Vísir - 20.05.1968, Síða 8

Vísir - 20.05.1968, Síða 8
20 Ví SIR Mánudagur 20. maí 1968. CAROL GAINE: a m \im\ Lríi IIÍJSlíí 19 „KOMDU BRÁÐUM HEIM, ELSKAN MÍN!" Það var of heitt að sitja f garð- inum. Þð að langt væri liðið á dag hafði ekkert dregið úr breyskjunni. Ég fór inn f salinn, en þar var eng- in manneskja, svo að ég réð af því, að gestimir mundu vera í herbergjunum sínum. Nú hafði ég verið viku í Torre- molinos. Gaerdagurinn var sá eini, sem mér hafði fundizt lfða seint, og það hlýtur að hafa stafað af þvf, að ég sá ekki Peter. Hann hafði ekki sfmað heldur. Marcia hafði farið til Granada. Hún hafði sagt að hún ætlaði að vera með vinafólki sínu þar, en ég var ekki viss um að það væri satt, og Carlos ekki heldur. Hann hafði verið f vondu skapi allan daginn, og þegar hún kom heim um kvðld- ið hafði hann varla yrt á hana. En nú var helzt að sjá, að hann ætlaði að hefna sfn, þvf að hann hafði farið til Gfbraltar undir eins eftir morgunverð og látið skiia að hann kæmi ekki fyrr en seint f kvöld. Marcia var grðm yfir að Carlos hafði farið, og ég varð að minna hana á, að hún hefði verið að heiman allan daginn í gær. En samkvæmt hennar rökfræði var það allt annað. Carlos átti „Loretta" og hún var bara konan hans. I>að var rangt af honum að láta hana verða að taka á sig allt amstrið. Hún var á þönum allan fyrripart- inn. Ég hafði yarla séð hana. Þegar ég var sezt inn f salnum kom hún æðandi inn og beint inn f skrif- stofuna án þess að taka eftir mér. Ég var að lesa bréf frá Mary og John, sem höfðu komið f dag. Ég leit lauslega yfir bréfið frá Mary og hugsaði til Peters á með- an. Ég skyldi ekki hvers vegna hann hafði ekki símað. Ég hafði samvizkubit þegar ég var að opna bréfið frá John. Ég hafði ekki skrifað honum nema fá- einar lfnur. En meðan ég var að lesa öll þéttskrifuðu blöðin, um hve mikið hann saknaði min, varð sam- vizkan stórum verri. Blessunin hann John, hugsaöi ég og fletti við blaðinu. Honum leið- j ist í London þegar ég er þar ekki. j „Þegar ég stóð og horfði á eftirj flugvélinni skiidist mér bezt hve I mikils virði þú ert mér,“ skrifaði hann. „Ég skil ekki hvemig ég gat fengið af mér að sleppa þér. — Elskan mfn, komdu bráðum heim. Ég sakna þfn svo hræðilega. Ég hafði ekki grun um að London væri svona leiðinleg borg. Ég get ekki lifað án þfn.“ Ég varp öndinni og fór að velta þvf fyrir mér hvort John saknaöi mfn eins mikið og ég saknaði Pet- ers. Ég vonaði að honum liði ekki eins illa og mér. Það var ekki um að villast, að því oftar sem ég sá Peter, þvf meir ágerðist þessi þrá. RÉTTAST AÐ SEGJA SANNLEIKANN! Ég heyrði hreyfingu fyrir aftan mig og sá að gamli maðurinn, sem Marcia og Peter höfðu komið með f gistihúsið, var að koma niður stigann. Hann skimaði um salinn og virtist létta þegar hann sá að enginn var þar nema ég. Hann sett- ist á stól hjá mér og brosti vin- gjamlega tM mfn. —Það er svo heitt uppi f her- bergjunum, sagði hann. — Finnst yður það ekki líka? — Jú, það er hverju orði sann- ara. En ég sit héma því að það var enn heitara úti f' garðinum. — Já, það er óverandi Úti. Ég man ekki til að ég hafi verið héma f öðrum eins hita á þessum tfma árs. Það leggst f mig að hann hvessi þráðum. Og þá verður svalara á eftir. Hann horfði á mig. — Er þetta f fyrsta skipti sem þér komið til Torremolinos? — Já. Ég er vinstúlka frú Lopez. Við vorum f skóla saman. Hann brosti afur og nú fór ég að vorkenna honum hve dapur- legur hann væri að öllum jafnaði. Hann hlaut að vera einstæðingur. Ég var líklega eini gesturinn í „Loretta". sem hann hafði talað við. Hann fór alltaf einförum