Vísir - 16.11.1968, Blaðsíða 9

Vísir - 16.11.1968, Blaðsíða 9
a HaK VlSIR atmmmamm Laugardagur 16. nóvember 1968. • VIÐTALl DAGSÍNSl er v/ð El'ias Eyjólfs- son, afkomanda a&ldklerksins" HPæplega er hægt aö gera ráð fyrir því, aö margir íslend- ingar séu svo fáfróöir, að þeir kunni ekki nokkur skil á séra Jóni Steingrímssyni, sem þjón- aði Prestbakka á síðu og varð þar átrúnaðargoð fólksins í hörmungum þeim er yfir dundu þegar Skaftáreldahraun rann. Honum sem stóð í kirkju sinni og boðaði trú á mátt hins mikla guðs, hiklaus og óveill, meðan logandi brunahraunið valt fram ógurlegt og tortím- andi. En sjálfsagt eru færri, sem vita það, að suður á Sólvalla- götu er rúmlega áttræður öld- ungur, sem rakið getur ætt sína til þessa fræga manns, og þessi maður hefur marga ræðu haldið vtm dagana. Þótt fæstar þeirra Eh'as Eyjólfsson ■•m barsmíði geðvondra manna, -»m oft láta eigin erfiðleika ,-aaupa með sig í gönur. Ég hef kennt börnum á öllum aldri, og mér hefur alltaf liðið vel þegar ég var kominn í skólastofuna. Bömin eru einlæg og hjarta- hrein, þótt þau geti orðið fok- vond stundum, og það er mikils virði að gæta þess vel að særa aldrei bam með heimilishátt- um þess, enda þótt maður finni og viti að erfiðleikamir, sem það kann að valda sjálfu sér og öðrum stafi fvrst og fremst frá því hvemig aðbúð það hef- ur heima fyrir. Áður fyrr mátti segja aö mörg sveitaheimili væru menntasetur. Þar námu börnin mál og sögur af vörum hinna fullorðnu og fluttu þetta með sér inn í skólana. Kennslan gat þá orðið hvort tveggja, ánægju- legri og uppbyggilegri, sérstak- lega hvað snerti hinn þjóðlega anda starfsins. Börnin áttu auð veldara með að tjá sig og færa hugsanir sínar í skipulegt form og ná þannig með frásögn sinni til félaganna. — Krakkamir hafa nú verið talsvert fyrirferðarmiklir þá eins og nú? — Ctrákapör hafa alltaf fylgt 1-5 vissum aldri hverrar kynslóðar — og telpumar hafa nú ekki verið alveg sak- lausar heldur. Sjálfur var ég ——* hafi verið í eldmessustíl, efa ég ekki að þær hafa haft sin á- hrif á heyrendur hans. "p’lías Eyjólfsson er fæddur 25. nóv. 1887. Foreldrar hans, Eyjólfur Pálsson og Ingi- björg Guömundsdóttir bjuggu á Efri-Steinsmýri i Meðallandi. Páll -fi Elíasar var Jónsson Jónssonar prests að Lyngum og Kálfafelli. Kona séra Jóns eldri, var Guðný Jónsdóttir prófasts Steingrímssonar að Prestbakka á Síðu og konu hans Þórunnar Hannesdóttur Scheving frá Munkaþverá í Evjafirði. Elías ólst upp hjá foreldrum sínum en missti fööur sinn fyrr en hann var oröinn fulltíða mað ur. —p* Flestar jarðir í Meöalland- inu voru fremur landlitlar, en þeim fylgdu nokkur hlunnindi, silungsveiði í Skaftárós, Eld- vatni og fleiri vötnum hér og þar en sum þeirra eru nú orp- in saridi. En líklega hefur þó melurinn — íslenzka kornið — verið það, sem mestu máli skipti fyrir Meðallendinga. Við það var að vísu mikil vinna ef vel átti að nýtast til manneldis, er það var líka kjamafæöa. Ég man til dæmis aldrei eftir því að talað væri um beinkröm ; börnum. Við systkinin vorum sjö, en ekk ert okkar fékk aðkenningu af þeim siúkdóm. ForeJdrar okkar voru bjarg- álna fólk en ekkcrt þar fram yf ir, og allt var sparað því langt var að sækja i kaupstað. Eftir aö éa man eftir var farið til Víkur, en um það he>.3í ég talaö, að oft hefði þurft