Vísir - 16.11.1968, Qupperneq 4
5SS3S
Charles prins lítur sannarlega
út eins og raunverulegur prestur.
Þetta fer honum einkar vel. Ljós-
myndin er eins og þær, sem
finna má i ljósmyndasafni presta,
og eiga að sýna hann á þeirri
stund, sem hann komst i tölu
læröra manna í guðfræði. Þetta
er sjálfur drottningarsonurinn,
sem er nær tuttugu ára, sem
státar af klerklegri hálsumgjörö
i hlutverki sínu sem prestur
ensku kirkjunnar í leikritinu
„Kirkjan í Erpingham", sem er
leikrit, er Joe Orton setti á svið
Þetta leikrit er flutt af leikskóla
háskólans í Oxford.
„Okkur er það einskær ánægja,
að Charles prins leikur með“,
sagði ritari leikklúbbsins „því að
hann er allgóður leikari".
Ef til vill nær prinsinn þama
frægð sem einstaklingur, en hann
hefur lengi stritað við það.
ÁLFTAMÝRI 7
MORÐINGJAR AN REFSINGAR
í annaö sinn á tveimur vikum
hafa kviðdómendur 1 danska
Landsdóminum úrskurðað morð-
ingja sekan, en hann hefur kom-
izt undan refsingu, þar sem hann
var ekki talinn sjálfráður gerða
sinna, er hann framdi morðiö.
Þetta geröist fyrir nokkrum dög-
um í máli Monu Vendelkær. Son-
ur hennar, 18 ára, Peter Allan
Dam Jensen var sekur fundinn um
morð, en úrskurðaður til læknis-
meðferðar á ríkissjúkrahúsi.
Stjúpi hans, Stig Vendelkær, út-
gefandi að atvinnu, tók að sér
að bera ábyrgö á honum.
Sama niðurstaða varð i svo-
nefndu Jacobi máli, sem einnig
var morðmál. Morðinginn var
dæmdur sekur en hlaut ekki fang
elsisdóm.
Allan Jensen var sonur Monu
Vendelkær frá fvrra hjónabandi,
það er því næsta á undan hjóna-
bandi hennar og Stig Vendelkær.
Hið síðarnefnda var að leysast
upp, og talið er, að Allan hafi
ekki þolað breytinguna.
Sonurinn leit á móður sína sem
nánast guðlega veru. Þegar hún
brást, myrti hann hana. Morðið
var framið á nýársnótt. Allan
kyrkti móður sína á heimili henn
ar í Frederiksberg. Stuttu síðar
var hann handtekinn og gerði
játningu, þó ekki við lögregluna
heldur unnústu sína. Hann sagði
þá eitthvað á þá leið, að „mamma
hefði ekki verið, eins og hún
átti að vera.“
Kviðdómurinn var skipaður
átta konum og fjórum körlum,
og var formaðurinn yfirkennari.
Kviðdómurinn var ekki í vafa um
niðurstööu.
Á þjóðþingi Dana hefur komið
fram fyrirspurn um þessar dóms
niðurstöður, enda virðist hér um
simi 83070
Blóinin meðhöndluð af
fagmanni
Opið öli kvöld og helgar.
Hvemig skal
við bregðast?
Nú er mikið skeggrætt. Auð-
vitað er nýafstaðin gengislækk-
un aðal umræðuefnið, og auð-
vitaö eru menn ekki á eitt sátt
ir. Sitt sýnist hverium eins og
gengur og gerist. Blöðin reyna
að grafast fyrir um viðbrögð
manna með viðtölum og reynir
því margur að finna upp snilli-
yrði um þessa snarvendingu í
gengisskráningunni. Þó voru
menn vissir um, að eitthvað
yrðl að gera varðandi breytingu
á gengisskráningu til að út-
flutningsatvinnuvegimir gætu
staðið sig. Og auðvitað eru við
brögð manna misjöfn, því skoð
animar eru svo misiafnar. Það
er athyglisvert hve sjónarmið
manna eru háð þeirra eigin hag
eöa skaöa af gengisbreyting-
Ingunni eingöngu, án bess að
vermt og meta verkanirnar sem
hljóta að verða' síðar. Þaö er
þó flestum ljóst, hvernig sem
stundarhagur eða skaði fellur,
Þetta eru kanadíski leikarinn Ian Quarrier og bandaríska fyrir-
sætan Donyala Luna. Þeim var einnig fleygt á dyr í gistihúsinu
í London, þegar Mia Farrow flaug út. Ungfrú Luna heldur því
fram, að öll ósköpin hafi orðið, af því að hún er svertingi.
að ræöa talsverðar breytingar á
afstöðu tii morðingja. Fólk virð-
ist álíta, að þeir séu betur komn
ir á sjúkrahúsi en i fangeisuin.