og borðaði uppi f herberginu sínu eða kom niður löngu eftir að aðrir höfðu borðað. Meðan við sátum þama .jg töl- uðum saman kom glampi af leiftri og síðan þrumugnýr f fjarlægð. Gamli maðurinn leit út um glugg- ann. Himinninn var dimmur og ógnandi. — Hann er fljótur að hvessa hérna, sagði hann. — Og hér geta orðið afspýrnuveður. Ég hrökk við er ný elding kom, en skammaðist mfn fyrir að láta sjá að ég væri hrædd. Hann brosti til mfn þegar önnur þruman drundi yfir höfðum okkar. VELJUM ÍSLENZKT <H) ÍSLENZKAN IÐNAÐ FÁIÐ HITANN FRÁ runfal puntal ofninn er ódýrastur ullra ofna — Miðað við gæ ði og afköst ALLS STAÐAR RÚM FYRIR mmtal punfal - OFNAR H.F. SIÐUMULA 17 - SIMI 3-55-55 — Þér kunnið ekki við yður í ó- veðri? — Nei, mér er illa við óveður. — Þetta líður fljótt hjá. Það varir ekki lengi, fremur en margt af því óþægilega f tilverunni, en ... Hann þagnaöi og leit út um gluggann, á bíl sem haföi numið staðar viö innganginn. Tveir menn stigu út úr bílnum. — Afsakið þér ... Hann stóð upp og var furðu snar í snúningunum er hann fór út. Ég gleymdi óveörinu og fór að hugsa um hvers vegna hann hefði flýtt sér svona mikið. Það var eitt hvað kynlegt við þennan mann. Mennirnir tveir komu inn f sal- inn og um leið kom Marcia innan úr skrifstofunni. — Okkur langar til aö tala viö Rocha prófessor, sagði annar þeirra. — Pröfessor Rocha? M,arcia hleypti brúnum. — Hér er eftgirm prófessor Rocha, senor. Ég hnipraði mig saman i stórum hægindastól til að láta ekki sjá mig og varð meir og meir hissa, því að ég þóttist vita aö Marcia væri að ljúga að mönnunum. Gamli maðurinn sem flýtti sér svona mikið út, hlaut að .vera sá prófessor Rocha, sem þeir vildu tala við — ! annars hefði hann ekki hypjaö sig svona fljótt burt þegar hann sá þá koma. En kannski hafði hann skrifað falskt nafn f gestabókina, datt mér í hug. j Þó að samtalið færi fram á j spönsku skildi ég það sem sagt • var. Eldri maðurinn hvessti aug un á Marciu. — Yður er hollast að segja sannleikann, senora. Pró- fessor Rocha er faðir minn, og hann er ... Hann benti á ennið á sér og hringsneri fingrinum. — Ég ætla að hafa hann heim með mér. Hann tíefur ekkert hér að gera. .Marcia ypti öxlum. — Afsakið þé'r, ,sagði hún einbeitt. — Yður Skjátlast, senor. Hér býr enginn professor Rocha. La lyftl ekki fingri til aö hjálpa mér, þegar apinn réðist á mig — en ég get ekk' látiö þetta afskiptalaust... ef ég get stöðvað hann. Marcia lét enga bilbug á sér finna. Hún stóð neðst í stiganum, svo aö þeir heföu ekki komizt upp á loft nema beita valdi viö hana. Ég var að hugsa um hvernig mundi farai ef einhver gestanna kæm heim núna og vildi komast upp, og ég óskaði aö Carlos hefði ekki farið til Gíbraltar. Ortegos, dyra- vörðurinn, var horfinn, alveg eins og hann var vanur þegar einher þurfti á honum að halda. — Afsakið þér, senora ... Maðurinn rétti fram handlegg- inn og ýtti Marciu so snöggt til hliðar að hún riðaði. En nú kom Ortegos, og áður en' Marcia gat við því gert, hafði hann svarað spurningu mannsins og sagt honum hvar herbergi prófessorsins væri. Marcia kreppti hnefana náföl og horfði á eftir mönnunum, sem gengu upp stigann. Ég sá aí hún skalf frá hvirfli til ilja. Við heyrðum fótatak á gangin- um á efri hæðinni og að dyrum var lokið upp. Einhver talaði hálf- Nýja bílnþiónustan Lækkið viögerðarkostnaðinn með því að vinna siálfir að viðgerð bifreiðarinnar. — Fag- menn veita aðstoð ef óskað er. Rúmgóð húsakynni, aðstaða til þvotta. Nýju bílaþjónustan Hafnarbraut 17. Sími 42530. Opið frá kl. 9—23.

x

Vísir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.