Vísir - 20.05.1968, Blaðsíða 4

Vísir - 20.05.1968, Blaðsíða 4
Vatíkanið er sjálfstætt ríki á ítalíu og hefur um langan aldur gætt leyndarmála sinna vel. Hin unga kvikmyndaleikkona, Hayley Mijls var nærri drukknuð við kvikmyndaupptöku. Nú á Vatíkanið einnig að borga skatt af 450 milljörðum króna Það er vitaö mál, að rómversk- kaþólska kirkjan á ógrynni fjár og rekur hvers konar fyrirtæki og iðnaðarsamsteypur og fast- eignir hennar verða vart metnar til fjár. Það er einnig vitað mál, að aldrei hefur verið hægt aö henda reiður á öllum þeim fyrirtækj- um, sem kaþólska kirkjan á ein- hvern hlut í eða rekur algerlega í skjóli sérstakra fjármálafyrir- tækja, sem önnuðust fjárreiður fyrir páfastól Enginn hefur reikn- að út hvérsu gífurlegur þessi auð- ur er. Það væri svipað og halda inn í geysiflókið völundarhús, aö ætla sér að taka saman skrá yfir eignir Vatfkansins. Samt rejma menn að geta sér til um þetta, og talan sem flestir aðhyllast er nálægt því 450 millj- arðar króna. Þessi tala er að lík- indum ekki fjarri því sanna, en nákvæmlega rétt er hún þó ekki. Páfinn hefur nú á prjónunum fvr- irætlanir um, að gera fjármála- kerfi Vatíkansins einfaldara, þann ig að betri og nákvæmari heild- armynd fáist af eignum og tekj- um. Mikið fé streymir inn frá Bandaríkjunum, þar sem Vatíkan ið á í mörgum fyrirtækjum. Páil páfi VI mundi fyrir löngu hafa hrundið hugmyndum sín- um í framkvæmd, én til þess hef- <j> ur hingað til skort leyfi frá stór- ráðinu, sem samkvæmt aldagam- alli hefð er æðsta yfirstjóm páfa- stóls. Samþykki þess hefur nú fengizt, og menn geta búizt við i því, að fyrirtæki . Vatíkansins verði úr þessu rekin á nýtízku- Gamla fyrirkomlagið var svo flókið, að af því hlutust oft ým- iss vandræði. Til dæmis á Vatíkan iö mikið af húsum, sem það hefur síðan leigt stórum leigusölum, sem aftur hafa leigt húsin út til . vændishúsareksturs. Upp komst um slfjct mál, og vakti það upp mikla andúð á kaþólsku kirkj- unni. Það hefur löngum orsakað mikla gremju, hversu víðtækra skattfríðinda kaþölska kirkjan nýtur. Á Ítalíu er hún sjálfstætt ríki og borgar enga skatta til hins ítalska rikissjóðs, sem þó hefði sára þörf fyrir slíkt. Nú er aftur á móti veriö að semja um skattamálin, svo að búast má við að Vatíkanið taki í framtíöinni að borga skatt af eignum sínum. A.m.k. einhverjum hluta þeirra, án þess þó að þurfa að skýra alltof nákvæmlega frá því, hversu víðtækar eignirnar eru. Páll páfi VI virðist vera nú- tímamaður í hugsun, og því er almennt fagnað, aö Vatíkanið skuli nú vera í þann veginn að afsala sér fríðindum, sem um iang an aldur hafa verið þung byrði á almennum borgurum. N . .. O.V,- -s Hayley Mills nœstum drukkn- uð við að leika í kvikmynd Núna í vikunni var Hayley Mills: hætt komin, þar sem hún var aö leika í einu atriði nýrrar kvik- myndar, sem verið er að taka í London. Atriöið, þegar Hayley Mills átti að bjarga mótleikara sín- um, Hywel Bennett upp úr ánni [ Thames varö svo raunverulegt, að : Hayley var nærri druknuð. | Hin 22ja ára kvikmyndaleikkona synti úti í miðju fljótinu fklædd bikinibaðfötum, meðan kvikmynda- tökuvélarnar suðuðu allt í kring Verið var aö