Vísir - 19.08.1968, Blaðsíða 4

Vísir - 19.08.1968, Blaðsíða 4
Sonur Kennedys I í nautaati Hver gaeti óskað sér betri kenn ara í nautaati, en E1 Cordobes, heimsins frægasta nautabana? Sú ósk er þó ekki likleg til að rætast... og þó! Hún rættist fyrir Joseph Kenne dy, yngri, syni Roberts Kennedys, meðan á sumarleyfi hans stóð, en því eyddi hann á Spáni. Hann kynntist nautabananum i mikilli veizlu, sem hinn spánski gjestgjafi hans hélt á búgarði sínum, E1 Toruno, fiörutíu kíló- metrum sunnan við Sevilla. E1 Cordobes var persónulegur vinur Roberts Kennedy og það tókust góð kynni með honum og syninum. Næsta dag fékk Joseph rækilega tilsögn í hinni ævintýra- legu íþrótt nautabanans. Á leikvanginum gekk Joseph á hólm við unStarfa með sverð í hendi og rauða dulu, en E1 Cordobes bélt sig í hæfilegri fjar- lægð. í veizlunum á kvöldin lærði Joseph að dansa flamenco af sin- um nýja vini, en seinna þáði hann svo boð um að heimsækia nauta- banann fræga á landsetur hans, „Villalobillos“. r'v ' *■ - - ' 11 Aldrei þessu vant dregur E1 Cordobes sig í hlé á leikvanginum, en lærisveinn hans er sonur vinar hans, Roberts Kennedys. Maðurinn, sem á myndinni sést fleygja sér úr mastri vitaskipsins, Scotland Lightship, hafði skömmu áður krafizt þess að fá aö taia við John Lindsay, borgarstjóra New York-borgar. Ef ekki yröi orðiö við óskum hans hótaði hann að fleygja sér niður úr mastr- inu, sem hann hafði klifrað upp í án þess að nokkur yrði ferða hans var, fyrr en um seinan. Alira bragða var neytt til þess að fá manninn ofan af fyrirætl- unum sínum, en hann þráaöist viö og sagðist eiga þá ósk eina — aö fá aö sjá borgarstjórann — og þetta væri sitt eina tæki- færi. Tveir menn klifruðu upp í mastrið til þess að sækja mann- inn, en þegar þeir náðu upp til hans, sleppti hann tökum og varp aði sér niður. Á myndinni sést, hve litlu munaði, að þeir næðu tökum á honum. Maðurinn hafnaði á þilfari vita- skipsins og lézt samstundis. Gengið um í góða veðrinu Kunningi minn einn, sem þyk- ir eins og mér, gott að fá sér gönguferð í góðu veöri, rétti -,ð mér þessar línur, enda margt sem fyrir augun bar. Gef ég honum hér með orðið. Þrándur sæll. Ég var að rölta hérna um bæinn á sunnudagsmorgun síð- astliðinn í góða veðrinu, og það örlaði á ýmsu f huganum, sem ég fór að velta vöngum yfir, og ef þú hlrðir um, að birta þær „vangaveltur“ er þér það velkomið. Ég lagði fyrst leið mfna um Klambratún — eða Miklatún eins og það nú mun heita — en þama er nú á góðum vegi „ð verða hinn fegursti skemmti- garöur (eða á miklum hluta túns ins). Mér datt f hug — bæði í gamni og alvöru — að garðlnn ætti að kalla MIKLAGARÐ! Það vakti hrifni mfna hve garðurinn er vel sklpulagður og hve allt er þar vel hirt. Umgengni öll virðist f bezta lagi. Umhlrða garða (skrúðgarða) borgarinnar er með ágætum. .Heiður sé þeim sem heiður ber. Á þessarl morgungöngu lagði ég leiö mína eftir Flókagötunni. þar er nú verið að helluleggja gangstéttir. Þar hitti ég kunn- ingja, sem býr f „Mýrinni“ og var hann hinn ánægðasti. Ekki aðeins yfir, að verið var að vinna að þessum framkvæmd- um, heldur vegna þess, aö verk- ið var vel og skipulega unnið. „Og veiztu hvað“, sagði