Vísir - 15.11.1968, Blaðsíða 16

Vísir - 15.11.1968, Blaðsíða 16
Kjarvalssýningiit framlengd Mjög góö aðsókn hefur veriö aö Kjarvalssýningunni, sem stendur nú yfir í Listasafni íslands í Þjóð- minjasafninu. Vegna hinnar góðu aösóknar hefur safnið ákveðið að hafa opið til kl. 10 að kvöldi sunnu- dag og mánudag. Flotinn kastaði allur á eina torfu 6-7 skip nætur sinar — 22 fengu afla ® í nótt var kastað nót við nót á örlitlum bletti út af Reyðarfjarðardýpi, þar sem skipin fundu síld, þegar þau komu út eftir bræluna í gær. Virtist þarna vera um eina gríðarmikla samfellda torfu að ræða, eða mjög þétta dreifð. Fannst engin síld nema þarna í nótt. • Mikil þröng varð á þess- um litla bletti og lentu næt- urnar saman hjá nokkrum bátum og rifnuðu. Urðu einir sex bátar að taka upp næt- umar eftir þessa nótt og láta gera við þær á verkstæðum. Níu hundruö tonn af síld höfö ust upp úr krafsinu og fóru skipin með síldina á firðina til söltunar. Mest af henni fór á Seyðisfjörð og Norðfjörð, en hitt dreifðist á firðina allt suður á Stöðvarfjörö. Verður saltað á þessum stöðum af krafti í dag og vona menn að framhald verði á þessari veiöi þama úti fyrir. Nokkur skip voru einnig í Breiðamerkurdýpi í nótt og fengust þar 110 lestir af síld. Alls fengu 22 skip afla á þess- um tveimur stööum. Bræla er enn í Norðursjónum og fréttist ekkert af íslenzku skipunum sem þar halda sig enn þá all mörg. Hægt að ráða súr- magni nýja skyrsins — selt i 500 og 200 gr. plastumbúðum VERÐUR ÞEGNSKYLDU- VINNU KOMIÐ Á? Jónas Pétursson með tillögu um jbað á Albingi • Er þegnskylduvinna lausn- in á unglingavandamálum samfélagsins? Ýmsir virðast þeirrar skoðunar. Skoðana- könnun Vísis leiddi í ljós, að talsverður meirihluti fólks er henni fylgjandi. Einn þing- manna, Jónas Pétursson, hef- ur nú á Alþingi endurflutt til- lögu til þingsályktunar um þeg-nskylduvinnu. í tillögunni er lagt til, að Al- þingi kjósi fimm manna milli- þinganefnd til að rannsaka möigu leika á framkvæmd skylduþjón- ustu ungmenna á aldrinum 14 — 18 ára í þágu þjóðarheildar- innar, 4—6 mánuði alls hjá hverju ungmenni, við margvís- Ieg störf fyrir ríki, sveitarfélög, góðgerðar- og mannúðarfélags- skap. Jónas bendir á, að þjóðfélagið hafi þörf fyrir nokkur störf frá þessum ungmennum í þágu sam- félagsins. Slík skylda til þjón- ustu._.fyrir föðurlandið knýti bönd, sem óhjákvæmilega þurfi að bindast milli þegns og þjóð- félags. Þingmaðurinn hefur einkum í huga störf að skógrækt og land- græðslu. Hann segist „sjá í anda fríðan hóp ungmenna, bæði pilta og stúlkur, með vorhug, að planta og vökva rein við rein“. Hann minnir á baráttu Her- manns frá Þingeyrum fyrir þegn skylduvinnunni, sem andstæö- ° ingur orti um: „Ó hve margur yrði sæll og elska mundi landið heitt mætti hann vera í mánuð þræll og moka skít fyrir ekki neitt“. Jónas Pétursson telur vísuna ómaklega. Þegnskylduvinnan gæti orðið einn liður í skyldu- námi, án efa fjölmörgum til hvað drýgstra mennta. Nýja skyrið gerilsneytt og pakkað inn í nlastumbúðir kemur í verzlanir í dag. Undanfarin ár hafa Mjólkursam- salan og Mjólkurbú Flóamanna unnið að því að breyta framleiðslu- háttum, meðferð og pökkun á skyri. Tilraunirnar voru gerðar í Mjólkurbúi Flóamanna á Selfossi og þar er skyrið framleitt og pakk- að. Nýja skyrið er að tvennu leyti frábrugðið hinu fyrra. Það er gerilsneytt, sem eykur geymslu- þol þess upp í 5 — 7 daga án þess að súrna, ef það er geymt í kæliskápi. Einnig