Vísir - 16.09.1968, Blaðsíða 3

Vísir - 16.09.1968, Blaðsíða 3
V1 ~ .uagur 16. ___.^er ífirg. 3 Mjölgeymsla Síldarverksmiðja ríkisins, „Ákavíti“, eins og Siglfirðingar kalla hana, stendur þarna galtóm, enda hefur sáralítið borizt til bræðsiunnar í sumar. Framkvæmdastjóri söltunarstöðvarinnar Hafliða, sem tekið hefur við megninu af saitsíldinni, sem til Siglufjaröar hefur lcomið í sumar, situr þarna og skeggræðir við skipstjórann á Amfirðingi. (Ljósm. Vísis, Hafliði). Síldarskipin koma og fara. Þarna er verið að skipa saítsfld upp úr Árnfirðingi sem kom af mið- unum í vikunni með 670 tunnur. - Hinum megin er verið að skipa salti og tunnum um borð í Hrafn Sveinbjamarson GK. — Þeir ætia að salta um borð á miðunum. Cíðustu fréttirnar austan úr hafinu vekja athafnalífið norðanlands og austan af sum- arlöngum blundi. Innan tíðar morar sjórinn af síld úti fyrir Austfjörðum. Söltunarplönin fyll ast af lífi og verksmiöjurnar fara aftur að mala peninga í þjóðar búið. >«!• I flestum kauptúnum á sfld- veiðisvæðinu, hafa margar vinnu fúsar hendur beöið aðgerðarlaus ar í allt sumar. Atvinnuleysi hef ur víða gert vart við sig. Sum- arið hefur liðið í eirðarlausri biö eftir síldinni, sem er hvort tveggja í senn undirstaöa auö- sældar og orsök fátæktar og at- vinnuleysis f kauptúnunum, bölvun þeirra og blessun. XX> Áragamalt síldarslor hefur f sumar mátt skrælna í friði á bryggjunum. Menn eru orönir langeygir til hafsins, þar sem hún lónar mörg hundruð mílur f burtu. Eina lífsmarkið: Véla- skellir í fáeinum trillum, karlar sem dóla út fyrir á færi og fá rétt í soðiö. — Fáir mega vera að því aö láta ofan í kartöflu- garða eða sinna öðrum álíka hé- góma, þar sem síldin hefur um áraraöir synt við bæjardyrnar .. og svo lætur hún ekki sjá sig. >o Seinustu dagana hafa æ fleiri skip brugöið sér í land af mið- unum. Annars eru sum skip- anna búin að vera þama úti f ballarhafi mestan part sumars, ekki einu sinni í talstöövarkall- færi við land. Siglufjörður hefur farið einna beet út úr þessu síldarleysis- sumri allra síldarbæjanna nyrðra og eystra. Þangað hefur nær helmingur síldaraflans í sumar borizt og fyrir helgi höfðu þangað á þriöja þúsund tunnur af saltsíld. Það vekur Síldarbæirnir að vakna þægilegar minningar hjá Siglfirð ingum að spígspora um plönin, iðandi af lífi, þó að þessi fjör- kippur sé ekki nema svipur hjá sjón við það sem var. Nokkrir skipsfarmar af ísaðri síld hafa borizt á land á Siglu- firði og næstu daga má búast við að flutningar á ísaðri síld stóraukist úr þvi síldin nálgast Jan Mayen, en þar er hún hag- vön oröin og vona menn að hún spekist þegar nær dregur land- inu, enda fær hún þar átu. En síldin ku ekki hafa fengið kvið- fylli í allt sumar á þessu norður göltri sínu, fremur en margur iðjulaus íbúi síldarbæjanna. „Siglfirðingur“ hefur verið heimabæ sínum mikil atvinnubót í sumar. Þarna er hann nýbúinn að landa 60 tonnum af karfa. Trillur hafa einnig fengið reytingsafla og þarna er ein að dóla út úr höfninni.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.