Vísir - 18.09.1968, Síða 8

Vísir - 18.09.1968, Síða 8
V í S IR . Miðvikudagur 18. september 1968. VISIR Otgefandi Reykjaprent h.t. Framkvæmdastjóri Sveinn R. Eyjólfsson Ritstjóri: Jónas Kristjánsson Aóstoðarritstjóri: Axel Thorsteinson Fréttastjóri •. Jón Blrgir Pétursson Ritstjómarfulltrúi: Valdimat H. Jóhannesson Augiýsingastióri: Bergþór Olfarsson Auglýsingar: ^ðalstræti 8. Simar 15610 11660 og 15099 Afgreiósla: Aðalstræti 8. Simi 11660 Ritstjóm: I nugavegi 178. Simi 11660 (5 línur) 1 Áskriftargjald kr 115.00 á mánuði innanlands I lausasöl j kr. 7.00 eintakið Prentsmiðja Vísis — Edda h.f. Rafgeymafesfingarnar tslendingar og flestar nágrannaþjóðirnar búa við blandað hagkerfi. Að grunni til er miðað við, að eftir- spumin ráði framleiðslunni á nokkurn veginn sjálf- virkan hátt. En jafnframt skipar áætlanagerð mikil- vægan sess, bæði í hverju einstöku fyrirtæki og hjá ríkisvaldinu, er gerir almennar efnahagsáætlanir til langs og skamms tíma. Þetta blandaða kerfi þykir víðast hvar gefast vel. Stundum myndast samt misræmi, t. d. of mikil fjár- festing í einni grein en of lítil í annarri. Við þekkjum þetta vel hér á landi. Misræmið vekur að sjálfsögðu óánægju. Menn spyrja þá stundum, hvort ekki þurfi nákvæmari miðstjórn á öllu atvinnulífinu. Það er freistandi að álykta svo, en reynslan kennir allt annað. Mun meira misræmi myndast í atvinnulífinu, þegar nákvæmri miðstjórn er beitt. Þetta þekkjum við af reynslu Austur-Evrópuþjóðanna. Þótt lífskjörum sé haldið þar niðri eftir mætti, er verðmætasköpunin til- tölulega hægfara. Miðstjórnarkerfið verkar eins og fyrirstaða í atvinnulífinu. Kerfið er afar seinvirkt. Fyrst er safnað tölulegum upplýsingum. Síðan er gerð áætlun um framleiðsluna, bæði í stóru og smáu. Þá eru fyrirtækjunum gefin fyr- irmæli eða meðmæli um, hvað skuli framleiða. Þessi langa boðleið tekur venjulega nokkur ár og þá hafa aðstæðurnar venjulega breytzt. Við skulum taka dæmi. Dráttarvélaverksmiðja upp- götvar, að tíu þúsund rafgeymafestingar, sem hana vantar, eru ekki til eða hafa farið annað, og að þær verða ekki framleiddar aftur fyrr en eftir tvö ár. Mið- stjórnin fær að vita um þetta. Áætluninni ér breytt, en samt tekur eitt ár að fá festingarnar, því að kerfiiT er svo seinvirkt. Þann tíma bíða dráttarvélarnar hálf- smíðaðar. Á hverjum degi koma fram ótal slíkar fyrirstöður í atvinnulífinu. Sífellt er verið að ryðja þeim úr vegi og við það raskast áætlunin meira og meira. Þetta er reynsla Austur-Evrópuþjóðanna, þrátt fyrir mikla við- leitni í gagnstæða átt. Hið eina, sem heldur miðstjórn- arkerfinu gangandi og hindrar, að allt lendi í hræri- graut, er svarti markaðurinn. Með hjálp hans er oft hægt að fara fram hjá kerfinu og útvega það, sem nauðsynlega þarf til að hindra framleiðslustöðvun. Þess vegna halda stjórnarvöld í þessum löndum verndarhendi yfir svarta markaðinum. Hinar sífelldu fyrirstöður eru ekki eini galli mið- stjórnarkerfisins, heldur aðeins einn af mörgum. Ann- ar galli er, að alltaf er skortur á einhverjum nauðsynj- um. Þriðji gallinn er, hve mikið er um arðlausa offjár- festingu. Þannig má lengi telja. Og þetta verða menn að hafa í huga, þegar þeir freistast til að kalla á ná- kvæma miðstjórn íslenzkra atvinnumála. -X í yfirliti frá New York um kosningabaráttuna í Bandarikjun um, eins og nú horfir segir, að aliar skoðanakannanir bendi til sigurs Richards Nixons, forseta- efnis republikana. „Og nú ætlar hann greinilega ekki“, segir þar, „að koma fram í sjónvarpinu ásamt Humphrey", en hann hefir hvað eftir annað skorað á Nixon að ræða við sig augliti til auglitis í sjónvarpinu um vandamál heima og úti í heimi er leysa þarf. Humphrey segir, að Nixon hafi skotið sér undan að taka af- stööu til ýmissa mála, sem eru_ á dagskrá, svo sem um það hvort* RICHARD NIXON — „Honum byrjar betur, eins og stendur“, stóð undir þessari mynd, — „en er stefnan rétt?