Vísir - 03.08.1968, Blaðsíða 6

Vísir - 03.08.1968, Blaðsíða 6
6 V í SIR . Laugardagur 3. ágúst 1968. TÓNABÍÓ 1 ■ — fslenzkur tcxti. (Retum of the Seven) Snilldar vel gerð og hörku- spennandi, ný amerisk mynd í litum og Panavision. Yul Brynner. Sýnd kl. 5 og 9. Bönnuð innan 14 ára. STJÖRNUBÍÓ Dæmdur saklaus Islenzkur texti. Ný, amerlsk stórmynd með Marlon Brando Sýnd kl. 5 og 9. Bönnuð bömum innan 14 ára. ÍSLENZKUR TEXTI. Hörkuspennandi. ný, amerlsk kappakstursmynd i litum og Panavision. Sýnd kl. 5,15 og 9. Bönnuð bömum innan 12 ára. LAUGARÁSBÍÓ Æ vintýramaðurinn Eddie Chapman (Trlple Cross) íslenzkur teztl. Endursýnd kl. 5 og 9. Bönnuð börnum innan 12 Ira. BÆJARBÍÓ Angelique i ánauð Hin þekkta, franska stórmynd í litum. íslenzkur texti. Sýnd kl. 9. Bönnuð hórnum. Riddarinn frá Kastiliu Ameri6k riddaramynd'í litum. Sýnd kl. 5. Bönnuð börnum innan 12 ára. Þannig hugsa menn sér geimför, knúin kjarnorkuhreyflum. S Orkugjafar, sem breyta kjarnorku- hita í rafstraum Nokkrir gervihnettir eru búnir slikum orkugjöfum T>eyniÖ að gera ykkur í hugar- lund orkugjafa, sem ekki vegur nema 2 kg, vinnur hljóð- láúst og getur frámleitt orku án afláts, eftirlits og afskiptalaust um margra ára bil. Þannig get- ur hann til dæmis framleitt raf- magn við öll hugsanleg skilyröi, hvar sem er .. á isauðn Norður heimskautsins, jöklum Suður- heimskautslandsins, á sjávar- botni á 6.000 m dýpi, úti í geimnum, á tunglinu... Þessir orkugjafar eru ekki nein draumsýn eða óskhyggja lengur. Það er meira en áratugur síðan farið var að vinna að gerð þeirra á vegum Kjamorkustofnunarinn ar bandarísku, full sjö ár síðan fyrsti gervihnötturinn, búinn slikum orkugjafa, var sendur á braut umhverfis jörðu. Þessir orkugjafar eru af tveim geröum. Báðar eiga það sameiginlegt, að þar er kjarnorka notuð til að framleiða hita, sem siðan er breytt í rafstraum. En ólíkar eru þær aö þvi leyti til, að önnur framleiðir hitann í litlum kjarna ofni, hin meö útgeislun frá viss- um ísótópum. Það er síðar- nefnda geröin, sem af ýmsum á- stæðum er talin munu reynast hentugri úti I geimnum. Það var árið 1961, að Banda- ríkjamenn sendu „Transit-4“ gervihnöttinn á braut umhverfis jörðu, en það er „leiðsöguhnött- ur“, til viömiðunar fyrir skip og flugvélar. Sá gervihnöttur tákn- aöi að þvi leyti til tímamót í sókninni út I geiminn, að hann var búinn ísótópa-orkugjafa, er vó aðeins 2 kg, en framleiddi nægan .rafstraum fyrir radió- senditækin. Og þetta var í fyrsta skiptið, sem kjamorkan var tek in í notkun úti i geimnum. Orkugjafi þessi, sem hlaut ein kennisstafina „SNAP-3A", var gerður til að framleiða 2,7 w rafstraum án afláts I fimm ár, en plútoníum-238 var notað til að framleiða hitann, sem breytt var 1 rafstrauminn. En „SNAP- 3“ hefur reynzt lífseigari en nokkur þorði að reikna meö. Hann gegnir enn hlutverki sínu að sjö árum liðnum, og fyrir það er þessi leiðsöguhnöttur nú elzti „starfandi" gervihnöttur úti þar. Siðan hafa Bandaríkjamenn sent marga gervihnetti á braut umhverfis jörðu, sem búnir eru slíkum orkugjöfum, er framleiða rafstraum fyrir hin ýmsu tæki gervihnattarins. Sumir þessir orkugjafar nota polonium 210 til að framleiða .hitann, og raf- straumurinn, sem þeir framleiða þannig, getur numið 25—30 w, en þá eru þeir líka þyngri, eða um 12 kg. Þegar fyrstu bandarisku geim faramir lenda á tunglinu, er svo ráð fyrir gert, að þeir hafi með- ferðis eina slika orkustöð. Hún veröur 16,7 kg að þyngd, og ísó- tópamir, sem framleiða hitann, plutoníum-238. Þessi stöð á að geta framleitt 70 w raforku, 6 v, og á sá kraftur að duga þeim tækjum, sem tunglfararnir hafa meöferöis. En meðal þeirra verða og senditæki, sem eiga að starfa eftir að tunglfaramir eru snúnir aftur heim á leið, og skilja þeir því stöðina eftir. Þá hafa og slíkir orkugjafar þegar verið teknir í notkun á jöröu niðri — t.d. i sjálfvirkum og mannlausum veðurathugana- stöðvum á afskekktum stöðum, í radíóvitum og í merkjasend- ingatæki, sem' komið er fyrir á sjávarbotni i sambandi við alls konar mælingar. Meðal ann- ars er slíkur orkugjafi notaður í siglingavita, sem komið hefur verið fyrir neðansjávar í tilrauna skyni. Þeir orkugjafar nota stron tíum-90 til að framleiða hitann, sem breytt er í allt að 60 w raf straum, vega um 230 kg og þola allt að 700 kg þrýsting á fersm. Eiga þeir að geta unnið hlutverk sitt afskiptalaust í fimm ár. ísótópa-orkugjafarnir eru nú líka þegar notaðir til að fram- leiöa rafmagn fyrir örlítil tæki, þannig að bæöi orkugjafinn og tækið verður ekki fyrirferðar- meira en það, að koma má því fyrir f liffærum manna. Og um þessar mundir eru Bandaríkja- menn að gera tilraunir með kjarnorkuofna-knúna hreyfla, sem ef til vill veröa notaðir til að knýja geimför áður en langt um líður. HÁSKÓIABÍÓ Skartgripaþjófarnir (Marco 7) Sérstök mynd, tekin i Eastman litum og Panavision. Kvik- myndahandrit eftir David Os- bom. — Aðalhlutverk: Gene Barry Elsa Martlnelli tslenzkur texti. Sýnd kl. 5, 7 og 9. Bönnuð innan 14 ára. HAFNARBÍÓ Leyniför til Hong-Kong Spennandi og viðburðarík, ný, Cinemascope litmynd meö: Stewart Granger Rossana Schiaffino íslenzkur texti. Bönnuð innan 16 ára. Sýnd kl. 5, 7 og 9. NÝJA BÍÓ Drottning hinna herskáu kvenna (Prehistoric Women) Mjög spennandi ævintýra- mynd í litum og Cinemascope. Martine deswick Edina Ronay Bönnuð yngri en 12 ára Sýnd kl. 5, 7 og 9. GAMIA BÍÓ Brostin hamingja (Raintree Country) með Elizabeih Taylor Montgomery Clift. Eva Marie Saint. Endursýnd kl 5 og 9. Bönnuð innan 12 ára. AUSTURBÆJARB8Ó LOKAÐ vegna sumarleyfa

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.