Vísir - 11.06.1968, Síða 5

Vísir - 11.06.1968, Síða 5
VlSIR . Þriðjudagur 11. júnl 1968. 5 Hvernig verð- um við fljótast sólbrún? Venjulegar sólarol'iur og krem gera ykkur estöd brún, abeins sólargeislarnir ■ J7nnþá þykir það fegurðarauki og heilbrigðístákn að vera 'nn, jafnvel þó að tízku- æðingar telji ekki ólíklegt að innan fárra ára þyki það fremur lýti en feguröarauki, a. m. k. ef vinsældir „andlitsins 1930“ eiga eftir að aukast, sem — ailt útlit er fyrir. Slík andlits- förðun gerir ráð fyrir mjalla- hvítri húð, mjög dökkum augum og rauöum kinnum og vörum. — Hvað um það, ennþá leggjum við mikið á okkur til að fá fall- egan og hraustlegan hö.rundslit, enda eru sólböð í hófi mjög holl fyrir likamann og húðina. Öll þau ógrynni af sólarkrem- um og olíum, sem fáanleg eru þessa dagana í verzlunum, gera okkur eiginlega hálfrugluð. Hvað af þessu er þægilegast að nota? — Af hverju verður maður fljót- ast brúnn? — Hvað er hollast að nota? — Þannig spyrjum við afgreiðslustúlkumar. Sann- leikurinn er sá, að það skiptir ekki svo ákaflega miklu máli hvaða tegund af sólarolíu, — kremi eða áburði er notuð. Húð- in veirður fyrst og fremst brún af hinum útfjólubláu geislum sólarinnar, kremin erú aðeins til aö verja húðina gegn miklum sólbruna og mýkja hana. Húðin hlýtur alltaf að brenna eitthvað. ef hún á að verða brún, en sólar- áburður getur gert það að verk- um, að hún brennur ekki illa og verður mýkri en ella. Mjög feit krem og olíur flýta mjög fyrir því að húðin hitni og brenni og mörgum veitist bezt að verða brúnn á þann hátt. Ef húðin hefur hins vegar til- hneigingu til að verða feit, er frekar ráðlagt að nota sólar- mjólk, sem er ekki nærri eins feit og olíumar. Það er mjög hæpið að hægt sé að verða brúnni af einni tegund en annarri. Þessi efni eiga að vísú misjafnlega vel við húð hvers og eins, og vernda misjafn lega vel gegn sólbruna, en geisl- ar sólarinnar eru það eina sem gerir húðina brúna. Að vísu hefur snyrtivörufram- leiðendum tekizt fyrir nokkmm ámm að framleiða merkilegan sólaráburð, sem hefur þann eig- inleika, að húðin verður brún af honum, án þess að um sól sé að ræða. Hér er auðvitað aðeins um sérstakan lit að ræða, en þrátt fyrir það getur verið mjög nytsamlegt að eiga slíkan áburð. Allir þeir fjölmörgu, sem eiga mjög erfitt með að fá fallegan, brúnan lit, svo sem rauðhært fólk og freknótt, þurfa ekki að nota slfkan áburð nema i örfá skipti, til að fallegan brúnleitan . lit í staðinn fyrir rauða húðlit- inn. Fjölda margir eiga erfitt með að verða brúnir á ákveðn- um hlutum hkamans, t. d. fót- unum og þá er tilvalið að hjálpa dáh'tið til með þessum áburði. Þegar búið er að ná fallegum| brúnum lit með langvarandi sól-1 böðum, er hægt að halda hon- um nokkrum vikum lengur með| hjálp þessara efna. En — ef þau eru ekki notuð af nákvæmni og varfæmi, þá verður árangurinn lfka vægast sagt hörmulegur. Húðin verður skellótt og flekkótt, óeðlileg á litinn, og þið óskið að þið hefö- uð aldrei borið