verður skyrið liggan sýaidi þei-nt Abtott og Costello Hópur unglinga var gestkomandi á nýju lögreglustöðinni í gærkvöldi og skemmti sér við að horfa á Abbott og Costello við löggæzlu- störf á hvíta tialdinu. Lögregluþjónar úr umferðardeild lögreglunnar höfðu farið niður á „runtinn“ og boðið ungmennum, sem voru á ferð í miðbænum, að koma í nýju lögreglustöðina og noifa á kvikmyndir úr umferðinni. Svo mikill var áhugi unga fólksins, að A itinum 15 mínútum (betta var rétt um kl. 11) höfðu fleiri þegið boðið, en lögreglan gat hýst í einu. Sýndar voru kvikmyndir af ó- höppum úr umferðinni, orsakir þeirra og rannsókn lögreglunnar á árekstrum og slysum. Hópur unglinga úr verknárps- deild Lindargötuskóla hafði komið fyrr um daginn og séð kvikmyndir lögreglunnar. Unglingarnir höfðu bæöi gagn og gaman aí. mýkra og þéttara í sér vegna þess að mysan er skilin frá í skilvindu í stað síu áöur. Nýja skyrið er i tvenns konar umbúðum, 200 gr. og 500 gr. Fyrri skammturinn kostar kr. 6 út úr búð en sá síðari 14.20. Mismunur- inn á verði þessa skyrs og hins í gömlu umbúðunum er kr. 1.20 á stærri pakkningunni og kr. 0.80 á þeirri minni. Stafar hækkað verð i af dýrari umbúðum nýja skyrsins. 1 Gamla skyrið verður eitthvað i með á markaðnum til að byrja með j en ætlunin er að það hverfi smám i saman eftir því sem hægt er áð j koma framleiðslu hins á skrið. I Þessar nýju aðferðir viö skyrið • gera það að verkum að ráða má I súrmagni þess, en skyrið er látið ' súrna aö einhverju markí og ger- , ilsneytt, sem tekur fyrir, að skyrið súrni meir. Framleiðendurnir eiga I eftir aö koma sér niður á fast- ákveöið súrmagn m. a. með því að bera það undir dóm neytenda. Gengislækkunin hækkaði sektina • Skipstjóra brezka togarans Boston Phantom var gert að greiöa 600 þúsund króna sekt, en að auki hlaut hann 2—3ia mánaða skilorðs bundið varðhaid. Dómurinn var kveðinn upp hjá fógeta ísafjarðar i gær. Afli og veiöarfæri voru gerö upp tæk, en skipstjóranum var einnig gert að greiða laun saksóknara, 40 þúsund krónur, og verjanda síns, 40 þúsund krónur. Skipstjórinn var dæmdur til vara í 12 mánaða varð hald. Hinn dæmdi áfrýjaði dómnum og lét úr höfn, eftir að umboðsmaður brezkra togaraeigenda hafði lagt fram tryggingu að upph, 1.670.000 krónur. Þetta er einhver hæsta fjársekt, sem landhelgisbrjótur hefur verið dæmdur til að greiða, en þetta er Iíka fyrsti dómurinn, sem kveöinn hefur verið upp í landhelgisbroti eftlr gengisbreytinguna. Við á- kvörðun sekta í landhelgismálum er miðað við gullkrónuna og því gætir áhrifa gengisbreytingarinnar á upphæð sektarinnar. BLÓMAMIÐILL FRÁ BRETLANDI Les persónu og æviatriði við snerfingu á hlutum og blómum • Næsta hálfan mánuð dvelur hér á landi brezk frú, Kath- leen St. George, blómamiðill, eða hlutskyggnimiðill. Er hún ' mjög þekkt sem miðill í heimalandi sínu. Kemur hún hingað í I sambandi við 50 ára afmæli Sálarrannsóknarfélags íslands. Fundirnir með frúnni veröa haldnir í Garðastræti 8. Frúin mun lesa persónu og æviatriði viðkomandi við snertingu á hlut um sem gestirnir koma með með sér og eru nátengdir þeim. Þá er frú St. George talin einstök meðal miðla í dag fyr- ir það sem kalla mætti blóma- skyggni, verður hver þátttak- andi að koma með afskorið blóm, sem hann hefur sjálfur kevpt. Vitanlega veit miðillinn ekkert um þaö fólk sem hann lýsir. Þeim sem ekki mæla á enska tungu verður séð fyrir túlkun.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.