Vísir


Vísir - 15.11.1968, Qupperneq 9

Vísir - 15.11.1968, Qupperneq 9
VlSIR • Föstudagur 15. nóvembcr 1968.' / ’p'yrir rúmum mánuði eöa svo leit helzt út fyrir að styrj- öldinni í Biafra væri að ljúka. Vonir fóru jafnvel að lifna með- al norrænna fiskveiðiþjóða um að bráðlega gætu þær hafið að nýju skreiðarverzlun til lands- ins. Hinn vel búni her sambands- stjómarinnar í Lagos virtist vera að leggja undir sig síðustu skikana af landsvæði íbóanna, þessa öfluga þjóðflokks, sem reis upp á sínum tíma og heimt- aði viöurkenningu á Biafra sem sjálfstæðu ríki. Þessir sóknardagar sambands- hersins að síðustu bæjum og flugvöllum Biafra-manna minntu á síðustu daga heimsstyrjaldar- innar, aðeins í minni stíl. Sótt var að þeim bæði úr vestri, norðri og austri og skikinn Framlag Evrópumanna til Afríkuþjóða. Vélbys sur og kennslustund í meðferð vopna, að endurtaka sig saman sagan og á umliðnum öldum í þjóða- ríg og valdastreitu norður í Evrópu. Jafnvel það hafnbann og flutningabann, sem sam- bandsstjórnin viðheldur á Bi- afra er aöeins endurspeglun á því hafnbanni, sem banaarnenn héldu uppi í tveimur styrjöld- um gegn Þjóðverjum og varð sterkasta vopnið í báöum stríð- um til að yfirbuga þá. En það sem gerir vígaferli Afríku-manna á síðustu og verstu tímum hvað ömurlegust eru einmitt vopnasendingamar frá hinum ríkari og þróaðri þjóðum. Það er sannárlega skelfilegt til þess að vita, að helzta framlag Evrópumanna til hinna örsnauðu Afríkuþjóöa skuli vera vopn og skotfæri til þess að þær geti framið nokkurs konar sjálfsmorð í innri valda- streitu og blóðugum bræðra- vígum. þaö er til dæmis vitað, að helztu vopnastuðningsmenn minnkaöi sífellt. Biafraher skorti með öllu vopnabúnað á við hinar öflugu sóknarsveitir sambandshersins, og jafnvel einföldustu vistir Var ástandið orðið svo ömurlega á styrjaldar- svæðinu, að talið var að 6 þús- und manns létust þar úr hungri á hverjum degi. I þeirri trú, að nú drægi að lokum styrjaldarinnar, var efnt til ráðstefna Afríkuþjóða og síðan funda deiluaðilja. Var það augsýnilega gert í þeirri ímyndun, að stríðinu væri svo aö segja lokið og þyrfti aðeins að gefa Biafra-mönnum tæki- færi til að gefast upp. I ‘C’n þetta fór nú öðru vísi en ætlað var, foringjar Biafra-j manna voru eftir sem áður hin- ir roggnustu og kváöust ekki ganga aö neinum samningum nema sú höfuðkrafa þeirra væri viðurkennd, að Biafra væri sjálfstætt þjóðríki. Fulltrúar sambandsstjórnarinnar voru þá heldur ekkert fíknir í að ljúka styrjöldinni. Þeir voru sigur- reifir og vildu þá gjaman fá tækifæri til að kenna Biafra- mönnum lexíurnar og leika þessa uppreisnarmenn sem grá- legast til þess að gefa öðrum uppreisnarseggjum viövörun af fordæmi. Síðan hefur tíminn liöið og máliö hefur tekið nýjum vend- ingum. Það hefur reynzt full- kominn misskilningur að Biafra- menn væru nokkuð að niður- lotum komnir. Þvert á móti fer nú hémaðarleg mótspyrna þeirra sívaxandi. Sambandsher- inn á hins vegar við aukna erf- iðleika að stríða. Hersveitir hans eru nú staddar inni á ó- vinalandi og örðugt um allar samgöngur og aöflutninga til fjölmennra herflokka, svo enn verður engu spáö um styrjöld þessa öðru en því, að þaö er enn útlit fyrir, að hún standi langa stund enn. Lítill vafi er á því að það sem nú viröist ætla að valda þáttáskilum f styrjöldinni er sú nýjung, að Frakkar hafa nú tekið upp stuöning við Biafra- menn og senda þeim nú ógrynni vopna. Með þessu kemst stríðið á nýtt og alvarlegra stig. Þegar sambandsherinn sðtti fram að höfuðstöðvum Biafra- manna í haust, var það augljóst, aö hann hafði ofurefli liðs og vígvéla á móti Biaframönnum. Það var heldur ömurlegt að fylgjast með þessum átökum, þar sem sambandshermenn búnir hinum fullkomnustu ný- tízku vopnum sóttu gegn Biafra-hermönnum, sem höfðu lítið annað en gamla riffia. Hvar sem til átaka kom, varð ljós þessi munur í vopnabúnaöi. Sambandshermenn beittu fall- byssum gegn Biaframönnum og stráfeíldu herflokka þeirra meö vélbyssum. Ástæðan fýrir þessu var auð- vitaö sú, að sambandsstjórnin í. Lagos hafði fengið miklar vopnabirgðir frá öðrum ríkjum sem vilja styöja hana, fyrst og