Vísir - 12.11.1968, Blaðsíða 16

Vísir - 12.11.1968, Blaðsíða 16
Jólasveinarmr komnir út í sýningargluggana • Rammagerftin i Hafnar- stræti er aft vanda fyrst til meft jólaútstillingar í verzlunar- gluggunum. Jólasveinamir hjá þeim hafa sinn ákveöna dag, sem er 1. nóvember en þá koma þeir í gluggana. Blaðið talaði við Hauk Gunn- arsson, verzlunarstjóra, sem sagði að heilmikið væri skoðað þessa dagana, kaup undirbúin óg géngið frá þeim, en nú faéri áð líða að þeim tíma er skipa- þóstur verður séndur af stað, þegar farið er til fjarlægra landa méð jólapóstinn. Sagði Haukur að Rammagerð- in byrjaði svo snemma á jöla- undirbúningnum vegna þess að fólk þyrfti að hafa sinn tíma til að átta sig á þeirri stað- reynd, að jólin væru í nánd og minnti Rammagerðin viðskipta- vini á þessa staðreynd m. a. með jólaútstillingunum. 10. sföa UNNIÐ Á SÆSKRÍMSLI ÞAÐ HLÝTUR að vera óþægileg tilfinning að standa augliti til auglitis við sæskrímsli. Hafnar- vörðurinn í Þorlákshöfn, Friðrik Friðriksson, fékk að vita fyrir nokkru hvernig sú tilfinning er. Hann var að koma til vinnu sinnar og gekk að vigtarskúrnum og ætlaði að fara að opna, þegar skepna nokkur reis upp við dyrnar og virtist ætla að glefsa tii hans. Eldsnöggt vék hann sér undan og greip um leið trédrumb. Er ekkj að sökum að spyrja, að Friðrik vann á skrímslinu, sem reyndist raunar vera seltrr, þegar betur var að gáð. Hafði hann skrið- ið á land og lagzt við dymar á vigtarskúrnum. Nær helmingslækkun innlendm út- fíutningstekna gerir gengislækkun óhjákvæmilega Kaupbindingin veröur að sfanda i eitt ár — segir Bjarni BeTfédtktsfönyrfoYS&éTísYaðherra Verðmæti útflutnings- framleiðslunnar minnk- aði um 45% á tveimur árum, frá 1966 til 1968. Bein lækkun innlendra tekna af útflutningi nam 55%. Þá voru raunveru- legar þjóðartekjur árið 1968 15 af hundraði lægri en tveimur árum áður og ívið lægri en ár- ið 1967. Gjaldeyrisforð- inn er genginn til þurrð- ar. Þetta kom fram í ræðu Bjarna Benediktssonar, forsætisráð- herra, á Alþingi í gær. Einka- neyzlan var svipuð árin 1966 og 1967, en mun á þessu ári væntanlega minnka um 8 af hundraði. Af öliu þessu kvað forsætisráðherra sjást nauðsyn þeirra aðgerða, er ráðgerðar eru. Ráðherra boðaði viöbótarráð- stafanir innan fárra daga. Tekjujöfnunarákvæöi væru nauðsynleg, svo sem aðgeröir i húsnæðis- og skattamáhim. Bæt ur almannatrygginga yrðu hækk aðar um 150 milljónir króna. Bæta þyrfti aftstöðn þeirra, er harðast yrðu úti vegna skulda í útvegi. Gengisbreytingin krefðist þess, að hemill yrði á iauna- hækkunum. Væri rétt, að visi- töhibætur yrðu ekki greiddar fyrir áhrif gengislækkunarinnar, nema til komi nýtt samkomu- lag mtlii launþega og vinnuveit- enda, og hvetti ríkisstjórnin nú til endurskoðunar kjarasamn- inga. Hins vegar yrðu greiddar bætur fy-rir þau áhif verðhækk ana vegna 20% innflutnings- gjaldsins, sem heföu verið kom in inn £ verðlagið hinm fyrsta nóvember sfðastliðinn. Ráðherra kvað það nauðsyn- legt nú, að aukinn rekstrarkostn aður útgerðarinnar vegna breyt ingarinnar yrði dreginn frá, áð- ur en til hlutaskipta kæmi. Hins vegar yrði að