Vísir - 10.09.1968, Síða 9
VÍSIR . Þriðj"dagur 10. september 1968.
9
t
„Fólk nú til dags
hefur ekki tíma
til að búa til mat"
— Spjallað v/ð N'iels Marteinsson, sölustjóra
um grænmetið i verzlununum
Címinn hringir og þaö er nokk-
uö jafn straumur útkeyrslu
manna, sem leitar aö lúgunni,
en bak viö situr Níels Marteins
son, sölustjóri Sölufélags garð-
yrkjumanna.
Allir vilja fá aö tala við Nilla.
Þegar næði gefst berum viö
fyrir hann fyrstu spurninguna.
— 1 verzlunum hefur borið á
nýjum grænmetistegundum
sem hafa ekki sézt áöur, hefur
ræktun garðávaxta hérlendis
beinzt inn á nýjar og spenn-
andi brautir?
— Þaö er alltaf verið aö reyna
nýjar tegundir eftir þvi sem
hægt er, núna eru t.d. á mark-
aðinum fyrir utan það venju-
lega eggaldin, þaö grænmeti
sem kallast ,,sölbeder“ á dönsku
og ég hef ekki ennþá nafn yfir,
en er grænmeti af seljurótar-
ættinni og svo er það sólselj-
an. Eftirspumin í hana er allt
af að aukast og er þaö svo, aö
viö höfum varla annað henni.
— Eru það einhverjir sér-
stakir garðyrkjumenn, sem
leggja stund á tilraunir?
— Já, ég myndi tiltaka Garö
yrkjuskóla ríkisins aö Reykjum,
hann er framalega í þvi að reyna
ýmislegt nýtt, t.d. voru það þeir
sem komu með paprikuna á
markaðinn hér og sömuleiðis
eggaldiniö.
— Er möguleiki á því fyrir
íslenzka neytendur að fá græn-
meti ræktað hér allt árið um
kring?
— Ég held að það sé alveg úti
lokað en þó er tíminn, sem líð-
ur á milli þess að grænmetið
fáist á markaðinum, alltaf að
styttast. Fyrir nokkrum árum
var grænmetið á markaðinum 6
mánuði ársins, nú má segja að
það sé fáanlegt 3 marrttði. Þá
eru það þrír mánuðir, þessi
dimmi tími áTsins, sem vantar
upp á, að grænmetismarkaður-
inn sé starfandi allt árið. Tómat-
ar og gúrkur fást núna alla
þessa mánuði og t.d. gulrófur
frá júli allt til maí-júní eftir þvi
hversu birgöirnar endast.
Nú kemur inn kaupmaöur,
sem kvartar yfir því að „kúnn
arnir“ neyti ekki eins mik-
ils grænmetis og ákjós-
anlegt væri, en hann tekur
samt stóra pöntun og tekur með
sér undir arminn, bunka af
grænmetisbæklingi sölufélags-
ins. ■
— trefur grænmetisneyzla
aukizt hér?
— ■áá hún eykst alltaf með
hverju ári. Við höfðum græn-
metiskynningar í matvöruverzl-
unum fyrir nokkrum árum og
svo eru það fleiri og fleiri, sem
hafa ferðazt út og kynnzt græn
metisréttum, sem þeir varla
vissu að voru til áður.
— Hvers vegna er grænmet-
ið svona dýrt?
— Byggingarkostnaður gróð-
Iurhúsa hér á landi og viðhald
vegur upp í og meir en það
kyndingarkostnað erlendra
gróðurhúsa og þessi kostnaöur
er lagður á vöruna.
• VIÐTAL
DAGSINS
— En grænmeti, sem ræktað
er úti?
— Gulrætur, kálið og rófurn
ar, sem er ræktað úti hefur nú
lækkað frá sumarverði.
— Hver er hámarksálagning
kaupmanna?
— Hún er 34% og söluskattur
inn.
— Hvernig er dreifingu garð-
ávaxta hagað?
— Ég álit, að hún sé
í nokkuð góöu lagi. Það er farið
í flestallar verzlanir borgarinn-
ar daglega og dreifingin út á
land er með bílum, flugvélum og
skipum eftir því hvaöa sam-
göngutæki eru notuð á hvern
stað.
— Fá allir, sem vilja nóg af
grænmeti?
