Vísir - 12.11.1968, Blaðsíða 5

Vísir - 12.11.1968, Blaðsíða 5
VlSIR . Þriðjudagur 12. nóvember 1968. 5 A.t'ív.íi. Ótal tegundir vítamína fást í lyfjabúðum og verzlunum og þar að auki lýsið, sem gefur A- og D-vítamín. rbr astæoa m pess ao taKa mn vítamín þótt læknar mæli ekki sérs þeim 1600—1900 hitaeiningum á dag, sem gildir t. d. fyrir konur eldri en 35 ára. Eggja- hvítan er m. a. til uppbygg- ingar hormónanna. Eggjahvítu- efni, sem ekki fylgja of mikl- ar hitaeiningar eru t. d. í mögru kjöti, osti og fiski. Einnig gætti þess að of lítil neyzla var á þeim matarteg- undum, sem gefa C-vítamín og í efnaminni fjölskyldum skorti 35—45% upp á C-vítamínmagn- ið, sem þurfti að vera í fæð- unni Skiptið á kartöflunum og ööru grænmeti stendur í grein- inni og boröið fleiri ávexti. Þetta eru niðurstöður dönsku rannsóknanna og mættum við áreiöanlega læra eitthvað á þeim. Við getum huggað okkur við það að viö eigum betri að- gang að. eggjahvituefnum, en þessi nágrannaþjóð þar sem er fiskurinn okkar. Svo megum við skki gleyma einum bætiefna- gjafanna og það er lýsið, sem inniheldur mörg efnanna, sem sagt hefur verið frá. Ráðgjafar dönsku húsmæðra- samtakanna hafa komizt að athyglisverðri niðurstöðu varð- andi það hvort Danir neyti nógu mikillar næringarríkrar fæöu. Svarið er neikvætt og byggist á rannsóknum, sem fram fóru árin 1964—65. Þar sem gera má ráð fyrir að okkar fæði sé tiltölulega líkt hinu danska, n.á ganga að því gefnu að við getum hagnýtt okkur dönsku rannsóknimar. 1 yfirlitinu frá dönsku hús- mæðrasamtökunum segir m. a.: „Það er ágætt, að við tökum inn vítamín, þótt læknamir haldi því stundum fram, að það sé ónauðsynlegt. Það myndi vera ónauðsynlegt, ef við fengj- um fæði, sem væri nógu bæti- efnagefgndi en það er það ekki. Við fáum t. d. ekki nóg af D-vítamínum hvorki fullorönir né böm. Þörf bama er um það bil 400 einingar á dag fullorð- inna 200—240 og, ef börnin ættu að fá þessar einingar í' mat, þyrftu þau að neyta um það bil 40 gramma af síld eða öðrum feitum fiski á dag. Við fáum ekki heldur nóg af jámi og gildir það einkum um konuna, sem er á barneignar- aldrinum og þarf mánaðarlega að fá járnuppbót í stað þess sem hún tapar við tíðir. Það væri hægt að fá meira járn, ef við neyttum minna af hveitibrauði og meira af rúgbrauði, minna af feitu kjöti og meiri innmat- ar — og meira magns grænmet- is. Við fáum of mikið af fitu. Fituinnihald fæðunnar á ekki að vera meira en 30—35% hita- einingarþarfarinnar en 41—47% fæðunnar, sem við neytum er fita. Við neytum einnig of mik- ils sykurs. Við borðum frá 41 — 106 grömmum á dag á mann en ættum í hæsta lagi að borða 50 — 60 grömm. Sennilega neyt- um við meiri sykurs en þess sem gefinn er upp í niðurstöð- unum því að í þeim er ekki reiknað með smákökuneyzlu, ís- neyzlu og neyzlu sultu og ann- ars góðgætis. Viö fáum sennilega of lítiö af eggjahvítuefnum margar okkar a. m. k. ef við eigum að ’ná HI—FI kerfi frá SONY: Tónlistartímaritin Hi-Fi NEWS og High Fidelity hafa gefiö Sony magnaranum TA-1120 frábæra dóma. Há- marksorka er 160 w á kanal. Sony framleiðir einnig plötuspilara tónarm og tónhöfuð og 5 gerðir af hátölur- um. Eigum fyrirliggjandi alls konar tengisnútur, hljóð- nema, stereo heyrnartæki, segulbandsspólur. J. P. Guðjónsson, Skúlagötu 26, sími 1-17-40 3ja herb. íbúS óskast Hef kaupanda aö 3ja herb. íbúð í Vesturbæ. Útborgun 600 þúsund. FASTEIGNAMIÐSTÖÐIN. Austurstræti 12 - Símar 20424 - 14120, heima 83974 3ja herbergja 'ibúB Til sölu 3 herbergja íbúð á hinum bezta stað í Safamýri. Mjög gott útsýni. FASTEIGNAMIÐSTÖÐIN. Austurstræti 12 - Símar 20424 - 14120, heima 83974

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.