Vísir - 10.09.1968, Qupperneq 2
/
VlSIR . Þriðjudagur 10. september 1968.
I* •
<
Skeyti til Vals:
ÞEIR KOMA ALLIR
VALSMENN eru farnir aö sjá fram á mikla aðsókn utan af landi að sögn þeirra Ægis Ferdinandssonar
og Árna Njálssonar. — Og í dag hefst forsala aðgöngumiða í Reykjavik. Selt verður i sölutjaldi við
Útvegsbankann. Greinilegt er, að stúkumiðar verða rifnir út á svipstundu, sennilega stuttu eftir að
opnað verður klukkan 13, en helmingurinn er þegar seidur úti á landi og urðu Valsmenn að tak-
marka mjög söluna þar, því að gefa verður kost á miðum hér einnig eins og skiljanlegt er. —
Á Iaugardagskvöldið barst skeyti frá Benfica, sem hér fylgir o- staðfestir hvaöa leikmenn koma.
Alls eru þeir 18 og eins og sjá má eru allir beztu leikmenn félagsins í hópnum.
Li'Sboa hí/ih 1
Helgi Sveinsson
gullmerki ÍSÍ
eL t
kna 11 sr; vrnu f e lao i
m
Vrilur revjavik
• re .your c able ?nd instant names our olayers
—" ‘V- •ias follov/s nascimento henrique adoLfo humberto rauL cruz
J—^ ^
-Hiacinto coluna nraca toni aunusto torres eusebio sioes aouas
cavem viera praia renards
•n
benfica
r
•jy
T'
m
HESTAMENNIKÁRDIMOMMUBÆ
FÁ ÞEIR INNGÖNGU í ÍSl?
— Þetta var eitt af „vandamálunum" á
'lSI-þinginu — Glæsilegt Jbing, en fram-
kvæmdalitið — Þingfulltrúar virðast leggja
allt traust á framkvæmdastjórnina
■ Til hvers eru íþróttaþing haldin? Þessi spurn-
ing var áleitin á íþróttaþingi ÍSÍ um helgina. Marg-
ir þingfulltrúa voru þeirrar skoðunar, að þetta þing-
hald þjónaði vart þeim tilgangi. Umræður held ég
að megi heita gagnslausar með öllu, endanleg nið-
urstaða af umræðum var ekki fyrir hendi og fá mál
voru tekin fyrir svo stór að til þess þyrfti að kalla
menn saman hvaðanæva að af landinu.
■ Þess vegna spyrja menn: Hvers vegna þá allt
þetta brambolt?
Ég held persónulega að Iþrótta
sambandsstjórnin sé ákaflega
sterk og ekki er nokkur vafi á
að henni hefur tekizt að afla
íþróttahreyfingunni talsverðra
tekna, bæði með sígarettupening
unum og eins landshappdrætt-
inu, Störf framkvæmdastjómar-
innar hafa fallið i farveg og eru
framkvæmd eins og bezt verður
á kosið. Fulltrúar á landsþingi
eru ekki lengur nein svipa á
þá menn sem í raun réttri
stjórna. Þeir koma aðeins til að
sitja veizlur og kjósa aftur sömu
stjórn.
Á þinginu um helgina voru um
ræður um það hvort hestamenn
í Stanleyville og Kardimommu-
bæ skyldu fá að gerast félagar
í ÍSÍ. Um þetta atriði gátu menn
karpaö fram og aftur. Sumir sáu
fyrir sér hestamenn vera ríð-
andi um iðjagræna Olympíu-
völlinn, þar sem þeir renndu
Faxa gamla yfir allar hindranir.
Jú, vfst hlutu þeir í Kardi-
mommubæ að geta talizt íþrótta
menn! Aðrir voru ekki á sömu
skoðun töldu jafnvel að júdó-
menn ættu alls ekki heima í ÍSÍ
nema þeir kæmu úr félagi ræðu-
manns.
Talsvert var sent af kviðling-
um á milli mahna og voru þeir
lesnir upp og vöktu mikla kát-
ínu fundarmanna. Sannarlega
voru mörg þeirra hátíðaljóða
verölaunabær.
En sem sagt, tveggja daga
fundahöld með einstaka hléum á
milli, sem notuð voru til veizlu
halda og ferðalags til Lauga-
vatns, þar sem fyrirhuguð
fþróttamiðstöð var skoðuð, var
til lítils gagns fyrir iþrótta-
hreyfinguna, — alla vega það
sem að fréttamönnum sneri.