að fara allt til Eyrarbakka eftir heimilis nauðsynjum. Eftir að faðir minn lézt fór ég fljótlega aö reyna að vinna fyrir mér. Og þá var það venjulega helzt úrræði að leita til sjávar. Var þá ýmist fariö til verstöövanna í Vík, _ vrar- bakka og Þorlákshöfn eða alla leið til Suðumesja, og þangað lá leið mín. Ég átta mig ekki vel á því í dag, hvernig ég fór að kom- ast þessa fyrstu ferö mína á vertíð með þó nokkra byröi, varð að sæta misjöfnu veðri og færi og vaða ár og vötn. Þá var aðeins búið að brúa Þjórsá og ölfusá, sums staðar var Iög- ferja, o_ svo var ekki um ann- aö að ræða en leggja út f stráum inn væri feröin farin á þeim tíma sem vötn voru ekki á haldi. — Var eitthvaö upp úr þess- um verferðum að hafa? — Já, vertföarkaupið var um 100 krónur, en þaö samsvar- aði þá 25 — 30 lambsverðum. — Féll þér sjósóknin vel? — Ég var aldrei sjóveikur, en fremur latur ræðari. Hins vegar sæmilega Iiðtækur bæði við línu og net. En mig langaði til að læra, og þótt auraráðin væru lítil, fór ég fyrst f Flensborgarskólann og síðan í Kennaraskólann og út- skrifaðist þaðan 1917. — Og svo hefur þú farið að kenna og þá fvrst farið að finna fyrir alvöru lífsins svo um hef- ur munað. — gg kenndi tvö ár í Hörgs- landshreppi fyrir aust- an og þar leið mér vel, þvi skólamál og skólahúsnæði var þar í góðu Iagi. Skaftfellskur al- menningur var frjálslyndur og framkvæmdasamur i bessum efnum miðað við þeirrar tíðar hætti. Enda má vel segja bað, að til þess að geta skanað sér og sínum viðunandi lffskjör varð fólkiö að vera athafna- samt og dugandi, staðhættirnir eru þannig. Sá sem hélt að sér höndum og hafðist ekki að, var dæmdur úr leik í lífsglímunni. Til Reykjavfkur fór ég svo 1920, þá kvæntur maður, ég náði í konuefnið árin sem ég kenndi fyrir austan, Þuríði Páls- dóttur frá Hörgslandi á Síðu. Já, góði minn, austurferðin var göð ferö og giftudrjúg. Fyrstu tvö árin í Reykjavík var ég við verzlun og tók nokkra heimakennslu og var svo í forföllum f skólanum þeg- ar það bauöst. Þá var aðeins einn barnaskóli í Reykjavik, Miðbæjarskólinn. En hann hafði útibú hér og þar um bæinn, t.d. á Gríms- staðaholti, við Vatnsstíg, inni í Sogamýri og víðar. Og það var þá því sær ófrávfkjanleg regla að láta okkur busana. sem komum í fyrsta sinn vera á þönum milli þessara staða, — Hver voru svo launin? — Ég var skipaður kennari við Miðbæjarskólann 1929 og þá minnir . ig að kaupið væri um kr. 200 á mánuði. — Hvað viltu svo segja um bömin þá og nú? — Tíörnin ei J.ltaf jafngóð Þau eri' ekkert lakari nú en áður. þrátt fyrir allt þetta gal um spillta æsku. Þau eru frjálsari og meira frí- hyggjufólk en þar um veldur mest, liinn breytti tíðarandi umhverfisins. Nú eru börn og unglingar i mun meiri hættu fyrir umhverfinu og þurfa þar af leiðandi meirí vernd bæöi heimilis og skóla. Unglingar í dag þurfa aga, en það má ekki rugla saman hug- takinu aga og straffj eða jafn- rnesti ærslabelgui og áfloga- gjarn i æsku og þó sagt sé „að fáir vilji sína barnæsku muna‘‘, þá sýnist mér að það sé mjög nauðsynlegt fyrir kennara að hafa þar sem minnstu gleymt. Það getur orðið til skilnings- auka siðar. — Þér hefur fallið vel viö bömin, sem þú hefur veitt leið sögn? — Börn hafa alltaf verið mér góö, jafnan sýnt mér tillitssemi og ef til vill því meiri sem ald- urinn færist yfir mig. — Fyrsti skólastjóri sem ég vann hjá í Miðbæjarskólanum var Sigurður Jónsson, þá Hall- grímur Jónsson, þvi næst Ár- mann Halldórsson og nú síðustu ár kennslu minnar, Pálmi Jósefs son. En kennslu ’.