Vísir - 10.09.1968, Page 1
VISIR
58. árg. - Þriðjudagur 10. september 1968. - 202. tbl.
Tortryggilegur maður hand-
tekinn við Hljómskálagarðinn
Sýndi gangandi konu áreitni
Kona nokkur kaerði fyrir
nokkrum dögum til lögreglunnar
mann, sem hafði ráðizt að henni,
’þar sem hún var ein á gangi
seint að kvöldi hjá Hljómskála-
garðinum. Henni tókst að sleppa
úr klóm mannsins, áöur en hann
gæti unnið henni nokkurt mein.
í nótt handtók lögreglan
mann, sem í öllu útliti svaraði
mjög til lýsingar þeirrar, sem
konan hafði gefið á árásarmann-
inum. Kom lögregian að mann-
inum, þar sem hann var að ó-
náða konu á gangi hjá Hljóm-
skálagarðinum.
Lögreglumenn, sem voru á
eftirlitsferö eftir Hringbraut
seint í gærkvöldi, veittu eftir-
tekt konu, sem var ein á ferli
á gangi vestan við Hljómskála-
garðinn. Óku þeir áfram leiðar
sinnar, en sneru brátt við og
hugðu að ferðum konunnar og
sáu þeir þá, hvar í för með
henni hafði slcgizt maður, sem
hvergi hafði bólað á áður.
Gáfu lögreglumennirnir sig á
tal við þau og fundu þá, að
konunni var ekki um manninn
gefiö, né fylgd hans, enda hafði
honum skotið upp einhvers stað
ar úr myrkrinu. Hafði henni orð
ið bilt við og enn órólegri varð
10. sfða
Islenzk föt á
kaupstefnu
Prjónastofan Peysan hefur þennan- bás á sýningunni „íslenzkur fatnaður 1968“.
■ Kaupstefnan og sýningin
„Islenzkur fatnaður 1968“
verður opnuð í dag kl. 17 í and-
dyri Laugardalshallar. Standa að
sýningunni 22 íslenzkir fatafram
leiðendur. Er sýningin og kaup-
stefnan aðallega ætluð sem kynn
ing á vörum ýmissa fyrirtækja
og gefst kaupmönnum og kaup-
félagsstjórum kostur á að sjá á
einum stað þær vörur, sem þeir
hefðu í huga að kaupa, ekki sizt
L UNNINGIN FARIN 0G OLIA
LEKUR ÚR LFIÐSLUM
— Búizt er við að Surprise liðist sundur i
hvassviðri næstu daga
BB Togarinn Surprise er
nú tekinn að liðast
sundur á Landeyjasandi.
Vísir hafði tal af Ágústi
Jónssyni bónda í Siglu-
vík í morgun. Sagði
hann að lunning skips-
ins, stjómborðsmegin,
væri næstum farin. —
Skipið væri orðið hálf-
fullt af sjó. Og í gær var
olía farin að flæða úr
því. Hafði leiðsla í dekki
rofnað um leið og lunn-
ingin fór og seitlaði olí-
an út í sjó. Þessi leki var
fljótlega stöðvaður með
því að troða upp í leiðsl-
una.
Ágúst taldi, að aðstæðurnar
til þess að bjarga skipinu hefðu
ekkert versnað að öðru leyti en
því að það hefur laskazt tals-
vert..
— f>að liggur svona og hallar
á sjó, sagði Ágúst, eins og það
geröi og ofan við það hlaðast
upp sandhrannir í fjörunni. —
Hins vegar flýtur togarinn enn-
þá ofan á sandinum.
Ágúst sagöi, að engu hefði
verið bjargað úr skipinu, síðan
skipsmennirnir fóru með dýr-
mætustu tækin, utan hvað boð
hefðu komið um að ná í björg-
unarbátana ?og yrði þaö gert á
fjöru í dag. — Veðurútlit er nú
ískyggilegt á sandinum, spáir
hvassviðri og má búast við að
skipið liðist þá sundur.
Sjópróf út af strandinu stóöu
yfir í Hafnarfirði I allan gærdag
og varð ekki lokið. Óvíst er,
hvort þeim lýkur f dag.
með jólasölu í huga. Er sýning-
in eingöngu opin kaupmönnum
fram að helgi en á laugardag
verður hún opnuð almenningi kl.
14. Verða tízkusýningar á ís-
lenzkum fatnaði um helgina.
Blaðið leit inn í Laugardalshöll-
ina í morgun og var þá margt eftir
ógert í mörgum sýningarbásanna.