fremst frá Bretum og Rússum. Herleiðangrar þeir, sem hún hefur skipulagt aö Biafra úr öllum áttum hefðu verið ófram- kvæmanlegir á vegalausu og torfæru landssvæði, ef þeir hefðu ekki ráðið yfir miklum fjölda herflutningatækja til aö ryöjast langar leiðir yfir ófær- ur og ár. Þannig leit út fyrir að sambandsstjórnin ætlaði aö vinna sigur meö hinni erlendu aðstoð og tækni, því að á sama tíma fengu Biafra-menn litla sem enga vopnahjálp frá öðrum löndum, svo að munur á liðs- styrk var mikill. En nú hefur orðið breyting á því, og eru Biafra-menn fyrst upp á síð- kastið famir að búa herflokka sína þeim vopnum, sem gera þá hæfa að mæta innrásarliðinu. Svo að í staö stríðsloka má bú- ast við enn skæðarj átökum. j sjálfu sér ferst Norðurálfu- mönnum ekki aö hneyksl- ast yfir framferöi Afríku- manna, hvemig þeir hafa leiðzt út í hin skelfilegustu bræðra- víg. Hér virðist élnungis vera sambandsstjórnarinnar í Lagos eru Bretar. Er það sannarlega undarlegt, að ríkisstjórn hins brezka Verkamannaflokks skuli hafa framkvæmt stórfelldar vopnasendingar til Nígeríú. En ástæðan fyrir því er sú, að rík- ið Nígería er sköpunarverk Breta, f brætt saman úr ótal ættflofckum og þjóðum. Þeir telja sig siðferðiiega skuld- bundna til að styðja samheldni þessa ríkis. Og svo hafa þeir aðra afsökun, ef þeir hefðu ekki sent Lagos-mönnum vopn, þá hefðu þeir leitað í auknum mæli til Rússa. Þaö er vitað að Lagos-stjórnin hefur þegar fengið herflugvélar f^á Rússum og ennfremur stuðning frá Egyptum. Á hinn bóginn fengu Biaframenn einna helzt vopna- sendingar frá hinu kommún- íska Kína og nú bætast Frakk- 10. síða 9 Þráinn Bertelsson skrifar kvikmyndagagnrýni: ENDALAUS BARÁTTA Njósnari ★★ Stjómandi: Sidney J. Furie. Aðalhlutverk: Frank Sin- atra, Peter Vaughn. Amerísk, ísienzkur texti, Austurbæjarbíó. Þær eru orð r æðimargar aiósnamvndimar, sem hér hafa verið sýndar, en markaðurinn virðist vera svo gott sem ó- á yztu nöf tæmandi. Sumar þessara mynda eru það sæmilega gerðar og frumlega samdar, aö það getur verið þokkaleg skemmtun að horfa á þær. í þessum flokki er „Njósnari á yztu nöf“. Myndin er spennandi, þótt hún sé reyf- p '■kennd, og ákaflega vel leikin. Frank Sinatra er í aðalhlut- verkinu, þar sem hann sýnir mjög eóðan leik enda hlutverk- ið mjög við hans hæfi. Peter Vauéhn er alltaf skemmtilegur að flestra dómi, eins og sjá má af því hversu gengi hans hefur farið vaxandi undanfarið. Myndin fjallar um enn eina aðferðina til að stúta vísinda- manni áður en hann kjaftar í Rússa. Aðferðin, sem notuð er, hlýtur óneitanlega að teljast ó- hemjuflókin, en það þýöir vart að fetta fingur út í það — þetta er spennandi njósnamynd, en ekki heimildarmynd um störf brezku leyniþjónustunnar. Sidney J. Furie stjórnar myndinni með giæsibrag, þótt stundum finnist manni nær- myndatökurnar þreytandi til lengdar — einkum af konum í hverra andlitum árin hafa skil- ið éftir si.t sin spor. Það gerir þessa mynd ennþá skemmtilegri, að hún er ekki öll gerð í kvikmyndaveri, held- ur tekin, þar sem atburðirnir eiga að gera t d. í Kaup- mannahöfn, en þangað berst leikurinn. Stjómandi: Ken Annakin. Aðalhlutverk: Yul "rynn- er, Trevor Howard, Harry Andrew. Ensk, íslenzkur texti, Háskólabíó. Nöfnin eru ekki af verri end- anum, Yul Brynner og Trevor Hov rd, og ekkj er það verra, að Ken Annakin skuli stjórna myndinni, og ekki amalegt að myndin skuli gerast í Indlandi. Sannarlega býst maður við góðri skemmtun, ’ ,c,ar þessir höfðingjar leggjast á eitt — og því sárari eru vonbrigðin, þegar það fer smám saman að renna it upp fyrir manni, að myndin er ft algjörlega misheppnuð. Megnið af myndinni er ekki t gert í Indlandi, heldur í ein- | hverju fremur frumstæðu | stúdíói. ,,Indverjarnir“, sem | leika í myndinni eru flestir | svona álíka indverskir ojj Yul », Brynner, sem leikur góða mann- » inn. „Endalaus barátta“ er aug- | lýst sem heimsfræg mynd í sérflokki. Ekkj treysti ég mér j að' segja um hvort myndin er J heimsfræg, né fyrir hvað hún er í sérflokki, því að revrdar j bef ég séð lélegri myndir — po | ekki margar. I,

x

Vísir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.