Vísir - 19.08.1968, Blaðsíða 16

Vísir - 19.08.1968, Blaðsíða 16
Mánudagur 19. ágúst 1968. 1.41°/o kaup- hækkun Kauplagsnefnd hefur reiknað vísitölu framfærslukostnaðar í á- gústbyrjun, og reyndist hún vera 105 stig. Hefur hún þvf hækkað um tvö stig frá maíbyriun. Mest hefur hækkunin oröið á matvörum, P>-V 10. síða Um 20 skip hætt síldveiðm / bili — Biða betri ve/ð/ — Stöðug ótið og veiðitregða á Svalbarðamiðunum ■ Mörg síldarskipanna, sem verið hafa að veiðum norður undir Svalbarða eru nú á landleið eða komin í land. Gizka starfsmenn síldarleitarinnar á að um 20 skip hafi leitað til lands síðustu dagana, en bræia hefur verið á miðunum og lítil veiðivon. — Hefur og verið mjög dauft yfir síldveiðun- um undangenginn hálfan mánuð og er útlitið ekkert mjög glæsilegt ennþá 6 — 7 vindstig á miðunum og talsverður sjðr. Aöfaranótt laugardagsins rof- aði aðeins til á miðunum og veðrið lægöi, fengu þá fáein skip smáslatta 325 lestir alls og var það annar veiðidagurinn alia þá viku. Mörg veiðiskipanna, sem leit- að hafa lands, munu ekki verða send á miðin aftur fyrr en veið- in glæðist og síldin færir sig nær landinu. — Eru sum skipanna komin alla leið hingað suöur á Faxaflóahafnir til þess að bíða af sér „bræluna". Tvö síldartökuskip Síldarverk smiðja ríkisins eru á miðunum. Haföirninn fór á dögunum til Hammerfest í Noregi, sem er næsta höfn viö veiðiflotann, til þess að sækja olíu og vatn fyrir flotann. —Laxá, leiguskip Síldar útvegsnefndar er einnig á miðun um og Katharina er á ieið til Haugasunds eftir tunnum, en mun síðan tilbúin að fara ann- an leiðangur sinn á miðin. DAUÐASLYS Dáuðaslys varð í Suður-Þingeyjar sýslu f síðustu viku, þegar dráttar vél var ekið út af vegi með þeim afleiðingur, að hún valt og öku- maðurinn lenti undir henni. Hinn slasaði var Garðar Jónsson 64 ára gamall, sem bjó að Vaði í Reykjadalshreppi. Var hann lát- inn, þegar að var komið og taldi læknirinn að hann hefði látizt sam stundis, en langur tími mun hafa liðiö frá því slysið varð, þar til hjálp barst. Garðar ók mjólkurbil sveitarinn- ar og var á leiðinni heim á fimmtu dagskvöld, þegar óhappið varð. Fór hann úr bílnum við afleggjarann heim að Vaði, en þar hafði hann skilið eftir dráttarvél sína. Á henni hefur hann svo ætlað að aka heim að bænum, en aldrei komizt nema ' um fjögur hundruð inetra spöl, því ! að þar var komið að dráttarvélinni ] á hliðinni og lá Garðar undir henni. I Hans var ekki vænzt heim fyrr . en seint um nóttina og var þvi ekki ' farið að spyrjast fyrir um ferðir I hans fyrr en um morguninn, þegar : síminn hafði verið opnaður aftur. I ' Fannst hann eftir stutta leit. * 1 . Garð-’r lætur eftir sig konu og i uppkomin böm. Dauðaleit á Fjallabaksleið Um helgina fóru 11 björgunar- sveitir Innan Slysavarnafélags ís- lands, Fjallabaksleið og efndu þar tll æfinga. Skipulagðar voru göngu æfingar á laugardag og á sunnu- dag, voru ,-.ijög víðtækar leitaræf- ingar. Margir af þátttakendunum tóku konur sínar með og var sér- stök dagskrá sniðin fyrir þær á laugardagsmorgun. Voru það eink um æfingar, sem nauðsynlegar ættu að vera i hverlu heimahúsi eins og lffgun úr dauðadái og ýmis legt fleira. Blaðið hafði í morgun samband við Hannes Hafstein hjá Slysa- varnafélaginu og sagði hann að æfingar þessar hefðu tekizt með á- gætum. Ferðir sem þessar eru mjög nauðsynlegar og einmitt til að auka 10. síða. Englendingar á söguslóðir Magnús Magnússon sjónvarps- maður hjá BBC, Islendingasagna- þýöandi m.m. hefur undanfarið ver- ið á ferð um Borgarfjarðardali, Snæfellsnes og Dalina til að kanna sögusióöir ýmissa Islendingasagna. Lóðahreinsun hefur kostað upp í 30 þús. 30 þúsund krónur og meira getur hiröuleysi og sóðaskapur lóðaeigenda kostað þá, ef þeir sjá ekki að sér í tíma. Þessi tala 30 þúsund krónur er mesta greiðsla, sem lóðareigandi hefur orðið aö inna af hendi, þegar yfirvöld borgarinnar hafa látið hrelnsa ióð hans. í þessu tilfelli var mikið um bilræksni á lóðinni en til þess að hreinsa þau af lóðinni og flytja á sorphaugana þarf fjár- frek tæki svo sem kranabíla og vörubíla. Venjulegur kostnaöur við lóða hreinsun er