Vísir - 13.08.1968, Side 12

Vísir - 13.08.1968, Side 12
72 VIS IR . Þriðjudagur 13. ágúst 1968. HOWARD RIGSBY: Að Nornarifi FYRSTI KAFLI Það h-fði verið lágskýjað allan daginn og dimmt yfir. Og nú, þegar birtu var tekið að bregða’ grúfði þokuslæða yfir veginum, gráir kvikir hnoðrar, sem tóku á sig annarlegar myndir í bjarma bíi ljósanna og vöktu með henni svo hræðilegan geig og einmanakennd, þar serr. hún sat við stýrið, að hún féll aftur í ekkaþungan grát. Þannig hafði hún ekið um fjöllin allan seinni hluta dagsins, óforsvar- aniega hratt og gapalega tæpan og bugðóttan veginn um brattar brekk . ur og skörð. Þessi leið var að vísu fáfarin um þetta leyti árs, og hinn gapalegi akstur hennar stafaði ekki ‘ fyrst og fremst af þvf að hún væri , að sækjast • eftir dauðanum, heldur flótti út í bláinn um leið og hún ól með sér óljósa von um að hjól- ■ baröi kynni að springa á hættu- legri beygju, bjarg félli á veginn eða viðarflutningabíll snarstanzaði svo skammt fram undan, að hún kæmist ekki hjá áreksri. Engu að sfður var hún komin klakklaust fyrir fjöllin og ók nú eftir strönd- inni í suðurátt. Og nú fór hún að mæta bílum öðru hverju, varö því að einbeita sér aö akstrinum, þar eð hún vildi, þrátt fyrir allt, ekki verða öðrum að slysi. Henni var því nauðugur einn kostur að hægja ferðina í þokunni og litlu sfðar kom hún auga á vegvísi við afbraut ,,NEHAYA“ og ör, sem benti í áttina til Kyrrahafsins, „14 mílur“. Hún ók inn á afbrautina, sem hallaði til hafs og nú breyttist þok- an í rigningarúða, svo hún varð að setja þurrkumar af stað. Hún ók í gegn um skóg, dimman og drauga legan í rökkrinu og suddanum. Dúfa flögraði andartak í ljósbjarmanum og hvarf svo upp í rökkrið. Allt í einu heyrðist þungur brimgnýr, ekki langt fram undan, trén urðu strjálli og vegurinn lá í bugðum niður á milli hárra kletta og gnýr brims- ins varð æ sterkari. Nú lá vegur- inn fram hjá lágreistu húsi og skein Ijós úr gluggum og það mótaði ó- greinilega fyrir fleiri slíkum hús- um inn á milli klettanna. Loks blasti gömul krá við augum, ramm- lega viðuð að sjá og veðurbarin. Hún ók inn á bílastæöið og þeg- ar hún stöðvaöi hreyfilinn, þótti henni sem hún heyröi þokuhorn þeytt einhvers staðar í fjarska. Nokkra stund sat hún kyrr á meðan hún reyndi að koma ein- hverju skipulagi á hugsanagang sinn, áður en hún gerði vart við sig, og þá barst henni að eyrum annar hljómur, eins og dauft bergmál af hennar eigin fortíð. Það var ein- hver, sem lék á slaghörpu hið ang- urværa intermezzo eftir Brahms, það tónverk, sem ,hún þekkti betur en nokkurt annaö og drykklanga hríð var hún ekki einu sinni viss um að hún heyrði óminn af raun- verulegum slaghörpuleik, heldur væri það endurminningin um það, er hún heyröi Aldo leika það í fyrsta skipti í íbúð sinni í New York. Það var eins og tónlistin auð- veldaöi henni alla ákvöröun, væri henni vísbending um hvað gera skyldi. Fyrr en hún vissi orðið af, var hún stigin út úr bílnum, hafði opnað farangursgeymsluna, tekið upp ferðatöskuna, gekk síðan rak- leitt upp þrepin að dyrunum. Tón- listin þagnaði allt í einu í sömu svifum og húh stóð þarna og virti fyrir sér viðamiklar vængjahurðirn ar með lituðu glerrúðunum. Kráin átti það sammerkt tón- verkinu, sem hún hafði heyrt leik- ið, að vera arfur frá genginni kyn- slóð, jarteikn um ró og öryggi lífs- ins á 19. öld. — Hún lyfti hikandi dyrahamrinum, opnaði dyrnar og gekk inn yfir þröskuldinn. Hún var komin inn í allstóran sal — veitti athygli dökkum eikarþiljum, mál- verkum, fólki, sem sat í hæginda- stólum, en þó aðeins ógreinilega. Það eina, sem hún í raun réttri sá, var maöurinn sem stóö upp frá slag hörpunni og gekk til móts við hana. Hann var hár vexti og dökkhærð- ur. En þaö voru augun, sem föng- uöu hana mest, þegar hann virti hana fyrir sér. Hann gekk hægt í áttina til hennar, þar sem hún stóð hikandi út viö dyrnar, brostí og leit á ferðatöskuna. „Leyfið mér að hjálpa yöur“, sagði hann. „Þaö er ekki að sjá að neinn sé við lát- inn, þessa stundina". Bros hans léði henni þrek. — Þakka