þetta á ykkur. Slíkt á þó ekki að þurfa að koma fyrir, ef þess er gætt að nota áburðinn sjaldan, jafna honum vel, og — helzt þarf húðin að vera orðin dálítið brún af sjálfri sólinni, annars verður liturinn sjaldnast sannfærandi. Mörg viðurkennd snyrtifyrir- tæki, svo sem Noxema og Copp- ertone, hafa nú hafið framleiðslu á þess konar sólaráburði, og fæst hann hér í verzlunum fyr- ir 140—150 kr. Aðeins 3—5 klst. eftir að hann er borinn á má glögglega sjá mun á húðinni. Fyrir aöcins kr. 68.500.oo getiö þcr fengiö staðlaöa eldhúsinnréttingu i 2—4 herbergja íbúöir, meö öllu él- heyrandi — passa i ficstar blokkaríbýöir, Innifaliö i veröinu er: % eldhúsinnrétting, klasdd vönduöu plasti, efri og neöri skápar, ásamt kústaskáp (vinnupláss tæpir 4 m), 0 ísskápur, hæfilega stór fyrir 5 manna fjölskyldu i kaupstaö. ^uppþvottavél, (Sink-a-matic) ásamt eldhúsvaski. Uppþvottavélin þvær upp fyrir 5 manns og aö auki má nota hana til minniháttar tauþvotta. (Nýtt einkaleyfi). 0 eldarvélasamstæða meö 3 hellum, tveim ofnum, grillofni og steikar- og bökunarofni. Timer og önnur nýtizku hjálpartæki. 9 lofthreinsari, sem með nýrri aðferð heldur eld- húsinu lausu viö reyk og lykt. Enginn kanaii — Vinnuljós. Allt þetta fyrir kr. 68.500.oo. (söluskattur innifalinn) Ef stöðluð innrétting hentar yöur ékki gerum viö yöur fast verötilboö á hlutfallslegu verði. Gerum ókeypis Verötilboö I eldhúsifinréttingar i ný og gömul hús. Höfum éinnig fataskápa, staðlaða, - HAGKVÆMiR GREIDSLUSKILMÁLAR - 1111 K1 RKJUHVOLI REYKJAVlK S f M ! 2 17 18 Sálfræðingur óskast til starla hálfan daginn við Geðdeild Borgarspítalans. Nánari upplýsingar gefur Karl Strand yfirlæknir í síma 81200. Umsókn- ir sendist ojúkrahúsnefnd Reykjavíkur, Borgarspítalanum fyrir 24. þ. m. Reykjavík, 10. 6. 1968. Sjúkrahúsnefnd Reykjavíkur. Starf rafmagns- eftirlitsmanns hjá Rafveitu Siglufjarðar er laust til umsókn- ar. Umsóknir, ásamt upplýsingum um mennt- un og fyrri störf, sendist skrifstofu rafveit- unnar fyrir 1. ágúst næstkomandi. Laun sam- kvæmt 16. launaflokki. \ RAFVEITUSTJÓRI Ibúð óskast Brézka sendiráðið óskar eftir 2ja—3ja herb. íbúð. Uppl. í síma 15883. Lóan filkynnir Telpnahattar g töskur í glæsilegu úrvali. Hanzkar, húfur. Ódýr drengja- og telpnasumarföt. Niðursett verð á úlpum og gallabuxum. Telpukjólar á hálfvirði, regnkápur á telpur og drengi o. m. fl. Bamafataverzlunin LÓAN Laugavegi 20B, gengið inn frá Klapparstíg á móti Hamborg. FELAGSLÍF iirni Ferðafélag íslands ráðgerir Fugla- skoðunarferð á Látrabjarg. Lagt verður af stað föstudagskvöld 14. júní og komið til baka að kvöldi 17. júni. Nánari upplýsingar veittar á skrif- stofunni, simar 11798 — 19533. FILMUR OG VELAR 5.F. Æfingar Sunddeildar Ármanns verða í sumar í Laugardalslaug- inni á mánudögum, miðvikudögum og föstudögum kl 8. Stjómin. STÆIKUN’ SVART HVITT' & LITFILMUR AUGLÝSID í VÍSI FILMUR OG VELAR 5.F. SKÓLAVORÐUSTÍG 41 SÍMI 20235 - BOX 995

x

Vísir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.