á milli eitt og tvö þúsund krónur en kostnaður er afar mismunandi. Sú ónáttúra að ýta mold yfir á lóðir annarra hefur minnkað og hljóta hús- byggjendur heiður fyrir. Er þetta undirbúningsvinna að á- ætiun, sem flugféiögin hafa um ferðamannastraum frá Engiandi á islenzkar söguslóðir á næsta sumri. Er talið aö um 8—10 þúsund manns lesi íslendingasögurnar þær sem þýddar hafa verið yfir á enska tungu árlega í Englandi. Er ætlun- in að beina þessu áhugafóiki um íslendingasögurnar á heimaslóðir sagnanna. Hafa flugfélögin í hyggju að koma á hálfsmánaðarferðum á sumri komanda fyrir þessa ferða- menn. Verða þeir væntanlega flestir háskólaborgarar. Magnús Magnússon er frumkvöðullinn að þessari hugmynd enda hefur hann ásamt Hermanni Pálssyni lektor þýtt Njálu, sem hefur m.a. komið út hjá Penguinútgáfunni og eru þeir eru nú að ljúka við Laxdælu sem koma mun út hjá sömu út- gáfu. Auk þess sem Magnús hefur farið I á slóðir Egilssögu, Laxdælu, Gunn laugssögu ormstungu, Bjarnar sögu, Hítdælakappa. Þá mun hann kynna sér sögustaði Eyrbyggjasögu og Njálu og er í því ferðalagi nú. íslenzkar kartöflur íslenzku kartöflurnar eru væntan legar á markaðinn síðari hluta vik unnar. Verða þær þá frá Eyrar- bakka þar sem spretta hefur verið góð. Veröa þær eingöngu seldar fyrst um sinn í 2 y2 kílóa plastpok- um. Erlendu kartöflurnar verða seldar í fimmkilóa-pokunum. Síð- asti farmurin ., sem kom til lands- ins af kartöflum frá Hollandi hefur reynzt ve leg ekki komið í ljós neinar skemmdir. Árbæ Reykvikingafélagið gekkst fyrir útisamkomu að Árbæ i gær í tilefni afmælis Reykjavikur og var þar margt til skemmtunar. M.a. var efnt til reiptogs milli Iögregluliðs Reykjavíkur og strætisvagnastjóra. Lögreglan varð að lúta í lægra haldi fyrir strætisvagnastjórun- um, en eins og myndin sýnir voru þeir ákveðnir í þvf aö ast ekki upp fyrr en í fulla ana. Pústrum útbýtt án MATARPOTTAR VALDA minnsta ti,efnis Æ ■ BÆM ■ Æ■ ■ ■ ■ ■ ■ Æ ■ ■ ■ Æ■ ÆB ÆB i I>i<»nn :i vpitinpastaft pinum í aftist viö farartankift frá hvl ai SLÖKKVILIÐI ÖNNUM Þrisvar var slökkviliöið kvatt út um hclgina, vegna þess að menn höfðu gleymt að slökkva undir pottum sinum á elda- vélunum. Fyrst var það kvatt að Hvassaleiti 57 á laugardag kl. rúmlega eitt á hádegi, en þar hafði kviknað í feiti, sem verið var að bræða til þess að hafa með matnum en hafði gleymzt á hitunarplötunni. Komst eldurinn i loftkanal og eyðilagöi mótor sem knúöi loftræstikerfiö. í annað sinn var slökkvliðið kvatt að Háaleitisbraut 30 í gær morgun rétt fyrir kl. 7, en þar hafði húseigandinn kveikt upp undir sósupotti, en síðan gleymt honum á eldavélinni. ibúðin fylltist af reykjarsterkju og þef, en skemmdir uröu ekki. Hins vegar brenndist gest- ur húseigandans á höndum og i andliti við slökkvistarfið. í þriðj sinn var slökkviliðið kvatt út vegna svipaðra or- saka, en þá hafði kaffikanna eleymzt á eldavél í húsinu að Nóatúni 29 í hádeginu í gær. Engar skemmdir uröu Þjónn á veitingastað einum í borginni, kæröi til Iögreglunnar í nótt, atviF. sem átti sér stað eftir að veitii. astaðnum hafði veriö lok aö. Var hann í þann veginn aö yf- irgefa húsiö, ?.ð lokinni vinnu sinni, þegar þrír Frakkar gáfu sig á tal viö hann, en þeir voru i jeppa- bifreiö á stæðinu fyrir framan hús- ið. Samtal þeirra varö ekki langt, því einn bremenninganna, sem gekk með ;vart a'skegg, sló hann í andlitiö upp úr þurru og svo snöggt, að þjónninn fékk ekki átt- aö sig á bví, hvaö gerst hafði, fyrr en hinir höfðu ekiö á brott. Hann gat þó gefið lögreglunni lýsingu á bifreiðinni, og hún kann aöist við farartæklð frá því að hafa stöövaö ökumann þess fyrr um kvöldið vegna ölvunar við akstur. Prjónasamlceppni Álafossverksmiöjan hefur auglýst nýja samkeppni. Eiga þátttakendur að prjóna úr hespulopa og verða bæði sauöalitir og kemiskir litir teknir til greina hjá dómnefnd. Vek ur verksmiðjan athygli á prjónasam keppninni nú þar sem margar peys- ur komu of seint til síðustu keppni í síðustu keppni sendu rúmlega 160 konur peysur til keppninnar og voru þátttakendur hvaðanæfa af landinu.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.