Vísir - 05.10.1968, Blaðsíða 3
VTS l R . Eaugardagur 5. ©Rtðlíer 1968,
5
Þær voru þetta 15—20 stykki,
þegar Myndsjáin kom á vett-
vang. Og brátt hófst hinn æsi-
legasti eltingaieikur um garða
og götur Árbæjarhverfis.
Strákahópur á eftir rollunum —
því hver var að reka af sínum
bletti.
Húsmóðirin í einu húsanna
kemur á vettvang og segir:
„Þær voru fjórar hérna í garðin
um í gærkvöldi."
Það er ekkert einsdæmi fyrir
íbúa hverfisins að hafa kindur
við húsvegginn, kindur að naga
blómagróðurinn í görðum og
kindur i heimahúsum jafnvel í
hinum friðhelga reit — hjóna-
rúminu.
Og sálarlíf ibúanna tekur
.. .og nú er hópurinn kominn að gatnamótum Rofabæjar og Hraunbæjar, með strákana hrópandi á eftir í æsilegum eltinga-
leik.
Óvinurinn í
Árbæ j ar h ver f i
breytingum. 1 stað þess að líta
sauökindina góðlátlegum augum
dýravinarins hefur tveggja ára
eltingaleikur við þessa sauð-
þráu skepnu formyrkvað sálina.
Það er fylgzt með ferðum óvin-
arins, þegar hann beygir nið-
ur sir.n venjulega götuslóða hjá
ánni, einstaka sinnum brýzt þó
Ijósbrót í gegn og það er dáðst
að hópnum, sem tekur beygjuna
alltaf á sama staðnum, en .síð-
an verða allar taugar þandar
aftur þar til komið er að.því að
rjúka út og stugga við skepn-
unni.
Svo er hringt í borgaryfir-
völdin því búið er að fella úr-
skurð um það að sauðkindin sé
burtræk úr borgarlandinu, og
sagt að skepnan sé við húsdyrn-
ar. Og lögregluþjónar koma á
vettvang, en þegar þeir koma
auga á óvininn lízt þeim ekk-
ert á blikuna og -segjast sjá sig
í anda vera að eltast við roll-
ur og það er ekkert meira að-
hafzt.
Þannig heldur sauðfjárstríðið
áfram í öllum sínum margbreyti
leik. Fjáreigendur bera' saman
ráð í Fjárborg, kindur jarma sig
saman þvert yfir Elliðaár, garð
eigendur eru á verði við hús-
dyrnar og yfirvöldin sitja saman
á rökstólum.
Þær eru búnar að bíta ofan af flestum trjátoppunum í görðum Arbæjarhverfis enda er gróð
urinn ungur og lágvaxinn og safaríkt grasið í Vorsabæ.
1938 BERKLA VARNADA GURINN 1968
30 VINNINGAR
m,
20 Blaupunkt ferðaútvarpsiæki
S.I.B.S. 30 ARA
Berklavamadagurinn er á morgun.
%%%%%%
30 glæsilegir vinningar í merkjahappdrættinu.
^ m ^
Blað og merki dagsins seld um land allt.
30 VINNINGAR
10 Blaupunkt sjónvarpstæki