hann, margra ára bið. Kannski breytist þetta nú eins og vinnubrögðin“. Jæja, ég fór nú að velta fyrir mér, að fleira væri lengi á leiö- inni, og minntist þess að ég las í Vfsi eigi alls fyrlr löngu, að nú væri Mjólkursamsalan að setja á markaðinn skyr í plast- hylkjum og var meira. að segja mynd af einu. Jæja, þær eru hlíð suðaustur og suöur yfir, en vogurinn var að mestu hulinn kerlingarlæðu, þótt þetta væri snemma dags. Svona er upp- gufunin mikil á þessum sólar- dögum. Slíka læðu leggur oft yfir á sólardögum, mun hún tíð- ast kölluð dalalæða. Nú lagöi ég leið mína í gróðr- arstöðina þarna í voginum, átti „ég hélt að þetta verk gætu ekki unnið nema „eldgamlir expertar" en nú uppgötva ég, að við hellulagninguna vinna ungir menn, og það gengur und- an þeim máttu trúa. Þeir kunna sín handtök og eru ekkert að slóra“. Svo þagnaði sá gamli og bætti viö: „Viö erum annars búnir að bíöa nokkuö lengi eft- ir þcssar] hellulagningu. „Bara hringja þá kemur það“, segja Silli og Valdi og það kemur á stundin"' „bara bíða þá kem- ur þaö“, segja bæjaryfirvöldin. Og það kemúr eftir langa, þá alveg að koma, hugsaði ég, „loksins“. Það hafa birzt frétt- ir um skyr-umbúðir annað veifið í 10—15 ár að mlnnsta kosti. Og, þær eru — mér vitanlega ekki komnar enn, — en þær koma — alveg vafalaust, „það stóð f blaði“ ,sagöi barnungi, „og þá hlýtur það að vera satt“. Þær kváðu vera til sýnis á land- búnaðarsýningunni — en heyrzt að þær komi ekki í búðir fyrr en um áramótin! Nú lagði ég leið mína suður í Fossvog og það var fagurt yfir að líta, ekki sízt er sá af Öskju- þar erindi aö reka, og fékk þar ljúfmannlega og góða fyrir- greiðslu hjá garðyrkjumannin- inum, manni nokkuö við aldur, og var gaman við hann að spjalla. Ekki er rúm ti! þess að rekja það hér. En meðal þess, sem garðyrkjumaðurinn sýndi mér, var uppeldisreitur fyrir fjalldrapa. Ekki hafði ég heyrt getið um tilraunir til þess að ala upp fjalldrapa f gróðrarstöð hér, og vonandi gefst þessi til- raun vel, og kannski á íslenzkl f jalldrapinn eftir að verða augna yndi mönnum í íslenzkum skrúö göröum í framtíðinni. Jæja, það var margt fleira, sem kom fram í hugann á göng- unni, en nú læt ég staöar numið, og er bezt að klykkja út með því, að er heim kom fór ég að rýna í eitt af okkar ágætu dag- blöðum og rakst ég þar á ,æý- yrði“, sem vonandi festir ekki rætur málinu. Nýyrðið var „karlköttur" og er eflaust þann- ig til komið, að einhver blaða- mennskulærlingur, hefur ekkf haft oröið „fressköttur" f oröa- safni sinu. Og hér er svo sönn smásaga úr daglega lffinu f Reykjavík fyrir nærri þremur aldarfjórð- ungum, er hér voru eigl ófáar danskar og hálfdanskar frúr, og gekk einkum hinum fyrrnefndu erfiðlega að læra mállð. Þetta var á þeim tíma, sem bændur áttu sauöi og seldu til slátrunar, og þá voru steikt sauðalæri á borðum fína fólksins á sunnu- dögum. Nú vildi svo til að ein danska frúin mundi ekld eða vissi ekki hlð rétta nafn, eitt sinn er hún var að kaupa f matinn, en hún dó ekkl ráða- laus frekar en blaðamaðurinn, og sagði við kjötsalannt JWá ég biðja um eitt læri af Mndar- karlmanni?" Göngu-HWMfm.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.