Aróðurinn í þágu sparnaðar
er næsta bágborinn, enda bor-
inn á borð af þeim aðiiuni sem
fjárfesta mikið sömu vikurnar
og miklu er eytt. Má í því sam-
bandi nefna hve neikvætt það
er að tilkynna þjóðinni nauð-
þess að sameina bankana í
spamaðarskyni, eftir að mánað-
arlega hafa veriö opnaðir nýir
bankar og útibú á ólíklegustu
stöðum.
Hvatning til eyðslu er geig-
vænieg bæði vegna fordæmis
einstaklinga og stofnana. Fyrir
tæki hvetia einnig til eyðslu.
iafnvel eru haldnar hér „spánsk
ar vikur“ í auglVsingaskyni og
til hvatningar fólki að eyða
sumarleyfi sínu á Spáni, svo
dæmi sé nefnt. Hvernig væri
að reka bliðstæðan áróður fyrir
spamaði almennt bæði heima og
heiman Mvndi okkur ekki bún-
ast betur?
Þrándur í Götu.
9