Vísir - 14.08.1968, Blaðsíða 5
VÍSIR . Miðvikudagur 14. ágúst 1968,
Þær Hjördís Stefánsdóttir og Helga Teitsdóttir kynntu grænmeti á Landbúnaðarsýningunni.
Grænmetisréttir af
landbúnaðarsýningunni
I/ynnmg á grænmetisréttum
er ein þeirra kynninga, sem
fram fara á Landbúnaðarsýning
unni. Aidrei er góð visa of oft
kveðin, segir málshátturinn og
eftir honum förum við í dag
meö því að koma með upp-
skriftir af sumu því, sem kynnt
var í Laugardalshöllinni á dög-
unum í meöferð grænmetis. —
Kvennasíðan hefur oftsinnis
bent á hollustu grænmetis í
sumar og birt ýmsar uppskrift-
ir þar að lútandi. Viö eigum
við vandamál að etja sem er að
stuðla aö. vaxandi neyzlu græn-
metis. Bæði er að grænmeti er
fremur sjaldgæft í verzlunum og
eins er það ekki beint í ódýr-
asta verðflokki. Nauösyn græn-
metis hefur heldur enn ekki
festst fyllilega f vitund þeirra
sem við matargerð fást það sjá-
um við á þeim réttum t. d. sem
eru á matseðlum veitingastaða.
Viö ítrekum það að konur
hugsi til þess að koma niður
ofurlitlu af grænmeti næsta vor,
ef þær hafa ekki gert það í ár.
Þiö finniö kannski rúm fyrir
garðholu í einu horni lóðarinn-
ar og munuö ekki sjá eftir að
rækta hai.a. Eins má nú strax
benda á graslaukinn, sem hægt
er að rækta allt sumarið. Einn-
ig er graslaukurinn um leið og
að vera góður til neyzlu ágæt
skrautplanta í potti. Hann ber
falleg bláfjólurauð blóm og hann
verður að klippa vandlega til.
Það sem þið klippið af honum
berið þiö síðan á matarborðið.
Gulrófnasalat og gulrótasalat.
Rifnar gulrófur má nota eins
og þær koma fyrir, bæði með
kjöt og fiskréttum. Með því að
blanda sítrónusafa eða súrúm á
vöxtum saman viö fæst Ijúf-
fengt salat. Fallegt er að hafa
græn salatblöð undir skálinni og
strá kryddgrænmeti yfir svo
sem steinselju, karsa eða sól-
selju. Gulrætur má nota á sama
hátt. Ef söxuðum döölum, rús-
ínum eða gráffkjum er bland-
að í fæst sætt salat, sem mörg-
um þykir gott.
Amerískt salat.
Stundum er gott að fá íburö
armikið saðsamt salat, sem er
hollt og orkuauðugt f senn.
Hellið tveim matskeiðum af
salatolfu yfir V2 hvítlauksgeira
eða kryddiö olíuna með Vi — V2
tesk. af hvítlaukssalti, látið
bíöa. Glóöarbakið tvo fulla bolla
af hveitibrauðsteningum. Fyllið
stóra salatskál með niðurrifnum
kældum, stökkum salatblöð-
um. Hellið þar yfir 1 dl af salat-
olíu, 1 dl af rifnum sterkum
mjóíkurosti, 1 dl af gráðosti.
Brjótið 1 hrátt egg útí, bætið
safa úr tveimur sítrónum í með
egginu. Blandið öílu varlega
saman með tveimur göfflum,
bætið salti og pipar í eftir þörf.
Takið hvítlaukinn upp úr olí-
unni, hellið henni á brauðten-
ingana og stráið þeim yfir um
leið og þér framreiöið salatið.
Sólseljuedik (diliedik).
1 1. vínedik.
2 matsk. sykur
1 matsk. salt
1 tesk. piparber
200 — 300 g sólselja.
