Vísir


Vísir - 11.06.1968, Qupperneq 7

Vísir - 11.06.1968, Qupperneq 7
V í G T r» Þri'ðiudagur 11 iúní 19P8. 7 morgun útlönd í morgun útlönd í morgun útlönd í morgun útlönd JAMES EARL RAY ÚRSKURÐAÐUR I VARÐHALD I LONDON — Bcmdarísk yfirvöld vinna að því að fd hann framseldan í gærkvöldi sóttu bandarísk yfir- völd um og fengu handtökuheiniild yfir James Earl Ray, sem grun- aður er um morðið á blökkumanna leiðtoganum dr. Martin Luther King. Handtökuheimildin hljóðar upp á morðákæru. Þetta er fyrsta skrefið í áttina til þess að fá hann framseldan af Bretum, en hann var handtekinn á Lundúnaflugvelli á laugardag af Scotland Yard lög- reglunni ensku, en mikið samstarf hafði verið með bandarisku alríkis- iögreglunni, FBI, kanadísku lög- reglunni og Scotland Yard, sem leiddi til handtökunnar. Ray var handtekinn á flugvell- inum, þar sem hann var að reyna að komast um borð I flugvél til Brussel, höfuðborgar Belgíu. Hann var leiddur fyrir rétt í London í gær eins og lög mæla fyrir. Réttarhald- ið stóð aðeins í tvær mínútur og Ray mælti ekki orö frá vörum. Hann var sekur fundinn um að hafa í fórum sínum falsað vegabréf og óleyfilega skammfoyssu af gerðinni Liberty Chief cal. 38. Til þess að fá Ray framseldan verða bandarísk yfirvöld að bera fram sérstaklega alvarlega og vel ígrundaða ákæru á hendur honum. Tvær slíkar ákærur eru fyrir hendi, það er að segja frá yfirvöldunum I Memphis-borg- I Tennessee vegna morðsins á dr. Martin Luther King 4. apríl sl. og ákæra frá ríkislög- reglunni fyrir þátttöku í samsæri gegn dr. King. Ray er margdæmdur glæpamaö- ur, og er raunar nú strokumaður úr fangelsi, þar sem hann átti eftir að afplána langan dóm fyrir ofbeld isverk og rán. Bróðir Rays hefur I einnig komið við sögu glæpamála í Bandarikjunum. James Earl Ray er fæddur 10. marz 1928 í Alton í Illinois-fylki, þar sem liann var elztur af níu börnum George og Lucitle Maher Ray. Fjölskyldan var blásnauð og fluttist oft milli borga, frá Alton til Quincy, síðan til Ewing og aftur til Quincy. Atvinnuleysi mikið var James Earl Ray á slysavarðstofu eftir tilraun sína til að ræna leigubö- stjóra í Chicago um 11 dali. Hann var skotinn í handlegginn, og síðanJ féll hann gegnum kjallaraglugga. Egypzkir herforingjar íeiddir fyrir rétf — Stúdentaóeirðir i Kairó B Fjórir af hinum fyrrverandi foringjum egypzka flughersins verða aftur dregnir fyrir dóm- stóla í Kaíró í dag, ákærðir fyr- ir vanrækslu í starfi meðan „sex daga stríðið“ gegn ísrael stóð yfir. Hin nýja réttarrannsókn var knúin fr'am af verkamönnum og stúdentum, sem hófu miklar mót mælaaðgerðir í febrúar, vegna þess að þeir sögðu dómstólana nata fjallað um málið af allt o'f mikilli mildi. Meðal hinna ákærðu er Mo- hamoud, æðsti yfirmaður flug- hersins. í hinum fyrri réttarhöld um var hann dæmdur í fimmtán ára fangelsi, en þá voru tveir hinna ákærðu sýknaðir. Margir Egyptar mótmæltu harðlega hinum vægu dómum yfir þessum háttsettu herforingj um, þar sem margir minnihátt- ar liðsforingjar voru dæmdir í langa nauðungarvinnu fyrir van rækslu. Stúdentar eiga nú í höggi við lögregluna í Kaíró, höf uðborg Egyptalands og krefjast „dauðadóms yfir svikurunum“. ríkjandi á jressum tíma, og fjöl- skyldufaðirinn óreglusamur og ó- heppileg fyrirmynd barna sinna. Á þessu flakki virðist hann hafa skipt oft um nafn, þannig aö fjöl- skyldunafnið var ýmist Ray, Rayn eða Rain. Siðan hefur James Ray gengið undir ýmsum nöfnum t. d. Eric Starvo Galt eða Raymond Ge- orge Sneyd. Fyrsta afbrot Rays, sem vitaö er um, framdi hann árið 1949, þegar liann reyndi aö stela ritvél af skrif- stofu kaffihúss, en náðist og fékk 90 daga fangelsi. Þetta var í borg- inni Los Angeles. Áriö 1952 reyndi hann að ræna 11 dollurum af leigu- bílstjöra í Chicago, en náðist og var settur í fangelsi. 