Vísir - 06.09.1968, Side 8

Vísir - 06.09.1968, Side 8
8 V1SIR . Föstudagur 6. september 1968. VISIR Otgefandi; Reykjaprent h.I. Framkvæmdastjóri Sveinn R. Eyjólfsson Ritstjóri: Jónas Kristjánsson Aðstoðarritstjóri: Axel Thorsteinson Fréttastjóri: Jón Birgir Pétursson Ritstjórnarfulltrúi: Valdimar H. Jóhannesson Auglýsingastjóri: Bergþór Olfarsson Auglýsingar: Aðalstræti 8. Slmar 15610 11660 og 15099 / Afgreiösla: Aðalstræti 8. Sími 11660 ) Ritstjóm: t augavegi 178. Slmi 11660 (5 línur) / Áskriftargjald kr. 115.00 á mánuði innanlands J 1 lausasölj kr. 7.00 eintakið / Prentsmiðja Vísis — Edda h.f. j Sósíalismi og frelsi Qlafur Björnsson prófessor hefur nýlega, bæði í grein \ í Morgunblaðinu og viðtalsþætti í sjónvarpinu, sýnt ( ljóslega fram á, að sósíalismi og frelsi geta ekki farið / saman. Alræðisstefnan í kommúnistaríkjunum er ) þannig vaxin, að kerfið verður óstarfhæft, ef borg- ) urunum er leyft að gagnrýna stjórnarvöldin. Ef j frjálsri hugsun og frjálsri gagnrýni er hleypt af stað ( í þessum ríkjum, þróast skipulagið fljótlega til borg- ( aralegs lýðræðis og samkeppnisstefnu í hagmálum. / Þessi þróun var komin af stað í Tékkóslóvakíu, ) þegar sovézka heimsveldið stöðvaði hana með her- ) valdi. í Tékkóslóvakíu var lýðræðislegt skoðanafrelsi j byrjað að mótast og farið að beita vestrænum hag- ( stjórnaraðferðum. Ef Tékkar hefðu fengið að vera / í friði, hefði þar þróazt smám saman á löngu árabili / þjóðskipulag í líkingu við það, sem ríkir í Vestur- )) Evrópu. Þetta vissu valdhafarnir í Sovétríkjunum. i) Þeir hafa haft mikla raun af því að fylgjast með \ þróuninni í Júgóslavíu. Þar er farið er að örla á skoð- ( anafrelsi og vestrænir „auðvalds“-sérfræðingar eru ( fengnir til að koma og reka fyrirtæki og sprauta / vftamíni í doða sósíalismans. Fyrir bragðið hefur efna ) hágsástandið batnað mun örar í Júgóslavíu en í þinum ) kommúnistaríkjunum. Rússnesku valdhafarnir sjá, að / þeir muni smám saman missa tökin á þjóðum Austur- ) Evrópu, ef þessi endurnýjun nær að breiðast út. Þess ) vegna voru þeir ekki seinir á sér að kúga Tékka, þegar J þeir ætluðu að sigla h'raðbyri sömu leið og Júgóslavar. ( Lýðræðissinnaðir jafnaðarmenn á Vesturlöndum ( hafa fyrir löngu séð, að alræði sósíalismans og frjáls / skoðanamyndun fara ekki saman. Aðeins hinir íhalds- ) sömustu þeirra gæla enn við hugmyndir um þjóðnýt- ) ingu og miðstjórn atvinnulífsins. Að öðru leyti hafa '/ vestrænir jafnaðarmenn viðurkennt ágæti borgara- legrar efnahagsstefnu, eins og reynslan á Norðurlönd- j; um og annars staðar sýnir. Þetta viðhorf jafnaðar- y , manna sýnir fram á skipbrot alræðisstefnu sósíalisma. y, Það er heldur ekki von á góðu, þegar misvitrir menn '( byggja þjóðskipulag og efnahagskerfi á kreddukenn- :/ ingum frá 19. öldinni. Karl Marx kom á sínum tíma ) með athyglisverðar og nýjár hugmyndir, en allt hans V kreddukerfi hefur síðan reynzt byggt á sandi. Ekki y bætir úr skák, þegar kenningar hans hafa fengið túlk- (; un Lenins, Stalins og annarra slíkra. Það væri hægt (■' með sama ái;angri að hefja rétttrúnað á kenningar ' Platós eða Tómasar frá Aquina. / En við verðum að sætta okkur við, að í hverju þjóð- ) félagi sé hópur manna, sem verður að hafa einhverjar j slíkar kreddur til að Jaga líf sitt og hugsanir eftir. ( Þannig eru Þjóðviljamenn, sem sitja með sveittan ( skallann við að fletta upp í Marx og leita að kenni- / setningum, sem eru í samræmi við atburði líðandi ) stundar. En slíkt hættir að vera gamanmál, þegar ) kreddumeistaramir geta kúgað heilar þjóðir undir j harðstjóm kenninganna. (( SPJALLAÐ UM IÐNPRÓUNINA Ottó