Vísir - 04.09.1968, Qupperneq 7
\
VlSIR . Miðvikudagur 4. september 1968.
morgun
útlönd í morgun
útlönd í morgvin
útlönd í morgun
útlönd
Hafín ráðstefna Gningar-
samtaka Afríku
Líkfegt, að lagt verði til að Moise Tsjombe verði
sleppt úr haldi eftir 14 mánaða fangelsisvist
■ Ráðstofna Einingarsamtaka Afriku
. kemur saman til fundar í dag eða
'degi siðar en gert hafði verið ráð
fyrir.
Búist er við aö enn verði skorað á
brezku stjómina að beita valdi til
þess að koma stjóm Ians Smith í
Rhodesíu á kné, — að minnsta
kosti sum löndin í samtökunum
munu bera fram kröfur í því efni.
Líklegt er og að rætt veröi um
„örlög Moise Tsjombe", fyrrverandi
forsætisráðherra Kongó,' sem enn
ér fangi í Alsír. Gert er ráð fyrir,
að mikill meiri hluti muni fást
fyrir því á ráðstefnunni, að hon-
um verði sleppt úr haldi, en hann
hefir nú verið þar fangi í 14 mán-
uði.
Þá mun nefnd samtakanna sem
við forustu Haile Selassie keisara,
reynir aö koma á friöi í Nigeríu,
skýra frá störfum sínum. Sam-
kvæmt heimildum frá Alsír er taliö
vafasamt að borgarastyrjöldin veröi
rædd á ráðstefnunni, þar sem sam-
bandsstjórn Nigeríu er mótfallin
slíkri umræðu og meirihlutinn mun
líta á styrjöldina sem innanríkis-
mál Nigeríu.
Yfirhershöfðingi sambandshers-
ins telur, að sókn sú, sem sam-
bandsherinn nú er í, muni koma
Biafra á kné um miðbik mánaðar-
ins.
Rætt mun verða um efnahags-
mál og ástand og horfur í Austur-
löndum nær.
Sovétleiðfogar orðnir áhyggju-
fullir út af hernáminu
— hver ambassador Sovétrikjanna af
oðrvm ræðir við vestræna ráðherra
Vestrænir fréttamenn
telja hina „rniklu díplómat-
iskn starfsentí0 af hálfu
Sovétríkjanna semustu
daga benda eíndregið til
þess, að sovétleiðtogar séu
mfog teknir aÖ ókyrrast
viðhorfa í öðrum
löndum út af hernáminu í
Tékkóslóvakíu.
Bent er á, að undangengna daga
hafi hver sovézki ambassadorinn
á fætur öörum rætt við utanríkis-
ráðherra vestrænna landa, m. a. f
London, Washington, París, Bruss-
el og Bonn, og alls staðar kveðið
við sama tón: Tilgangurinn á yfir-
borðinu sé að fullvissa um, að ekk-
Makarios erkibiskup í
heimsókn hjá Konstan-
tin konungi í Rómaborg
ert sé hæft í orðrómi um, að Sovét-
ríkin hyggi á innrás f Rúmeníu,
en undir niðri komi fram áhyggjurn
ar, og ef til vill sé megintiigangur-
inn óbein mótmæli gegn afstööunni
í vestrænum löndum og að láta í
Ijós undrun yfir viöhorfi þar, og
þannig segja vestrænir fréttaritarar
í Moskvu. að það sé eins og sovét-
leiðtogar eigi ákaflega erfitt með
að skilja, að nokkuö sé að athuga
við það þótt gripið sé til slíkra
ráöstafana og geröar voru í Tékkó-
slóvakíu innan áhrifasvæðis Sovét-
ríkjanna.
Það virðist nú vera almennt tál-
iö, að miðstjórn Kommúnistaflokks
Sovétríkjanna hafi haft þessi mál
til meðferðar.
Á landsfundi brezku verkalýðs-
félaganna í Blackpool hefir verið
samþykkt tillaga um-að hafa ekkert
samstarf . við verkalýðsfélögin í
löndunum sem standa að hernám-
inu meðan það stendur.
Dr. Ota Sjik, vara-forsætisráð-
herra ríkisstjórnar Tékkóslóvakíu,
hefir beðizt lausnar. Hann var í
Júgóslavíu, er innrásin var gerö og
hefir verið þar síðan.
Dr. Sjik var sérfræðingur í efna-
hagsmálum. Talið er víst, að sovét-
leiðtogar hafi viljað hann úr stjórn-
inni vegna þess að hann standi að
því, að Tékkóslóvakía veröi efna-
hagslega óháð Sovétríkjunum.
Hernámsliöið hefir farið inn í
tvo bæi nálægt vestur-þýzku landa-
mærunum vegna óeirðai sem þar
hafa oröið og taldar stafa af því,
að ræður fjandsamlegar Sovétríkj-
i unum hafi verið fluttar í Vestur-
Þýzkalandi.
Yfirleitt er kyrrð ríkjandi í Tékkó
slóvakíu, að sögn hernámsliðsins,
en áróöri linnir þó ekki, og til vopn-
aðra árása á liöið komiö á stöku
stað.
Moise Tsjombe.
Lagt hald á
eiturlyf
Stokkhólmur: Lögreglan í Stokk-
hólmi hefur lagt hald á' 11 kg. af
eiturlyfinu hasjij í skógi fyrir ut-
an borgina.
Verðmæti þess er um 100.000 kr.
á svörtum markaði. — Birgðirnar
fundust 24. ágúst, en lögreglan vissi
ekki hverjir höfðu faliö það, en í
gær handtók lögreglan karlmann og
konu, sem komu á felustaðinn, bæði
útlend. Lagði lögreglan gildru fvrir
eigendurna eða þá, sem falið höfðu
og hafði orðið að bíða árangurs í
rúma viku.
