Vísir - 31.10.1968, Blaðsíða 4

Vísir - 31.10.1968, Blaðsíða 4
5*5 Efiir Ólympíuleikana: Mexíkó á bármi gjaldþrots OlympíubrúBurin segir: „Dubcek og Co. eiga að fá gull- peningana mína44 Bezta fimleikastúlka i heimi, hin 26 ára tékkneska Vera Caslavska, vakti heimsathygli með frábærri frammistöðu á Olympíu leikunum, þar sem hún hlaut fjóra gullpeninga. Til að auka enn á frægð sina, tók hún upp á því að giftast landa sinum, 1500 metra hlauparanum Josef Odlozil. Á sunnudaginn var hún enn einu sinni í fréttunum, þegar hún lýsti yfir, að ráðamenn Tékkóslóvakíu ættu að fá gullverðlaunin hennar fjögur. ,,Þeir hafa unnið til þess. Alexander Dubcek, Oldrich Cern- ik, Josef Smrkovsky og Ludvig Svoboda. Hver þeirra á að fá einn af gullpeningunum mínum“, sagði Vera. Bonnie leikur Ofelíu Richard Harris, 38 ára, náði heimsfrægð með leik sxnum f „This Sporting Life.“ Hann vill nú setja á svið Hamlet Shakespears með tónlist og hyggst fá Fay Dunaway trl að leika Ofelíu. Ung frú Dunaway lék Bonnie í kvik- myndinni Bonnie og Clyde, sem er enn ókominn hingaö til lands, en heifur vakið mikla athygli er- lendis, ti'l dæmis í heimi tízkunn ar. Irski leikarinn Harris hefur aldr ei farið dult með hæfileika sína. f „Mörgum mun gremjast, hvernig ég ætla að leika Hamlet", segir hann, „en ég hef lengi verið ó- ánægður með þann hátt, sem far ið hefur verið með þetta leikrit á í Englandi. í 300 ár hafa menn misskilið leikritið, og mörgum góðum leikurum hefur leiðzt það fjölmarga, sem þeir skildu ekki í leikriti Shakespears." Hamlet hefur verið leikinn af fjölda frægra leikara, svo sem Sir Laurence Olivier og Richard Bur- ton. Otgáfa Richard. Harris .verð- ur einnig kvikmynduð hjá Para- mountfélaginu. Richard Harris skaut enn hærra upp á stjörnuhimininn nýverið, er hann lék eitt aðalhlutverkið i ,,Camelot.“ Fay Dunaway. Hún fékk bara pappírssnepil eftir mánaðarvinnu. Ólympiueldurinn er slokkn- aður og hrifningin á enda. Mexikó vaknaði daginn eftir með timbur menn. Olympíuleikamir höfðu næstum gert landið gjaldþrota. Það skortir fé til þess að greiða þúsundunum, sem að leikunum unnu, laun sín. í stað fimmtán þúsund króna eða minna, sem starfsfólk átti að fá í laun fyrir mánaðar þrotlausa vinnu hefur það fengið í hendur pappírssnepla, sem viðurkenningu þess, að það eigi það inni hjá rík inu. Menn draga í efa, að nokkru sinni verði unnt að innleysa þessa miða. Margir starfsmenn voru í öngum sínum og töldu sig ekki geta greitt skuldir sínar fyrsta nóvember. Mexíkó er svo illa statt, að menn ræða upphátt um gengis- lækkun. Eina vonin virðist sú, að nágranninn, Bandaríkin, hlaupi undir bagga með lán, þar sem ná- grannanum geðjast ekki að geng islækkun. Kassinn var galtómur, þegar leikunum lauk á sunnudaginn. Efnahagsvandræðin em ekki ein- ungis vegna þess, að of mikill í- burður hafi verið 1 framkvæmd leikanna. Miöasalan brást líka. Mörg húsin voru nær tóm, þvi að útlendingamir létu sig vanta. Vegna lélegrar þjónustu vissi al- menningur í borginni ekki, hvem ig hann ætti að fá aðgöngumiða. Frá því hefur verið skýrt opinber lega, að aðeins 50.000 útlendir gestir hafi komið til leikanna, sem er um helmingur þess, sem vonazt var eftir. Að fjárfesta í verkkunnáttu Gullgeröarmenn miðaldanna fundu aldrei aðferð iil þess að gera gull úr öðru óskyldu efni. Þar með er ekki sagt að þeir hafi til einskis unnið. 1 leiðinni lögðu þeir grundvöll að efna- fræði nútímans, sem er kannski meira en nokkuð annað undir- staða undir þeim geysilegu tækniframförum og þá um leið aukningu í velmegun, sem orö- ið hefur f heiminum á stuttum tírna. Leit guilgerðarmannanna er gott dæmi um gildi leitarinn ar. Þó að það, sem leitað er aö finnist aldrei, getur margt ann- að fundizt í ieitinni, sem er margfalt verðmætara. Gullgerð- armennimir fundu það, sem er verðmætara en gull, — þekk- ingu. Um úriausn erfiðra verk- efna má ef tii vill segia það sama og leitina. Það er oft ekki aðeins lausnin siálf, sem hefur giidi, heldur einnig vinnan við lausnina. Við lausn erfiðra verk efna lærist margt, sem seinna staklega, þegar mannfrek verk eru boðin út, meðan atvinnu- lífið er ekki allt of tryggt. Þetta eru auöskilin sjónarmið, þvf að verkefni, sem unnið er að hér á landi skapa ekki aðeins atvinnu sparnaði skapar fleiri krónur í þjóðfélaginu. Það er því auð- velt að verja þá ráðstöfun, að taka hærra innlent tilboð um- fram erlent. Stundum kemur það fyrir, að KJALLARAGREININ má nota við lausn annarra, jafn- vel óskyldra verkefna. Mikið hefur verið rætt og skrifað um nauðsyn þess, að fs lenzkur iðnaöur nyti einhverra forréttina umfram erlendan, þeg ar stór verk eru boðin ut á veg um hins opinbera. Þetta gilti sér fyrir þá, sem vinna beint að verkefninu, heldur breiðast á- hrifin út i þjóðfélagiö. Viðkom- andi fyrirtæki kaupir þjónustu af öðrum fyrirtækjum og starfs liðið fær aukið kaup til að kaupa af öðrum. Þannig breiðast áhrif in út. Hver króna í gjaldeyris verkefnum er vísað úr landi, vegna þess að þeir, sem ráða yfir verkefnunum, telja þau svo vandasöm, að aðeins sérstakir, útvaldir, erlendir aðilar geti sirxnt þeim. Þetta geta verið verjandi sjónarmið, en mjög sjaldan. Siík hugsun getur orðið að þráhyggju, eins og dæmi eru til um. Finnist innlendir aðilar, sem þora að takast á við verk efnin, ber að hafa það sem meg insjónarmið að leyfa þeim það sé einhver gióra í þvi. Að sjálfsögðu getur bað ailtaf gerzt, að þessum hugrökku mönnum mistakist. Á fjárhags- legt tjón, sem af siiku hlýzt verður að líta, sem kostnað við öflun verkkunnáttu innanlands. Verkkunnáttan er okkar guil, því að án hennar staðnar þróun efnahagslífsins. Með því að treysta íslenzkum aðilum fyrir vandasömum verkefnum, flytj- um við aukna kunnáttu inn i landið. Þessi aukna kunnátta leiðir síðan af sér hæfni til ewi stærri verkefna. Þannig breiðast áhrifin út, eins og krónurnar í dæminu hér að ofan. Vaidimar H. Jóhannesson.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.