Vísir - 27.08.1968, Síða 5

Vísir - 27.08.1968, Síða 5
VÍSIR. Þriðjudagur 27. ágúst 1968. 5 ÍVENÍíSififes^ „AU PAIR íí jtTvað er nú þetta „au pair“? 1 gætu margar ykkar spurt. Svörin vgrða eflaust eins marg- vfsleg og fjöldi þeirra stúlkna nemur, sem hafa farið til dvalar sem ,,au pair“ stúlkur. Það sem felst í þesum orðinn er í stuttu máli gagnkvæm aðstoð þeirra stúlkna, sem hafa farið til að dvefjast vissan tíma á enskum hekmhim til að aðstoða þar viö hússtörf og um leið að Iæra þar ensku og hins vegar fjölskyld- Hnnar, sem tekur á móti þeim og aðstoðar þær við tungumála námið og hjálpar þeim að aðlaga sig hinum nýju aöstæðum. Við segjum að svörin geti ver- ið margvfsleg. Eflaust hefur allt gengið vel hjá sumum þeirra stúlkna, sem hafa farið „au pair“, en í öðrum tilfellum hafa stúlkumar orðið fyrir sárum vonbrigöum. IJim það fréttist allt af annað veifið í blöðum hinna Norðurlandanna en „au pair“ er ekki eins nýtt fyrirbrigði þar og hér. I einstaka tilfellum verða þessi gagnkvæmu viðskipti væg- ast sagt vafasöm. Stúlkumar flækjast frá heimilum þeim, sem þær hafa verið ráðnar á og lenda jafnvel í þeim aðstæðum að vera bendlaðar við það sem kalla má bvíta þrælasölu. Hér á landi era til stúlkur, sem gætu sagt frá einhverri svipaðri rejmslu en eru ekki ginnkeyptar fyrir því og þá enn síður að vara aðrar við. En til hvers fara stúlkur til dval- ar erlendis sem getur verið vafa söm? „Au pair“ þjónustan á að 'tryggja þeim fremur ódýra dvöl og þar að auki kynnast þær lífi fólksins sjálfs með því að dveija á heimilum þess. Margar þeirra gæta þess þó ekki að afla sér sem nákvæmastra upp- lýsinga um landið og viðtekna siði áður en þær fara og fáfræð- in kemur þeim í koll. Hér á eftir segir frá því helzta sem að gagni kemur fyrir stúlkuna, sem ætlar að fara út til „au pair“ dvalar. Fyrir skömmu voru samþykkt lög í Englandi trl vemdar „au pair“ stúlkunum. Á flugvellinum í London er hægt að fá iftinn bækling með upplýsingum fyrir stúlkuna og fjölskylduna, sem hún býr hjá. Þar stendur m.a.: „Au pair“ er samningur við stúlku. sem verð- ur að vera orðin 15 ára (þær upplýsingar, sem hafa birtzt hér f blöðum eru miðaðar við 18 ára stúlkur) og kemur til Englands fyrst og fremst til að læra ensku og búa um stundarsakir á ensku heimili sem meðlimur fjölskyld- unnar. Hún fær húsnæði og fæði, tekur þátt í skemmtiferðum fjölskyldunnar ókeypis og fær vasapeninga. Þess er vænzt að stúlkan hjálpi til á heimilinu og gæti bama, ef þess er þörf. Til þess að dvölin geti veriö um heimilið áður en hún fer og sömuleiðis heimilið um hana, ennfremur er svo ákveðið að stúlkan eigi ekki að v«Msa meira en 5 klst. á dag, launin era ákveðin um það bil 3 pund á viku og ákveðinn er eiim frí- ílagur í viku. Ennfremur á aö fara með stúlkuna eins og dóttur í húsinu og það er undirstrikað að stúlkan og húsmóðirin séu jafningjar. Það á að taka á móti stúlkunni, þegar hún kemur til landsins. Stúlkan verður að borga ferðakostnað og kennslu- gjöld sjálf. 