Vísir - 16.09.1968, Blaðsíða 9

Vísir - 16.09.1968, Blaðsíða 9
VISIR . Mánudagur 16. eptember 1968. • VIÐTAL DAGSINS Ég heiti Eusebio Eusebio sýnir konu sinni, Flóru, og litlu dótturinni Cörlu fálkann, sem honum barst að gjöf frá lesendum Vísis. Mendonca Ferreira er lengst til vinstri á myndinni. (Ljósmynd Antonio Capela). pá íslandi hefur borizt fálki mótaöur úr íslenzku hrauni. Ég get þakkað tollyfirvöldunum skilning og velvilja að ég gat náð fuglinum nógu snemma út, og í dag, á sunnudag, þegar leik Benfica og Belenenses er lokið hitti ég Eusebio á heim- ili hans og afhendi honum hina fögru gjöf, sem honum hefur borizt frá aðdáendum hans í hópi lesenda Vísis. Gjöfin vekur mikla gleði hjá Eusebio og ekki síður hjá hinni ungu konu hans Floru, sem þeg- ar kom gripnum fyrir á heiðurs- stað í hinu fallega safni knatt- spymusnillingsins. Eusebio er glaður og snortinn yfir því aö fá gjöf svo langt að og ekki síður að eiga svo marga aðdáendur á íslandi og segist hlakka til að fá að leika frammi fyrir íslenzk um áhorfendum, hann muni reyna að „svíkja" þá ekki um skemmtun. Sjálfur veit ég að þessi óvenjulega gjöf mun vekja athygli hinna fjöldamörgu á- hangenda Benfica og þegar Vals menn hlaupa inn á Estadio da Luz, þá munu þeir þakka Vals- mönnum hugulsemi landa þeirra. • ÍSLAND — HIÐ ÓÞEKKTA Landafræði og knattspyrna eru tvær ólíkar greinar, sem þó renna talsvert saman. Ég get tekið sem dæmi aö í Lissabon talar maðurinn á götunni um Reykjavík eins og það sé hans eigin höfuöborg, — hann veit æði margt um borgina. Fyrir stuttu síðan vissi hann ekki neitt um tilveru Reykjavíkur. Þessi leikur gegn Val hefur orð- ir til þess að fsland hefur oröiö á allra vörum. Hvað er þetta ísland? Yar spurt. Og blöðin svöruöu því eins og bezt þau gátu ...eð greinum og myndum. — Eusebio, hafðirðu nokkurn tima heyrt íslands getið áður en við voruð dregnir gegn Val? „Ef ég á að vera hreinskil- inn, þá hafði ég aldrei heyrt landsins getið. En nú erum við búnir aö kynna okkur margt um landið og vitum meira. Knatt- spyman verður oft til þess aö landafræðin er yfirfarin, yjð viljum vita sem mest um þáu lönd sem við heimsækjum. — Hvað datt þér nú í hug þegar þú heyrðir nafnið fsland, snjór og ís, eða kannski eldur og eimyrja spúandi eldfjalla? „Nei, það gerði ég ekki. Mér „dúkka“. Hún skríkir og Eusibio hefur sýnilega þarna áhugamál númer eitt. # EF BORGAÐ VÆRI FYRIR MÖRKIN ... Við snerum okkur núna að leiknum á íslandi — Reynir að gera eins og þú getur í leiknum á íslandi, — sjáum svo oft á forsíðum stór- blaðanna er sem lítill og hug- Ijúfur drengur heima hjá sér. Hann er svo bamslega ljúfur að ihaður gæti ætlað að hér væri ekki sá sami maður, sem barðist svo grimmilega á knatt- spyrnuvellinum. Svar hans við spumingu minni um hvem hann áliti bezta knattspyrnumann heims, ber þetta með sér. „Ég tel Pelé tvímælalaust beztan i dag. Næstur honum kemur Bobby Charlton. Nafnið „Konungur knattspyrnumanna" er of stórt fyrir mig — segir Eusebio i einkaviðtali við fréttaritara Visis, Mendonca Ferreira i Lissabon fannst strax að fsland hlyti að vera fallegt land og ég er mjög spenntur fyrir aö koma til fá- lands. Verst hvað við fáum allt- af að sjá lítið af þeim löndum, sem við heimsækjum vegna leikj anna“. — Þú veizt líkléga að íslenzk ir knattspymumenn em áhuga- menn, hvernig mundi þér lítast á aö vera áhugamaður? „Nú, ég var áhugamaður í Lourenco Marques og vann mína vinnu eins og aörir, en knattspyrnan var aðeins áhuga- mál. Það er stórkostlegt áhuga- mál knattspyrnan og satt að segja verð ég alltaf áhugamað- ur um knattspymu, jafnvel eft- ir að atvinnuferlinum lýkur". — Hvaða áhugamál hefurðu annars fyrir utan knattspym- una? „Ég hef mikinn áhuga á tón- list og fer oft i tónleikahallirn- ar, ég á góðar hljómplötur. Einu sinni voru kvikmyndir eitt aðal áhugamálið og ferðalög. En núna er þetta breytt. Núna hef ég eitt aðaláhugamál, hin