— Þaö er of mikið sagt, að all-
ir fái nóg þvFað. það.ier,;erfttt
að miðla þessum1 hlutum,7 það
er svo stutt tímabil, sem er yfir
• yfirfljótandi nóg grænmeti. Það
er alltaf vandamál að vera
skömmtunarstjóri. Framtaks-
semi kaupmannanna ræður líka
miklu um hversu mikið er á boö-
stólum í hverri verzlun en einn-
ig er það atriöi, að neyzla í
hverfum er misjöfn og þvf tak-
markað í sumum þeirra hvað
verzlunarstjórinn getur tekið
inn.
— í hvaða hverfum er mest
neyzla?
yiö skiptum borginni í fjög-
ur útkeyrslusvæöi og eftir
því er mest keyrt út af græn-
meti í Miöbæinn og Vesturbæ-
inn og þar er gríðarmikil sala
í öllum tegundum. Einnig er
mikið selt í Hlíða- Háaleitis-
Bústaða- Smáíbúða- og Árbæjar-
hverfi. I Árbæjarhverfi er
mikiö af ungu fólki sem
viröist kunna að meta græn-
meti. Hins vegar er salan 'með
minnsta móti í Kleppsholtinu og
Laugamesinu og minnst keypt
þar af grænmeti, sem nýlega
er komið á markaðinn t.d. blað-
lauk og seljurót.
— Er torgsala útilokuð í
Reykjavík?
— Já, það er útilokaö að selja
á torgum. Borgarlæknisembætt
ið leyfir það ekki. Fyrir nokkr-
um árum var torgsala á Óðins-
götu en hún var lögð niður.
— Myndi torgsala ekki hafa
lægra verð á grænmeti í för með
sér?
—Eftir reynslunni erlendis
myndi það vera. Torgsala þar er
ódýr sala. Það er meiri álagn-
ing hjá verzlununum, sem hafa
byggt fyrir milljónir, en hjá
fólki, sem kemur nokkrum sinn
um í viku á torgin með sín
borð.
— Hver er fra’ tis
ræktunar hér á
— Það er enginn vi, að
það veröa miklar framfarir í
grænmetisræktunarmálum á
Níels Marteinsson.
næstu árum. Við höldum áfram
og ^erum betur.
— Hvernig fór með þá tilraun
sölufélagsins, að koma með
frystar gúrkur á markaðinn?
— Salan var svo lítil, að hún
borgaði sig ekki. Fólk nú til
dags hefur ekki tíma til aö búa
til mat. Það vill fá allt tilbúið á
borðin. s.b.
Listir-Bækur-Menningarmál
Mest rautt
TVTyndheimur Hafsteins Aust-
manns hefur ekki breytzt
að ráði síðustu árin. Þó sýnist
mér málarinn hafa stækkað víg
völlinn — horfi nú til fleiri átta
og losi sig smám saman úr
viðjum hins fastmótaða kerfis
sem óneitanlega hefur staöið
nokkuð í vegi fyrir því, að hvert
verk um sig fengi að njóta sjálf
stæðrar tilveru. Mér er ljóst
að kerfið, er ég nefni svo (t.m.
efnismeöferðin hugmyndimar,
formbreytingarnar, já — til-
finnirígin fyrir öllu þessu vax-
in f heild) hefur verið Hafsteini
notadrjúgt. Það hefur sem-
sé komið æ betur í ljós, aö
hann er ekki einn af þeim mönn
um sem geta ekki grafið á sama
blettinum stundinni lengur og
finna því naumast annað en
ranghverfuna á skáninni. Nei...
hver mynd hans vex að tals-
verðu leyti upp úr reynslu þeirr-
ar næstu á undan. Aftur á móti
er málaranum ekki nægilega
ljóst að hann þarf allra helzt
að gleyma kunnáttu sinni í
hvert sinn er hann byrjar á nýju
verki til þess að finna eitthvað
sérstætt — einstætt, og komast
hjá endurtekningu. Þetta er sfð
ur en svo vandamál Hafsteins
eins. Flestir eða allir starfsbræð
ur hans verða að horfast í augu
við það -/ seint eða sriemma.