17 ára norsk stúlka segir frá reynslu sinni sem „au pair“ á þessa lund. í fyrsta lagi var eng- inn til aö taka á móti henni á flugvellinum í London. Hún varð sjálf að komast til Viktoriustöðv arinnar þar sem ættingi hennar ætlaði að hitta hana. En ein klukkustund leið áður en þær fyndu hvora aðra í mannfjöld- „Au pair“ stúikan vett stundum ekki hvað til bragðs eigi að taka. báðum aðilum til ánægju verð- ur húsmóðirm að vera reiðubúin að hjálpa • ungu stúlkunni til þess að fá sem mest út úr frí- stundum sfnum og námi. Hins- vegar verður stúlkan að gera sitt bezta sem meðlimur fjöl- skyldunnar. Þessu fyrirkomu- lagi má ekki bíanda saman við ráðningu vinnukonu, sem þarf að fá leyfi atvinnumáílaráðuneyt isins fyrir. 1 samningum þessara stúikna stendur ennfremur að stúfkan verði að fá allar upplýsingar Verzlunarhúsnæði á jarðhæð Óskum eftir að taka á Ieigu verzlunarhúsnæði á góðum stað í borginni. Uppl. í síma 21718, á kvöldin í síma 42137. anum og stúlkan var bæði ör- væntmgarfull og hrædd, þar tii loksins var farið með hana til nýja heimilisins. Stúlkan var samt ekki mjög óánægð meö Englandsförma. Vinnutíminn var um 6 klst. á dag og launin vora þrjú pund á viku. Flestar vinkonur hennar unnu 8—9 kist. á dag og launin vora 3—4 pund á viku. Stúlkan segir ennfremur að henni hafi efcki fundizt hún vera ein atf fjölskyldurmi. Fjölskyldan tal- aði ekki við hana nema þegar ^^hún bað hana að þvo upp eða strjúfea yfir gólfin og stúlkan varð að biðja um leyfi til aíls. Hins vegar eignaðiet stúlkan góða vini í Englandi, lærði ensku betur og kynntist ýmisíegu skemmtilegu og gagnlegu. Þetta var frásögn norsku stúlk unnar sem sýnir eina híið mál- anna. Áður en uogu stúlkurnar hugsa til „au pair“ dvalar ættu þær að vera búnar að afla sér alira mögulegra upplýsinga og ekki vera hræddar við að leita aðstoðar og hjálpar, hjá fyrir- tækinu, sem réði þær eða sendi- ráði, ef eitthvað alvarlegt bját- ar á, og á hinn bógpn að gera sár Ijóst hvers krafizt er af þeim Íog að þær era fulltrúar sinnar þjóðar í framandi landi. : Hárgreiðslustofa í fullum gangi <il leigu eða sölu. Uppl. í síma 83441 í kvöld og næstu kvöld. Ódýrar Þjórsárd alsferðir Hinar vinsælu eins dags hringferðir í Þjórsár- dal eru alla miðvikudaga kl. 9 og sunnudaga kl, 10. Meðal annars er komið í Gjána, að Stöng og Hjálparfossi. Á austurleið er farið um Skál- holt. Einnig er ekið um virkjunarsvæðið við Búrfell. Verð aðeins kr. 470,00. Innifalið kaffi og smurt brauð á Selfossi. j, Matarpakkar á kr. 100.00 ef þess er óskað. Upplýsingar gefur B.S.Í. Umferðarmiðstöð- inni, sími 22300. Landleiðir h.f. AUGLÝSING um meðferð forsetavalds í fjarveru forseta fsiands. Forseti íslands, dr. Kristján Eldjárn, fer í dag í embættiserindum til útlanda. í fjarveru hans fara forsætisráðherra, forseti sameinaðs Alþingis og forseti Hæstaréttar með vald forseta fslands samkvæmt 8. gr. stjómarskrárinnar. í forsætisráðuneytinu, 26. ágúst 1968. Bjami Benediktsson (sign) Birgir Thorlacius (sign) AUGLÝSING Innlausn spariskírteina ríkissjóðs fslands útgefin í maí 1965. Þegar spariskírteini ríkissjóðs 1965 voru gef- m »t var vísitala byggingarkostnaðar 237 stig. Vísitalan með gildistíma 1. júlí 1968 til 30. október 1968 er 332 stig. Hækkunin er 40.08% og er það sú verðbót sem bætist við höfuðstól og vexti skírteina sem innleyst eru á tímabilinu 10. september 1968 til 9. sept- ember 1969. 20. ágúst 1968. SEÐLABANKI ÍSLANDS.

x

Vísir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.