Verður auösæilega mikið að gera
fyrir þær uppstillingardömur, sem
vinna við sýninguna í dag, en þær
hafa unnið fram á rauða nótt und-
anfarið. Fátt fólk var þarna á ferli,
en einn islenzkur fataframleiðandi
var þó að huga að bás sínum og
tókum við hann taii.
Ingvi Guðmundsson er meðeig-
; 10. síða.
WWAA/WWWWWVW'
Menningarvitar
og aðrir vitar
— Svo nefnist fyrsta
greinin í greinaflokki,
sem Jónas Kristjánsson,
ritstjóri Vísis, skrifar í
blaðið um sérstæða stétt
manna á íslandi. Grein-
ar þessar munu birtast í
blaðinu næstu daga og
er fyrsta greinin á blað-
síðu 8 í dag.
^AAAAAAAAAAAAAAAAAA^
Lokið viðgerð á simabiluninni:
Húseigandinn
hafði götuleyfí
★ Lokið er viðgerð á sl’tnu sínia
strengjunum, svo allir höfðu
fengið síma sína í Iag, þegar við-
skipti hófust á nýjan leik í gær-
morgun að loknu helgarfrii.
Unnu viðgerðarmenn Lands-
símans á vöktum frá því á fimmtu
dag og fram á sunnudag við að
tengja saman línurnar til bráða-
birgða, en siðar verður svo gengið
frá stokknum til fullnustu.
Komið hefur í ljós, að húseigand
inn að Hverfisgötu 12, sem sjálfur
annaöist viðgerð á holræsalögn
hússins —en af henni orsakaðist
símabilunin — hafði fengiö götu-
leyfi fyrir framkvæmdinni. Var
þar um að ræða framlengingu á
eldra götuleyfi, því að ekki vannst
tími til þess að útvega nýtt (slíkt
tekur venjulega 2—3 daga) vegna
þarfar á skjótri viðgerð. Hafði
skólpleiðsla hússins stíflazt með
þeim afleiðingum að skólpið flæddi
um kjallara hússins.
Húseigandinn kom að máli viö
blaðið og skýrði svo frá. að í fyrstu
hefði verið unnið að greftri fyrir
skólpleiðslunni með handverkfær-
um, svo að síður væri hætta á
skemmdum á lögnum sem fyrir
10 síða
„Það er rödd fólksins sjálfs
sem brýzt íram"
— segir Hannibal Valdimarsson
■ Það bar til tíðinda á fundi
kjördæmisráðs Alþýðubanda
lagsins í Vestfjarðakjördæmi um
helgina, að meirihluti fulltrúa-
ráðs samþykkti ályktun þess efn
is, að lýðræðissinnar innan
flokksins segðu sig úr flokknum
og segðu af sér öllum störfum.
Þetta var samþykkt vegna þeirr-
ar skoðunar fulltrúanna, að bað
sjónarmið, að Alþýðubandalagið
væri stór sameiningarflokkur
vinstri sinnaðra manna í land-
inu, hefði orðið að víkja fyrir
flokkslegum sjónarmiðum Sósí-
alista í Reykjavik sem höfðu náð
undirtökum í flokknum.
Vísir hafði samband við Hanni
bal Valdimarsson, foym. Alþýðu-
bandalagsins, í morgun, en það
eru stuðningsmenn hans, sem
stóðu að ályktuninni. Hannibal
sagði:
„Um það hef ég ekki ýkja mikið
að segja þessa stundina, en í álykt-
um meirihluta kjördæmisráðs Al-
10. sfða
Nýja álagningin í dag
Búizt er við endanlegum niður-
stöðum í Verðlagsnefnd í dag um
hæð álagningar eftir bfáðabirgða-
Iög ríkisstjórnarinnar. Samkomulag
hafði ekki tekizt í nefndinni, er síð
ast fréttist. Ágreiningur mun hafa
verið meðal nefndarmanna um á-
lagninguna á íslenzkan iðnaðarvarn
ing, sem þarf að flytja inn hráefni
til framleiðslunnar.
Svo virðist sem hækkunin verði
um 8—15 af hundraði á flestum
vörum og því meiri þvi minni
hluti sem tollar eru af heildar-
verðinu. Þannig ætti matvara að
hækka tiltölulega mikið, eða allt
að 15%. Minni hækkun verður á
vefnaðarvöru og hreinlætisvörum,
eða 8—12 af hundraði.