Vísir - 29.10.1968, Blaðsíða 8

Vísir - 29.10.1968, Blaðsíða 8
8 VÍSIR Otgetandi Keykjaprent tj.l Framkvæmdastjóri Sveinn R. Eyjólfsson Ritst}óri: Jónas Kristjánsson AÍ5sP ðarritstjóri: Axel Thorsteinson Fréttastjóri Jón Birgir Pétursson Ritstjómarfulltrúi: Valdimar H. Jóhannesson Auglysinaastjóri Bergþór Olfarsson Auglýsingar: Malstræti 8 Símar 15610 11660 og 15099 Afgreiðsla Aðalstræti 8. Sími 11660 Ritstjóm • i mgavegt 178. Stmi 11660 (5 Unur) Áskriftargjald kr. 125.00 á mánuði innanlands í lausasölu kr. 10.00 eintakið Prentsmiðis Vfsis — Edda h.f. A<5 segja ósatt „J>að kom glögglega fram í útvarpsumræðunum í fyrrakvöld, að sá vandi, sem nú er við að fást í efna- hagsmálunum, er jafn stórfelldur og raun ber vitni, vegna þess að reynt hefur verið að leyna þessum vanda í meir en tvö ár, meðal annars til að blekkja þjóðina fyrir kosningarnar á síðasta ári.“ Texti þessi stendur skrifaður í forustugrein Tím- ans á laugardaginn var. Þessi furðuskrif eru ekki nein hending, heldur hafa þau verið uppistaðan í pólitískri fræðslustarfsemi blaðsins á annað ár. Almenningur veit sannarlega, hvers hann færi á mis í réttum frásögnum af þjóðmálum, ef Tímans nyti ekki við! í þessari forustugrein Tímans segir ennfremur: „Undanfarin misseri hefur það blasað við öllum, sem eitthvert skyn bera á þessi mál og opin augu vilja hafa, að stórfelldur vandi var framundan. Ríkisstjóm- in hefur hins vegar haldið að sér hönúum og hún hef- ur ekki einu sinni látið hagstofnanir sínar afla nægra upplýsinga um þetta alvarlega ástand.“ Fyrir tveimur árum var enginn sá vandi á höndum, sem nú er fyrir hendi í þjóðlífinu. Þjóðin hafði á fimm til sex árum auðgazt meira en nokkru sinni áður í sögu sinni. Eignaaukning hafði numið um 13 þúsund millj- ónum króna á þessu tímabili. Sýnishorn þessarar vax- andi velmegunar gat alls staðar að líta. Byggingastarfsemi hafði verið gífurleg til sjávar og sveita. Ræktun og jarðabætur höfðu verið meiri en nokkru sinni áður. Alhliða vélvæðing atvinnulífs- ins hafði verið geysileg. Alls staðar var svo mikið að gera, að oft og tíðum heyrðist talað um vinnu- þrælkun vegna mikillar eftirvinnu og næturvinnu, og fordæmt var, hvað unglingar unnu mikið. Þessa vel- megunarmynd muna og þekkja allir. Hins vegar byrjaði að bóla á verðfalli útflutnings- afurða árið 1966. Ríkisstjórnin snerist strax við þeim vanda með ráðstöfunum vegna útvegsins fyrst og fremst og með verðstöðvunarlögunum 1966. Þegar Al- þingi kom saman haustið 1967, og verðfall og annar vandi hafði aukizt, lagði stjórnin fram víðtækar efna- hagsmálatillögur strax í þingbyrjun. Þá var það sem þingmenn Framsóknarflokksins snerust gegn þessum tillögum á þeim forsendum, að verðfallið og markaðstöpin fælu ekki í sér neinn vanda. Einn þingskörungur Framsóknar reiknaði þetta út í ræðustól þingsins, og varð formaður þing- flokksins yfir sig hrifinn. Síðan kom svo gengisbreytingin með margháttaðri löggjöf. Og nú hafa fulltrúar ríkisstjórnarinnar setið í hálfan annan mánuð við að fræða stjórnarandstæð- inga um efnahagsvandann. Samt heldur Tíminn áfram að segja ósatt. V í S I R . Þriðjudagur 29. október 19(j8. sbt ; j £ Hafin er lokavika kosn- ingabaráttunnar í Banda ríkjunum og herða forsetaefn in nú sóknina af miklu kappi. Nixon fer nú í vikunni úr einni borgina í aðra, í þeim ríkjum, sem honum er mikil- vægast að sigra í. Þá hefur hann aukið leigu á sjónvarpi sér til fylgisauka. Þetta virð- ist gefa til kynna, að Nixon og fylgismenn hans séu ekki alveg öruggir um