Schopka: INNFLUTKINGS- GJALDIÐ Innflutt hráefni til iðnaöar, hver eru áhrifin í samkeppni viö erlendar iðnaðarvörur. J fyrradag tóku gildi bráöa- birgðaráðstafanir vegna hinnar óhagstæðu þróunar efna- hagsmálanna á undanförnum misserum, sem gilda eiga þar til fundin hafa verið varanlegri ráð til þess að mæta þeim vanda, sem nú er við aö etja. Aðgerð ríkisstjórnarinnar er i sjálfu sér einföld, lagt er 20% innflutningsgjald á allar inn- fluttar vörur svo og á ferða- mannagjaldeyri. Áhrif þessarar ráðstöfunar eru að sumu leyti hin sömu og áhrif gengisiækkun ar, þ. e. allar innfluttar vörur hækka nokkuð í verði. Hins veg- ar fá útflutningsatvinnuvegirnir ekki hærra verð í ísl. kr. fyrir af- uröir sínar vegna þessarar að- gerðar, en að undanförnu hefur ríkissjóður orðið að taka á sig verulegar skuldbindingar um greiöslu ýmiss konar uppbóta til sjávarútvegsins og fiskiönað- arins, og er tilgangurinn meö innflutningsgjaldinu því m. a. að afla ríkissjóði tekna til þess að standa viö þessar skuldbind- ingar. Aö því leyti jafngildir að- gerðin millifærslu fjármagns til útflutningsatvinnuveganna frá öðrum atvinnuvegum og er hliðstæð gengislækkun hvað þaö snertir. Áhrif þessarar ráðstöfunar á iönaöinn eru mismunandi eftir aðstööu hinna ýmsu iðngreina. Almennt má segja. að innflutn- ingsgjaldið á innfluttum hráefn- um og rekstrarvörum auki veru lega á rekstrarfjárskort iönfýr- irtækja. Ólfklegt er, að unnt sé að auka rekstrarlán til fyrir- tækjanna í þeim mæli, sem nauð synlegt væri, og kann það að valda þeim fjárhagslegum erfið- leikum. Að sjálfsögðu kemur þetta verst við þær iðngreinar, þar sem innflutt hráefni er til- tölulega stór þáttur í framleiðslu kostnaðinum. Þær iðngreinar, sem keppa við innfluttar iönaöarvörur, fá nokkuð bætta samkeppnisað- stöðu, en vegna hækkunar á inn- fluttum hráefnum verður hreinn ávinningur þvf minni, sem hlut- deiid þess er stærri þáttur í framleiðslunni. Meiri hækkun er lendu vörunnar en hinnar inn- lendu gæti leitt til þess, að eftirspurnin beindist meira aö hinum innlendu vörum, og er þannig líklegt, að þrátt fyrir nokkra verðhækkun þeirra, muni sala innlendu fyrirtækj- anna ekki minnka. Á hinn bóginn versnar nokk- uö aðstaða þeirra iðngreina, sem framleiða fyrir innlendan mark- að án erlendrar samkeppni að því leyti, að hækkun á innflutt- um hráefnum og rekstrarvörum eykur rekstrarf járþörf fyrir- tækjanna. Ennfremur er líklegt, að samdráttur í kaupgetu muni almennt bitna á sölumöguleikum þessara iðngreina. Aðstaða þeirra iðnfyrirtækja, sem eiga í samkeppni við erlend fyrirtæki um sölu á þjónustu, en það eru einkum skipaviö- gerðarstöövarnar, versnar að öðru jöfnu viö þessar aögerðir. Stöðvarnar þurfa að greiða inn- flutningsgjaldið af öllu efni, sem þær nota til viðgerða, svo og af rekstrarvörum sínum. Á hinn bóginn er því lýst yfir, aö duldar greiðslur til útlanda verði tak- markaðar eins og kostur er, en þaö þýöir m. a., að ekki verða leyfðar gjaldeyrisyfirfærslur til aö greiða skipaviögerðir erlend- is, ef hægt er að framkvæma viðgeröimar hér á láridi. Er von andi aö þessi fyrirætlUn fái stað- izt, þvf að á miklu veltur aö slík vinna sé sem mest framkvæmd í landinu, bæöi til þess að nýta þá miklu fjárfestingu, sem í hef ur verið lagt í skipaviðgerðar- stöðvum, og ekki síöur til þess aö halda uppi atvinnu í skipa- smíða- og málmiðnaðinum, en þar hefur verið tilfinnanlegur verkefnaskortur að undanförnu. Vegna sérstakra erfiðleika í 13. síöa. Hvernig verður aðstaða skipasmíðan.ia með tilkomu innflutn- ingskjaldsins?

x

Vísir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.