Vísir - 15.11.1968, Side 8

Vísir - 15.11.1968, Side 8
8 VISIR . Föstudagur 15. nóvember 1968. Otgefandi Reykjaprent n.l Framkvæmdastjóri Sveinn R. Eyjólfsson Ritstjóri: Jónas ECristjánsson AOstoðarritstjóri: AxeJ rhorsteinson Fréttastjón Jón Birgir Pétursson Ritstjómarfulltrúi: Valdimar H. Jóhannesson AuglVsingar: 'tOalstræti 8. Slmar 15610 11660 og 15099 Afgreiflsla Aflalstræti 8. Símj 11660 Ritstjórn: £ augavegi 178. Simi 11660 (5 linur) Áskrittargjald kr. 125.00 á mánufli innanlands I lausasölu kr. 10.00 eintakið Prentsmiðja Vísis — Edda h.f. Óvissa og óskhyggja Nú er friðsælla eftir gengislækkunina en var eftir gengislækkunina í fyrra. Það stafar ekki af því, að nýja gengislækkunin komi síður við fólk en hin fyrri. Friðurinn stafar af hugarfarsbreytingu, sem hefur orð- ið með þjóðinni á þessu ári. í fyrra gerðu menn sér frekar óljósa grein fyrir tekjutapi þjóðarinnar, en nú eru hinir geigvænlegu erfiðleikar á allra vitorði. 1 fyrra voru menn enn ölvaðir af velgengni viðreisnar- áranna, en í ár hefur raunveruleiki hinna nýju erfið- leika síay.t inn í vitund manna. Verkaiýðsleiðtogarnir eru óneitanlega í erfiðri að- stöðu. Þeir sjá, að fólk gerir sér almennt grein fyrir því, að nærri 50% tekjurýrnun í útflutningi íslenzkra afurða hlýtur að rýra kjör þjóðarinnar. Marga munar heldur ekki mikið um 16% tekjurýrnunina, sem geng- islækkunin veldur. En svo eru hinir lægst launuðu í þjóðfélaginu, sem munar mikið um þessa tekjulækk- un. Allir viðurkenna, að þeir hafa ekki góða aðstöðu til að bæta á sig byrðum. Þessar andstæður, annars vegar kaldur raunveruléiki tekjutaps þjóðarheildar- mnar og hins vegar félagslegt vandamál láglauna- fólks, valda því, að verkalýðsleiðtogarnir tvístíga nú í afstöðu sinni. Flestir verkalýðsleiðtogar skilja vandann nógu vel og eru nógu heiðarlegir til að viðurkenna, að tekju- tapið hlýtur að valda kjararýrnun. Þessi afstaða þeirra endurspeglar að vísu aðeins afstöðu fólksins í land- inu. En hún veldur því, að það er umræðugrundvöll- ur milli stjórnvalda og aðila vinnumarkaðarins og að stjórnvöld verða að taka mikið íillit til sjónarmiða verkalýðsleiðtoganna; Afstaðan er allt önnur en þeg- ar verkfallshótunum rignir og styrjaldarástand ríkir á vinnumarkaðinum. Nú er hugarfarið þannig, að menn ættu að geta rætt málin af skynsemi og tekið bæði tillit til efnahags þjóðarinnar og hinna félags- legu vandamála. En ekki veit neinn, hvort þessi umréeðugrundvöllur helzt. Ýmsir stjórnmálamenn vinna baki brotnu að bví að koma á upplausn í þjóðfélaginu, af því að þeir telja sér pólitískan ávinning í því. Þeir eggja nú verka- lýðsleiðtogana á að láta skynsemina lönd og leið og hefja kjarastyrjöld og heiti þeir aumingjar ella. Það þarf vissulega sterk bein til að þola frýjanir. Þrátt fyrir friðinn, sem nú ríkir, er mikil óvissa um framtíðina. Stjórnendur atvinnulífsins eru bjart- sýnir um, að líf færist í það að nýju og tekjur þjóðar- innar aukist í kjölfarið. En yfir bjartsýninni hvílir íkuggi kjaradeilna. Við vitum, að með launahækk- unum er hægt að taka allí aftur, sem atvinnuvegun- um hefur áunnizt með gengislækkuninni. Hörmulegt væri að minnast 50 ára fullveldis þjóðarinnar með upplausn í Y' 'ðfélaginu. Við höfum of oft látið stjórnr ast af óskhyggju. Nú er tímabært að láta af henni og taka höndum saman um að leysa vandann. Ottó Schopka: GENGIS- LÆKKUNIN Cíðastliöinn mánudag gaf Seðlabankinn út tilkynn- ingu um nýja gengisskrán- ingu og aðfaranótt þriðjudags afgreiddi Alþingi lög um sér- stakar ráðstafanir, sem nauð- synlegt var að gera þegar í stað til þess að draga úr trufl- andi áhrifum gengisbreyting- arinnar á gjaldeyrisviðskipti o. þ. h. Fljótlega verða svo lögð fram lagafrumvörp um ýmsar hliðarráðstafanir. Af hálfu iðnaðarins hefur allt- af verið lögð rík áherzla á, að frumskilyrði fyrir því aö hægt sé að byggja upp og reka inn- lendan iðnað á heilbrigðum grundvelli, er rétt gengisskrán- ing. Gengisskráningin var orð- in alröng og hefði ekki verið /stætt á að halda henni