Vísir - 14.06.1968, Blaðsíða 12

Vísir - 14.06.1968, Blaðsíða 12
12 I S IR . frwstudagur 14. júní 1968. Ég hikaði við að svara. — Ekki allt, held ég. — Ég hef verið að velta því fyrir mér síðan fyrsta dag inn sem ég var héma, því að ég þótt ist skilja, að eitthvað dularfullt væri aö gerást hérna. En ég var á villigötum þangað til í gær. Ég var svo mikið flón að trúa þér, þegar þú sagðir að þessir tveir menn, sem komu að heimsækja pró- fessorinn, væru ættingjar hans. Það var Roderiquez, sem sagði mér að hann væri vísindamaður ... — Sagöi hann þér líka, hvers vegna þeim væri svona umhugað um að ná 1 hann? — Já. En áöur var ég komin að þeirri niðurstöðu, að Peter mundi vera einhvers konar... einkanjósn- ari. Marcia brosti. — Þú getur kallað hann það. En hann er starfsmað- ur brezku stjórnarinnar. — 1 M.I. 5-deildinni? Hún kinkaði kolli. — Hann gat ekki sagt það hverjum sem hafa vildi. Hvorki þér né nokkrum öðr- um. Og ég gat heldur ekki sagt, að ég er ein af þeim, sem starfar fyrir hann. — Mér hefur veriö það ráðgáta, hvar þú áttir heima f þessum dul- arfulla leik, sagði ég. — Já, mér datt það í hug. Og sama er að segja um Carlos. Ég sagði honum það ekki fyrr en þú hvarfst í gær og við fórum að verða hrædd um þig. Ég hef stund- um rekið erindi fyrir húsbændur Petros. Pabbi starfaði í sendiráö- inu hérna á Spáni í gamla daga, eins og þú veizt. Ég kynntist mörgu fólki þá, og ýmislegt leiddi af því. Stundum hef ég oröið að talsverðu gagni, og í þessu sérstaka tilfelli.. . Hún baðaði út höndunum. Þegar þeir komust að því, að setið væri um Rocha prófessor, tii þess að ná í leyndarmálið hans, sneru þeir sér til mín. Við Peter töluðum um það á afmælisdaginn minn. Mér fannst þungu fargi létt af mér. — Manstu þegar þú komst að okkur, þegar við sátum inni í skrif- stofunni hans föður míns og vorum að tala saman?, spurði Marcia. — Þú geröir ekki vart viö þig. Mér gramdist að þú gerðir það ekki. — Afsakaðu! Ég heföi líklega átt að segja þér frá þvl. Var það líka út af Rocha prófessor, sem þú tókst ekki 'á mótr mér á flúgvellinum? i — Já. Ég hafði frétt að 'samsært hefði verið gert um að ræna hon- um. Og það var símað til mín, HH ÝMISLEGT rökum aö okkur övers konai tnúrbro' og sprengivinriu t húsgrunnum og ræs um. Leigjum ú» loftpressur og víbra sleða Vélaleiga Steindórs Sighvats sonai A.Ifabrekku viö Suöurlands braut slmi 10435 GÍSLI JÓNSSON Akurgerði 31 Slmi 35199 Fjölhæf jarðvinnsluvél, annast ióðastandsetningar, gret hús- grunna. holræsi o. fl. te'kur alls konar kl^ðningar FLJÓ» OG VÖNDUÐ VINNA 'ORVAL AF AKLÆÐUM LAUGAVEC 62 - 5lMI 10825 HEIMASlMl 83634 I j I I einmitt þegar ég átti að fara að taka á móti þér. — Nú skil ég. Það var þess vegna, sem ég mátti ekki segja Carlos frá, að þú hefðir ekki kom- ið. Mér fannst 'þkð undarlegt. — Já, það var engin furða. Og verst var að ég gat ekki sagt þér ástæöuna til þess heldur. REIKNINGSSKIL Mér var huggun að þessum skýr- ingum á ýmsu, sem mér hafði verið hulið áður, en ýmislegt var mér óljóst ennþá. — Var það prófessornum viökom andi að þú truflaðir Peter fýrsta kvöldið sem ég var með honum í „Quissicari"? spuröi ég. Marcia glennti upp augun. — Hvernig vissir þú þetta? — Ég sá þig. Ég gleymdi farða- dósinni minni á borðinu þegar Pet- er sendi mig heim, alveg upp úr þurru, og þess vegna sneri ég aft- ur að veitingahúsinu. Og þá sá ég ykkur sitja við borðið ... — Og þú sagðir ekki orð við mig? Og ekki við Peter heldur, býst ég við? — Nei, ég vildi síður að rifrildi yrði út af þessu. Hún hristi höfuöiö. — Æ, Joyce, þetta var hræðiiegt. En við hefðum reyndar ekki getað gefið þér skýr- ingu, þó aö þú hefðir spuft okkur. Hvaða skilning lagðir þú í þetta? — Ég hélt að þú værir