Vísir - 14.08.1968, Blaðsíða 16

Vísir - 14.08.1968, Blaðsíða 16
I Haíði eldheitaa áhuga á fíugi 26,7 þúsund hafa séð landbúnaðarsýninguna — Sumir hafa komið þrisvar 4800 manns sáu landbúnaðarsýn- inguna í gðöa veörinu í gær. Hafa þá alls komið um 26,7 þúsund gestir frá því að sýningin hófst á föstudag. Hjalti Zophoníasson, blaðafulltrúi sýningarinnar, tjáði blaðinu i morgun, að mikil brögö væru að því, að fólk kæmi mörg- um sinnum, enda er þar gnótt forvitnilegra atriða, hluta og dýra. Haldist gott veöur, má búast viö, Bð mark forráðamanna sýningar- innar náist og 60 þúsund gestii 1 komi þá tíu daga, sem hún stend ur. | í dag munu Bakkus, skozkur fjár hundur, og annar slíkur, Gári, rek£ ! fé. Gári stekkur upp á bakið é ; rollunum, séu þær syfjulegar. — : Klukkan sex verður mislitt fé leiti í dómhring og sennilega dýrlingur | inn líka, ferhyrndi hrúturinn. Pé | er klukkan átta dagskrá hesta ' mannafélaga, væntanlega nagla I boðhlauo oe annað aarnan. 970 laxar voru komnir á land í Elliðaánum um hádegi í gær. Bezti veiðidagur sumarsins var 2. ágúst. Þá veiddust 43 laxar. Ingimar Jónsson, fyrrum skóiastjóri og sonur hans, fengu þá á eina stöng 21 lax, en herra Ásgeir Ásgeirss on fékk 4 laxa þann dag (daginn eftir fékk hann 9 Iaxa í ánum). Stærsta lax sumarsins fékk Jón Magnússon, 16 punda. Smálaxiuu íætur varla sjá sig fyrir austan fjaii — Góð laxveiði viðast hvar ■ Laxveiðibændur fyrir aust an fjall hafa í allt sumar beðið eftir smálaxagöngunni, sem vanalega er verulegur hluti af veiði þeirra, en smá- laxinn hefur vart látið sjá sig, hvorki í net ué á stöng. Þrátt fyrir þetta, hefur laxveiði ver- ið mjög góð hjá laxabændum á vatnasvæð? Ölfusár og Þjórsár, þó að mikið hefði dregið úr veiðinnl eftir flug, sem kom í ámar nokkru fyrir mánaðamótin. Þór Guðjónsson, veiðimála- stjóri, sagði í viðtali við Vísi, að hann hefði ekki skýringar á reið- um höndum um vöntunina á smálaxinum fyrir austan fjall. Mjög mikil áraskipti eru á laxa- stofninum og getur það farið eft ir ýmsu hversu stórir hinir ein- 10. síða. — Flugvélarhjófurinn yfirheyrður i gær Að loknum yfirheyrslum hjá rann sóknarlögreglunni i gærdag var flugvélarþjófnum sleppt úr haldi, en hann var hafður i fangageymslu lögreglunnar í fyrrinótt. Það kom í Ijós við yfirheyrsluna að þessi 42 ára gamli maður var haldinn eldheitum áhuga á flugi og hafði sá fiugi leitt hann í þær gönur að stcla flugvél um hánótt og fljúga henni eftir að hafa neytt áfengis. Maðurinn hafði á árunum eftir 1941 lært að fljúga og gengizt und- ir sóló-próf, en ekki fengið flug- mannsskírteini. Við og við síöan hef ur hann gert það sér til gamans að kaupa sér flugtíma hjá kennurum, svona til þess að svala flugþorsta sínum. Svipaðra erinda fór hann út á flugvöll um kl. 18 í fyrrakvöld og ætlaði sér að .eyna að fá far með einhverjum sem kynni að vera í æfingarflugi, en hifti þannig á, að af því varð kki. Með sér hafði hann púrtvínsflösku, sem hann saup á, meöan hann eyddi kvöld- inu á flugvellinum. Einhvprn tíma upp úr kl. eitt eftir miðnætti varð honum gengið inn í flugskýlið og tók til við