Vísir - 31.10.1968, Blaðsíða 7

Vísir - 31.10.1968, Blaðsíða 7
VÍSIR . Fiimntudagur 31. október 1968. I morgun útlönd í morgun útlönd í morgun útlönd í morgun útlönd Samningamenit Hanoistjórnar boða ..undirtektir innan klukkustundar" ef Johnson boðar stödvun sprengjuárása skilyrðislaust ■ Af opinberri hálfu í Washington hefur enn sem komið er verið neitað að segja neitt um það, sem haft er eftir samninga- mönnum Norður-Víetnam í París, en haft var eftir þeim, að af hálfu stjómar- innar í Hanoí myndi verða um undirtektir að ræða inn an klukkustundar, ef John- son forseti lýsti yfir skilyrðislausri stöðvun sprengjuárása á Norður- Víetnam. Ennfremur var haft eftir þeim, að allt væri nú undir Johnson forseta komið. Fréttaritari brezka útvarpsins í Washington telur, að horfur séu batnandi á samkomulagi um stöðv- un loftárásanna óg vopnahlé. 1 fyrri fréttum frá París var sagt, að aðalsamningamaður Bandaríkj- anna á Víetnamráðstefnunni hefði enn hvatt sendinefnd N.-Víetnam til að fallast á heiðarlegt samkomu- lag en aö fulltrúar Norður-Víetnam hefðu komizt svo að orði, að af háífu Bandaríkjanna væri um kosn- ingaáróður að ræða. Ekki hefur heyrzt frá Washing- ton neitt um sannleiksgildi fréttar frá Saígon, að bandaríski sendiherr- ann þar og forseti Suður-Víetnam séu reiöubúnir að tilkynna stöðvun sprengjuárásanna. Nóbelsverðlaun í efnafræði ■ Stokkhólmi í gær: Sænska vís- indaakademían samþykkti að veita Lars Onager prófessor Nóbelsverð- launin í efnafræði. Lars Onager er af norskum ætt- um og er prófessor í teoretiskri efnafræði við Yale-háskólann í New Haven í Bandaríkjunum. Eðiisfræðiverðlaunin hlaut Luis W. Alvarez prófessor við Kalifomíu háskóla. /f Sakaðir um þÍóðurmorð/# í N-Víetnam Saigon: Stjórnin í Suður-Víet- nam hefir sent Buddhistamunknum Thich Ho Giac aðvörunarbréf, vegna þess að birt var grein i blaði, sem hann stjórnar — Chanh Dao, þar sem Bandaríkjamenn eru sakaðir um „þjóðarmorð* ‘í Norður- Víetnam. Fréttastofan í Saigon, sem telst að nokkru leyti opinber stofnun, birti tilkynningu um þetta i gær. • Madrid: Bandaríkjastjórn hefir fullvissað Franco um, að ekki verði dregið úr bandarískri fjárfestingu á Spáni. Suður-Víetnam kann að heyja styrjöldina án þátttöku USA ■ Saígon í gær: Eitt af blöðunum í Saígon segir í. gær, að ef Banda- ríkjastjórn viðurkenni þjóðfrelsis- hreyfinguna í Suður-Víetnam kunni stjóm landsins (S-V) að taka á- Bandarísku geimfararnir enn á Kennedyhöfða Bandarísku geimfararnir þrír, sem voru ellefu sólarhringa á braut umhverfis jörðu, voru að t>on- um hýrir í bragði eftir að hafa unnið afrekið. Myndin hér að ofan var tekin við komu þeirra til stöðvarinnar á Kennedyhöfða, nýstignir úr þyrlunni, sem flutti þá frá flugvélaskipinu ESSEX til stöðvarinnar. Er síðast fréttist voru þeir enn í stöðinni, til daglegrar læknisskoðunar. Frá vinstri: Don Eisele, Walter Cunningham og Walter Schirra. kvörðun um, að heyja styrjöldina alein. Blaðið kveðst hafa fyrir þessu öruggar heimildir innan ríkisstjórn- arinnar. f>ó tekur blaðið, að þrennt verði tekið til athugunar: I. Að heyja styrjöldina áfram á eigin spýtur. Að stjórnin taki samkomulags- umleitanir í sínar hendur, þótt af því geti ieitt, aö S.-V. glati stuöningi Bandaríkjanna. 2. 3. Efna til and-bandarískra mót- mælaaðgerða til þess að reyna með jiví aö hafa áhrif á almenn- ingsálitið í heiminum. Blaöiö dregur í efa, aö Suður- Víetnam geti haidið áfram styrjöld- inni án stuðnings Bandarfkjanna, en skyndileg stöðvun á þeim efna- hagslega stuðningi, sem landið fær, myndi leiða tii þess að efnahagur landsins hryndi í rúst, og her lands- ins gagnlaus, ef hann nyti ekki hernaðarstuðnings Bandank:janna. BREZKA ÞINGIÐ SETT I GÆR Meðal nýrra frumvarpa er frv. um 18 ára kosningaaidur Brezka þingið var sett í gær með hefðbundinni viðhöfn eins og jafn- an, er nýtt þingtímabil hefst. Með- al nýrra frumvarpa er frv. til Iaga um 18 ára kosningaaldur. I hásætisræðu drottningar var gerð grein fyrir stefnu drottningar og hinum nýju frumvörpum, Enn fremur stefnu stjórnarinnar út á við.. Stjómin skuidbindur sig til að gera allt sem í hennar valdi stend- ur tii þess að hjálpa aðiium í Víet- namstyrjöldinni til þess að ná sam- komulagi, í ræðunni var komizt svo að orði, að þróunin í vinsamiegri sam- búð við löndin, sem tóku þátt í innrásinni í Tékkóslóvakíu, hafi orðiö fyrir hnekki, en áfram verði unnið að sönnum skilningi í skipt- um þjóða í austri og vestri. Stefnan í varnarmálum helzt sú, sem boöuð hefur verið, m. a. meö þátttöku í Norður-Atlantsbandalag- inu til varnar Evrópu. Nauðsjmleg- ar ráöstafanir verða geröar til und irbúnings brottfiutnings brezks her- afia frá stöðvum austan Súez. Boðaðar voru breytingar varö- andi Jávarðadeildina, 7j/0*fliís Glæsilegustu og vönduðustu svefnherbergissettin fást hjá okkur Munið einkunnarorð okkar: Úrval, gæði og bjánusta % i | 1 ! j | 111 iqpana uiu: <r <J Sími-22900 Laugaveg 26 * k •Sojus III lenti í gær t Sovézka gelmfarið Sojus III i | lenti í gær eftir að hafa verlð á , I lofti 4 sólarhringa. Geimfarið lenti í Sovétríkjun 1 ' um og i réttajnenn og vinir | I voru viðstaddir til að fagna / | Beregovoj. Tass-fréttastofan , segir líðan hans ágæta. Moskvu í morgun: Sovézki I | geimfarinn Beregovoj er nú í i | læknisskoðun og ræðir árang- ur geimferðarinnar við sovézka ' geimvísindamenn og stjórnend-1 I ur geimferðanna. Beregovoj var fjóra sólar-, L hringa úti í geimnum. Geimfarið 1 Sojus III, lentl t Kashakstan. /

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.