Vísir - 03.08.1968, Blaðsíða 1
58. árg. — Laugardagur 3. ágúst 1968. — 171. tbl.
Ein merkasta hljómsveit
heims til Islands
Fílliarmoníuhljómsveit Vín-
arborgar ein af merkustu
hljómsveitum heims mun e.t.
v. gista Island á leið sinni til
Bandaríkjanna í hljómleika-
för upp úr næstu áramótum.
Tónlistarfélagið hefur að und
anförnu staöið í samningaskrif-
um við hljómsveitina, sem telur
110 manns. Talaði blaðið af
þessu tilefni við Ragnar Jóns-
son formann Tónlistarfélagsins.
Sagði Ragnar, að ekki væri end
anlega ákveðið hvort hljóm
sveitin kæmi til landsins á leið
sinni vestur um haf. Væri það
undir því komið, að hljómsveitin
gæti naft tvenna tónleika. Félag
ar Tónlistarfélagsins væru nú
orðnir það margir að þeir
myndu nær tvífylla Háskólabíó,
sem leigt yrði í þessu tilefni og
geröa yrði þeim öllum kost á að
komast á tónleikana.
Sagði Ragnar, að svar hefði
ekki enn borizt frá hljómsveit-
inni um þessa tónflutninga.
Ef af tónleikunum verður
mun hljómsveit þessi vera sú
frægasta er gist hefur Island
og munu tónlistarunnendur
hugsa sér gott til glóðarinnar
að fá þessa upplyftingu í skamm
deginu.
Þrátt fyrir gífurlega fjölgun einkabifreiða eru langferðabifreiðirnar mikið notaðar um helgar eins
og þessa. Sérstaklega er það unga fóikið, sem notar „rútumar“ til að vera óháðari þeim fullorðnu.
Tugþúsundir úr borginni um helginu
Mesta ferðahelgi sumarsins — Margar utisamkomur um
land allt — Flugfélagið flytur þúsundir til Vestmannaeyja
■ Gífurlegur fólksstraumur hefur verið úr Reykja-
vík í gær og í dag. Bílalestin var nær óslitin á
þjóðvegunum í nágrenni borgarinnar seinniparinn í gær
og stöðugar flugferðir voru til Vestmannaeyja og aust-
ur á land.
■ Umferðin var einna mest um kvöldmatarleytið í
gær, en þá voru menn búnir að taka til ferðapjönk-
ur sínar eftir vinnu.
Á Umferðarmiöstöðinni myndað-
ist mikil fólksös um áttaleytið, um
það leyti, sem langferðabílar voru
að leggja upp í Húsafellsskóg og að
Galtalækjarskógi.
Tugþúsundir bæjarbúa hafa hleypt
heimdraganum þessa mestu
ferðahelgi ársins og hefur fólks-
straumurinn aldrei verið meiri úr
þéttbýlinu, enda hefur aldrei ver
ið eins mikið gert til þess að laða
fólk til hinna ýmsu sumarhátíða
sem haldnar eru víða um land
þessa helgi, misstórar í sniðum. Bú
izt var við mestu fjölmenni að
Húsafelli, á þjóðhátíð í Vestmanna-
eyjum á ,,popp“-hátíð í Þórsmörk,
en þangað sóttu einkanl. unglingar.
Einnig var búizt við þúsundum
manna á bindindismót í Galtalækj
arskógi og margt fóik sótti heim
Hallormsstaðarskóg. Á bls. 2 eru
bendingar til lesenda um útisam-
komurnar.
ÖNGÞVEITI vlÐ
BIFREIÐAEFTIRLITIÐ.
Ekki höfðu allir þá fyrirhyggju
sem skyldi fyrir ferðalagið. Mörg-
um hafði ekki unnizt tími til þess
að sinna fararskjótanum og gera
ljósabúnað og annað löglegt fyrir
ferðina. Myndaðist hálfgert öng-
þveiti í bifreiðaeftirlitinu í Borgar-
túni í gær vegna bíla, sem færðir
voru til skoðunar af lögreglu og
eftirlitsmönnum á vegum og eins
munu margir hafa komið af eigin
hvötum með bíla sína til þess að
fá á þá hvíta miðann sem veitir
þeim feröafrelsiö hvert á land sem
er.
