Vísir - 14.06.1968, Blaðsíða 1
58. árg. — Föstudagur 14. júní 198.8
Ætlaði að semja
um skuld — lamdi
lánardrottin sinn
Kona nokur í bænum kæröi
til lögreglunnar í gærkvöldi
líkamsárás, sem hún hafði sætt
á heimiii sínu. Hafði komið til
hennar maður, sem hún hafði
lánað nokkra peninga fyrir
einu ári, en hafði ekki enn
greitt þá og stóð heimsökn
mannsins í samhandi við það,
hvemig skuldaskilunum yrði
háttað.
Samningaviðræöurnar stóöu
þó ekki lengi yfir, því að í miðju
kafi reiddist maðurinn ofsalega,
reif í sundur samninginn, sem
þau höfðu gert milli sín, þegar
hún lánaði honum peningana
— og sló konuna í andlitið,
en hafði sig siöan hið snarasta á
burt.
Konan slapp án alvarlegra
meiðsla, en málið er í frekari
rannsókn.
Óttazt um afdríf tveggja
22ja ára Siglfirðinga
20 skip og 2 flugvélar leituðu í gær
auk leitarflokka úr landi
Óttazt er um afdrif tveggja
ungra manna, : ;m fóru i róöur
frá Sigluftrði klukkan háif níu
á miðvikudagskvöldiö, en siðan
hefur ekkert til þeirra spurzt
þrátt fyrir víðtæka leit. 20 skip
og tvær flugvélar leituðu allan
daginn í gær — leitarsvæðið
var frá 30 mílum út af Sauða-
nesi og um 40 mílur út frá Tjör-
nesi. Auk þess voru fjörur
gengnar allt frá Hvanndölum
inni undir Ólafsfirði vestur und-
ir Hofsós. — Einnig hafa
minni bátar farið grunnt með
ströndu til þess að skyggnast
um á fjörum.
Mennirnir voru varaðir við að
hætta sér langt út á miðviku-
dagskvöldið, því að veður var ?
fremur slæmt og hvessti um nótt I
10. síðu. I
Kosningaundirbúning-
ur fyrir 27 millj. kr.
Hlutfallslega meira en Bandarikjamenn
nota i baráttu fyrir forsetakosningar
■ Kosningaundirbúningurinn kostar ekki síður fé hér á landi
en erlendis, enda ekki við öðru að búast. — Stuðningsmenn dr.
Kristjáns Eldjárns, létu hafa það eftir sér á blaðamannafundi
í gær, að bein fjárútlát vegna undirbúnings þeirra að kosning-
unum væri um 2 milljónir króna, en meta mætti framlag sjálf-
boðaliða á allt að 25 milljónir króna.
Menn hafa oft hneykslast á því
hvílíkar geysilegar fúlkur væru not
aðar í kosningaundirbúningi í
Bandaríkjunum. Ef þessar tölur
Kristjánsmanna eru umreiknaðar
yfir á bandarískan mælikvarða, þar
sem þúsund sinnum fleiri menn
búa, þýðir það 27 milljarða ís-
lenzkra króna, sem er áreiðanlega
ekki minna en margir frambjóð-
enda þar nota í kosningaundirbún-
ingnum.
Erfitt hefur reynzt að fá upp-
gefið þar hversu mikið frambjóð-
endurnir þar nota vegna kosning-
undirbúningsins, en fyrir nokkru
lét Rose Kennedy, móðir Roberts
heitins Kennedy, hafa eftir sér,
hversu mikið hefði farið í próf-
kosningarnar i einu fylki. Menn
hneyksluðust mikið á upphæðinni,
þótt hún væri ekki nema smábrot
af 27 milljörðum króna, — upphæð
in mun hafa verið 1-2 millj. doll-
ara.
Vísir leitaði til kosningaskrif-
m-> 10. síðu.
Skriður kominn ú undirbuning olíuhreinsunurstöðvor:
Þrir erlendir oliusérfræðingar
kanna kosti hreinsunarstöðvar
„Vísir í
vikulokin"
fylgir blaðinu á morgun
til áskrifenda
— Rætt við Jóhannes Nordal seðlabankastjóra, sem er formaður nefndar áhugaaðila um málið
□ Sérfræðingar þriggja alþjóðlegra olíufélaga,
Shell, ESSO og BP, hafa dvalið hér á landi að und-
anförnu til að kynna sér hagkvæmni olíuhreins-
unarstöðvar.
