Vísir - 13.08.1968, Side 7
V1SIR . Þriðjudagur 13. ágúst 1968.
7
morgun útlönd í morgun útlönd í raorgun útlönd í raorgun útlönd
Aðalleiðtogi N-Vietnama í París segir
Nixon ætla að herða hernaðaraðgerðir
Nguyen Thanh Le, taismaður
sendinefndar Norður-Vietnam á
Parísarráðstefnunni, sakaði f gær
Richard Nixon og flokk republikana
um að áforma að auka hemaðar-
aðgerðir í Vietnam.
í yfirlýsingu, sem hann birti, er
fjallað um afstöðu republikana til
styrjaldarinnar, og vitnað í tMkynn-
ingu, sem birt var í blaðinu Miami
Herald; en hún var síöan endurtek-
in f hinu kunna Lundúnablaði Ob-
server. Le heldur því fram, að Nix-
on hafi látið skína í það, að beitt
kynni að verða kjarnorkuvopnum
til þess að koma Hanoistjórninni á
kné.
Nixon á að hafa lýst þessu yfir
í viðurvist sendinefndar frá Suöur-
ríkjunum í Bandaríkjunum.
Le sagði, að ekki bæri að skoöa
gagnrýni sfna sem persónulega árás
á Nixon, og kvaðst hann ekki vilja
skipta sér af innanríkismálum
Bandaríkjanna. Hann kvaö augljóst,
að Nixon hygðist styðja „lepp-
stjórnina í Saigon“.
Nixon ræddi nýlega Vietnamstyrj
öldina við Johnson forseta, svo sem
áður hefur verið getið, og kvaðst
honum sammála um, að ekki bæri
að hætta sprengjuárásum á N.V.,
meðan ekkert kæmi í móti, frá
stjóminni í Hanoi.
Le Doc Tho, einn af helztu leið-
togum Kommúnistaflokks N.V., en
hann á sæti í æöstu stjórn flokks-
ins, er nú á leið aftur til Partísrf'.
þar sem hann er ráðunautur sendi-
nefndarinnar. Hann fór frá París
til Hanoi fyrir nokkrum vikum, til
viðræðna við stjórnina.
Blaiberg útskrifast
Christian Barnard, suður- afríski
skurölæknirinn frægi, er staddur í
Sidney, Ástralíu.
Hann sagöi þar í morgun, að
Phiiip Blaiberg, sem lengst hefur lif-
að eftir að hafa fengið nýtt hjarta,
yröi útskrifaður úr sjúkrahúsinu í
Höfðaborg á morgun. Hann kvað
hið nýja hjarta nú hafa aðlagazt
að fullu öðrum Iíffærum. — Barn-
ard ávarpaði 1500 lækna í Sidney,
ástraiska og annarra landa.
Hafna fyrirmælum
Puls pdfu
Á Lambeth-ráöstefnunni í Lond-
on hafa yfir 400 biskupar ensku
kirkjunnar hafnaö fyrirmælum Páls
páfa varðandi fæðingatakmarkanir,
og var samþykkt um þetta einróma
ályktun með tilvísun til ályktunar,
sem gerð var á ráðstefnu þeirra fyr-
ir 10 árum.
I þeirri ályktun var komizt svo
að orði, aö í þessum efnum yröi guð
og samvizka foreldranna að ráða.
Fyrirmæli páfa hafa vakið mikla
andúö og mótspyrnu, einnig á með-
al rómversk-kaþólskra manna. —
Þeirrar skoðunar gætir mjög, að allt
bann í þessum efnum sé tilgangs-
laust, og að banniö muni verða
samvizkubyrði sanntrúuðu róm-
versk-kaþólsku fólki.
Nixon
Tvö flugslys
Kona Nixons, Pat, og dætumar, Julie og Patricia (t. v.) á flokksþinginu, fagnandi yfir sigri heinv
ilisföðurins.
Kynþáffaóeirðit í Watts-
hverfi i Los Angeles
2 sýrlenzkar flugvél-
ar lentu í gær í ísrael
yfir 80 manns farast
Brezk flugvél af Viscountgerð frá
British Eagle flugfélaginu fórst ná-
lægt Munchen 9. þ.m. og með henni
48 manns.
1 fréttum frá Los Angeles í gær
var sagt frá alvarlegum kynþátta-
óeirðum í Watts-blökkumannahverf
inu i borginni. Einn maöur beiö
bana og fjórir særðust, þeirra á
meöal tveir Iögreglumenn.
í þessum borgarhluta brutust út
blóðugar óeirðir 1965 og biöu 35
menn þá bana.
Óeirðimar urðu, er fimm daga
blökkumannahátíð var að ljúka.