** NIXON hagar sér eins og gætinn pókerspiiari" // — enginn fær að rýna i spilin hans fresta eigi staöfestingu öldunga deildarinnar á sáttmálanum til þess að hindra dreifingu kjarn- orkuvopna, hvort selja skuli vopn til ísraels, staðfestingar öldungadeildarinnar á tilnefn ingu forsetans á Abe Fortas sem forseta Hæstaréttar í stað Earls Wárren o.s.frv. Nefnd I öldunga deildinni boðaði Abe Fort- as á sinn fund til þess að svara fyrirspurnum hvað eftir annað, en hann virðist nú hafa fengið nóg, og hefir neitað að mæta á fleiri fundum. Nú kann það í fljótu bragði að virðast einkennileg afstaða Nix- ons að vilja ekki koma fram I sjónvarpinu ásamt keppinaut sín um en ef til vill er skýringin sú að hann féllst á slíka uppá- stungu er þeir voru keppinautar, hann og John F. Kennedy og Nixon tapaði á því — og vill ekki hætta slíku nú. Hann þyk- ist líka vera nokkurn veginn viss um að sigra nú, sjö vikum fyrir kosningar, og vill ekki spilla þeim möguleikum. Vinir Nixons segja, að Humphrey voni aug- ljóslega að hafa betur komi þeir fram saman í sjónvarpi, og að Nixon fáðist þá persónul. á and- stæðinga sína, en það vilji Nixon forðast. Pað eru því ékki miklar lik- ur fyrir. að Nixon láti lokka sig á hálar brautir, þar sem gæti orð- ið erfitt fyrir hann aö fóta sig. Hann hefir lært mikið á þvi er hann var raunverulega alltaf að tapa og hagar sér nú eins og gætinn „pókerspilari” sém held- ur spilunum að brjösti sér, svo aö enginn geti séö spil þau sem hann hefir á hendi. En ef svo vel horfir um sigur Nixons sem margir ætla, hvað gæti þá helzt orðið til þess aö breyta horfunum Humphrey í vil. Vafalaust mundi honum stoö í þvi, ef eitthvaö færi að þoka i rétta átt á friöarfundin- um í París um Víetnam, — eða að Johnson forseti tæki sér frumkvæðið f hendur með góð- um árangri í þágu friðar i Víet- nam — eða að Nixon talaði af sér. Fyrri möguleikarnir eru fjarri og þvi eðlilegt, að Humph- rey hafi áhuga á að Nixon og hánn ræði málin frammi fyrir al- þjóð. En Nixon viröist staðráðinn í að „hjálpa ekki til“. Hann getur blátt áfram að engu ásakana Humphreys, eöa hann visar þeim frá sem hlægilegum. Nixon hefir einnig neitað að svara fyrirspumum fréttamanna f sjónvarpi af ótta vlð, að þeir muni spyrja hann úm það, sem hann hafi ekki svör við eða óski ekki að ræða. Hvað sem þessu líður er hon- um tekið með fögnuði hvar sem; hapn kemur og hann hefir komið fram í hópi spyrjenda og kann vel viö sig f þeirra hópí, enda getur hann ráðið því, að þeir bera upp fyrirspumir að uppá- stungum hans sjálfs. Fram að þessu hefir Hump- hrey sýnt meiri bardagahug og verið hvassari, en það hefir ekki haft áhrif á Nixon, og er ætlan margra að hann muni halda upp teknum hætti fram yfir kosning- ar. En minna má á, að margt getur breytzt á 6—7 vikum. í CHICAGO Á DÖGUNUM - Þessi mynd var tekin í Chicago, er flokksþing demokrata var haldið þar, og þá og síðan hefur aðferðum hers og lögreglu þar verið líkt við þær aöferðir, sem beitt er I „lögreglurikjum“. Humphrey gerðl þetta að umtalsefni í fyrrakvöld. Hann hét þjóðinni þvf, að koma á lögum og reglu í landinu varanlega, án þess að beita til þess aðferðum iögregluríkja.

x

Vísir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.