Ég er ekki frá því á hinn
bóginn að gott sé fyrir fulltrúa
íþróttamanna um allt land aö
hittast á tveggja ára fresti eöa
svo. Hér skapast ómetanleg
kynni milli manna, og án efa er
„baktjaldamakkið“ mun merki-
legra eðlis en þinghaldið sjálft.
Það er greinilegt að menn
treysta framkvæmdastjórninni
fyrir öllum málum íþróttamanna
og telja ekki nauðsynlegt að
mikiar umræður fari fram um
málefni þau sem íþróttamenn
telja þó mikilvægt að séu rædd
á slíkum þingum. Má þar m.a.
nefna mál eins og greiðslu fyrir
vinnutap íþróttamanna, sem er
mjög aðkallandi, þjálfaramál
sem ég tel aö leysist ekki sjálf-
krafa þó að þjálfunarmiðstööin
á Laugarvatni komist fljótt i
gagnið, og þá hefði mátt ræða
fjármál íþróttahreyfingarinnar
meira en gert var, því að iþrótt-
imar í landinu, hin einstöku
íþróttafélög, eru mjög hart
^V->. 10 sfða
Þríþrautin gefst vel
ÁRANGURINN af þríþraut FRÍ
og bamaþlaðsins Æskunnar virðist
ætla að verða góður. Nú þegar
em að koma fram á sjónarsviðið
unglingar. sem hófu afskipti af
frjálsum iþróttum gegnum þessa
keppni.
Keppnin er eins og kunnugt er
fyrir 11-13 ára börn og er keppt
í _ 60 metra hlaupi, hástökki og
knattkasti. Keppnin fer fram á tíma
bilinu 1. sept. til 31. okt. og stend-
ur þvf yfir ’ skólunum og geta
leikfimikennarar gefið upplýsingar
um keppnina.
Síðast tóku þátt 3580 börn frá
, 37 skólum. Heitið er verðlaunum
og þau eru ekki af lakara tag-
: inu, stigahæsta stúlkan og stiga-
! hæsti nilturinn fá flugfar með Flug
! félagi íslands. Úrslitakeppnin, bar
sem 6 beztu piltarnir og jafmargar
j stúlkur mætast, fer fram í júnf á
I næsta ári.
Loftleiðir ekki
með a-lið gegn
Breiðholti
LOFTLEIÐAMENN voru ekkert
yfir sig hrifnir að vera bendlaðir
við 8:1 tapið gegn Breiðholti. Hið
rétta í málinu mun þó vera það
að þar var ekki a-lið Loftleiða á
ferðinni, sennilega b eða c-lið, sem
tapaði svo stórt. Hins vegar vann
Breiðholt Loftleiðir með, 1:0, þegar
a-liðin mættust.
Hlelgi Sveinsson íþróttakenn-
ari hefur veriö einn af mestu
íþróttafrömuðum Siglufjarðar sl.
30 ár og eingöngu starfaö að
þeim málum allan þann tíma.
Hann hefur verið íþróttakennari
barna- og gagnfræðaskólanna, sund
kennari, forgöngumaöur í skíða-
íþróttinni, sem borið hefur hróður
Siglfirðinga út um byggðir landsins,
og dómari í flestum skíðaíandsmót
um, frá því að þau hófust. Knatt-
spyrnuunnandi hefur hann verið
alla sína tíð og knattspymudómari
í mörg ár.
Gísli Halldórsson sæmir Helga
gullmerkinu
Fimleikar hafa verið mikiö á-
hugamál Helga og hefur hann oft
haft úrvalsmönnum á að skipa í
sýningarflokkum sínum. S.l. vet-
ur æfði hann fimleikaflokk, sem
vakið hefur mikla athygli þar sem
hann hefur komið fram. Flokkur
þessi sýndi fimleika á afmælishá-
tíð Siglufjarðar í sumar, á þjóð-
hátíð Vestmannaeyja og í Húsafells
skógi um verzlunarmannahelgina.
Helgi varð fimmtugur hinn 3.
júlí s.l. og í því sambandi var
honum mikill sómi sýndur af hálfu
íþróttamanna, sem þakklætisvott
fyrir mikil og óeigingjöm störf.
Forseti íþróttasambands íslands
sæmdi hann gullmerki sambandsins
íþróttabandalag Siglufjarðar af-
henti honum áletraðan silfurskjöld
og gamlir og nýir félagar hans í
fimleikaflokkunum gáfu honum
forkunnar fagra styttu. \
Það er mikill fengur hverju
bvggðarlagi að hafa innan sinna vé-
banda jafn áhugasama og duglsga
menn. sem sinna viðfangsefnum
sínum af þvílíkum alhug og kost*
gæfni. sem Helgi Sveinsson hefuv
ávallt sýnt við störf sin.
Auglýsið í V5SI