taka myndina ,Twist ed Nerve." Skvndilega fataðist leik konunni sundið, og hún tók að hrópa á hjálp. Innan skamms tókst að fiska hana á þurrt land, þannig að hægt verður að ljúka við að gera þessa kvikmynd. Hesturinn er enn þá þarfasti þjónninn Þessi mynd var tekin í Þýzka- landi, og hún sýnir mætavel, að nytsemi hestsins er ekki alveg úr sögunni. Eitthvert óhapp hefur hent bifreiðina, svo að eigandinn hefur ekki séð sér annað fært, en að grípa til gamaldags tækni til að koma bílnum á verkstæði. Klárinn kippir sér ekkert upp við að hafa tvo vagna í eftirdragi. Hann er ef til vill ekki eins hrað- skreiður og bílarnir en „kemst þótt hægt fari.“ Hestarair og fólkið. Öðru hverju gýs upp mikil til- finningasemi gagnvart dýrum, og er þá aðaliega um einstök atrlði að ræða. Má nefna dæmi eins og þegar Sjónvarpið „negldi“ einn hestaeigandann upp við vegg frammi fyrír al- þjóð, ef svo má segja vegna hestahalds úti I Engey. Viö at- hugun máls kom í ljós, að hest- arnir munu geta lifað góðu Iífi úti í Engey, og þar me," féll öll barátta niður fyrir bættu hestalífi í borginni og nágrenni hennar. Baráttan þarf alltaf að bindast við einstök atriði til að eitthvað sé gert. Ástæðan fyr- ir þvf að ég ræði þetta nú er víðtal 'við gamlan hesta- mann. en hann telur að taka þurfi til rækilegrar athugunar almenna hestaeign hér á Stór- Reykjavíkursvæöinu. Ekki vegna þess að um sé að ræöa hestinum líöi vel, en miklir erf iðleikar eru á því, fyrir þá sem sjálfir eru ekki vanir járnun mörg tilfelli, þar sem fólk fer hesta, að fá vana menn til að vísvitandi illa með hesta sína, taka að sér slíkan starfa. Dýraverndunarfélögin myndu gera mikið gagn, ef þau gæfu hinum almennu hestaeigendum leiðbeiningar um meðferð hesta og jafnvel annarra dýra. Það t&fodt&íGöúi heldur hitt, aö fólk hefur ekki æskilega aðstöðu, vankunnátta í fóðrun og aigjör vankunnátta varðandi jgrnun hesta svo eitt- hvað sé nefnt. Það er mikilvægt atriði varö- andi meðferð reiðhests, að hann sé rétt járnaður. Rétt jámun er eitt af frumskilyrðum þess, að Þar eð kyrrsetufólk hefur fulla þörf á bví að bregða sér á leik öðru hverju og fara t.d. á hestbak, þá er hrein nauðsyn að þeim séu gefnar leiðbeining- ar í meðferð og ummönnun hesta, sem byrja á slíku „sporti“, ef þeir eru ekki vanir slíku. er mikilvægt að það sé hæfi- iega fóörað cg að önnur að- staða sé i lagi. Ennfremur er járnun mikilvæg og þaö eitt að geta bent á eða haft á sínum snærum mann sem kann að járna hesta, væri gott spor í rétta átt. Auðvitað verða hesta- eigendur að greiða fyrir fengna þjónustu. Slík þjónusta mundi eiga sinn þátt í því aö bæta að- búð dýranna, í þvi væri fólgið hið rétta hugarfar dýraverndun- armannsins, en ekki það einung is að koma einhverjum i bölvun jafnframt bættri meðferð i ein- stökum atriðum. Liklega' væri brýn nauðsyn á því að gefa út bækling um undirstöðumeðferð okkar helztu húsdýra, sem alin eru tll yndis og skemmtunar, svo sem hesta, hunda og katta. Það er ekki nægilegt aö vera bara góður við hestinn sinn, klóra honum oft á bak við eyrað og gefa hon- um rúgbrauð. Þrándur í Götu. I

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.