ætti ég 1957. Þá sjötugur að aldri. Þó þessi spuming komi nú dálítið úr annarri átt, þá vona ég að þú misvirðir það ekki. Trúir þú á huldufólk? — Huldufólk. Ég trúi þvl aö umhv 'is okkur sé alit fullt af lífi. Við sjáum vissa vega- lengd og skynjum aðeins á- kve? hluti og hljóð. En við sjáum ekki allt, sem umhverfis okkur bærist Og hvað eigum við svo að kaíla það sem viö ekki sjáum eða skynjum en er þó til — Að lokum þetta. Ég fagna hverri þeirri nýjung I skóiamál- um sem orðið getur börnunum til góðs Allt sllkt skapar betra fólk og um leið sterkarí bjóð Þ. M. ☆ 9 KSfi © Engin Vetrarhjálp? Borgari skrifar alllangt bréf um að hann hafi heyrt á skot- spónum fregnir um að Vetw- hjálpin yrðí lögð niður, en framfærsla Reykjavíkurborgar tæki við störfum hennar, en ekki höfum við fengið það stað- fest. í bréfinu era ýmsar dylg.i- ur um velferðarfvrirtæki í borginni, Bréfið er ekki undir- ritað og er dæmigert um þau bréf, sem fá far beint í rusla- körfuna. Það er hægt að birta bréf undir dulnefni. — en nafn bréfritara VERÐUR alltaf að fvlgja. það er ófrávíkjanleg krafa. IS3 © Klámið verði klippt burtu „Hemámsmyndina kvað eiga' að senda til Noregs, norskum til fróðleiks og UDnrifjunar. Ée vona, a.m.k. einn kafli verði klipptur úr mvndinni. Það er saurlífisþátturinn. Hann er alger lega óþarfur. hann er leikinn, og hann setur svartan blett á mynd 1 ina. Danir og Svíar era heims- frægir fyrir að ganga óhugnanl. langt f klámgerð I kvikm. Það væri okkur til vansa, ef í þeim fáu myndum (einu mynd?), sem Islendingar sjálfir framleiða. væru slíkir hlutir, sem frændur okkar Norðmenn drægju þá á- lyktun af. að við værum komnir út í sama svaðið og danskir og sænskir fjáraflamenn. Ég skora á framleiðanda mynd ■ arinnar að nota nú skærin, og sannfærð er ég um, að ég er ekki ein um sjónarmið mitt". Guðrún IS! © Þjónustuskortur Hafa opinberar stofnanir á ís- landj engan skilningáhugtakinu „þjónusta?" Þetta kemur oft upp I huea mér og svariö verð- ur bví miður næstum alltaf neit- andi. Seinast datt mér I betta ! hug. þegar rafmagnslaust varð í borginni fyrir nokkru. Raf- magnið komst tiltölulega fljót- lega á í meginhluta borgarinnar aftur. nema ! árbæiarhverfi. þar sem ég bý. Ég opnaði þegar útvarpið, begar rafmagnslaust varð til að hlusta á tilkynningar frá rafmagnsveitunni um það hvenær búast mætti við raf- • magninu aftur. Engin tilkynninv barst, sem ég heyrði. þó að ein stutt tilkvnning muni hafa ver ið lesin. sem fór frsm hiá mér. Ég þurfti því að dúsa f myrkr inu fram á kvöld óvitandi um þaö. hvenær rafmagnið kæm! aftur. Þegar það kom kl. 7.30 var ég búinn að elda minn kvöld mat á ferðaprímus Árbæingur. ISI © Hvernig stendur á tapinu? G.S. skrifar: Sialdan hef ée lesið aðra eins þvælu og í ’i-'éfadálknum hjá vkkur ! dae Hverjum dettur ! hug annaö eins og að lokn Þióðlaikhúsinu? Flestu má Iokp fyrr. Hins vegar finnst mér rétt» leiðin að athugað sé með rekstui hússins — þvf hvernig stendur á bvf að ieikbúsið tapar svo uggvænlega eins og á síðasta 1 ári? — G.S.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.