Vísir - 04.09.1968, Side 3
í SIR . Miðvikudagur 4. september 1968. 3
Raðað niður við fundarborðið: „Htvor ykkar, Bjöm eða Lúðvík, vill vera Iengra til vinstri?“ Spurning forsætisráðherra kom
hinum til að brosa.
Við vonum bara
Lúðvík á leið upp tröppurnar
að Stjórnarráðinu.
TJétt fyrir 'ld. tvö í gærdag
hafði hópur fréttamanna
safnazt við dymar að Stjómar-
ráðshúsinu og veitti fyrirsát
hinum átta fulltrúum stjóm-
nválaflokkanna, sem þangað
yóíru væntanlegir til þess að
'cy/i?. viðræður um efnahags-
'XifjiíTi og horfur í landsmálum
yfiriekt — eftir þvf, sem mönn-
um skilst.
Einn og einn komu þeir hver
af öðrum sinn úr hverri áttinni
— sumir gangandi og sumir
akandi — og virtust hreint ekki
viðbúnir þeim viðtökum, sem
blaðamennirnir höfðu búið
þeim.
„Er hér bara hersafnaður!"
sagði dr. Bjami Benediktsson,
forsætisráðherra, og brá á glens
við blaðamennina, sem hann
hafði komið beint í flasið á um
leið' og hann gekk fyrir hornið
á Stjórnarráðshúsinu. Hann
kom fyrstur fundarmanna, enda
sjálfur haft fmmkvæðið að fund-
inum.
— Nei, því miður! Það var
ekkert hægt að segja um fund-
inn á þessu stigi.
í sama streng tóku hinir, þeg-
ar þeir komu.
— Nei. Það var ómögulegt að
spá nokkru um umræður
eða árangur af fundinum.
— Ekki einu sinni hvort fund-
urinn myndi taka lengri eða
skemmri tíma. Þó var það lík-
legt, að þetta myndi teygjast
eitthvað, jú, jú.
Lftið eitt íbyggnir á svip,
hristandi höfuðin, en þó oft
brosandi að áleitni fréttamann-
anna, hurfu þeir jafnóðum inn
um dyr Stjómarráðsins. —
Fyrst forsætisráðherra, síðan
viðskiptamálaráðherra, dr. Gylfi
Þ. Gíslason og dómsmálaráð-
herra Jóhann Hafstein og síðan
hver af öörum. Eggert Þorsteins-
son, sjávarútvegsmálaráðherra,
prófessor Ólafur Jóhannesson,
Bjöm Jónsson, Lúðvik Jósefs-
son og Eysteinn Jónsson. —
Valdir tveir og tveir af hverjum
stjómmálaflokki.
að samkomulag
takist
fréttamanna kom flatt upp á stjórnmálamennina. F. v.: Eysteinn, Eggert, Ólafur og Björn.
Stjórnmálamenn dulir um fundinn
i StjórnarráBihu
Glens og gamanyrði voru látin
fjúka, rétt eins og engar áhyggj-
ur væru til, en kannski var það
bara til þess að láta ekki alvör-
una ná á sér tökum strax. Af
henni yrði áreiöanlega nóg, þeg-
ar viðræöur væra hafnar.
Þegar loks allir vora ihættir
kl. rúmlega tvö, bauð forsætis-
ráðherra fundarmönnum öllum
inn í fundarherbergi sitt. Ljós-
myndarar smelltu af síöustu
myndunum og dyrnar lokuðust
að baki fréttamönnunum.
„Hvað afráðið yrði þama
inni?“
„Ómögulegt aö segja!“
„Hvort þjóöstjóm kæpii til
greina?“
„Ekkert verður fullyrt um
það!“ hafði dr. Gylfi svaraö.
„Það verður reynslan aö leiöa
í ljós. Við vonum bara að sam-
komulag takist."
„Því miður! Það er ómögulegt að segja neitt fyrir um það.“ Fréttamenr sátu fyrir fulltrúum
stjórnmálaflokkanna, þegar þeir mættu til fundar í Stjórnarráðinu.
\