Vísir - 04.06.1968, Blaðsíða 7

Vísir - 04.06.1968, Blaðsíða 7
VlSIR . ÞrrSjudagur 4. jánd IMS. 7 Seinustu forkosningarnar fara fram í dag í Kaliforníu og Dakota í Forkosningar fara fram i dag í Kalifomíu og Suöur-Dakota, hinar sfðustu sem fram fara i landinu. Undir forkosningu demokrata i Kalifomiu kann það að veröa komið, hver verður fyrir vali sem forsetaefni flokksins á flokksþinginu í ágúst. Báðir, Robert Kennedy og McCarthy, hafa látið mjög að sér kveða í kosningabaráttunni í Kaliforníu. Undir lokin hvatti Kennedy til samstarfs við sig til þess að fella Humphrey vara- forseta sem forsetaefui, en Mc- Carthy hafnaði. Skoðanakannanir benda enn til þess, að Kennedy hafi meira fylgi í Kalifomíu en McCarthy, en þð munar mjðu, og þvf vafa- samt um úrslitin. Sá, sem sigr- ar fær alla kjörmenn demokrata i Kalifomíu, 174 að tölu. Kennedy hefur gefið 1 skyn, að hann dragi sig í hlé, ef hann ber ekki sigur úr býtum, þrátt fyrir þaö að McCarthy hafi lýst yfir, að hann haldi áfram bar- áttu sinni, hvernig sem úrslitin verði. En forkosnlngarnar tryggja ekki sigurvegaranum, að hann fái fleiri atkvæði en Humphrey varaforseti, en nafn hans er ekki á kjörseðlinum. 1 forkosningu republikana i Kaliforníu gerir Ronald Reagan ríkisstjóri sér vonir um að sigra Richard Nixon, sem til þessa hefur óumdeilanlega verið lík- legasta forsetaefni republikana, eftir úrslitum forkosninga að dæma. I frétt frá Los Angeles segir, að hvor þeirra sem tapi, Mc- Carthy eða Kennedy, hafi enga möguleika á að verða fyrir val- inu sem forsetaefni á flokks- þingmu, en sigurvegarinn eigi áfram langt í land að ná því marki, að veröa nokkurn veginn öruggur um sigur á flokksþing- inu. Seinasta skoðanakönnun sýnir, að Kennedy hefur fylgi 39 af hundraði og McCarthy 30, en 18 eru enn óákveðnir. Sams konar .skoðanakönnim fyrir for- kosningarnar fór fram f Oreg- on, en luin sýndi gersamlega ranga niðurstöðu. Kjósendur demokrata geta valið um 3 lista, Kennedy-lista, McCarfliy-lista, og lista með nöfnum manna, sem ekki hafa skuldbundið sig til að greiöa neinum sérstökum atkvæði. Demokratar kjósa 174 fulltrúa á flokksþingiö. Skrásett- ir republikanar í Kalifomíu eru 3.200.000, en þar er aðeins nafn Ronalds Reagans ríkisstjóra á lista. Nixon býður sig ekki fram. Reagan á vfst að fá stuðning þeirra 86 fulltrúa, sem kosnir verða í Kalifomíu á flokksþing þeirra. .VV.VAVAV.ViVK'.V.V.'.V.V.V.V.V.V.V.V.V.V.V.V, Sex hershöfðingjar bíða bana er eldflaug springur í suður- vfetnamskri herstjórnarstöð m senn'dega úr bandar'iskri þyrlu ■ Eregnir 1 gær síðdegis frá Saig- on herma, að bandarísk yfrrvöld þar haG til rannsóknar frétt um, að bandarísk eldflaug hafi sprung- íð I suður-víetnamskri herstöð I Cholon, kínverska borgarhlutanum, og orðið 6 háttsettum yllrforingj- um að bana, fjórum ofurstum og 2 majórum. í tilkynningunni segir, að ógerlegt sé, að fullyrða neitt um þetta, en liklegt sé að atburðurinn leiði til þess að agi verði hertur. I framhaldi af þessari tilkynn- ingu segir, að Bandarfkjamenn telji niklar líkur fyrir, að eldflauginni hafi verið skotið úr bandarískri bvrlu, þar sem rannsóknir hafa leitt í ljós, að skotið var þremur eldflaug ''m á nálægar stöðvar Víetcongliðs. Tvær hæfðu í mark, en hin þriðja kom niður í nálægð hinnar suður- víetnömsku herstöðvar. Bandarísk- ur talsmaður sagði, að erfitt væri að gera sér grein fyrir þv[ sem gerzt heföi. Van Cua ofursti, borgarstjóri i Saigon, var meðal hinna drepnu, ennfremur lögreglustjórinn, Nguyen van Luan, yfirmaður hafnarinnar og lögreglustjórinn í Cholon. Samuel Berger, sem nú sem stend ur gegnir ambassadorstörfum Bandarfkjanna, fór í fyrrakvöld á fund Nguyens van Thieu forseta og Nguens van Ky varaforseta og harmaði það, sem gerzt hafði. í gær var skotið táragaskúlum úr þyrlum á Víetcongliðið, sem enn berst í Cholon. S.l. iaugardag sóttu Víetcongliðar fram í áttina til mið- hluta borgarinnar og forsetahailar- innar og var