Mona Vendelkær - myrt af eigin syni, sem sleppur við refsingu.
MIU FARROW
FLEYGT Á DYR
í LONDON
Bandaríska leikkonan Mia Farr
ow var áður gift Frank Sinatra,
eins og allir vita. Hún varð fyrir
því hérna einn daginn á gistihúsi
í London að henni var vísað á
dyr ásamt negrastúlku og þrem-
ur karlmönnum. Áöur hafði kom-
ið til hörku slagsmála milli gesta
annars vegar og starfsfólks hó-
telsins hins vegar.
Atburðurinn gerðist í Caven-
disk gistihúsinu. Mia kom með
vinum sínum og heimtaði árbit,
eftir að þau höfðu svallað um
nóttina. Jafnskjótt og ungfrú
Luna gekk í salinn, var öllum
hópnum vísað út. Hún segir, að
starfsfólkið hafi neitað aö gefa
skýringu en það sé ekki efamál,
aö orsökin hafi verið hinn dökki
litarháttur hennar.
Þjónn einn kvað þetta gert af
því, að herrarnir höfðu ekki háls-
bindi. Ýmsir aðrir karlmanna í
salnum bár heldur ekki bindi.
„Kallaö var á lögreglu, og þá
fyrst hófust átökin af alvöru. Nú
býst Ian Quarrier, kanadískur
leikari, viö ákæru um mótspyrnu
viö lögregluna.
Stjórnendur gistihússins halda
því fram, að litarháttur Lunu
skipti ekki máli, heldur hafi Mia
Farrow og vinir hennar verið
með læti og uppivöðslusemi.
að þá verða undirstöðuatvinnu-
vegirnir að geta gengið, annars
hlýtur smám saman að myndast
samdráttur öllum til skaða.
Þó að nú, eins og svo oft áð-
ur, séu menn ekki á eitt sáttir,
þá eiga menn að sameinast um
breyting gengisins nú, mun
hleypa nýju fjöri í útflutningsat
vinnugreinarnar. Það fjármagn
sem útvegurinn fær f hendur
mun ekki staðnæmast heldur
mun féð renna fljótiega til ann-
arra greina atvinnulífsins. Þann
fómir. En óttinn við það að þeir
sem breiðust hafa bökin taki
ekki á sig eins miklar byrðár
og aðrir þegnar, má ekkj ráða
gerðum okkar til óyndisúrræða.
Það er nefnilega mjög auðvelt
að eyðileggja áhrif gengislækk-
þær aðgerðir sem ofan á verða.
Hefndarhugur og ótti við það,
að einhverjir aðrir kunni að
græða á gengislækkuninni mega
ekki ráða eingöngu mótmælum
manna eða óánægju.
Þegar erfiðleikar steðia að,
þá er brýnast að fólk sýni þegn
skap og sameinist um þau úr-
ræöi, sem talin voru nauðsyn-
legust. Taka ber tillit til, að
ig má ætla að gengisfelling
setji fjörkippi í allan okkar bús-
skap.
Öllum hefur virzt Ijóst að und
anförnu, að erfiðleikar steðjuðu
að, þó ekki hafi allir verið á
eitt sáttir, hverju erfiðleikarnir
væru að kenna. Það hefur verið
fyrir löngu viðurkennt, að draga
þyrfti saman seglin og að allir
þyrftu að taka á sig nokkrar
unar með ótímabærum verkföll
um. ,
Alþýðusambandsþing mun
koma saman á næstunni, og
ekki er að efa að þar mun
verta rætt um þessar róttæku
ráðstafanir, sem taldar voru
nauðsyn. Ekki mun veröa spar-
að slá á viðkvæma strengi um
rýrð kjör og hækkað verðlag,
sem koma muni barnafjölskyld-
um verkamanna illa. Erfiðleika
verkamanna efar enginn, því
þeir hafa lægst launin, en hitt
vekur tortryggni þegar samtök
sem spanna yfir stéttir þeirra
lægst launuðu og einnig þeirra,
sem hafa þrisvar sinnum meiri
laun, þá efar margur, að eitt
eigi yfir alla að ganga f launa-
kröfum og að þau samtök þar
sem hinir hærra launuðu eru í
meirihluta, geti deilt brauðinu
svo öllum liki.
Ekki er ólíklegt að sú ráðstöf
un yrði að koma ofan frá, að
stuölað yrði að hækkun lægstu
verkamannalauna, án þess að
aðrar launastéttir fái hækkun.
Iðnaðarstéttir hafa til dæmis lif
að svo góða tíma að undan-
fömu, að þær munu færar um
að taka á sig fómir ásamt öðr-
um.
Þetta er ill nauðsyn meðan
svo árar sem nú. Ef enginn vill
neitt á sig leggja, mun ástantí-
ið versna enn frá þvf sem nú er.
Þrándur i Götu.