Vísir


Vísir - 06.09.1968, Qupperneq 2

Vísir - 06.09.1968, Qupperneq 2
V í SIR . Föstudagur 6. september 1968. „Það ma rigna eldi og brenni steini. eg fersamt á völlinn44 — segir áhugamaður fyrir leik Benfica og Vals — Valsmenn vongóðir um góða aðsókn jbó að þessu fyrirtæki fylgi áhyggjur sem öðrum Valsmenn þurfa 500— öfugir út úr Benfica- son, sem gaf blaðamönn 600 þús. krónur í kass- heimsókninni 18. septem ann til að þeir fari ekki ber. Það var Árni Njáls- NVVV>VSVM.SVVS sss},ssv.^sy^ Ensebio um þessar upplýsingar á blaðamannafundi í gær- dag, en hann er sá sem heldur um kassann hjá knattspymudeild Vals, en Benfica er mesta fyr- irtæki félagsins til þessa á þessu sviði. Reikna þeir með að 7000 manns þurfi til að ná upp í þenn an kostnað. „Auðvitað gerum við okkur góðar vonir um að aðsóknin verði góð“, sagði áróðursmeist- ari félagsins, Baldvin Jónsson, en hann hefur staðið í ströngu að undanförnu. Forsala úti á landi er hafin á 11 stöðum og þeir félagar hafa orðið varir viö stórkostlega hreytfingu. Flugfélag íslands gefur líka mjög góðan afslátt af fargjaldi til Reykjavíkur í tilefni af leikn- um og því má búast við fjölda utan atf landi. í Reykjavík hefst forsala aðgöngumiða á þriðju- daginn kl. 13. Ein góð ástæða er fyrir því i þetta sinn að vera búinn að tryggja sér miða í tíma: Leikur- inn hefst nefnilega kl. 18.15, þar eð hér eru engin ljós á vellinum. Flestir vinna fram- eftir, margir verða eflaust aö fara beint úr vinnu, og þá er lítið púður í því aö standa utan dyra í biðröð meðan Eusebio & Co. leika listir sýnar á knatt- spyrnuvellinum. Valsmenn hafa nú fengið það staðfest að allir beztu leikmenn Benfica koma hingaö og leika. Liðiö kemur hingað með flugvél Fl frá London mánudaginn 16. september og heldur utan að morgni fimmtudagsins. Liðið mun búa á Hótel Loftleiö- um. Starfið í sambandi viö heim- sóknina hefur verið viðamikið að sögn Elíasar Hergeirssonar, formanns knattspyrnudeildar Vals. Strax þegar vitað var um að Benfica léki við Val voru þrjár nefndir settar á laggirnar og hafa starfaö vel. Yfirnefndin er skipuö Ægi Ferdinandssyni, formanni Vals, Árna Njálssyni og Elíasi Hergeirssyni, áróðurs og auglýsinganefnd stjómar Baldvin Jónsson og fjáröflunar- nefnd Guðmundur Frímannsson, en hún hefur m. a. séð um að safna auglýsingum í „pró- gramm“, sem verður gefið öll- um vallargestum, þegar leikur- inn fer fram og þvi gefið út í óvenju stóru upplagi. Valsmenn ganga að þessu verki af bjartsýni. Þó er margt sem gerir það að verkum að þeir verða ekki í rónni fyrr en aö kvöldi 18. september, þegar irski dómarinn blístrar í flautu sína til merkis um að Valur og Benfica megi hefja leik sinn. Þá sjá Valsmenn hvort starf þeirra ber ávöxt, sjá hvort þeir hafa hlotiö „stóra vinninginn". Og þó, þeir veröa varla í rónni. Úti á vellinum verða hinir ungu liðsmenn aö berjast viö sér sterkari leikmenn, — þeir verða líklega ekki alýeg búnir að „slappa af“ Valsmenn fyrr en að leiknum loknum. Fram aö 18. verða áhyggjur út af ýmsu, m. a. veðrinu. Hvernig veröur veðrið? Kannski þaö verði þó þannig eins og einn vinur minn orðaði það: „Þaö má rigna eldi og brenni- steini að kvöld þess átjánda, — og samt skal ég fara á Laugar- dalsvöllinn til að sjá Benfica, slíkt tækifæri fæ ég ekki síðar". — jbp — Snjailir knattspyrnu- menn hjá Breiðholti — Unnu Flugfélagið og Loftleiðir — Mikið lit firmaknattspyrnu um jbessar mundir Leikmenn Yals Benfica gegn Sigurður Dagsson, markvörður, 23ja ára. Lék fyrst með meistara- flokki 1965 og hetfur leikið 60 leiki. t2 A landsleikir, 1 B landsleikur og 2 landsleikir 23ja ára og yngri. Hæð 182, þyngd 80 kg. Atvinna: Kennari. Samúel Erlingsson, bakvöröur, 19 ára. Lék fyrst með meistaraflokki 1967 og hefur leikið 19 leiki. 2 leikir með unglingalandsliði. Hæö 183, þyngd 71 kg. Stud phil. . Þorstelnn Fríðþjófsson, bakvorð- ur, 28 ára. Lék fyrst með meistara- flokki 1957 og hefur leikið alls 192 leiki. 