Vísir - 16.09.1968, Blaðsíða 6

Vísir - 16.09.1968, Blaðsíða 6
Vstf VI S IR . Mánudagur 16. september 1968. TONABÍÓ íslenzkur texti, Heimsfræg og snilldar vel gerö og leikin, ný amerísk-ensk stór mynd f litum og Panavision Myndin er gerö eftir sannsögu legum atburöum. Charlton Heston Laurence Olivier Sýnd kl. 5 og 9. Bönnuö börnum innan 16 ára. EListir -Bækur -Menningarmál KQPAVOGSBin Elska skaltu náungann (Elsk din næste) Mjög vel gerð, n" iönsk gam- anmynd ' litum. Myndin er gerö eftii sögu Willy Brein- holts, I myndinni leika flestir sniöllustu leikarar Dana. Dirch Passer Christina Chollin Walter Giller Sýnd kl. 5.16 og 9. AUSTURBÆIARBIO Stúlkan með regnhl'ifarnar Endursýnd kl. 9, Græna v'itið Bönnuð innan 16 ára. Sýnd kl. 5. GAMLA BIO ROBIN KRUSO liðsforingi Bráöskemmtileg ný Walt Disn- ey kvikn. » litum meö: Dick Van Dyke Nancy Kwan íslenzkur texti. Sýnd kl. 5 og 9. LAUGARASBIO Flóttinn frá Texas (Texas across the river) Sprenghlægileg skopmynd i Technicolor. Aðalhlutverk. Dean Martin. Alain Delon. Sýnd kl 5, 7 og 9. íslenzkur texti. HAUOARARSTIG 31 S(MI 22022 AGNAR ÞORÐARSON: Hjartað í borði Almenna bókafélagið. Mai 1968. 181 bls.' AGNAR ÞÓRÐARSON hefur hlotiö vinsældir fyrir leikrita- gerð. En hann hóf ritferil sinn með tveimur skáldsögum, Han- inn galar tvisvar, 1949, og Ef sverð þitt er stutt, 1953, hvort tveggja athyglisverðar sögur, sem vitnuðu um alvöru og al- úð gagnvart viðfangsefninu og nærgætinn skilning á mannleg- um vandamálum. Þær fjalla báð- ar um unga menn úr reykvískri borgara- og kaupsýslustétt, upp- reisn þeirra gegn umhverfi sínu og ósigur þeirra fyrir eigin veik- lyndi og skorti á raunsæi. Síðan líða 15 ár, og þá send- ir höfundur frá sér þriöju skáld- söguna, bók sem aö flestu leyti stenzt þær kröfur, sem gera má til markverðs höfundar. Enn er aðalpersónan Reyk- víkingur, gjaldkeri í stóru fyr- irtæki, fjölskyldufaðir á miðjum aldri. í þetta sinn er ekki um uppreisn að tala, heldur stríð við sjálfan sig, tilraunir til að skapa sér viðþol I ringulreið þess ráðvillings, sem öilu hefur spilað úr höndum sér, baráttuna milli draums um auð og völd og þess veruleika, sem heigull- inn býr sér, ef hann ekki játar smæð sína. Slík barátta er vita- skuld aldrei annað en vonlaus vörn. Benni — svo heitir aöalpersón an — er kvæntur glæsilegri konu af auðugu foreldri og á indæl börn. Konan hafði áður veriö trúlofuð verkfræöinema, sem framtíðin brosti við, en Benni komzt þar í milli. Ráða- hagurinn er I óþökk foreldra stúlkunnar, sem leggja fæð á tengdasoninn og úr veröur gagn- kvæmt hatur. Nú er Benni síður en svo fær um aö veita konu sinni það líf lystisemda og áhvggjuleysis, sem henni hefði verið búið, ef hún hefði farið þá leið, sem for- eldramir óskuðu. En konan ber það með prýði. Vandamálið er hér maöurinn, klofinn og ráö- NÝJA BÍÓ Barnfóstran (The Nanny) Islenzkut texti Stórfengleg, spennandi og af- burðavel leikin mynd meö: Bette Davis Bönnuð börnum yngri en 14 ára. - Sýnd kl 5. 7 og 9. HAFNARBÍÓ Hillingar Sérstæð og spennandi málamynd með: Gregory Peck tslenzkur texti . Bönnuð innan 16 ára. Sýnd kl. 7 og 9. Valkyrjurnar Hörkuspennandi litmynd. Bönnuð innan 12 ára. Sýnd kl. 5. saka- villtur, dreymandi um líf peninga . og gróöa án þess að hreyfa hönd né fót til aö öðlast það annað en stela úr eigin hendi og stunda óreglu og fjárhættu- spil. Lýst er af skilningi og innsæi, hvernig allir þræðir renna úr höndum hans, samtím- is því sem hann heldur dauða- haldi í blekkinguna. vond sam- vizka, sem lýsir sér í ofbeldis- hneigð o. fl. sjálfsásakanir, fálm kenndar tilraunir til að skella skuldinni á konuna og tengda- móðurina — ráðvillt lítilmenni, sem glatar sjálfum sér og öðrum í örvæntingarfullu striði, þar sem aðalvopnin eru sjálfsmeð- aumkun og lífslygi. Þessi þáttur verksins virðist gerður af kunnáttu og skarp- skyggni, þar sem hvert viðbragð þjónar sínum ákveðna tilgangi, að skyggnast dýpra inn I sálar- líf þessa hrjáða manns. Og vissu lega er þetta þungamiðja verks ins. En það er eins og höfund- ur beini sjónum sínum um of að þessari einu persónu, en van ræki hinar. Önnur aðalpersónan er kona, og við hana leggur hann miklu minni