1954 reyndi hann að fremja innhrot í heimaborg sinni Alton, en það mistókst og hann fór Myndin er frá 1938 og sýnir Ray ásamt skólafélögum sínum í Ewing. aftur í fangelsi. 1955 var hann aft- ur dæmdur fyrir fjársvik og skjala- fals. 1959 hafði hann fyrst heppn- ina með sér, þegar hann rændi 800 dollurum í matvörufoúð í St. Louis. 1 þetta skiptið náðist hann ekki, og í kjölfarið fylgdu tvö rán svipuð þessu. I októher 1959 náöist Ray loksins, eftir misheppnað rán í St. Louis, þegar hann hafði flúið af ránsstaðnum og skilið eftir særðan félaga sinn. Ilann var þá dæmdur í 20 ára fangelsisvist í ríkisfangels- inu í Missouri. Næstu sjö árum eyddi hann í fangelsinu og varð þegar frægur fyrir hinar fjölmörgu flóttatilraun- ir, sem gerðu það að verkum, að samfangar hans kölluðu hann „moldvö.rpuna“i Honum tókst næst- um því að sleppa 1966, þegar liann faldi sig í tvo sólarhringa í loft- ræstigöngum í fangelsinu, en á síð ustu stundu. þegar hann var aö klifra niður af þaki fangelsisins kom vörður auga á hann svo að hann náðist. Þá hafði hann á sér rakvélarblað, 4 dollara og 15 sent og brotinn spegil. - - En að lokum heppnaðist flótt- inn fyrir rétt rúmu ári siðan, með þeim afleiðingum, sem kunnar eru um allan heim. íð 1959, ettir aö hann var handtek- inn i St. Louis fyrir vopnað rán. Líðan Blaihergs versnaði i nátt — var fluttur i skyndi á Groote Schuur sjúkrahúsið Líðan dr. Philips Blaibergs, mannsins, sem skipt var um hjarta í 2. janúar sl., versnaði skyndilega í nótt, og hann var í miklum flýti fluttur á sérstaka deild í Groote Schuur sjúkrahúsinu i Höfðaborg, KOSNINGABARÁTT- AN í BANDARÍKJUN- UM HAFIN Á NÝ „Bandarikin þarfnast nú leiðtoga, sem getyr leitt þjóöina fram til nýs tíma réttlætis og samstööu,“ sagði Nelson Rockefeller — fyrstur til að hefja kosningabaráttuna á ný. I fylkisstjóri republikana Nelson j Rockefeller í gær í ræðu, sem hann ■ flutti við Alleghany-hásköla I I Pennsylvaníu-ríki. Rí'kisstjórinn í New York er þann ig sá fyrsti forsetaframbjóðenda, sem hefur baráttuna á nýjan leik eftir morðið á Robert Francis Kennedy öldungadeildarþingmanni. Rockefeller lýsti Kennedy sem manni, sem hafði haft sérstaka þýðingu fyrir æskuna. Ilann hefði verið sem innblástur fyrir hina ungu, en tjónið af því að missa hann er jafnþungbært fyrir allar kynstóðir, sagði Rockefeller. „Sú bylgja vonar, þátttöku og áhuga æskufólks, sem fer um land- ið, sýnir að fólk vill leita eftir betri heimi,“ sagði Rockefeller. Og enn- fremur sagði hann: ,,F.g held aö all- ir séu mér sammála, þegar tjg Jæt I Ijós ósk eftir nýjum leiðtoga, sem skilur og vill nýta þessar vonir æskunnar, Við þurfum á manni að halda, sem getur endurreist traust milli allra kynþátta, sem getur end urreist traust Bandarikjamanna á sjálfum sér og leitt þjóðina fram til réttlætis, samheldni og friðar." þar sem læknar voru reiðubúnir að meðhöndla hann. Blaiberg er sá maður, er lengst hefur Iifað eft- ir að hafa fengiö nýtt hjarta. Sú hjartaígræðsla fór fram við Groote Schuur sjúkrahúsið 2. janú- ar, og það var læknirinn Christian Barnard prófessor, sem fram- kvæmdi hina flóknu aðgerð. Ekki er fyllilega ljóst af frétt- um frá sjúkrahúsinu, hver ástæðan er fyrir því, að dr. Blaiberg versnar nú skyndilega. Til þessa hefur hann verið í stöðugri framför. Blaiberg er sá eini af hjartaígræðslusjúkl- ingunum, sem fengið hefur að fara heim af sjúkrahúsinu. m m i í í Dr. Philip Blaitaerg — tlggur nu aftur á Groote Schuur sjúkrahús- inu. /

x

Vísir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.