Vísir - 27.08.1968, Blaðsíða 16

Vísir - 27.08.1968, Blaðsíða 16
Sfrauk tvisvar AF 13 FRYSTIHÚSUM Á VEST- FJÖRÐUM HAFA STÖÐVAZT Borgarstjóri á Edinborgarhótíð úr gæzlu Bæði skiptin af sjúkrahúsi Eftir eina misheppnaða tilraun til þess að svipta sig lífi fyrir fram- an fulltrúa sakadómara hefur mað- urinn, sem lenti í höndum lögregl- unnar végna meintra árása á konu sina, tvisvar rert tilraunir til þess að strjúka úr gæzlu. Fyrst eftir sjálfsmorðstilraunina var maðurinn fluttur á Landsspít- alann meðan sárin á úlnliðnum væru að gróa, en hann hafði skorið sig meö rakvélarblaði. Eftir stutta iegu strauk'hann þaðan, en náðist þó strax aftur. Eftir það var hann fluttur á Kleppsspítalann, þar sem hann skyldi ganga undir geörannsókn, sém þó hefur verið framkvæmd á honum áður, án þess að læknar hafi gétað fundið annað en maðurinn væri heill á geðsmunum. Þaðan strauk hann líka, en náðist aftur fljótlega og var fluttur aftur á Ispítalann, þar sem hann er énn. Á Vestfjörðum hafa 6 af þrettán starfandi frystihiisum stöðvað rekstur eða eru í þann mund að hætta rekstri. Auk þess liggja þar fjölmarg- ir bátar vegna fjárhagsörðug- leika. Segja útvegsmenn að ríkjandi ástand leiði til al- gerrar stöðvunar útgerðar og fiskvinnslu innan fárra vikna. Fundur, sem Félag fisk- vinnslustöðva á Vestfjörðum hélt á þriðjudaginn hefur sent frá sér álit, þar sem segir að sá starfsgfundvöllur, sem fyr- irtækjunum var búinn í byrj- un ársins hafi reynzt alger- Iega ófullnægjandi og hafi nú þegar leitt til greiðsluþrota hjá flestum. Segir 1 áliti fundarins að fyr- irtækin geti nú þegar ekki stað- ið í skilum meö greiðslur á hrá- efni og vinnulaunum til verka- fólks og sjómanna. Um lengri tíma hafi ekki verið unnt að greiða vexti né afborganir af áhvílandi lánum. Fulltrúar Útvegsmannafélags Vestfjarða hafa gengið á fund forsætisráðherra og afhent hon- um samþykkt sína og skorar fundurinn á ríkisvaldiö að tryggja nú þegar rekstrargrund- völl sjávarútvegsins í heild. Eins og kunnugt er eiga full- trúar hraöfrystihúsanna nú við- ræður við ríkisstjómina inn starfsgrundvöll húsanna og er frétta að vænta af þeim viðræð- um eftir heigina. Borgarstjórinn í Reykjavík Geir Hallgrimsson og kona hans voru viðstödd hátíðahöldin í Edinborg i boði borgarstjórnarinnar þar. Hátíðahöldin, sem eru hin 22. í röð- inni hófust þann 18., ágúst. Auk borgarstjórans í Reykjavík voru boðsgestir frá Danmörku viðstadd- ir hádegisverð í húsnæði borgar- stjómarinnar í Edinborg. Þá voru gestir viðstaddir opnun Edinborgarhátíðarinnar þar sem m. a. var flutt verk eftir brezka tónskáldið Benjamin Britten. Þá var móttökuathöfn fyrir hópinn í Royal Scottish Academy og fariö var með hann í ferðalag um Vestur- Skotland. Einnig var Edinborg skoðuð og Holyrood-höllin heimsótt én fyrir framan þennan 700 ára gamla kastala var sérstök hátíðar- athöfn hermanna. Borgarar kærulausir um að tilkynna eldsvoða Slökkviliðið fór fýluferð inn í Álfheima aðfaranótt sunnudagsiná, vegna þess eins, að maður, sem vildi tilkynna um eld, var svo loö- inn í svörum. AkureyrarSögregla fær vegiega SögregSustöð Var hringt í slökkviliðið og því tilkynnt um að eldur væri laus, en þegar spurt var: — Hvar er það? — var svarað: „I Nökkva- vogi“. Þá var slökkviiiðið önnum kafiö viö brunann í Kópavogi, en einn bill var þó til