1 framhaldsfrétt var sagt, að 3
blöikkumenn hefðu veriö. drepnir og
að 50 menn heföu særzt, þeirra á
meðal 6 lögreglumenn. 500 manna
lögr^glulið var sent í skyndi inn í
hverfið og öll lögregla borgarinnar
hervædd. — Stór borgarhluti, þar
sem blökkumenn eru fjölmennir,
var einangraður. — Tugir manna
hafa verið handteknir.
Lögreglan notar þyrlur og Ijós-
kastara við eftirlit.
í frétt frá Tel Aviv í gær segir,
að tvær sýrlenzkar flugvélar hafi
lent í gærmorgun í ísrael. Þær voru
af gerðinni MIG-17 (sovézkar).
Hernaðarlegur talsmaður sagði,
að þær hefðu lent á flugvelli í norð-
urhluta ísraels. Hann kvaö hinum
sýrlenzku flugmönnum, en þeir
voru tveir, hafa tekizt aö lenda
heilu og höldnu. Talsmaðurinn lét
ekki í té nánari upplýsingar, en áð-
Ulbrícht tekið af ískaldrí
kurteisi í Tékkóslóvakíu
— Undirbúin koma Ceauscescu á fimmtudag
■ Prag: Birt hefur verið sameig-
inleg yfirlýsing um viðræður
þeirra Uibrichts og Dubceks í gær.
Þær stóðu aðeins í gær og hélt UI-
brlcht heimleiðis í dag.
Utvarpiö í Prag kvað viöræöurn-
ar hafa verið vinsamlegar en vest-
rænir fréttaritarar í Prag segja, að
Ulbricht hafi verið tekið með ís-
kaldri kurteisi.
í hinni sameiginlegu tilkynningu
segir, að ræðzt hafi verið við ein-
arðlega í anda vinsemdar.
Hcifuðviðfangsefni voru;
1. Aukning viðskipta milli land-
anna.
2. Afstaöa beggja landanna til
Vestur-Þýzkalands.
Árangurinn af viöræöunni um V-
Þýzkaland mun, að núverandi landa
mæri haldist og þar með tilvera
tveggja þýzkra ríkja, en að öðru
leyti geti Tékkóslóvakía sæmilega
frjálslega átt skipti við Vestur-
Þýzkaland.
Ceauscescu, rúmenski kommún-
istaleiðtoginn, kemur til Prag á
fimmtudag, og mun honum veröa
fagnað ekki síður en Tító forseta
var á dögunum.
ur haföi verið tilkynnt af ísraelskri
hálfu, að ef Alsírstjórn héldi áfram
að neita að afhenda ísraelsku flug-
vélina, sem rænt var. og skila á-
höfninni ög þeim farþegum, sem
enn eru i haldi í Alsír, yrði gripiö
til róttækra ráöstafana.
Tel Aviv í morgun: — ísraels-
stjórn hefur ekki enn birt greinar-
gerð um sýrlenzku flugvélamar,
sem Ient vgr í norðurhluta fsraels
f gærmorgun.
Fréttir frá Sýrlandi herma, að
flugmennirnir kunni að hafa villzt
af leið í þoku og nauðlent vegna
eldsneytisskorts, en í Tel Aviv hafa
komið fram tilgátur um, að flug-
mennirnir hafi gerzt liðhlaupar.
Haft er eftir sjónarvottum, að
hreyflar flugvélarinnar virtust hafa
stöðvazt sem snöggvast, rétt áður
en slysið varð. f annarri frétt var
sagt, aö báðir vængir flugvélarinn-
ar hafi dottiö af, áður en búkurinn
nam við jörðu, en í honum varð
sprenging og stóð hann þegar i
björtu báli. Tilgátur hafa komið
fram um að eldingu hafi lostiö nið-
ur í flugvélina.
I CHARLESTON
i Virginiu fórst flugvél í innanlands
flugi. 32 menn biðu bana. Flugvél-
in ætlaði að lenda þar á flugvell-
inum, en hann stendur hátt. Þoka
var og mistókst lendingin.
Hjálparstarfsemi í Biafra
efst á dagskrá
■ Enahoro, aðaisamningamaður
Lagosstjórnar á friöarráðstefn-
unni i Addis Abeba, er floginn til
Lagos tr viðræðna við stjórn sína.
í gær var lengsti fundurinn á ráö
j stefnunni í Addis Abeba til þessa.
Sagt er, að Haile Selassie keis-
j ari, forseti ráðstefnunnar hafi hvatt
báða styrjaldaraöila til þess að
ná samkomulagi um hjálparstarf-
i semina.
í Addis Abeba
Áður hafði Alþjóða Rauöi kross-
inn tilkynnt, aö Lagos-stjóm hefði
neitað að verða við tilmælum um að
fyrirskipa, að hætt yrði aö skjóta
á flugvélar í matvælaflutningum.
Kunnugt er, aö tvær fluevélar i
slíkum flutningum á vegum annarra
hjálparstofnana, urðu að snúa við
vegna skothríðar úr loftvarnabyss-
um.
*•