óbreyttri til lengdar, enda allir gjaldeyris- sjóðir uppumir og engar líkur á stórauknum gjaldeyristekjum á næstunni. Enda þótt gengislækkunin skapi iðnaðinum óhjákvæmilega ýmsa erfiðleika, munu þó áhrif hennar verða iönaðinum hag- stæð, þegar á allt er litið. Þannig má telja fullvíst, að innflutning ur fullunninna iönaöarvara mun dragast verulega saman og eft- irspurnin beinast að inn- lendri framleiðslu. Sama máli gegnir um þá þjónustu, sem sótt hefur verið út fyrir landsteinanna í ríkum mæii á undanförnum árum, þ.e. skipa viðgerðir, og má búast við, að allar þær skipaviögerðir sem á annaö borð eru framkvæmanleg ar hér á Iandi, muni vera gerðar hér. Og eins og kunnugt er hafa Loftleiðir látið í Ijós áhuga á aö flytja viðgerðadeild sína frá New York hingaö til lands og ætti gengislækkunin að gera þann flutning enn fýsilegri en ella. Láta mun nærri, að fjöldi þeirra, sem vinna að viðhaldi og viögeröum flugvéla hér á landi, muni tvöfaldast, ef af flutningi þessum verður og má af því nokkuö marka hversu þýð ingarmikið það gæti verið fyrir þróun þessarar iðngreinar. Gengislækkunin þýðir einnig auknar tekjur — í krónutölu — fyrir fyrirtæki í sjávarútvegi og fiskiðnaði, en bætt greiðslu- geta þeirra ætti að leiöa til betri skila þeirra viö þjónustufyrirtæk in, sem eins og kunnugt er hafa átt í miklum erfiðleikum vegna slæmrar greiöslugetu f sjávarút- vegi og fiskiönaöi. Neikvæð áhrif gengislækkun- arinnar á iðnaðinn eru fyrst og fremst þau að rekstrarfjárþörf- in eykst, einkum í þeim iðngrein um, þar sem erlend hráefni eru stór þáttur í framleiöslukostn- aðinum. Ef ekki verður greitt úr þessari auknu rekstrar- fjárþörf iðnfyrirtækjanna leiöir það til minnkunar framleiðslu- magns og verri afkastanýtingar, sem leiöir til verri afkomu. Iðn- fyrirtæki j að þvf leyti verr sett en verzlunarfyrirtæki sem eru þó langt frá því að vera vel sett við aögerðir sem þess- ar, —að þau hafa mikið fjár- magn buiidið í vélum og húsum og því tiltölulega hærri fasta- kostnað, sem gerir mikla nýt- ingu afkastagetu nauösynlega Mikill samdráttur í framleíðslu- magni gæti því oröið mörgum iðnfyrirtækjum harðari skellur en svo að þau þoli hann eftir undangengin erfiðleikatímabil. Iönaðurinn hlýtur því að leggja höfuðáherzlu á, að bankakerfinu verði |ert kleift að veita hon- um betri fyrirgreiöslu en verið hefur á sviöi rekstrarlána. Við gengislækkunina í nóvem ber í fyrra voru uppi ráðagerðir um talsverðar lækkanir tolla á ýmsum neyzluvamingi f því skyni að draga úr hækkunar- áhrifum gengislækkunarinnar á vísitöluna. Ekki hefur heyrzt, að tillögur séu nú gerðar um hlið- stæðar ráðstafanir, en vegna fyr- irhugaðra viöræðna við EFTA um aðild íslands er ástæða til þess að benda á, að öhyggilegt væri að lækka eða fella niður tolla af fullunnum vörum, áður en nokkuð er ákveðið um af- stöðu Islands. -Á mestu veltur fyrir innlendan iðnað, að hæfi- lega langt aðlögunartímabil fá- ist, en hitt væri fljótræði að fara út í miklar tollalækkanir nú, aðeins af því að líkur væru á, að rikissjóður gæti séð af nokkr- um tekjum á næsta ári. Miklu máli skiptir, að inn- lendur rekstrarkostnaður hækki ekki verulega umfram það sem óhjákvæmilega leiðir af gengis- lækkuninnl, þvi að það yrði að- eins til þess að gera hin hag-. stæðu áhrif hennar á atvinnu- vegina að engu. Ekki er við því, að búast, að fslenzkir atvinnu- vegir geti greitt öllu hærra kaup en tfðkast f öðrum löndum á svipuðu efnahags og tæknistigi. Þær öm kauphækkanir, sem urðu hér á landi á árunum 1963 ’ —’65, byggðust fyrst og fremst á' óvenjumikilli framleiðniaukn- ingu í sjávarútvegi, en þegar þær breiddust út um allt hagkerf ið, skðpuðu þær iðnaðinum al- varlega erfiðleika, sem hann hef- ur raunar ekki komizt úr. Með þeirri gengislækkun, sem nú hef! ur verið framkvæmd, skapast; möguleikar fyrir iðnaðinn tfl; þess að fá aftur viðunandi starfs skilyrði og er vonandi að þeir möguleikar verði að veruleika á næstu mánuðum.

x

Vísir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.