Vísir - 03.09.1968, Blaðsíða 12

Vísir - 03.09.1968, Blaðsíða 12
72 V1SIR . Þriðjudagur 3. september 1968. Stýrisvafningar UppL 34554 Er á vinnustaö í Hœöargarði 20 ERNZT ZIEBERT Hún slökkti á lampanum, opnaði dymar og heyröi einhvern hávaða; hélt fyrst að eitthvað hefði fokið úti fyrir, en heyrði svo að eitthvaö var að gerast í herberginu hinum megin við ganginn. Allt i einu heyröi hún æpt hás- um kvenmannsrómi: „Út með þig ... út með þig, og það á stundinni!" Honum varð litið yfir að síma- klefanum, þar sem Firmin stóð enn fyrir opnum dyrum, þótt símtalinu virtist lokið. „Þér eigiö við, að fanga klefinn fylgi yður eftir... að fanga- . verðimir finni yður, hvar sem þér leitið fylgsnis, vegna þess að fé er sett til höfuðs yöur?“ „Já, það er sett fé til höfuðs mér.“ Firmin kom til þeirra. „Ég ætla með þér þangað, sem þú dvelst," tilkynnti, hann. „Við teygum að okkur ferskt loftið. Hvílum okkur. Þegar svo þú erf undir þaö búin að heyra allar þær góðu fréttir, sem ég hef að færa þér, þá ræðumst við betur við.“ „Gene ...“ Hún hikaði, þangað til hún sá að hann beið framhalds- ins með athygli. „Sagöir þú hon- um hvar mig væri að finna?“ „Auövitað," svaraöi hann. „Því ekki það?“ Hann yppti öxlum, og þar sem hann þorði ekki að veita gremju sinni útrás, bölvaöi hann á grísku. Þau gengu út aö bílnum, öll fjög- ur, og mi stóð nöpur gola utan af víkinni og næddi um strætiö, og skipin, sem lágu úti á höfninni, toguðu í festarnar... SJÖUNDI KAFLI Þegar leið á daginn var komið ofsarok. Það marraði, brakaði og brast í öllum viðum í kránni og þungur brimgnýr barst utan frá ströndinni. Laura hafði farið\rak- leitt upp í herbergi sitt þegar þau komu frá Skeljavik, fengið sér heitt bað, lagzt undir sæng, en ekki tek- Bíleigendur! Bílstjórar! Nýtt verð á stýrisvafningum fólksbíla, 200 kr. vörubíla, 250 kr Seljum líka efni, kr. 100 á bíl. izt að festa blund. Nú var sólin gengin til viðar bak við myrka og reiöilega skýjabólstra og það var hálfrökkur í herberginu. Henni varð litið á málverkin á veggjunum, og einhvem veginn varð það til þess, aö henni varð hugsað til Christians. Hún sá hann fyrir hugskotssjónum sínum, þegar hann stóð inni í her- berginu, og sagði aö hér fengi hún hvergi umflúiö hafiö — það mundi jafnvel stara á hana ofan af veggj- unum. Og hún spurði sjálfa sig hvaöa þýðingu einmitt þetta her- bergi gæti haft fyrir hann, hins vegar var hún ekki í neinum vafa um að svo væri, hún hafði lesið það úr svip hans. Hún spurði sjálfa sig, hvort hann mundi hafa legiö í rekkjunni, eins og hún lá nú og hlustaði á stormsveipana og brim- gnýinn . .. hvort hann hefði verið einn... Það hafði naumast veriö mælt orð frá vörum í bílnum á leiðinni frá Skeljavík. Hún hafði setið, lengst af meö lokuö' augun, úti í homi í aftursætinu, og Christian ,e]jið mjög hratt. „A-jæja,“ hafði Firmin sagt ein- hvern tíma g leiðinni. „Vítt land, fátt fólk.“ Og þegar þau óku gegn um Deerpoint, spurði hann: „Hvað hafa þessar fáu hræöur eiginlega fyrir stafni?" „Bíða,“ svaraöi Gail. „Þama á póststofunni er límd á vegg til- kynning frá einhverjum trúflokki, þar sem segir aö dómsdagur sé í nánd...