tryggja hlutasjó- mönnum sömu hækkun launa og yrðu í iandi. Þá yrði að koma í veg fyrir of mikinn samdrátt f fjárfest- ingu og hamla gegn innflutn- ingi. Ætti árangur að nást, yrðu að verða stöðvun á hækk- un kaupgjaids, sem stæöi I að minnsta kosti eitt ár. Full atvinna skiptir mestu, segir viðskipta- málaráðherra Gyffi Þ. Gíslason lýsti sjón- armiðum Alþýðuflokksims f stuttri ræðu, Hann kvað þessar ráðstafanir æskilegar til að halda uppi sem mestri atvinnu með alhliða uppbyggingu at- vinnulífsins. „Kúgildin segist prest- urinn hafa upp étið,“ segir Eysteinn Eysteinn Jónsson gerði grein fyrir afstöðu Framsóknarflokks- ins. Hann taldi ranga stefnu rík isstjómarinnar helztu orsök vandans. Hefði hún safnað skuldum erlendis í rikum mæli. Nettóskuldir erlendis næmu nú 9 miHjörðum króna, en hefðu verið 3 milljarðar á sama gengi fyrir tíu árum. Eysteinn vildi ekki telja vandann stórvægileg- an. Vísitala viðskiptakjara væri nú tícki ósvipuð því, sem yfir- leitt hefði verið á síðari árum og sæist á því, að útfhrtnings- verzlunin ætti ekki að standa ver, ef röng stjómarstefna væri ekki orsökin. Vísitala viftskiptakjana hefði 10. sfða. BJARGSMÁLIÐ FELLT NIÐUR ■ Engin ástæóa þykir vera til opinberrar málshöfðunar í Bjargsmálinu svo nefnda, sem reis út af stroki færeysku stúlk- Ræningjarmr allir komnir undir manna hendur ■ Mennirnir tveir, sem léku Iausum hala í gærmorgun, en tóku þátt f því að ræna ölvaða menn um helgina, náðust. í gær- dag. Annar viðurkenndi strax sína hlutdeild í ránunum, en hinn hafði verið bílstjóri og ekki tekið beinan þátt í þeim. Hann hafði ekki einu sinni séð þau i 10. síða. unnar Marjun Gray og ásökun- um hennar og annarra á hendur gæzlu- og umsjónarfólki skóla- heimilisins Bjargs. „Af hálfu saksóknara hafa eigi þótt sannast slíkar sakargiftir í máli þessu, að efni þættu vera til opinberrar málshöföunar af því til efni“, segir í fréttatilkynningu frá Saksóknara ríkisins. Rannsókn málsins dróst nokk- uð á langinn, vegna þess hve um- fangsmikil hún var og víötæk, en lögð var áherzla á að kanna hvað hæft væri í ásökununum um, að hlutaðeigandi hefðu framið refsi- verð brot og yfirsjónir frá barna- verndarlegu sjónarmiði séð. Málið vakti mikla athygli á sín- um tíma og slíkt hnevksli, aö ekki þótti annað fært en leggja starf- semi heimilisins niður. Klæðnaður á ísöld □ Klæðnaður á ísöld er eltt skemmtiatriö- anna á kvöldskemmtun Soroptimistklúbbs Reykjavíkur, sem verftur á fimmtudagskvöld í Súlnasal Hótel Sögu. □ Ágóði af þessari fjáröflunarskemmtun rennur i styrktarsjóð klúbbsins, en tilgangur hans er aö veita námsstyrki efta námslán til drengja, sem hafa verift lengri eöa skemmri tíma á Breiöuvíkurheimilinu efta hliftstæöri stofnun. Á skemmtuninni verftur efnt til skyndihappdrættis meft fjölda gltesilegra vinninga. □ Meðal þeirra skemnitikrafta, sem koma fram á skemmtuninni, eru: Ævar Kvaran leikari, Halldór Haraldsson píanóleikari, Heiðar Ástvald.sson dansk nnari Ómar Ragn- arsson og Guðrún A. Símoriar. ÓMAR RAGNARSSON - hér sjáum við „ísaldarmanninn Ómar.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.