Margt smátt og stórt á sýningu
Hafsteins leiðir í ljós að hann
er málari að eðlisfari. Hann er
fljótur að átta sig á því hvaða
litir falla saman og mynda góðar
heildir. Og þegar bezt gengur,
eru málverk hans og vatnslita-
myndir ofnar úr örfínum þráð-
um og breiðum böndum. Haf-
steinn er snjallari í að tæpa á
atriðum og hugmyndum sem
verða honum að efni f listaverk
ið en varpa skæru ljósi á stað-
Hafsteinn Austmann.
reyndir lífsins. Hvígráa myndin
á endaveggnum (til vesturs) er
gott dæmi um þetta. Hún er
bæði fínleg og hlý mynd, sem
lifir lengur en daginn í dag án
þess að blikna. Raunar hygg ég
aö segja megi hið sama um
nokkur önnur verk á sýning-
unni í Unuhúsi. En gleðilegast
er þó, að rauða málverkið á
vesturveggnum miðjum, hvíslar
gætilega að okkur gestunum, að
höfund þess gruni, að hvellar
eða ófrýnilegar andstæður séu
þúsund sinnum meira virði en
skrautlegir litir og smekkleg
röðun formeindanna. Þetta
rauða málverk er að minni
hyggju. vold.ugasta listaverkið i
safni Hafsteins fram að þessum
degi.
Hjörleifur Sigurðsson
| USENDDR |
ÞAÐ ERU LESENDUR, sem
hafa orðið f bessum þætti okk
ar, sem birtist eins oft og
okkur stutt os góð bréf, en
listin að segja frá "*r að
vera tuttorður oh gagnorðui
eins og forfeður vorir, ber’.ir
beir rituðu fslendingasnqurn-
ar. R>-éf t»1 okkar að sen'1
,ast til eftirfarandi heimilis
fangs: Daeblað'ð Vísir. „Les-
endur hafa orðið“, Laugavegi
178, D»'rkbvíl{.
ISI
□ Er Skógræktin
á móti skógrækt?
Þröstur í Garði skrifar:
„Er Skógræktin á móti skóg-
rækt?“ Þessi spuming heyrist,
þegar maður kemur í Þórs-
mörk og sér eyðilegginguna þar.
Þeir býsnast yfir því skógrækt-
armenn að rollum sé sleppt á
Mörkina, en sjálfir virðast þeir
standa fyrir því að sleppa 3—
4000 unglingum þar innfrá, og
er það þó vitað mál aö úti-
skemmtanir þar skemma mun
meira en sauðkindin fær megn-
að. Mig langar til að spyja skóg-
ræktarstjóra: Hvað kostar að
hreinsa Húsadal eftir verzlun-
armannahelgi? Gera 600—700
kindur meira tjón en 3—4000
unglingar? Hvað fær Skógræktin
í sinn hlut fyrir skemmtanir
þessar? Hvenær getum viö
vænzt þess að Þórsmörk verði
friðlýst? Hver græöir á veitinga-
sölu í Húsadal þessa umræddu
verzlunarmannahelgi?"
□ Á yztu nöf ...
„Gussi skrifar:
„Stutt og laggott" og „eitt-
hvað fyrir alla“, það eru eink-
unnarorð margra á dögum hraða
og samkeppni. Segja má að
Vísir hafi mótazt af þessu á
ýmsan hátt. Blaðið flytur stutt-
ar greinar og gagnorðar, oft
skemmtilegar. Og efnið auk
fréttanna er tekið úr ýmsum
áttum til að gera sem flestum
til hæfis. Vísir er því eins konar
heimilisblað jafnframt því aö
vera dagblað. En gott heimilis-
blað birtir samt ekki hvaö sem
er, þótt þaö vilji vera fjölbreytt
og gimilegt. Þetta biö ég ykkur
að hafa í huga, góðir Visismenn,
þegar við veljiö efni á 4. síð-
una. Af nógu er að taka til fróð-
leiks og skemmtunar, þótt ekki
sé farið út á yztu nöf hvað
snertir efni og myndir sem sæm-
ir dagblaöi. Allir á mínu heimili
lesa Vísi. Mér þykir vænt um
blaðiö og þvi sendi ég ykkur
þessa kveðju — með þökk fyrir
marga ánægjustund.
ISI
□ Vegur gegnum
fallegan lund
„Náttúruelskandi" skrifar:
„Þaö er mjög lítið um trjá-
gróður á íslandi, og hefur margt
verið reynt til þess að vemda
hann. En mér sýnist, að á
mörgum stööum sé hann eyöi-
lagður og upprifinn. Svo er t.
d. í Fossvoginum, þar sem stór-
ar framkvæmdir em gerðar við
að byggja hraðbraut, sem á að
skerast í gegnum fallegan trjá-
lund. Ekki kalla ég þetta vemd-
un trjágróðursins“.
saateaa^ •