Vísir - 03.09.1968, Blaðsíða 2

Vísir - 03.09.1968, Blaðsíða 2
12 V1 S IR . Þriðjudagur 3. september 1968. Pálssyni I gærkvöldi. — Þorbjörn Kjærbo vann harða keppni Átta meistarar klúbba og ís- landsmeistarar í golfi háðu harða Umdeildir meistarar: Akurnesingar unnu 2. deild - Haukar eru þó jafnir þeim • Á meðan Kefivíkingar /• skoruðu mörkin í gærkvöldi ræddu áhorfendur meira um bað hvemig á því gæti staðið ð Akurnesingar yrðu meist- rar í 2. deild og fengju verð- mnagrip þann, sem þar er eppt um. Sannleikurinn er efniiega sá að Akurnesing- »r unnu annan riðilinn í 2. deild, Haukar hinn. Nú hafa þessi tvö lið leikið saman, og gerðu jafntefli. 9 Keflvíkingar féllu aldrei í 2. deild. Keppni þessara liða var eingöngu um það hver þeirra ættu að leika I 1. deild næsta sumar. Þess vegna finnst mörgum að réttast hefði veriö að hafa einn leik til viðbótar jmilli Hauka og Akraness um meistaratitilinn í 2. deild. • Þá kemur enn upp vanda- mál: „Getur það átt sér stað að meistarar 2. deildar verði áfram í 2. deild? Þeir eiga að flytjast upp J 1. deild hefði maður haldið. Þessi möguleiki hefði getað verið fyrir hendi. • Það sem gerðist áður en keppni þessara þriggja liða hófst var það að samið var um það við Hauka og Akranes að stigatalan í þriggja-liðakeppn- inni skyldi ráða. Það var gert, hvort, sem það brýtur í bága við lög og reglugerðir eða ekki, — og Akranes vann á þann hátt. Ekki er vitað til þess að Haukar hafi í hyggju að kæra effar á, og þykir flestum þaö næsta ósennilegt. Þeirra stefna var sú að sætið í 1. deild skipti öllu máli, ekki vegtyllan, sig- urvegari í 2. deild. keppni í Grafarholti um síðustu helgi. Það vakti mikla athygli að Þorbjöm Kjærbo, Keflavík, varð sigurvegari, lék meistaralega síð- ustu 5 holurnar og vann 2ja högga forskot af Einari Guðnasyni og vann með 2 höggum, sló 36 holum- ar í 161 höggi, en Einar Guðnason var með 163 högg. Þriðji varð Ótt- ar Yngvason, 167 högg, Ólafur Ág. Ólafsson, 169, og Hafstein Þor- geirsson, Keili, 170 högg. Eftir fyrri daginn var Hafsteinn fyrstur, lék mjög vel og fóru fyrri / Grafarholti 18 holurnar á 81 höggi, Einar og Þorbjöm á 83 og Óttar á 85 högg- um. Seinni daginn var Hafsteinn ó- heppinn, lenti í urð með boltann og tapaði af keppinautum sínum. Þegar 5 holur vora eftir leit sann- arlega út fyrir sigur Einars Guðna- sonar, — en þá var það að Þor- bjöm sýndi stórkostlega góðan leik og vann 2ja högga forskot af honum og vann með tveim höggum. Eru framfarir Þorbjöms mjög mikl- ar. Nýtt fskmdsmet — i 800 metra hlaupi kvenna Barbara Geirsdóttir, kornung Akureyrarstúlka, setti í gær- kvöldi nýtt íslandsmet. Hún hljóp 800 metra hlaup á 2.40.4 mín, en gamla metið var 2.41.9 mín. og átti Halidóra Helgadótt- ir úr KR það met. Hún setti met- ið árið 1964. Það er sjaldgæft að íslandsmet í frjálsum íþróttum sé sett á Akur- eyri, en áhugi þar ær með mesta móti nú og má þakka það nám- skeiðum Ingimars Jónssonar að undanförnu. Keppni í 800 metra hlaupi kvenna er heldur sjaldgæf. en þessi grein er þó Ólympíugrein og nálgast beztuhlaupararíkvenna flokki nú óðum 2 mínútumar og ekki ósennilegt að I Mexíkó verði fyrst hlaupið undir tveim mín. í kvennaflokki. Þeir verða áfram