taks til þess aö sinna neyðarkalli annars staðar á meðan. Þessi eini fór af stað, en seinna kom upp úr kaflnu, að sá, sem vildi tilkynna eldsvoðann, átti við brunann í smíðaverkstæðinu í Kópavogi, en hann sást langt að. Hins vegar tilkynnti hann um brunann úr Nökkvavogi og átti við það, þegar hann var gpuröur. Þá 10. síða. : Niðurrifið ekki framkvæmt Lögbann var sett á fram- i kvæmd þeirrar ákvörðunar »borgarstjómar að rifa Fjárborg, ’en niðurrifið átti að fara fram »í gær. Sem kunnugt er, hafa > Fjáreigendafélagiö og borgar- | yfirvöld átt í miklu stappi út af i Fjárborg, sem eru kindakofar 1 sauðfjáreigenda í Blesugróf og [ um leið út af sauðfjárhaldinu. Hefur borgarráð hvað eftir annað sett fjáreigendum skilyrði um að hætta sauöfjárhald en i sauöfjáreigendur alltaf varizt. Kraninn bíður þess að lög- J banninu verði aflétt. AAAAAAAAAAAAAAAAAA/V Herðubreið og Esju lagt Lögreglan á Akureyri flutti í gærdag í nýtt húsnæði við Þór- unnarstræti. Lögreglan hafði áð ur bækistöð á Smáragötu 1 og hafði þar aðeins aðstöðu til að hýsa þrjá menn. í nýju stöð- inni verða klefar fyrir 18 manns, ásamt afgreiðsluherbergi, kaffi stofu og talstöðvarherbergi. Lögreglumenn á Akureyri segja að nýja stöðin sé ekkert sambærileg við þá gömlu og nú hafi þeij- flutt í lögreglustöð. Aðeins hefur þó veriö tekin í notkun jarðhæö og hluti kjallar- ans en lögreglan fær einnig til afnota hluta af efri hæð hússins þar sem bifreiðaeftirlitiö mun einnig hafa aösetur. Mikil vandræði sköpuðust oft í gömlu stööinni vegna húsnæð- isskorts og þurfti oft og tíðum að hieypa mönnum út, sem jafn vel voru ekki í því ástandi sem heppilegt getur taiizt bæjarfé- lagi til heilla. ....... ..................... '* — Öllum undirm'ónnum sagt upp — Vantar’ verkefni fyrir skipin Ákveðið hefur veriö aö leggja strandferðaskipunum Herðubreið og Esju og er fyrirhugað að reyna að selja skipin. Herðubreið sem er 20 ára gömul og Esjan 30 ára hafa ekki þau verkefni sem nauðsynleg eru strandferöaskipunum. Öll um undirmönnum á skipunum hef ur verið sagt upp, að þvi er Guðjón Teitsson forstjóri Skipaútgeröarinn ar tjáöi blaðinu í morgun. Hann sagöi ennfremur, að með bættu vegakerfi væri nú í síauknum mæli farið að senda vörurnar land- leiðis og því minna um flutninga fyrir skipin. Herðubreið var lagt um síðustu helgi, en Esjan mun verða í ferðum til 13. september. Esjan hefur í sumar aðallega verið í fólks flutningum og má segja að þeir séu fáir sem ekki hafa ferðazt með þessu vinsæia strandferðaskipi. Verkefnin eru ekki næg og þvi verðum við aö mæta þvi á þennan hátt sagði Guöjón. Eins og kunn- ugt er eru tvö skip i smíöum á Ak- ureyri fyrir Skipaútgerðina og er vonandi að þeirra biði ekki sömu örlög og Herðubreiðar og Esjunn- ar. Æskulýðsráði gefin 5000 silungsseiði ★ Fyrir skönimu ákvað Skúli j an Æskuiýðsráðs starfar stang- Pálsson frá Laxalóni að veita Æsku veiðiklúbbur og eru í honum ungl- lýðsráði Reykjavíkur að gjöf 5000 ( ingar á aldrinum 12—15 ára. Á silungsseiöi. Blaðið sneri sér til , vorin er reynt að fá sem bezta leið Reynis Karlssonar, framkvæmda- j sögn í stangveiði unglingunum til stjóra Æskulýðsráös og sagði hann j handa og cinnig fengiö veiðileyfi þetta mjög rausnarlega gjöf. Inn I fyrir lítið verö. »»->- 10. síöa.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.