Vísir - 03.08.1968, Blaðsíða 3
VISIR • Laugardagur 3. ágúst 196».
3
•
.. .1921.1923.1924.1926, 1929,1961 OG ?
TVTenn velta því nú fyrir sér i
alvöru hvort Askja sé
komin fast að því að gjósa, en
slíkt kæmi ekki á óvart, þar
sem Askja er lifandi eldfjall og
öðrum eldfjöllum fjörmeiri hér
á landi. Hún hefur gosið hverju
smágosinu á eftir öðru og nú er
beðið eftir sjöunda gosinu á
þessari öld.
Öskjugos vekur öllu fremur
spenning fremur en hræðslu,
þar sem ráða má af gosferði
hennar að hún mundi ekki gera
mikinn usla með tiltæki sínu.
Gos úr Öskju hafa jafna verið
smá og sakleysisieg — öll þau
seinni að minnsta kosti, svipaö
og vikurhraungosið 1961.
Sterkar líkur eru til þess aö
Askja fari nú að ræskja sig
enn einu sinni. Leiðangur Ey-
steins Tryggvasonar, jarðfræð-
ings og félaga hans inn að Öskju
á dögunum leiddi í ljós að mik
ið misgengi hefur oröið þar á
landinu kringum Öskjuvatnið.
Vikurröstin NA verðu vatns-
ins er um 7 metra yfir vatns-
boröinu og þykir líklegt að þar
hafi landið risið um meira en 4
metra.
Vatnsmælingar í Öskjuvatni
hafa sýnt að vatniö hefur sigið
stöðugt seinustu árin og er
vatnsborðið komið langt niður
fyrir það sem það var fyrir gos-
ið 1961. Þar sem jarðrisiö hefur
orðið viö NA-vert vatnið er mæl
ingastaður, þar sem ferðamenn
eru beðnir um aö mæla yfir-
borð vatnsins með tommustokk,
sem þar er geymdur ásamt
gestabók, sem geymir nöfn
ferðalanganna og niöurstöður
þeirra. Þessi staöur er nú langt
frá vatninu og er komin um
20 metra löng fjara út að vatn
inu.
Jarðrisið er talið hafa veriö á
um 2ja km kafla. Þykir þetta
vera táknrænn fyrirboöi eld-
goss og er aðeins tímaspurning
hvenær hraunspýjan brýzt upp
á yfirboröiö.
Mikill ferðamannastraumur
hefur verið í Öskju í sumar og
sögðu þeir leiðangursmenn, er
fóru til mælinga í eldstöðvun-
um um síðustu helgi að þeim
hefði þótt þjónustan við ferða-
mennina heldur bágborin. Það
væri engu líkara en ekkert væri
að skoða í Öskju. Langferða-
bílarnir ækju fólkinu að fyrstu
snjósköflunum. þar stigju ferða
langarnir, sem margir eru út-
lendingar, út í snjóinn og fikr
uðu sig upp á hæðir Öskju, en
leiðsögumennirnir sætu niðri í
bílunum og hvíldu sig á meðan.
Væntanlega myndu þeir taka
viö sér ef gos kæmi upp þarna
og ferðamannastraumurinn
myndi að sjálfsögðu aukast um
allan helming.
Vikurhraunið breiddi úr sér yfir fannbreiðuna. (Ljósm. Sig.
Þórarinsson.)
Öskjugosið 1961 vakti að sjálfsögðu mikla forvitni og menn lögðu á sig erfitt fcrðalag upp
að Öskju til þess að skoða nýja hraunið. — Leiðangurinn, sem myndin sýnir var farinn í
október og hann hefur þarna staðnæmzt við rjúkandi hraunröndina. (Ljósm. Vísir Þorsteinn
Jósepsson).
Ljósmyndari Vísis flaug yfir gosstöðvarnar í Hraunhólum í Öskju 26. október 1961, þegar gosið var hvað mest og eldsúl-
urnar stóðu hátt í loft upp. (Ljósm. Ingim. Magnússon).