yður fyrir, sagöi hún. Hann tók ferðatöskuna hennar, gekk á undan henni yfir þveran salinn að stóru afgreiðsluborði úr skorinni eik. Hann hringdi þar bjöllu, sneri sér síöan að henni. „Má ég kynna mig“, sagði hann. „Ég er Christian St. Laurent". „Ég heiti Laura Robbins". „Ég vissi það“, sagði hann. Dyr opnuðust fyrir innan boröiö og önnur karlmannsrödd tók til máls: „Það er okkur sannkallað fagnaðarefni, að þér skuluð bætast í hópinn, ungfrú Robbins. Þér getið fengið hér mjög skemmtilegt her- bergi“ Það var gamall, krangalegur maö ur, sem stóð fyrir innan afgreiðslu boröið, klæddur snjáðum vaðmáls- jakka. Hann var hrukkóttur í and- liti, hörundið skorpið og útitekið, hárkraginn eins og brimlöður, en fallegri, blá augu þóttist hún aldreí hafa séö. „Þetta er húsráðandinn, hr. Bean“, mælti Christian St. Laurent. Hr. Bean lagöi fram doðrant mik- inn, bundinn í skinn, opnaði hann og hagræddi honum fyrir framan hana, rétti henni síðan penna og einhvern veginn tókst henni að skrifa þar nafnið sitt og heimilis- fangið að Beverley Hills. . „Kvöldverður er framreiddur kl. sjö“, mælti hr. Bean, „kokkteill áð- ur í Hafgúubarnum, eða um sex- leytið ...“ Hann dró upp lykil. „Ég Tilkynning um útboð Útboðslýsing á mikrobylgju-, stjórn- og fjar- skiptibúnaði fyrir B 'rfellsvirkjun í Þjórsá verður afhent væntanlegum bjóðendum að kostnaðarlausu í skrifstofu Landsvirkjunar eftir 15. ágúst nk. Tilboða mun óskað í hönnun, framleiðslu og afhendingu á eftirtöldum búnaði: 1. Mikrobylgjubúnaður 2. Stjórn- og fjarskiptibúnaður 3. Rafhlöðubúnaður Tilboð í hvert einstakt ofantalinna atriða verða tekin til greina, en ekki í hluta af hverju atriði. Gert mun verða að skilyrði, að hver bjóðandi sendi með tilboði sínu fullnægjandi upplýs- ingar um fjárhagslega og tæknilega hæfni sína til þess að standa að fullnustu við samn- inga. Tekið verður við innsigluðum tilboðum í skrifstofu Landsvirkjunar Suðurlandsbraut 14, Reykjavík, fram til kl. 14:00 þann 15. október 1968. Reykjavík, 13. ágúst 1968. ætla yður herbergi 2-L“, bætti hann við. Hann þagnaði við og hún veitti því athygli, hvernig hann blimskakk aði augímum á St. Laurent, -afsak- andi, næstum því biðjandi. Svo hringdi hann bjöllunni á boröinu, beið nokkurt andartak, tautaði: „Æ nú man ég það ... Trölli og Parker eru ekki viö látnir eins og er“. „Ég skal fylgja ungfrú Robbins til herbergis síns“, sagöi Christian St. Laufent. „Ef ég má ...“ „Stigar og farangur er fariö aö ; verða mér erfitt viðfangs", varö j hr. Bean að orði. ;,Þakka þér því ! fyrir, Christian". Hann brosti til j Lauru. „Ég hlakka til að sjá yður I á eftir, ungfrú Robbins. Ég veit að i dr. St. Laurent veitir yöur örugga Dr. St. Laurent gekk á undan upp breiðan stiga, og síðan um gang á efri hæö hússins, fram hjá opn- um dyrum að stóru herbergi, þár sem allir veggir voru þaktir bóka- hillum frá gólfi til lofts. Þar gat og að líta marga hægindastóla, borð með tímaritum og blöðum og stóran arin. „Þetta er bókasafnið okkar“, varð St. Laurent að orði, „og eins og þér munuö skilja, er þar þægileg- asta athvarf, þegar rignir". „Eruð þér dvalargestur hér?“ „Ég bý í smáhúsi hér í nágrenn- inu. Ég býst viö aö yöur þyki það dálítið undarlegt... að gestur skuli vísa yður til herbergis?" fýlgd. 1 Hvað ætlarðu að gera við hann, O-ES Rat, hvers vegna ekki að drepa hann strax? Og hvers vegna kemurðu honum til að halda, að við höfum félaga hans á valdi okkar Til að ég geti skipað honum að gera það sem ég vil að hann geri. Um leið og ég sá hann, komst ég að raun um, aö hann yrði gott vopn til að nota gegn ðvinum okkar, Hö-Don flokknum. Hringið orustubjöllunni. Berið mann- inn til dýrahúsanna. Við leggjum þegar af stað. FJOUOjAN HF. HagstæSustu verð. Greiðsluskilmálar. Verndið verkefni íslenzkra handa. FJÖLIÐJAN HF. Sími 21195 Ægisgötu 7 Rvb. REIKNINGAR* LATIÐ C'<KUR INNHEIMTa... Oad sparai vðui tima oq óbægmdi INNHEIMTUSKRIFSTOFAN r lamargötu 10 — III hæð — i/onarstrætismegin — Simi 13175 (3Tínur)

x

Vísir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.