Vísir - 15.11.1968, Blaðsíða 3

Vísir - 15.11.1968, Blaðsíða 3
formann VISIR . röstudagur 15. íióvemoer lt>6s'. XTreyfilsvalsinn dunaði dátt í Súlnasal á mánudaginn, þar sem bílstjórarnir héldu upp á 25 ára afmæli félagsins með pomp og pragt. Bifreiðastöðin Hreyfill var stofnuð 11. nóvember 1943 og voru 40 bifreiðir á stöðinni til þess aö byrja með. Nú eru þær 330. í tilefni afmælisins var efnt til myndarlegs hófs á Sögu, þar sem meðal annars komu fram karlakór og kvartett félags- manna, en félagslíf hefur jafnan staðið meö miklum blóma hjá þeim Hreyfilsmönnum. Innan samtaka þeirra hefur starfaö taflfélag, sem hefur Bflstjórarnir með konum sínum við hluta af háborðinu, frá vinstri: Ingjaldur ísaksson, Ólafur Þórðarson, lögfræðingur félags- ins, Vilhjálmur Þórðarson, Steingrímur Aðalsteinsson, Þórður Elíasson, Þorleifur Gíslason, Bergsteinn Guðjónsson, Grímur Runólfsson og Stefán Oddur Magnússon á endanum hægra megin. Gefa 300 einsdags- ferðir í tilefni afmælisins meðal annars sent sveitir til keppni í nágrannalöndunum, þar sem þær hafa staðið sig meö mikilli prýði. Bridge-félag er einnig starfandi, en þetta eru fþróttir sem einna mest eru iðkaðar á vinnustað bílstjóra, í biðsalnum, þegar beðiö er eftir ferð. Bílstjórar á Hreyfli hafa einnig þótt liðtækir í íþróttum. Handboltalið eiga þeir gott. Og í vetur leigja þeir húsnæði í iþróttahúsinu á Seltjamamesi, þar sem félagsmenn fá tæki- færi til þess að hrista af sér kyrrsetustirðleikann. Hreyfilsmenn hafa einnig gef- ið út blaö í allnokkur ár og kemur það út 2—3var á ári. — Þá hafa félagsmenn i samein- ingu byggt þrjár stórar íbúða- blokkir og tvær em nú í smíð- um inni í Breiðholti. Stöðin hefur stöðugt verið að færa út kvíarnar. Má til dæmis geta þess að fyrsta bílasímann opnaði félagið í Kleppsholtinu nokkru eftir að þaö var stofn- aö. Nú eru þeir sautján talsins víðsvegar um bæinn. Frá 1950 hefur stööin haft opið allan sólarhringinn og ári síðar voru settir gjaldmælar í alla bíla. Félagið er nú aö reisa mikiö og veglegt hús undir starfsemi sína inni við Grensásveg. Verð- ur það fimm hæðir. Þar munu skrifstofur félagsins verða og öll aðal starfemi, félagsheimili og fleira. í tilefni afmælisins er efnt til happdrættis. Þeim, sem ferö- ast næstu vikurnar með Hreyf- ilsbílum, veröur afhentur happ- drættismiöi í kaupbæti. Stend- ur þetta happdrætti fram í jan- úar, en þá veröur dregiö og vinningarnir eru 300 dagsferöir um nágrennj Reykjavíkur ein- hvern tíma á tímabilinu 15. maí til 15. september næsta árs. Formaður félagsins er Ingjald- ur Isaksson og var hann gerður að heiöursfélaga á hátíðarhóf- inu að Sögu. Frá vinstri: Þorleifur Gíslason, meðstjórnandi, Ingjaldur ísaksson, formaður, Ingimundur Ingimundarson, varaformaður, Gestur Sigurjónsson, ritari, Guðbjartur Guömundsson, gjald- keri. Hreyfilsmenn eiga það líka til að taka lagið á góðri stund. Innan félagsins er starfandi mynd- arlegur kór og þarna sjáum við Hreyfilskvartettinn: frá vinstri, Vilhjálmur Sigurjónsson, Guðbjörn Jensson, Haraldur Sigfússon og Magnús Hjartarson. Ingjald Isaksson og afhenti honum heiðursskjal til marks um að hann væri gerður að fyrsta heiðursfélaga félagsins. .. og bílstjórarnir sveifluðu dömum sínum léttilega í takt við Hreyfilsvalsinn.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.