að taka Peter frá mér. Fyrst sá ég ykkur saman í skrifstofu föður þíns — og þú talaðir um að þér fyndist hann I heillandi — og svo kom þetta á „Quissicari". I — En ég hélt, að ég hefði gert I þér það ljóst, að við Peter höfðum þekkzt síðan við vorum börn, og . . . byrjaði Marcia. — Ég tók um höndina á henni. — Fyrirgeföu, Marcia. Þetta var illa !niWáð-’'-af mér, en þú' verður að játá, að það var grunsámlégt.' Og þú varst mikiö piltagull áður en þú giftist. Hún hló. — Kannski var ég þaö. En ég hef gerbreytzt síðan. Jæja, það er gott að þú hefur fengið skýringu á þessu. Hún gekk að glugganum og leit út. John var niðri í garðinum. — Á ég að segja honum að hann geti komið upp til þin? — Finnst þér ekki að ég ætti að klæða mig og fara niður til hans? — Nei, það finnst mér ekki. Þú átt að halda þig sem mest í rúm- inu I dag. Það er skipun unnust- ans þíns. Hann er farinn til Gí- braltar og kemur ekki aftur fyrr en í kvöld. Hann skildi eftir bréf til þín. Hún tók það upp úr vasanum og rétti mér það og brosti um leið. — Þú getur lesiö það meðan ég fer og sæki John. Ég opnaði umslagið i flýti. Þetta var fyrsta bréfið, sem Peter skrif- aði mér. Það var stutt, en þar stóð allt sem ég þurfti að vita. Hann vildi giftast undir eins og hægt væri og ætlaði að reyna að fá leyfi til að giftast á morgun. Ég var enn að hugsa um þetta þegar drepið var á dyrnar. — Kom inn! kallaði ég, og ósk- aði að næstu mínúturnar væru af- staðnar. John var miklu hressilegri í dag. Ég rétti fram báðar hendumar. — Það er gott aö sjá að þú ert farinn að jafna þig aftur, sagði ég hikandi. — Og þú líka. Svo varð vandræöaleg þögn. — Þú mátt gjarnan reykja hérna, sagði ég. — Viltu það ekki siður — hérna í svefnherberginu þfnu? — Nei-nei. Hann tók upp vindlingahylkið og þreifaði eftir kveikjaranum. — Vilt þú reykja? — Nei, þökk fyrir. Svo varð þögn aftur. Ég reyndi aö hugsa mér eitthvað til aö segja. Ég varö að hafa einhvern formála að aðalefninu, en vissi ekki hvem- ig ég ætti að byrja. — Marcia segir að þú eigir aö liggja í dag, sagði hann loks. — Já, ég er ekki sérlega burðug í dag. Ég horföi á hann, angurvær. — Æ, John, mikiö þykir mér leitt aö ég skyldi veröa til þess að þú lent- ir í þessu-hræðilega ævintýri f gær. Ég hef samvizkubit út af því. — Ekki berð þú ábyrgö á því. Það er ekki síöur mér að kenna. — En ef að ég heföi ekki skrifað þetta flónslega bréf, hefðir þú aldrei komið hingað. — Þegar á allt er litið, sem gerzt hefur, var bréfiö ekki flónslegt, og mér þykir vænt um aö ég kom. Hann gekk út að glugganum og stóð þar og sneri að mér bakinu. Ég beið og átti von á öllu illu. Nú gat þetta ekki dregizt lengur. BIFREIÐAEIGENDUR ATHUGIÐ! Bónstöð, bifreiðnþjónusta LAUGAVEGI118 (ekið inn frá Rauðarárstíg). Veitir yður aðstöðu til að þvo og bóna bif- reið yðar. einnig tökum við að okkur þvott, hreinsun á sætum, toppum, hurðarspjöldum (leðurlíki). Bónum og ryksugum. SÍMI 21145. iy EDGAJt RlCE I BURROUOHS I/ WhBN TARZAN F/NAl L Y &6HTS TO THE SURFACE BEUAV'THE GfTEAT WATEZFALL. JANE /S AOWHFNE _ M S/öHT... , i ..A.VP THEE/VEF FLUNGEE /f/TO A FEARSOME BLACF HOLE //V THE MOU/VTA//V/ ___________—. Þegar Tarzan tekst loksins að kom- ast upp á yfirborðið neðan við fossinn er Jane hvergi að sjá... UTIHURÐIR SVALAHURÐIR BfLSKÚRSHURÐlR HURDAIDJAN SF. AUDBREKKU 32 KÓPAV. • SÍMI 41425 GUN^ÓSTH0SSJR^'n 13 ER ' SIMI uD! RAUOARARSTÍG 31 Slfl/U 23022 SDAUll UiillHU ERCO BELTIog BELTAHLUTIR á BELTAVÉLAR BERCO Keðjur Spyrnur Framhfól Botnrúllur Topprúllur Drifhjól Boltar og Rær jafnan fyrirliggjandi BERCO er úrvals gæSavara d hagstæðu verSi EINKAUMBOÐ ALMENNA VERZLUNARFÉLAGIÐi SKIPHOLT 15 —SÍMI 10199

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.