sigurinn, og þeir hafi áhyggjur af fylgis- aukningu Humphreys. J byrjun kosningabaráttunnar hirti Nixon ekki að ráði um sjónvarpið, en nú er þetta breytt og hann hefur enda fall- izt á að koma fram í sjónvarps þætti hjá Columbia útvarps- kerfinu, eða I þættinum Meet Nixon og Agnew — varaforsetaefni hans — sem New York Times segir enga hæfileika hafa til þess að gegna slíku emb- ætti. Val Nixons á Agnew leiddi þegar á flokksþinginu til gagnrýni og deilna. Vika til forsetakjörs í Bandaríkjunum Nixon hefir hafið „leiftursókn" en Humphrey heldur / vonina the Press, til þess að svara fyr- irspurnum blaðamanna. Ráðunautar Nixons segja þó, að þetta hafi allt verið ákveð- ið fyrirfram og gerö hafi verið áætlun fyrir löngu um leiftur- sókn seinustu tiu dagana fyrir kosningar. Og í gær var Nixon andi. Humphrey hefur aukið fylgi sitt með því að draga fylgi frá Wallace, en ekki Nixon, sem hefir aukið fylgi sitt um einn af hundraði. Síðari fréttir herma, að Hump hrey hafi átt óformlegt viötal við fréttamenn í flugvél á leið Hubert Humphrey — og skopleikarinn Jerry Lewis, sem er ákafur stuðningsmaður hans. inni frá San Jose í KaffiPomíu til Las Vegas 1 Nevada. Meðal þeirra var fréttamaður frá NTB fréttastofunni, sem kveðst hafa fengið tækifæri til þess að eiga við hann stutt einkaviðtal. Humphrey kvað úrsiit forseta kosninganna næstum eins mik- ilvægar fyrir aðrar þjóðir og hin 50 sambandsríki Bandaríkj. og væri augfrjós vottur áhuga ann- arra þjóða hve margir eríendir fréttamenn fylgdust með hon- um á kosningaferðalagi hans. „Ég held“ sagði Humphrey, „að í Vestur-Evrópu sé ég tal- inn aðhyllast náið samstarf og traust þeirra milli og Banda- rikjanna" Hann kal'laði Nixon talsmann köldu styrjaldarinnar, og hann kvaðst örugglega þeirrar trúar, að rikisstjómir eins og bre2ika verkamannastjómin, vestwr- þýzka sambandsstjómin og rík- isstjómir Norðurianda væru sér hlynntari, Vestur-Evrópa væri á sömu bylgjulengd hugsananna og hann, eins og hann ■ kvað að orði, ef til vill að undantekinni frönsku rík- isstjóminni. Hann kvað stjóm Norður- Atlantshafsbandalags- ins og Bandaríkjanna ánægðar með framlag Noregs og Dan- merkur til bandalagsins. Hann kvað aukið eftirlit á sjó og lofti nauðsynlegt á Norðursjávarsvæð inu, — herstöðvar væru ekki „stórt mál“ á þessum tima eld- flauganna sagöi hann, og leggja mest upp úr stjómmálalegum yfiriýsingum um stuðning við bandalagið, og þær heföu komið > 13. síða. að kynna sér 35 spumingar, sem ráðunautar hans telja, að frétta- menn kunni að bera fram, til þess að hafa svör á reiðum höndum. Kvöldið fyrir kjördag efnir Nixon til tveggja klukkustunda sjónvarps frá Los Angeles og svarar fyrirspumum. Eitt af þvf sem menn Nixons hafa áhyggjur af er, að þeir verði svo jafnir hann og Hump- hrey að hættan sem stafar af Wallace verði raunveruleg. GALLUP-STOFNUNIN f Bandaríkjunum birti úrslit nýrr ar skoðanakönnunar um helg- ina, og eru þau að áliti margra ekki sérlega uppörvandi fyrir Humphrey, þótt hann geri sér vonir um að horfurnar breytist sér í hag á seinustu stundu. Samkvæmt úrslitunum hefir Richard Nixon enn forustuna með 44 af hundraði. Hubert Humphrey hefur 36 en George Wallace giðeins 15 af hundraði, en fylgi hans fer nú mjög dvín- ' Le May fyrrv. hershöfðingi í heimsókn í S-Víetnam. Myndin var tekin, er hann var að ræða við bandaríska hermenn. Hann er varaforsetaefni Wallace, sem sendi hann til S-V, er hann hafði talað af sér hvað eftir annað.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.