í 1. deild. Myndin af Keflvíkmgunum var tekin eftir leikinn gegn Haukum í gærkvöldi. Þegar þeir byrjuðu loks oð skora varð „skýfall' ■ Loks skoruðu Keflvíkingar mörk, — og þá var engu líkara en að það yrði markaskýfall í rigningunni í Laugardal í gærkvöldi, þegar Keflvíkingar og Hauk- ar léku saman um sætið í 1. deild næsta sumar. E. t. v. var það Jón Ólafur, sem var kominn inn á miðjuna, sem hvað mestan þáttinn átti í þessu. Hann skoraði nefnilega þrisvar í mark Haukanna, og í tvö skiptin var skorað eftir að hann sendi boltann á vel staðsettan mann. H Keflavík vann þennan kappleik með 7:1 og hafði algjöra yfirburði í leik sínum. Haukar verða því að Iáta sér lynda 2. deild næsta sumar. í 1. deild verða: KR, Fram, Valur, Akureyri, Vestmannaeyjar, Keflavík og Akyanes. , — 7:1 gegn Haukum var staðan í hálfleik. Fréttamaður, sem ekki hafði getað komizt heim 1 mat, fór í fyrri hálfleik að fá sér pylsu. Á meðan hann var burtu höfðu 2 mörk Keflavíkur bætzt við á markatöfluna, svo greiðlega gekk skoranin! Vilhjálmur skoraði 6:0 snemma í seinni hálfleik, en seint í hálf- leiknum kom eina mark Hauka, gott skot af talsverðu færi frá Viðari Símonarsyni. Lokaorðið í þessum leik áttu Keflvíkingar, Grétar Magnússon skailaði geysi- fallega beint úr homspymu í net- ið, kom hlaupandi og kastaði sér á móti boltanum. E. t. v. var þessi sigur of stór eftir gangi leiksins, — en enginn er í vafa um að Haukar voru lak- astir þeirra liða, sem kepptu um að komast í 1. deild. Ég mundi segja að 1. deild væri nú skipuð liðum, sem öll eiga þar ,,heima“. Næsta ár verður kannski ástæða til að bæta einu við, en það er ætlunin að þá bætist 8. liöiö við. Það vakti athygli hve illa Hauk- ar vora útbúnir til leiksins, flestir á sléttum malarskóm á hálum vellinum. Réöu þeir því lítt við sig. Framiína Keflvlkinga „sprakk út“ í fyrsta sinn í sumar, skorað) nú 2 mörkum fleira en við mikls áreynslu ( 10 leikjum í 1. deild í sumar. Strax í fyrri hálfleih höföu þeir náð þeirri tölu. Dómaratríóið Stemn Guðmunds- son, Guðmundur Guðmundsson og Einar Hjartarson, sá um þennan leik. Þeir munu innan tíðar dæma leik tyrknesks liös, Altai Izmii gegn Lyn frá Osló í Evrópubikar- keppní bikarmeistara. Dæmdu þeii mjög vel og er greinilegt að það er gagnlegt að þjálfa saman þannig þrjá menn eins og þeir þrír hafa fengið að gera í allmörgum undan- förnum leikjum. Leikurinn í gær leiddi í Ijós að Haukarnir eru ekkj reiðubúnir aö keppa sem 1. deildarlið. Það ættu Keflvíkingar hins vegar að geta gert sem fyrr. Sjaldan hef ég séö stöðubreytingu I liði virka eins ó- trúlega vel og með Jón Ólaf Jóns- son. Sannleikurinn er sá að hann hefur lengi, — allt of lengi veriö „frystur" úti á kantinum. Hér er | hann á réttum stað. Hann er dæmi- gerður miðherji og sannaði það með leik sínum í gærkvöldi. Hann skoraði 1:0 eftir 10 mín., þá kom stórfallegt skot Vilhjálms Ketilssonar, ungs h. útherja, sem binda má miklar vonir við, Jón Ólafur „negldi“ 3:0 með geysigóðu skoti, þá kom 4:0 frá Einari Magn- ússyni og 5:0 rá Jóni Ólafi. Þannig, / ■ KEFLVÍKINGAR HALDA ÁFRAM í 1. DEILD Vann upp tveggja högga for- skot - vann með 2 höggum

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.