skipta ekki eins miklu máli. Ég á nefni lega dóttur. HÚN ER MITT Á- HUGAMAL. Eusebio hefur meðan á við- tali okkar stendur verið að leika við litla dóttur sína, sem heitir Carla og er aöeins 4 mánaða þú færð kannski borgað fyrir hvert mark, sem þú skorar? „Ég geri mitt bezta, það þarf ekki að ætla annað. Ég vil ekki gera áhorfendurna, sem borga sig inn óánægða, þeir eiga rétt á aö fá allt þaö bezta. Ef mér tekst ekki að skemmta áhorf- endum, þá verð ég alltaf mjög leiöur. Nú, hvaö viðvíkur mörk- unum, þá fæ ég þau ekki borg- uð sérstaklega. Þetta er annars góð hugmynd, sannarlega góö hugmynd, — ég mundi verða ríkur maður ...“ — Ertu hræddur viö köld veð ur vegna meiðslanna frá þv£ síö asta vetur? „Ég hef nú verið í Evrópu í 8 ár og er orðinn vanur köld- um veörum, kaldari en nokkru sinni veröur í Portúgal. Meiðsl- in eru lfka búin að jafna sig, ég held að þetta sé allt á réttri leið og ekkert sé að óttast lengur.“ — Finnst þér knattspyrna eins skemmtileg nú og fyrst? „Mér líkar betur og betur við knattspyrnuna með hverjum deg inum sem líður“. *§ PELÉ ER BEZTUR Eusebio er frægur fyrir aö vera mjög lítillátur maður. — Hetjan, leikmaðurinn sem við — Hvaöa leikur er þér hug- stæðastur? „Leikurinn gegn N-Kóreu í síð ustu heimsmeistarakeppni í Englandi. Það voru sannarlega mikil umskipti, sem okkur tókst að gera eftir skrítna byrjun“. — Hvað gerir knattspymu svona skemmtilegan leik? „Það er fyrst og fremst þessi eldlegi áhugi áhorfenda og leik- manna, — og svo það að eng- inn veit hvor aðilinn skorar mörkin, allt getur gerzt í einum knattspymuleik". # KETJAN HEIMA Leikmaðurinn á vellinum, þessi sem hefur haft svo djúp áhrif á áhorfenduma, er oft allt annar maöur, þegar maður kynnist honum heima fyrir, en maður hafði fyrirfram gert sér í hugarlund. Heima fyrir er Iíka „betri helmingur" stjömunnar, Flora. Er konan þín áhugakona um knattspyrnu? spyrjum við, og frúin svarar sjálf: „Ég er ekki sérlega hrifin, og samt líkar mér vel að sjá Euseb- io leika... Eusebio heldur áfram að leika sér að þeirri litlu og segir: „Henni líkar þetta ekki meira en svo, ekki sfzt vegna þess að núna getur hún ekki fylgzt eins vel meö eins og áður. Það gerir barnið“. — Mundirðu velja að sonur þinn yrði knattspyrnustjama? „Það er ekki gott að segja. Ef hann væri gott efni þá mundi ég vilja að hann héldi áfram“. — Hvemig finnst þér að vera kallaður „konungur knattspyrn- unnar? „Ég held mér líði betur af að vera einfaldlega kallaður Euseb- io en „konungur knattspymunn- ar“. Þetta er einfalt, ég er eng inn kóngur og get ekki risið undir slíkri nafnbót, þaö hlýtur að vera hverjum manna ofviða“. — Hvers vegna? „Vegna þess að um allan Yn úir og grúir af góðum leikmbnn um og á hverjum degi kviknar stjarna f knactspymuheiminum Hver er beztur? Því getur eng- inn í rauninni svaraö“. — Að lokum, Eusebio. Hvaða starf mundiröu hafa valið þér, ef þú hefðir ekki gerzt knatt- spyrnumaöur? Eldsnöggt svar og hlátur: „Knattspyrnumaöur og aft- ur knattspymumaðurl'*... Viðtali er lokið. í herberginu með verðlaunagripunum skín á silfurknetti, sem íþróttablaðið A Bola hefur veitt honum, gull- knöttinn sem France Football, veitti honum, og nú hyggur Eu- sebio á að vinna þau verðlaun öðru sinni, bikarar, heiðurspen- ingar, ljósmyndir. Fjölskyldan Eusebio hefur tekið mér tveimur höndum sem réttaritara erlends blaðs. Við erum að kveðjast, þeg ar Eusebio segir: „Ég hefi aldrei getað ímyndaö mér slíka vináttu sem þeália frá fólki sem aldrei hefur séo mig. Fálkinn er stórkostleg gjöf og mér finnst hann einhver hinn allra skemmtilegasti af gripum mfnum. Þú mátt skila kærri kveðju til allra íþró‘tp*huga- manna um þetta á ísrandl, sem lesa þetta viðtal, sérstaklega til þeirra ungu, sem nú eru að byrja á knattspymunni. Fyrir þá mun ég leika f Reykjavík, — og reyni að gera mitt allra bézta. —

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.