“ „Bull,“ sagði Firmin. „Það verð- ur ekki neinn dómsdagur; De Mills er jú dauður ...“ Hún heyröi bjöllunni hringt niðri í barherberginu, fór fram úr og klæddi sig, og þegar klukkan var tíu mínútur yfir sex, var hún kom- in í svartan ullarkjól, reiðubúin að halda niður í borðsalinn. Dyrnar voru opnaðar með mikl- um tilþrifum, maður snaraðist út, og í bjarmanum af lampaljósinu bak viö hann, sá hún konu á undir- kjól. andlit afskræmt af ölæði og bræði, glas í horaðri hendi og eins og til þess að fullkomna þessa óhrjálegu svipmynd, stóð hálffull viskíflaska á boröinu undir lamp- anum os hjá henni lágu fölrauð gervibrjost. Um leiö og konan kom auga á Lauru, grýtti hún glasinu að henni og skellti hurð að stöfum. Glasið skall í veggnum og brotnaði. Nú veitti maðurinn henni líka athygli og leit til hennar. Laura hafði ekki séð hann greinilega, því að skugga bar á hann á meðan dyrnar stóðu opnar. Þetta var maður um fimm- tugt, gjörvilegur og virðulegur, með mikið hár, sem mjög var tekið að grána og sem snöggvast flaug Lauru það í hug, að hann mundi langa mest til að myröa hana fyrir að hún skyldi verða sjónarvottur að þessum atburöi. Hún lokaði her- bergisdyrum sínum á eftir sér, og þegar hún gekk fram ganginn, vék hann álútur til hliðar. Þegar hún kom niður í borðsal- inn, stóö Firmin við arininn og virti I fyrir sér málverk frú Bean. Hann | leit um öxl til hennar, þegar hann heyröi fótatakið og svipur hans lýsti bæði hneykslun og gremju. „Hvem f jandann sjálfan á þetta að j merkja?" spurði hann og benti á málverkið. Hún hristi höifuðið. „Ég veit þaö ekki,“ svaraði hún. „En einhverja merkingu hefur það í sér fólgna, ég er ekki í neinum vafa um þaö." „Það er eitthvað í ætt við þessar brjálæðislegu, ítölsku kvikmyndir, sem jafnvel leikstjórinn veit ekki sjálfur um hvað eiga að fjalla. Og svo, þegar töku myndarinnar er lokið, setzt hann niður og fer að semja söguna — eftir kvikmyndinni ... “ Hann var allt í einu- kominn í sólskinsskap og skellihló að sam- Iíkingu sinni. „Nú hefurðu hvílt þig vel, það sé ég,“ sagði hann og þaö brá’ fyrir innilegri hlýju í tinnudökk um augunum, þegar hann virti hana fyrir sér. „Þú ert falleg ... stór- kostlega falleg." Auma ambátt. Þú velzt hver refsingin er við því að ráðast á húsbónda. Nú er tækifærió fyrir mig að flýja ein- an. En ég get ekki látið refsa ambáttinni fyrir að hjálpa mér. Hættu, JAR-ZA. Hlaupið inn í skóginn. Ég kem jafn- skjótt og ég hef bundið hermennina. 4ÚUA Snorrabr. 22 simi 23118 lýkur á fimmtudug hiianum J sjólf me8 .... Með BRAUKMANN hitastilli á hverjum ofni getið þér sjálf ákveð- ifl hitastig hvers herbergis — BRAUKMANN sjálfvirkan hitastilli ír hægt að setja beint á ofninn eða hvar sem er á vegg i 2ja m. ijarlægð frá ofni Sparið hitakostnað og aukifl vel- líðan yðar BRAUKMANN er sérstaklega hent- ugur á hitaveitusvæði &£>—--------------- SIGHVATUR EINARSSON&CO SÍMI 24133 SKIPHOLT 15 OGREIDDIR REIKNINGAR LATIO OKKUR INNHEIMTa.. öað spara/ vöur tíma oq ójbægmdi INNHEIMT USKRIFSTOFAN Tjarnargötu 10 — III hæd — Vonarstrætismegin — Sími 13175 (3fínur)

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.