Vísir - 11.06.1968, Page 13

Vísir - 11.06.1968, Page 13
VÍSIR . Þriðjudagur 11. júní 1968. 13 Að ufan — HH- 8. síðu. flokkanna úr radíkala flokknum, sósíalista flokknum og öörurn smærri brotum vinstri flokka. Mitterand hefur margt sér til ágætis, en samt er það eitt og annað, sem háir honum. Hann er fremur óáheyrilegur ræðu- maður, og af stjómmálamanni að vera, er hann merkilega hör- undsár. Mitterand hefur einkum veitt ýmsu í utanríkisstefnu de Gaulle harða mótspymu. Til dæmis var hann á móti úrsögn Frakka úr NATO og hann vildi heimila Bretum aðild að Efna- hagsbandalaginu. VALÉRY GISCARD d’ESTAING Valéry Giscard d’Estaing, sem er 42 ára og fjármálaráðherra i ríkisstjórninni, hefur gert mik- ið til þess að vera í augum fólks líl-gir John F. Kennedy. Giscard er í Sjálfstæða lýðveldisflokkn- um, sem á 44 menn á þingi. Flokkurinn hefur venjulega stutt Gaulle-ista, en oft verið hálfvolgur, eins og þingmennirn- ir vildu helzt segja viö atkvæöa- gréiðslur: „Já ... en ...“ ROCHET Þótt hann sé eldrauður póli- tlskt séð, er hinn 63 ára gamli Waldeck Rochet sennilega lit- lausasti persónuleikinn, sem keþpir eftir embætti forsætis- ráðherra. Hann er leiðtogi franska kommúnistaflokksins. Rochet gekk i flokkinn þegar hann var átján ára og gekk á flokksskóla í Moskvu og fikraöi sig smám saman upp valdastig- ann innan flokksins unz.hann tðk við af Maurice Thorez ár- ið 1964. Viðtal dagsins — Ig—. 9. síðu. ingu og söguna um ferð mína sagði ég engum fyrr en 20 árum síðar. — Mér finnst þetta merkileg saga og að ýmsu leyti vitna um það að ekki muni allt með felldu á Kerlingarskarði? — Um það skal ég ekkert segja, eins og ég áður hef sagt hef ég farið þar um við allar aðstæður og aldrei orðið neins var, sízt til hindrunar. — 'C’r veðrátta hér áfellasöm? — Hér er harðviðrasamt og fljótt að skella á hríðarveð- ur. Haustið 1933 þann 16. okt. skall á skaðabylur að kvöldi. Fé var upp um hlíðar, en engin tiltök að ■ vitja þess fyrr en næsta dag, hafði þá nokkuð fénnt og sumt hrakið í gil. Þarna missti ég þrjátíu f.iár, sem mér fannst þó ærinn skell- ur, en læpði þó jafnframt það. að slíkt hefur aldrei hent síðan. Ég hef aldrei haft fé í fjallinú eftir að svo er áliðiö hausts að allra veðra má vænta. — Hvemig llzt þér búskapar- horfur nú? — Fólkið er ekki eins ánægt og meðan erfiðara var að lifa. Sigurinn yfir örðugleikunum veitti ánægju, enda eðlil.eg lifs- nauðsyn. , .Vafálaust hafa’bændur á síð- ustu 10 árum getað hreiðrað betur um sig en oft áður, annað væri barlómur að segja, sem ekki hefði við nægileg rök að styðjast. — Nú hefur þú dregið saman seglin og yngri menn tekið við? — Já, og þegar ég var sex- tugur, tók ég upp á r því að ráða mig sem gæzlumann að varnargirðingunni. Fer ég því margar ferðir um fjöllin , ár hvert. Þetta er ólýsanleg heilsu- lind. Tært 'háfjallaloftið og að koma svo oft á hestbak. Ég er sem annar maður. Það eru ekki peningar sem f þessu tilfelli skipta mig máli. — — — Já, víst er hann hress og heiil að sjá þessi aldni bændahöfðingi, enda langa ævi staðið vel að verki og sér nú öliu vel borgið í höndum þeirra sem við hafa tekið. Hvort mun nokkur efa, að hann hafi goldið sín fósturlaun? Þ. M. Tækni — S>»—> 6. síðu. þeirra fyrst og fremst beinzt