3 A landsleikir, 2 B lands- leikir. Hæð 180, þyngd 80 kg. At- vinna: Bílstjóri. Sigurður Jónsson, framvöröur, 21 árs. Lék fyrst meö meistara- flokki 1965 og hefur leikið 42 leiki. 1 landsleik 23ja ára og yngri. 2 unglingalandsleikir. Hæð 186, þyngd 73 kg. Cand. phil. Halldór Einarsson, miöframvörð- ur, 20 ára. Lék fyrst með meistara- tflokki 1966 og hefur leikið 40 leiki. 2 leikir með unglingalandsliði. Hæð 188, þyngd 90 kg. Atvinna: Skrif- stofumaður. Páll Ragnarsson, framvörður 22ja ára. Byrjaöi að leika með meistara- flokki 1968 og hefur leikið 12 leiki. Hæö 182, þyngd 75 kg. Stud. odont. Alexander Jóhannesson, útherji, 20 ára. Lék fyrst með meistara- flokki 1967 og hefur leikið 7 leiki. 2 unglingalandsleikir. Hæð 184, þyngd 70 kg. Kennaraskólanemi. Reynir Jónsson, innherji 25 ára. Lék fyrst með meistaraflokki 1964 og hefur leikið 88 leiki. 4 lands- leiki. Hæð 174, þyngd 70 kg. At- vinna: Smjörlíkisgerðarmaður. Hermann Gunnarsson, miðfram- herji, 21 árs. Lék fyrst með meist- araflokki 1963 og hefur ieikiö 100 ieiki. 8 A landsleikir, 1 B lands- leikur, 3 landsleikir 23ja ára og yngri. Hæö 177, þyngd 76 kg. At- vinna:/ Blaöamaður. Bergsveinn Alfonsson, innherji, 22ja ára. Lék fyrst með meistara- flokki 1963 og hefur leikið 103 leiki. 1 landsleik 23ja ára og yngri. Hæð 180, þyngd 77 kg. Atvinna: Trésmiður. / Gunnsteinn Skúlason, útherji, 21 árs, lék fyrst 1 meistaraflokki 1964 og hefur leikiö 35 leiki. 2 unglinga- landsleikir, Hæð 174, þyngd 71 kg. Sigurður Ólafsson, bakvöröur, 17 ára. Lék fyrst með meistaraflokki 1968 og hefur leikið 9 leiki. 1 ungl- ingalandsleik. Hæð 173, þyngd 80 kg. Verzlunarskólanemi. Smári Jónsson, útherji, 20 ára.. Lék fyrst með meistaraflokki 1968 og hefur leikið 2 leiki. Hæð 178, þyngd 65 kg. Atvinna: Verzlunar- maður. Ingvar Elísson, innherji 27 ára. Lék fyrst með meistaraflokki Vals 1964 og hefur leikið 76 leiki. 4 A landsleikir, 2 B landsleikir. Hæð 186, þyngd 75 kg. Atvinna: Rafvirki. Finnbogi Krlstjánsson, varamark- vöröur, 21 árs, Hæð 184, þyngd 78 kg. Atvinna: Skrifstofumaður. Það er engu líkara en að Breið- holtsmenn, þeir sem vinna aö bygg- ingum Framkvæmdanefndar bygg- ingaáætlunar séu vel menntaðir tii fóta ekki síður en til handa. Þar er greinilega að myndast eitt bezta firmaliö landsins í knattspyrnu, því aö skömmu fyrir utantför Flugfé ilagsmanna til Kaupmannahafnar á dögunum, þar sem þeir gerðu jafn- tefli við SAS, vann Breiðholt FÍ með 3:2, en skömmu áður höfðu liðin skilið jöfn. Þá léku Breiðholtsmenn við Loftleiðir og unnu með 8:1, og sögðu aö I það skiptið hefðu þeir náð saman sinu sterkasta liöi, en á það hefði nokkuö vantað gegn Flugfélaginu. Mikil gróska er annars i firma- knattspyrnu um þessar mundir. Greinilegt er aö hin óhóflega eftir- vinna undanfarinna ára er liðin tíð, en nú geta menn átt sínar frí- stundir og skemmt sér m. a. við knattspymuiökun. Þess skal getið að það er vel þegiö ef menn hringja til íþrótta- síðunnar með fréttir af firmaleikj- um. Það er algjör misskilningur að á síöunni eigi eingöngu að birtast fréttir af þrautþjálfuðum snilling- um, þótt þær fréttir verði aö vísu að öllu jöfnu meira áberandi. Þiúlfaranóinskeið handknattleik i Handknattleikssamband íslands mun gangast fyrir þjálfaranám- skeiði í handknattleik í Reykjavík dagana 13.—15. september. Tækninefnd handknattleikssam- bandsins mun sjá um framkvæmd námskéiðsins. Kennarar verða Jón Erlendsson, Birgir Björnsson og Karl Benediktsson. Þátttökutilkynningar berist stjórn H.S.Í., pósthólf 6 fyrir 11. þ. m. Firmaeigendur og forráðamenn firma Athugið að á laugardaginn kemur birtist heil- síðu auglýsing hér í Vísi um þátttakendur í Firmakeppni Golfklúbbs Reykjavíkur. Firmunum verður raðað upp í verksviðaröð. Keppnin fer fram sunnudaginn 8. september og verður pess nánar getið í auglýsingunni á laugardag. Golfklúbbur Reykjavíkur.

x

Vísir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.