rækt. Þar virð ist mér hann beina athyglinni HASKÓLABÍÓ Bráðin (The naked prey) Sérkennileg og stórmerk amer- Isk mynd te cin i Technicolor og Panavision. Framleiðandi og leikstjóri er Comel Wilde Aðalhlutverk: Cornel Wilde. Gert Van Den Berg. Ker Gampu tslenzkur texti. Sýnd kl. 9. Bönnuð innan 16 ára. Síðasta sinn. Prófessorinn Aaöalhlutverk: Jerry Lewis. Sýnd kl. 5 og 7. Auglýsið í Vísi Eiríkur Hreinn Finnbogason skrifar bókmenntagagnrýni: hann skilur eftir syni sínum til afnota. Og Benni, þessi ráðvillti nútimamaður, er vissulega stolt ur af þessari orðu, þó aö stund um læðist sá grunur að honum, að hún sé fölsuð. Svo þegar öllu er lokið fyrir honum, endur tekur sagan sig, hann flýr af hólmi, en man eftir að skilja orðuna eftir hjá syni sínum, ein an erfðagripa. Orðan er óneitanlega haglega gert tákn um hina aeittelskuðu lffsblekkingu, sem ávallt skal lifa, hvað sem á dvnur. Hér er hún án efa sett í skýringar- skyni, svo að sagan fái almenn- ara gildi hjá lesendum, En var þörf á slíku hér? Ég tel ekki, að svo hafi verið. Hefði ekki farið betur að sag- an hefði endað í ringulreiðinni að hinum algera ósigri loknum? Þurfti þar nokkm við að bæta? Og auk þess er ævintýrakvend- inu, systur Benna, sem skýtur upp í lok sögunnar, fullkomlega ofaukiö að mínum dómi, og hef ur ekki önnur áhrif á þessa ann- ars mjög svo athyglisverðu sögu, en aö sveipa hana reyfara blæ f lokin. Form sögunnar er sérstætt. Svo viröist sem hún gerist f hugarheimi aðalpersónunnar í sjúkrahúsi, þar sem hún liggur slösuð eftir sföustu hrakförina, sem kostað hefur konuna lífið. Maöurinn sér þar hjónabands- og spilalíf sitt í þáttum, án þess að tímaröö sé fylgt, en inn á milli óráðskenndar myndir úr sjúkrastofunni. Slík aðferð er áreiðanlega því vandasamari því lengri sem sagan er, og er ég ekki frá því, aö hún þreyti hér suma lesendur. En þessi háttur gefur frásögninni ráð- villt og fremur tryllingslegt yfirbragð, og fyrir því mun hann valinn. Hjartað í borði er án efa f tölu hins athyglisveröara í fs- lenzkri skáldsagnagerð síðari ára. Styrkleiki sögunnar er að þakka næmum skilningi höfund- ar á þeirri manngerð, sem hann er að lýsa og hæfileikum háns til aö gera ýmis atriði eða sviðs myndir lifandi og eftirminnileg- ar, veikleikinn liggur f heildar- myndinni, einkum því að hún missir nokkuð af styrk sínum f lokin. Agnar Þórðarson. einkum að því, hvað hún verður að þola, en sjálf veröur persón an ekki nógu skýr til þess hún verði skilin. Hún á aö vera stolt, og það á að skýra neitun henn- ar á því aö biöja um fjárhags- aðstoö hjá foreldrum sínum, sem hún haföi áður boöiö byrg inn meö giftingu sinni. En þó ristir stolt hennar svo grunnt, gagnvart manninum, að undar- legt má virðast, og voru þó ærn ar sakir. Kemur þama fram ein- hver tvískinnungur, sem veldur því, að konan kemur síður en svo sem hetja af sviðinu, heldur sem líöandi vera, svo rislítil, að lesandinn á bágt með að fyrir- gefa henni það. Þessi raunsæja hjónabands- saga er sett í táknræna umgerð, þar sem einkum er fjallað um föður Benna, gamaldags bisness fígúru, sem sá alls staðar gull, en það varð aö skít, þegar hann snerti á þvf. Hann hefur fengið portúgalska orðu fyrir viöskipti viö það land, og hún er hald- reipi hans og lífsstolt. Þegar allt er komið í kalda kol hjá hon- um, hleypur hann brott frá fjöl- skyldunni í reiðileysi og hverfur út í heim 1 leit sinni að auðæf um. Oröan er það eina, sem STJÖRNUBÍÓ Cat Ballou íslenzkur texti. Ný kvikmynd: — Lee Marvin, Jane Fonda. — Sýnd kl. 5, 7 og 9. 3 BÆJARBÍÓ Onibaba Hin umdeilda japanska kvik- mynd eftir snillinginn Kaneto Shindo Hrottaleg og bersögul á köflum. Ekki nema fyrir taugasterkt fólk. Danskur texti. Sýnd kl 9. Bönnuð börnum innan 16 ára. Síðustu sýningar. rökuro aí oKkur overs son&i uiúrbrot og sprengivinnu i búsgrunnum og ræs um Leigjum Qt loftpiessur og 7íbn sleða Vélaleiga Steindórs Sigbvats sonar Alfabrekki. við Suðurlands braut. slmi 10435 TEKUR ALLS KONAR KLÆÐNINGAR FLJÓT OG VÖNDUÐ VINNA ÚRVAL AF ÁKLÆÐUM LAUOAVEO 62 - SlM110129 HEIMASIMI 93094 SánKK H BOLSTRUN Svenibekicir I úr ali á ‘ erkstæðisverði.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.