Isveztia ber sakir
á Jiri Hajek
Moskvubiaðið Isveztija sakaði í gær
Jiri Hajek utanríkisráðherra Tékkó
sióvakíu um samstarf við nazista
í siðustu heimsstyrjöld auk þess
sem hann hafði haft samstarf við
hin „skuggalegu öfl gaenhvltingar-
innar“. Hajek var í Júgóslavíu,
þegar innrásin var gerð. Talið er,
að sovétstjómin muni krefjast þess
aö hann verði Iátinn víkja úr stjórn-
inni.
Gengislækkunarhætta
í Vestur-Evrópu
Yfirbankastjóri Vestur-Þýzkalands
ræddi hana / gær
Þessi mynd af Konstantín konungi og Makariosi erkibiskupi var
tekin um síðustu helgi, er hann heimsótti konung í Rómaborg.
Makarios var að koma úr ferðalagi um Norðurlönd og var þar
seinast í Danmörku. Hann neitaði að segja neitt um viðræður
sínar við konung — kvaðst aðeins vona, að konungsfjölskyldan
gæti brátt horfið heim aftur til Aþenu. — Þjóðaratkvæði fer
fram í haust á Griicklandi um nýja stjórnarskrá — en þjóðarat-
'.^teðisdagurinn héfir ekki verið ákveðinn.
Frankfurt: Karl Blessing yfir-
bankastjóri aöalbanka Vestur-
Þýzkalands varaði í gær við afleiö-
ingum þess, ef landið yrði neytt til
'gengisbreytinga vegna þess að önn-
ur mikilvæg lönd í Vestur-Evrópu
gerðu ekki annað en bíða róleg
eftir því hver yrði gangur málanna
meðan verðbólguhættan síaðist inn
æ meira.
Bankastjórinn talaði í þessum dúr
á fundi með bankamönnum og fleir
um og er þetta fyrsta umsögnin af
opinberi hálfu um mögulega geng-
lækkun marksins, en getgátur um
að til hennar kynni að koma hafa
skotið upp kollinum aö undanförnu.
KHÖFN — Hinar kirkjulegu hjálp-
arstofnanir á Norðurlöndum hafa
sent enn eina flugvél til flutninga
frá Fernando Po til Biafra.
LAGOS: — Sambandsstjórnin til-
kynnti í gær, að hún hefði fallizt
á, að flutningur á nauðsynjum frá
Fernando Po til flugbrautar í Bi-
afra mætti eiga sér stað til fimmtu-
dagsmorguns. Samtímis leggur sam-
bandsst' rnin áherzlu á, að sam
komulag verði gert um landleiðir
eða „göng“, sem leyft yrði að flytja
nauðsynjar eftir til flóttafólks f
Biafra. Varað er við afleiðingunum
ef loftflutningunum veröur haldið
áfram.
NEW YORK: — Blaðið New York
Times sakar í gær í ritstjórnar-
grein Bandaríkjastjórn um að að-
hafast ekkert vegna innrásarinnar
í Tékkóslóvakíu og hafi þetta að
gerðaleysi átt sinn þátt í, að sovét-
stjórnin taldi sér óhætt að fara
sinu fram til þess að koma Tékkó-
slóvakíu á kné.
BRUSSEL: — Sovézki ambassador-
inn í Belgíu, Vasilij Grubjakov,
sneri sér í gær til belgíska utan-
ríkisráðherrans Pierre Harmels yfir
hinni æsingakenndu athafnasemi.
sem hann svo kallaði, í Norður-At-
lantshafsbandalaginu. Kvaðst hann
ekki geta skilið hvers vegna næst-
um daglega væru haldnir fundir
í fastaráði bandalagsins. Harmel
svaraði því til. aö rætt væri um
ástand oe horfur eftir að herir Var-
sjárbandalags.landa hernámu Tékkó
slóvakfu, en lagði áherzlu á, að
engir herflutningar hefðu átt sér
staö í bandalagslöndunum.
GENF: — Willy Brandt utanríkis-
ráðherra sagði í gær á afvopnunar-
ráðstefnunni í Genf, að teflt hefði
verið f hættu hinni friðsamlegu
þróun, sem átt hefði sér stað í álf-
unni frá lokum síðari heimsstyri-
aldar og væri þetta mikið áfall fyr-
ir vestur-þýzka stefnu, en vestur-
þýzka stjórnin væri áfram fús til
þess að gera það sem í hennar
valdi stæöi, til þess að draga úr
benslu í sambúö þjóðanna í álf-
unni.
MOSKVA: — Málgagn kommún-
istaflokks Sovétríkjanna hefur ekki
gert að umtalsefni hina nýju for-
sætisnefnd í Tékkóslóvakfu. og er
það skilið svo. að sovétstiómin
kunni að sætta sig við, að frjáls-
ræðisstefnumenn eru þar í meiri
hluta ,að því tilskildu. að fýlgt
verði stefnu. sem Sovétríkin geta
fallizt á.
• Utanríkisráðherrar Efnahags-
bandalags Evrópu (EBE) komu
saman á fund síðar f þessum mán-
uöi og ræöir ura umsóknir Bret-
lands, írlands, Noregs og Danmerk-
ur um aðild aö bandalaginu.
• Berkeley: Bannaðar hata verrð
kröfugöngur og útifundir og
segja má, að útgö.ngubann sé í gildi
í Berkeley, vegna óeiröanna, sem
þar hafa verið að undanfömu.