barizt í aðeins þriggja kílómetra vegarlengd frá henni. Miklir eldar komu upp á bardaga- M-+ 10. síða. McCarthy í ræöustól... Hann kveðst halda áfram baráttu sinni, þótt Kennedy sigri í Kaliforníu. Pompidou fíutti hvutningurávurp í gær í útvurpi og sjónvurpi Efnahagur landsins i voða, ef vinna verður ekki bafin á ný — Hann boðaði baráftu gegn „algerum kommúnisma / Frakklandi" ■ Georges Pompidou forsætisráð- herra Frakklands flutti ávarp í út- varpi og sjónvarpi í gær og hvatti verkamenn til þess að hverfa til vinnu sinnar sem „einn maður“ svo fljótt sem verða mætti, þar sem Stúdentaóeirðir í Rómaborg, London, Oxford og víðar Stúdentaóeirðir hafa orðið yf- ’.r hátíðina í Rómaborg, London, Oxford og víðar. í Rómaborg náðu vinstri-stúd- entar á sitt vald háslcólabygg- :ngum, eftir að komið hafði til átaka milli beirra og hægri-stúd- onta. í gær voru stúdentar hrakt :r úr byggingunum, en 1900 lög- reglumenn tóku þátt í aðgerðum til bess að koma þeim burt. í átökunum hafa allmargir meiðzt og yfir 50 stúdentar ver- d handteknir. í Oxford brutust 300 stúdent- ar inn í skrifstofubyggingu há- skólans eftir hörð átök við lög- regluna á háskólasvæðinu. í Edinborg bannaði lögreglan mótmælagöngu til skrifstofu franska aðalræðismannsins. Þar, og eins í London og Rómaborg, lýstu stúdentar vfir samúð og stuðningi við franska stúdenta í baráttu þeirra. Til uppþots kom í Hornsey Art College í London. í nokkr- um börgum Ítalíu, auk Rómar, hefur komið til uppþota — sums staðar alvarlegra. eínahagsástand landsins versnaði með degi hverjum. Haldið er áfram samkomulagsumieitunum, en verlc- föll eru enn i mikilvægustu at- vinnugreinum landsins. Horfur eru ekki sagðar þær. að fullt samkomu- lag náist fyrst um sinn. Pompidou sagði í ræðu sinni, að hver verkfalisvika leiddi af sér rýrn un þjóðarframleiðslunnar sem næmi tveimur af hundraði. Eftir þrjár vikur yrði þetta komið upp i 6 af hundraði og væri auðsæilegt hver afleiðingin yrði. Pompidou kvað ekki nóg, að vinna hæfist á. ný, heldur yrði það að gerast meö þeim fasta ásetningi verkamanna og atvinnurekenda, að þá ynnist upp, sem tapazt hefði fyrir lok ársins. F.f þjóðarframleiðsl an stendur í stað, sagði hnnn, verða ekki skilvrði fyrir hondi til að bæta lífskjör verkamanna. Satnkomulagsumleitunum er hald ið áfram, en fulltrúar beggia aðila virðast nær ósveigjanlegir. Pompidou hét stúdentum, að kröf um þeirra yrði sinnt, en það væri ekki hægt fyrr en búið væri að koma aftur á kyrrð og ró. Forsæt- isráöherrann lagöi rfka áherziu á, aö stjórnin ætlaði sér ekki að þola nýjar ofbeldisaðgerðir. Hann kvað yfirvöldin reiðubúin að bæla nið- ur allt ofbeldi. Hann kvað kosningarnar snúast um það, sem hann kailaði „alger- ; an kommúnisma í Frakklandi". Og Afp-fréttastofan birtir fréttir um, að þaö verði meginatriði Gauli- ista, aö þessi afstaöa væri megin- atriði í kosningabaráttu Gaullista De Gaulie hafði gert Ijósa afstöðu sína í þessu efni og athugendur i París segja augljóst, að Gauliistar áformi ásamt bandamönnum sínum að halda áfram baráttunni gegn kommúnistum. Minnihlutustjórn á Ítalíu Italska þjóðþingið kemur sam- an á morgun og lýkur þá fimm ára samstarfsferli Kristilegra lýðræðissinna og jafnaðar- manna, en við tekur niinnihluta- stjórn hinna fyrrnefndu. Til þess að minnihlutastjórn kristilegra lýðræöissinna veröi starfhæf verður hún að eiga víst hlutleysi jafnaðarmanna. Kristi- legir lýöræðissinnar hafa nú á- samt stuðningsflokki sínum, Lýð veldisflokknum, aðeins 275 þing sæti af 630, en líkur eru fyrb að minnihlutastjórn verði starf andi þar tii í október, er landt fundur jafnaðarmanna verðu- haldinn, en hann tekur lokar kvarðanir varðandi stjórnarsam starf. Kommúnistar hafa á ný boð: þátttöku sína í „vinstri samfvlk ingu“ Jafnaðarmenn hafa enn ekkert sagt um tilboðið. morgun útlönd í morgun útlönd d [ morguii útlö: • o rid í morgun útlönd

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.