Sérfræðingarnir áttu viðræður við nefnd áhugaað-
ila um þetta mál, en í þeirri nefnd eiga sæti full-
trúar allra íslenzku olíufélaganna og ýmsir áhuga-
menn. Formaður nefndarinnar er dr. Jóhannes
Nordal, seðlabankastjóri, en hann er eins konar
tengiliður milli olíufélaganna og ríkisstjórnarinn-
ar, eins og einn olíuforstjórinn komst að orði.
12 úru drengur
brúðkvuddur
< 12 ára gamall drengur varö bráð ,
’ kvaddur í gærkvöldi, þar sem i
. hann var að leik með nokkrum ]
K félögum sínum nærri Valsheim (
$ ilinu við Öskjuhlíð. Knattspyrnu 1
( þjálfari nokkurra Valsdrengja J
veitti eftirtekt drengnum, þar (
sem hann lá i grasinu, og leizt1
honum ekki á útlit drengsins og J
lét kalla á sjúkrabil, sem flutti (
drenginn á slysavaröstofuna. Er <
þangaö kom, sáu iæknar að J
drengurinn var Iátinn.
Félagar drengsins, sem með *
honum höfðu verið áöur, báru,
að hann hefði hjólað töluvert <
og reynt nokkuð á sig, áður' en ]
betta gerðist og þá hafði hann ,
kvartað um þraut fyrir hjart- <
anu.
Þetta mál er algjörlega á athug
unarstigi ennþá, sagði Jóhannes
Nordal, þegar Vísir ræddi við
hann í morgun. Á meðan forrann-
sókn er ekki lokið er erfitt að spá
nokkru um áframhaldiö.
1 öllum útreikningum og athug
unum er reiknað með því, að hér
yrði. reist olíuhreinsunarstöð, sem
gæti unnið úr 1 milljón lesta af
jarðolíu á ári (crudeoil). Stærð
stöövarinnar er miðuð við, að hún
gæti fullnægt eftirspurn á hráolíu
(gasoil) eins og búast má við aö
hún verði eftir nokkur ár.
Notkun á hráolíu hér á landi er
hlutfallslega miklu meiri en notkun
á bensíni og svartolíu (fueloil) og
yröi því að flytja út verulegt magn
af bensíni og svartolíu, ef fram-
Ieiðsla hreinsunarstöðvarinnar yröi
miðuð við notkun á hráolíunni.
Því hefur verið fleygt aö varla
borgaði sig að reisa og reka olíu-
hreinsunarstöð fyrir minna en 2y2
milljón lesta markað. Dr. Jóhann-
es Nordal sagði í viðtalinu í morg
un að þetta færi alveg eftir að-
j stæðum á hverjum stað. Stöðvar
eru til á bilinu frá y2—20 milljónir
lesta.
Forrannsóknin er ekki enn svo
langt komin, að hægt sé að fullyrða
nokkuð um þann gjaldeyrissparn-
að, sem af stööinni leiddi eða
almennt hvort hún gæti borið sig.
Það var ríkisstjórnin, sem upphaf
lega hrinti þessu máli af stað, en
nú hefur frumkvæðið verið sett í
hendur olíufélaganna og annarra
áhugaaðila um málið.
Þar sem málið er enn á frumstigi
hefur ekki ennþá verið tekin af-
staða til, hvar olíuhreinsunarstöð
in yrði hugsanlega reist. Dr. Jó-
hannes Nordal sagöi þó, að ávallt
hefði veriö rætt um Geldinganes
eða einhvern annan stað við Sund-
in. Reykjavíkurborg hefði gert
ráð fyrir olíuhöfn þar og væri
því ekki óeðlilegt að stöðin yrði ]
reist þar.
-3>
6?~tir SAS sækja
forjeta íslands
heim
55 manna hópur blaðamanna víðs
vegar að úr Evrópu, ráðuneytis-
stjóra af Norðurlöndunum og for-
ráðamanna SAS er staddur hér á
landi í boði SAS í tilefni af upphafi
áætlunarflugs SAS hingað til ís-
Iands.
Þessir gestir SAS komu hingað
í gær frá Grænlandi eftir stutta
dvöl þar, en i morgun heimsóttu
þeir Alþingishúsinð, þar sem for-
seti íslands, herra Ásgeir Ásgeirs-
son veitti þeim móttöku í skrif-
stofu sinni.
Hópurinn fór síðan til Þingvalla,
þar sem hann verður mestan hluta
dagsins, en síðar í dag mun hann
þiggja boð ambassadors Dana. Á
morgun verður farið til Mývatns.