Vísir - 11.06.1968, Side 8

Vísir - 11.06.1968, Side 8
3 VlSIR . Þriðjudagur 11. júní 1968. VISIR Otgefandi: Reykjaprent hf. Framkvæmdastjóri: Sveinn R. Eyjólfsson Ritstjóri: Jónas Kristjánsson Aðstoöarritstjóri: Axel Thorsteinsson eréttastjóri: Jón Birgir Pétursson Ritstjörnarfuiltrúi: Valdimar H. Jóhannesson Auglýsingastjóri: Bergþðr Olfarsson Auglýsingar: Þingholtsstræti 1. Simar 15610 og 15099 Afgreiðsla: Hverfisgötu 55. Simi 11660 Ritstjóm: Laugavegi 178. Sími 11660 (5 linur) Áskriftargjald kr. 115.00 á mánuði innanlands 1 lausasölu kr. 7.00 eintakið Prentsmiðja VIsis — Edda hf. Hvoð hefði gerzt? M jög lærdómsríkt er að velta því fyrir sér, hvað hefði gerzt, ef sömu atvik hefði borið að höndum í við- skipta- og atvinnulífi íslendinga í lok vinstristjómar- tímans og nú eftir viðreisnartímabilið. Þegar vinstristjómin lét af völdum, lýsti Hermann Jónasson forsætisráðherra yfir því, að ekki væri sam- staða innan ríkisstjórnarinnar um nein úrræði og ný verðbólgualda væri skollin á. Enginn gjaldeyrisvara- sjóður var til. Mönnum er í fersku minni gjaldeyris- skorturinn, sem þvingaði viðskiptalífið með innflutn- ingshöftum og fjárfestingarhömlum. Ef útflutningsverðmæti þjóðarinnar hefðu þá minnkað skyndilega um þriðjung og ekki hækkað neitt aftur, ef skreiðarmarkaður íslendinga hefði þá skyndilega lokazt og alger óvissa ríkt um framtíð hans, ef dunið hefðr yfir aflaleysi og erfið sókn á fiski- mið, og ef þar á ofan hefði hafís lagzt að landi og verið landfastur fram á sumar, — hvað hefði þá gerzt? 1 lok vinstristjórnartímans var þrotið lánstraust þjóðarinnar erlendis. Tekizt hafði með sérstökum til- burðum að kría út smálán með því að leita á náðir NATO-landanna og taka lán úr sérstökum sjóði, sem var til ráðstöfunar, ef öryggi Bandaríkjanna væri tal- inn hagur af. Engar stórframkvæmdir voru fram- undan hér á landi. Já, hvað hefði gerzt? Þessu geta menn velt fyrir ser. Á hinn bóginn vita menn, hvað nú hefur gerzt, eft- ir viðreisnartímabilið, þegar framangreind atvik eru staðreyndir. Vissulega hafa margháttaðir örðugleikar gert vart við sig í efnahagsmálum. En þjóðin hefur ekki þurft að þola nein bágindi. Sumar ferðaskrif- stofur segjast hafa 30% meiri pantanir í skemmti- ferðir til sólarlanda í sumar en í fyrra! Fulltrúar stjórnarflokkanna sögðu fyrir kosning- arnar í fyrra, að efnahagur þjóðarinnar væri þá traust- ur eftir mikinn hagvöxt viðreisnartímans. Þetta var rétt og satt. Vegna þess var hægt að mæta hinum einstæðu áföllum, án þess að almenningur fyndi að marki fyrir þeim. Vegna stórvirkjunar og stóriðjuframkvæmda, sem hafnar voru á viðreisnartímabilinu, hafa komið til sögunnar nýir atvinnumöguleikar, sem draga úr áhrifum aflaleysis og söluerfiðleika á fiskafurðum. Vegna 2.300 milljón króna fiskiskipastólsins, sem keyptur var á viðreisnartímanum, er aðstaða okkar til sjávarútvegs mun hagkvæmari en áður. Vegna þess að hægt hefur verið á þessum sviðum og öðrum að byggja á þeim grundvelli, sem viðreisnarstefnan lagði, hefur þjóðin, þrátt fyrir einstæð áföll, getað veitt viðnám. Það er misjafnt hvemig menn eldast. Tvisvar verður gamall maður bam, segir mál- tækið, þðtt ekki sé það algilt. Rithöfundurinn Hamsun varaði menn við því í æsku, að taka mark á sér, þegar hann væri hniginn á efri ár. Síöar á æv- inni var honum reyndar illa við að vera mlnntur á þetta, enda þðtt hann fremdi þá ýmis af- glöp, sem ekki er ástæða til að rifja hér upp. Ekki virðist þó ellin öllum jafnerfið og frægasta sönnun þess er sjálfur forsetl Frakk- lands, Charles de GauIIe. í einni sjónhending hefur hann ger- breytt ástandinu, sem rikti i Frakklandi og raunar viða í Evr- ópu, ástandi, sem var svo ógn- vænlegt, að menn sáu enga leið færa