Þvoið sólseljuna, látið vatnið
sígá af, leggiö í hrein glös eða
, flöskur. Sjóðið saman edik, syk-
ur, salt og pipar, kælið og hellið
yfir sólseljuna. Lokið glösun-
um. Nothæft eftir mánaðartíma.
Sólseljuedik er gott að nota
í salatsósur, síldarrétti og ýms-
an mat, sem kryddaður er með
ediki.
Salatsósa á hrá júrtasalöt.
1 dl. sólseljuedik
3 dl salatolía
1 dl tómatsósa
salt, piparrót.
Hristið saman í flösku, krydd-
ið eftir smekk.
Salatsósa á grænt salat.
1 matsk. edik
3 matsk. salatolfa
Vi tesk. salt
Vé tesk. paprika
2—3 matsk. gráðostur
1 tesk. rifinn laukur.
Þeytið þetta saman og hellið
yfir salatið um leið og það er
framreitt.
Sæt sósa á grænmetis- eða
ávaxtasalat.
2 egg
2 matsk. sykur
2 matsk. sítrónusafi eða vin-
edik
2 matsk. ananassafi
1 matsk. smjör, salt á hnífs-
oddi
2 dl rjómi.
Þeytið saman allt annað en
rjómann, hitið að suðu við mjög
vægan hita, hrærið stöðugt í á
meðan. Kælið. Þeytið rjómann
og blandið saman við.
Fylltur spánskur pipar. (4)
4 piparhulstur (paprikur)
200 g hakkað nautakjöt
1 matsk. brauðmylsna
2 Vt matsk. rjómi
Vi tesk. tvítlaukssalt
Vz tesk. salt, pipar
1 egg
14 pk. spaghetti, salt, vatn
V2 dl. tðmatkraftur
2 matsk. smjör
4 matsk. rifinn sterkur ostur.
Skerið lok af piparhulstrunum
við stilkinn hreinsið fræin inn-
an úr og skoliö úr köldu vatni.
Blandið saman brauðmylsnu og
rjóma, hrærið því út I kjötið og
kryddið með salti, pipar og hvít
lauk, bætið egginu í og meiri
vökva ef þarf. Fyllið hulstrin
með deiginu, leggið lokin yfir
og látið þau í smurt eldfast mót.
Bakið í vel heitum ofni í 35 mín.
Sjóðið spaghetti í söltuðu
vatni. Látið sfga vel af því,
blandið smjöri og tómatkrafti f.
Setjið spaghetti í kring um
piparhulstrin og rifinn ost yfir.
Bakið áfram í 5—10 mfn.
TRABANT
Viðhald, áfskriftir, vaxtatap og
benzínkostnaður er minnstur
á TRABANT.
Það er ódýrara að aka f
TRABANT en að fara með
almenningsvögnum,
jafnvel þó að reiknað sé
bara með ökumanni, en
ekki farþegum.
Egill Thorlacius, Kópavogi, segir um TRABANT:
„Ég hef átt TRABANT f tvö ár, við fórum fjögur á
honum síðastliðið vor í 5 vikna ferðaiag til Hollands,
Belgíu, Frakklands, Spánar, Ítalíu, Austurríki, Þýzka-
lands og Danmerkur.
1 TRABANTINUM höfðum við allan viðleguútbúnaö
svo að bfllinn var mjög þungur, en þrátt fyrir það stóð
TRABANTINN sig mjög vel, hann er ótrúlega kraft-
mikiH, eyðslugrannur, liggur vel á vegi, og alla þessa
leið bilaði hann aldrei!
Vöruflutningar
um allt land
TRABANT bifreiðar
eru fyrirliggjandi
TRABANT er alls staðar
TRABANT-umboðið
INGVAR HELGASON
Tryggvagötu 8, sími 19655 - 18510 - Pósthólf 27.
LfíNDFLUTM/MGfíH £
Ármúla 5 . Sími 84-C
f@A®J
SvefnbekKlr 1 úr ali á «-erkstæðisverðl.