að j skoða þar einhreyfilsvél Cessna 150 sem þar stóð opin og með lykli í. Ýtti hann henni út og setti í gang og hitaði upp hreyfilinn, en tók síðan á loft af austur-vesturbraut inni. Þá var hann búinn að drekka púrtvínsflöskuna hálfa. Hann ber þaö sjálfur, að hann hafi haldiö sig yfir sjónum fjarri þéttbýlinu og þar sveimaði hann um nokkra stund. Engin flugljós kveikti hann á vélinni, því að hann þekkti ekki ljósarofann, en þegar hann var var við þotu Flugfélags- ins, sem kom að til lendingar með- an hann var uppi, kveikti hann á lendingarljósunum og hélt sig enn fjær. Þegar honum þótti svo sjálfum nóg komið, lenti hann vélinni, en lögreglan var þá viðstödd »g tók hann fastan. Eldur kom upp i Tollstööinni \ nýju um hádegið í gær. Eldur- i inn kviknaði út frá tjöru, sem ’ verið var að bera á þak húss- \ ins. Breiddist eldurinn út á ( fjórðu og fimmtu hæð hússins, t en slökkviliðinu '.ókst fljótlega ’ að slökkva hann og urðu t Forinaiinafundur Um 30 konur sitja nú formanna- fund Kvenfélagasambands Islands sem er haldinn nú í fyrsta sinn á Hallveigarstöðum. Þarna eru mættar stjórn og varastjórn sam- bandsins, og fulltrúar 18 kven- félagasambanda. Alls eru nú um 16.500 meðlimir innan sambands- ins. Hófst fundurinn í gær en lýk- ur ! dag. Á fundinum eru rædd félagsmál, Tómas Helgason yfir- læknir, flytur erindi um geðvernd og frú Sigríður Thorlacius segir frá þingi húsmæðrasambands Norð- urlanda. í morgun fóru fulltrúar fundarins á Landbúnaðarsýninguna. Áfengis- og tóbaksneyzla hefur stórminnkað sex fyrstu ntónuði órsins! SALA STERKRA DRYKKJA HEFUR MINNKAÐ UM 49 ÞÚSUND LÍTRA ■ Sala á áfengi og tóbaki á fyrstu mánuðum þessa árs hef- ur dregizt stórlega saman mið- að við sama tíma i fyrra. í við- tali við Vísi í morgun skýrði Jón Kjartansson, forstjórl Áfengis- og tóbaksverzlunar ríkisins, frá því, að áfcngissalan fyrstu sex mánuði þessa árs hafi numið 240 millj. og 147 þúsundum króna, ,en á sama tíma í fyrra var sal- an 216 mlllj. og 355 þúsund. Mismunurinn þarna er 23 millj- ónir 792 þúsund eða 11 af hundr aði. Þess ber að gæta, að verð- hækkanir hafa orðið allmiklar á áfengi og tóbaki á þessu tíma- bili, í októbermánuöi 1967 og í febrúar 1968. Tóbakssalan fyrstu sex mán- uði þessa árs var 165 millj. 517 þúsund krónur, en samsvarandi tölur fyrra árs voru 139 millj. 674 þúsund. Mismunurinn er 25 millj. 843 þúsund krónur eða 18%. Til marks um hversu salan hefur dregizt saman aö magni til þrátt fyrir aukningu að krónu tölu má benda á, að sala á fimm 1 'lztu tegundum sterkra drykkja hefur minnkað um hvorki meira né minna en 49 þúsund lítra á fyrstu sex mán- uðum þessa árs. Þegar Jón Kjartansson var spuröur um hverjar hann teldí helztu orsakir þessarar þróun ar, kvaðst hann telja, aö margt benti til þess aö kaupmáttur fólks væri nú minni en veriö heföi áður, því að eðlilegt væri að fólk byrjaði fyrst á því að spara við sig áfengi og tóbak. Hann leit einnig svo á, að ein- hverra áhrifa gætti þarna frá veröhækkunum, sem orðiö hafa aö undanförnu á þessum mun- aðarvörum.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.