að því að draga úr umferð farar- tækja á götunni með þvi að beina henni undir götumar — og sums staðar hefur verið revnt aö gera akbrautir fyrir ofan göturnar ,en gerð þeirra hefur reynzt svo kostnaöarsöm, að yfirleitt hefur ekki verið horf- ið að þeirri lausn nema í ýtrustu nauðsyn. Nú hefur franskur verkfræð- ingur og kennari við franskan tækniháskóla, Barthalon pró- fessor komið: fram með gthygli.s verða uppfiniiinsu, sem þegar„, er unniS að ,• (;ilrauijum.,.m.eð,.. bæði í Frakklandi og Bandaríkj- unum. Þarna er um að ræða einbraut, sem leggja á yfir göt- ur stórborganna, en neðan í ein brautina er komið fyrir löngum sivölum klefa fyrir farþegana. Það sem nýjast er við þessa hugmynd — einbrautir eru áður þekktar og reyndar í öðru formi er meðai annars það, að pró- fessorinn hagnýtir þarna þrýsti loftsútstreymi á svipaðan hátt og gert er í sambandi við svif skipin — Þetta þrýstiloftsút- streymi veldur því, að uppheng ing farþegakiefans snertir hvergi sjálfa brautina, heldur er Ioftlag á ,.iilli, sem kemur i veg fyrir alla núningsmótstöðu. Þetta getur aukið hraða slikra einbrautarlesta, miðað við orku, að miklum mun og gert rekstur þeirra ódýrari. En um leið kem- ur þetta loftlag í veg fyrir allt slit á flötum, þar sem upphenging klefans og brautarinnar mundi annars núast saman, og dregur það að sjálfsögðu einnig úr kostnaði og eykur öryggið. Og svo er það hraðinn — sjálf aðalspurninginn. Þeir, sem að tilraunum með þetta nýja farartæki standa segja að það verði ekki aðalvandamálið að ná sem mestum hraða ,heldur að draga úr honum Þessi far- þegaklefi geti hæglega náð 400 km hraða á klukkustund, en sá ofsahraði komi varla til greina í notkun innan borga. Hins vegar geti verið gott að grípa til hans. verði slíkar einbrautir lagðar á milli borga, sem sé ekki ólík- legt. Þess var getið, að þarna væri um að ræða sömu hugmynd og gerð svifskipa byggist á. Taka ber fram, að þótt um sömu hugmynd sé að ræða er hún framkvæmd öfugt — þarna er það innsog loftsins, sem myndar þrýstinginn,. eins og sjá má af meðfylgjandi, þverskurðarmynd. II. DEILD í kvöld kl. 20.30 leika á Melavellinum Víkingur — FH Dömari Gunnar Gunnarsson. Mötanefnd Glæsilegt raðhús til leigu í 3 y2 mánuð. Sanngjörn leiga. Leigið meS húsgögnum og bílskúr. - Uppl. í síma 52575. Tilkyrming frá Áfengis- og tóbaksverzlun ríkisins Með auglýsingu þessari er vakin athygli á áð- ur útsendum tilkynningum um lokup iðnað- ardeildar vorrar vegna sumarleyfa frá 8. júlí —6. ágúst n.k. Áfengis- og tóbaksverzlun rikisins. 500 krónu mappa Þéir áskrifendur Vísis, sem hafa safnað „Vísi I vikulokin“ frá upphafi í þar tii gerða möppu, eiga nú 116 blaðsíðna bók, sam/ er yfir 500 króna virði. Hvert viðbótareintak af „Vísi f vikulokin“ er 15 króna virði. — Gáetið þess '■'vi að missa ekki úr tölublað. Aðeins áskrifendur Vlsis fá „Vísi í vikulokin“. Ekki er hægt að fá fylgiblaðió á annan hátt. Það er því mikils virði að vera áskirifandi að Vísi. eruð það ekki þegar! Dagblaðið VÍSIR w-wx^>N<s^/N>N<is/v>s/s<N<s/s<N/ws>s^/N>s>N>>s/N<s/N«s/>/s«N>N/wN>N>N^/s>N>>v>'N<>N>s/s/s/ww,/s>N/s>»s/s»>^<N<S>‘Si<N>‘»i<Si»S««S>N)»»»<<»i»i»><»WW»ii<N«Sj«WS<S»>>/s< ■■ tuuMTMi

x

Vísir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.