FLUGFÉLAGIÐ 26—7 FERÐIR
Á ÞJÓÐHÁTÍÐINA.
Flugfélag íslands hafði í gær
Mótmæla íhlutun Sovétríkja í
innanríkismál Tékkóslóvaka
• Blaöinu hafa borizt sam-
þykktir frá miðnefnd
Samtaka hernámsandstæð-
inga og frá framkvæmda
nefnd Æskulýðsfylkingarinn-
ar, þar sem fordæmd er sov-
ézk hernaðaríhlutun i innan-
ríkismálum þjóða Tékkóslóv-
flutt um þúsund manns á þjóðhátíð
í Eyjum og í dag er áætlað að
fljúga þangaö 4—5 ferðir.
Sextán ferðir voru farnar til
Vestmannaeyja í gær og var yfir-
leitt fullskipað í vélarnar í hverri
ferð. Á fimmtudag voru áætlaðar
átta ferðir, en vegna veðurútlits
voru ekki farnar nema sex.
Mikill fólksstraumur hefur verið
á þjóöhátíðina, eins og endranær.
Auk flugferðanna hefur Herjólfur
verið í stööugum fólksflutningum
milli Þorlákshafnar og Eyja vegna
hátíðarinnar.
akíu. Jafnframt boðar Æsku-
lýðsfylkingin I sinni tilkynn-
ingu, að gripi Sovétríkin til
vopnavalds gegn Tékkum og
Sióvökum, mundi rofna „að
»->- 10. síöu.
Tveir piltar ú reið-
hjólum fyrir bifreið
— Annar mj'ög alvar-
lega slasaður
Tveir 8 ára drengir, sem voru á
reiðhjólum viö Lágafell í Mosfells-
sveit urðu fyrir bifreið í gærkvöldi
Þeir slösuðust báðir nokkuö og
voru fluttir á Slysavaröstofuna.
Þegar þangað kom reyndust meiösl
annars ekki mjög alvarleg og var
hann sendur heim. Hinn mun aftur
á móti mjög alvarlega slasaður,
hafði hlotið slæmt höfuðkipubrot
með meiru, og var hann fluttur á
LandSkotsspítala.
Staup og stýri
eiga enga samleið <
„Það er dæmigert ábyrgðar-
leysi aö setjast aö bílstýri undir
áhrifum áfengis“, segir í frétt
frá Áfengisvarnarnefnd Reykja-
víkur í gær í tilefni af verzlunar
mannahelginni, sem nú er hafin.
„Hámarki nær þó ábyrgðarleys í
ið á slíkum tylli og frídögum,
sem verzlunarmannahelgin er,
þegar allir vegir eru krökir af
vélknúnum farartækjum. Þá er !>
sannarlega allrar athygli þörf. ’
Minnstu áfengisál.rif gætu haft
hinar óheillavænlegustu afleið-
1 ingar og á svipstundu breytt
I langþráðri skemmtiför í hrylli
• legan dauðdaga eða lífstiðarör-
kuml,“ segja fulitrúar áfengis-
varnanefndarinnar.
Vísir vill taka undir áskorun
Áfengisvarnarnefndar Reykjavík
ur um að menn gæti þess vel
að staup og stýri eigi enga sam
ieið. Blaðiö óskar ferðafólkinu,
sem nú fer gþúsundum saman
út úr borginni góðrar ferðar og
góðrar hcimkomu. ^
Marcau til Islands öðru sinni
í dag átti að vera alihvöss S-átt og rigning vestan lands frant eftir degi, en siðan gengur
hann í SV-átt með skúraveðri. Þetta skúrabelti verður komið lengra austur á morgun
eins og kortið sýnir, en austan lands leysast skúrirnar upp og sólin skín. Vestur af land-
inu sér í nýtt regnsvæði, sem mun þó varla hafa áhrif fyrr en um kvöldið.
• Marcel Marcau, hinn þekkti
franski látbragösleikari mun gista
ísland öðru sinni í ágústlok og
koma fram tvisvar. Marcau var hér
á ferðinni fyrir þrem árum eins og
leikhúsgestir muna. Þótti koma
hans leiklistarviðburður. Þjóðleik-
hússtjóri gekk frá samningum við
Marcau, að hann kæmi öðru sinni
og þá á þessu ári.
Sýningar Marcau verða þann 30.
og 31. ágúst.