fyrir de Gaulle aðra en að segja af sér. Það var varla efazt Fylgismenn de Gaulle í göngu til að lýsa yfir stuðningi við hann De Gaulle hefur tekizt að lægja öldurnar — en hvernig verða frönsk stjórnmál eftir þingkosningarnar? um, að de Gaulle mundi afsala sér völdum, spumingin var' að- eins, „hvenær“ og „með hvaða hætti“. En de Gaulle reyndist vand- anum vaxinn, eins og stjórn- málamaður, gamall í hettunni, gerði hann hið óvænta, þegar sízt var búizt við þvi. Hann á- kvað að halda útvarpsræðu og það hlakkaði í andstæöingum hans, því að þeir bjuggust við að hann mundi tilkynna þjóð- inni um „þungbæra ákvörðun" sína. En de Gaulle sneri vörn í sókn, og þessarar ræðu hans verður lengi minnzt meðal Frakka þar sem hún, kemur til með að hafa mikil áhrif á fram- tíö lands þeirra. Hún var stutt eins og margar af hinum merk- ustu ræöum, svo stutt að það nálgast aö vera ögrandi, en de Gaulle tókst samt á sinn ó- viðjafnanlega hátt að höfða til franskra kvenna og karla, þann ig að þeir fylgismanna hans, sem voru famir að gerast blendnir í trúnni, sneru aftur til föðurhúsa. De Gaulle hafði greinilega engan hug á því að vera í vam- arstöðu, heldur hvatti hann fylgismenn sína í fyrsta sinn til að gripa til beinna aðgerða gegn æsingamönnum. í þessu augna- miði beitti hann ógnunum. „Áþján einræðis vofir sannar- lega jrfir Frakklandi,“ sagði hann. „Verið er að reyna aö knýja hana til valdstjórnar, sem tekin yrði upp þvert ofan í vilja almennings ... það er að segja, valdstjómar algers kommún- isma.“ En þótt de Gaulle hafi að sinni tekizt að snúa vöm í sókn, og þrátt fyrir að hann kunni að vera ungur í anda, verður aö gera ráð fyrir þvi, aö aörir menn leysi hann af hólmi, áður en langt um líður. Og þá vaknar Erfitt er að segja, hver þeirra það verður. Það fer eftir þeirri afstöðu, sem Gaulle-istamir taka 1 kosningunum. Ef fransk- ir kjósendur snúa bakinu við hershöföingjanum, er fyrirsjáan- legt, að það verður Mitterand með vinstri flokka sína, sem hefur mest að segja. Ef úrslit- in veröa tvísýn, má vera að Gis- card d’Estaing úr hinum íhalds- sama Sjálfstæða lýðveldisflokki verði forsætisráðherra til að miðia málum. Eins og ástandið er núna, er líklegast aö einhver fjögurra eftirtalinna manna verði forsæt- isráðherra Frakklands eftir kosn ingar: spumingin um, hver er líkleg- astur til að taka viö völdum. Það er sérstaklega. athyglis- vert við allt það byltingarumrót, sem nú hefur verið í Frakklandi, að „nýir menn“ hafa ekki skot- ið upp kollinum, eins og oft vill veröa á tímum upplausnar og æsinga. Ekki er hægt að telja, að stúdentaleiðtoginn, Daniel Cohn-Bendit, sé nein alvarleg pólitisk ógnun né áhrifaafl í stjómmálum svo aö væntanleg- ar kosningar verða aö skera úr um, hver verður mestráðandi í stjórninni, sem þá verður mynd- uð. Þaö eru einkum fjórir menn, sem einkum koma til greina. PIERRE MENDÉS-FRANCE Mendes France er 61 árs. Haiin er af Gyðingaættum og er talinn hæfastur þeirra átján forsætisráðherra, sem komust til valda á tíma Fjórða lýðveld- isins. Það var hann, sem batt endi á Víetnam-styrjöld Frakka. Hann féll hálfvegis £ gleymsku við valdatöku de Gaulle, en hann hefur sannarlega vakið á sér athygli síöan sem einn harð- snúnasti og atkvæðamesti and- stæðingur stjórnar forseta,. Gert er ráð fyrir því, að Mend- es-France, sem er vinstrimaöur, muni veita kommúnistum sæti i stjóm sinni, ef hann kemst í embætti forsætisráðherra. Andstæðingar de Gaulle í mótmælagöngu. FRANCOIS MITTERAND Mitterand, sem er 52 ára kemur einnig til álita sem for- sætisráðherra. Fyrir þremur ár- um átti hann hvað mestan þátt í að mynda samband vinstri 13 sið' BssaasK' -wírassESBa

x

Vísir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.